blaðið - 29.06.2007, Page 20
FOSTUDAGUR 29. JUNI 2007
blaóió
LÍFSSTÍLLHELGIN
helgin@bladid.net
Fyrsti þorparinn var Bjarni Valdimars-
son listmálari, Siggi Ben kom á eftir
honum. Hann var trésmiður sem smíðaði
líkkistur og sverð fyrir okkur strákana.
Bfldudals grænar baunir
Kynna fólki arnfirska menningu
Fjölskylduhátíðin Bíldu-
dals grænar baunir er
haldin annað hvert ár
og er nú haldin í þriðja
sinn um helgina á Bíldu-
dal. Arnfirðingafélagið
í Reykjavík stendur
fyrir hátíðinni. Sérstaða
hennar er að öll skemmti-
atriði eru í höndum
heimamanna.
Eftir Lovísu Hilmarsdóttur
lovisa@bladid.net
Valdimar Gunnarsson er brott-
fluttur Arnfirðingur og einn af skipu-
leggjendum hátiðarinnar. Hann segir
markmið hátiðarinnar vera að kynna
ferðafólki arnfirska menningu. „Við
erum að viðhalda þeirri miklu menn-
ingar-, lista- og sagnahefð sem Arn-
firðingar eru þekktir fyrir og ætlum
að skila henni til komandi kynslóða.
Það eru brottfluttir Arnfirðingar
sem sjá um þessa hátíð og það eru oft
miklir fagnaðarfundir sem eiga sér
stað, gömul skólasystkini eru að hitt-
ast eftir mörg ár,“ segir Valdimar.
Vísnakvöld
„Það verður fjölbreytt og skemmti-
leg dagskrá alla helgina,“ segir Valdi-
mar og stílað verður inn á alla ald-
urshópa. „Við höfum eitthvað fyrir
alla. Hér verður keppt í íþróttum, svo
höfum við púttmót fyrir eldri borg-
ara og kassabílarall fyrir þá yngstu
svo eitthvað sé nefnt. Það verða tón-
leikar úti um allan bæ ásamt leik- og
myndlistarsýningum. Einn af stór-
viðburðunum er vísnakvöld og þar
munu 20 manns sjá um að skemmta
gestum. Að sjálfsögðu verða einnig
leiktæki fyrir yngstu börnin. Þetta
er mikil fjölskylduskemmtun," segir
Valdimar.
Besta veðrið
Að sögn Valdimars verður dag-
skráin dreifð víðs vegar um bæinn.
,,Það verður haldin dorgveiðikeppni
á bryggjunni. Einnig veiðum við
rækju sem við gerum að og svo getur
fólk pillað hana ofan í sig sjálft. Svo
er spáin alveg svakalega flott, það
verður hvergi á landinu jafn gott
veður og á Bíldudal. Á laugardags-
kvöldinu verður sett upp risastórt
grill þar sem hátíðargestir geta
komið saman og borðað í góðviðr-
inu. Þá verður útidansleikur þar sem
ungir sem aldnir geta dansað saman
fram eftir nóttu,“ segir Valdimar.
Þorparinn
Margir siðir hafa myndast
með tilkomu hátíðarinnar og
er einn af þeim sérmerktur bjór.
„Við höfum þann skemmtilega sið að
STAÐURINN
Bíldudals grænar baunir er
nú haldin í þriðja skipti
Engin aðkeypt skemmti-
atriði eru á hátíðinni
Valinn er þorpari hátíðar-
innar
við látum sérmerkja bjór sem nefnist
þorparinn. Þá er mynd af gömlum
þekktum þorpara sett á bjórflösku
og saga hans límd aftan á hana. Þetta
eru alltaf einhverjir einstaklingar
sem hafa sett svip sinn á bæinn. Það
er alltaf rosaleg spenna hver það
verður ár hvert. Við merkjum líka
bjórglös og fólk getur safnað þorp-
urunum. Það skemmtilega við þetta
er að við fáum alltaf erindi og ábend-
ingar frá fólki um hver skuli eiga að
prýða bjórinn. Fyrsti þorparinn var
Bjarni Valdimarsson listmálari og
Siggi Ben kom á eftir honum. Hann
var trésmiður sem smíðaði líkkistur
og sverð fyrir okkur strákana. { ár
er það Júlli Páls. Hann var þekktur í
þorpinu en lést fyrir nokkrum árum.
Það er komin pressa á okkur núna að
kvenmaður skuli prýða bjórinn en
úrvalið af kvenskörungum er mikið
hér á Bíldudal," segir Valdimar enn-
fremur og bætir við að hátíðin sé
öllum opin og hvetur hann alla til að
koma.
Stakkholtsgjá Búist er við miklum fjölda fólks í Þórsmörk um helgina. Frá Þórsmörk
er upplagt að fá sér göngutúr að hinni fallegu Stakkholtsgjá sem sjá má hér fyrir ofan.
Hjá rekstraraðilum tjaldstæðisins í Húsadal í Þórsmörk fengust þær upplýsingar að að-
eins séu örfá svefnpokapláss eftir í skálum. Nóg pláss er hins vegar á tjaldstæðinu, en
um að gera að leggja snemma af stað í dag vilji menn vera öruggir um að ná góðum
Stað. Blaöiö/BrynjarGauti
Blúshátíö í Ólafsfirði
Ólafsfirðingar standa fyrir heljar-
innar blúshátíð um helgina. Þetta er
í áttunda skipti sem hátíðin er haldin
og verður hún alltaf stærri og glæsi-
legri með hverju árinu.
Gísli Rúnar Gylfason, umsjónar-
maður hátíðarinnar, segir að einvala-
lið tónlistarmanna muni koma fram
( Ólafsfirði um helgina. „Á föstudags-
kvöldið verður mjög gott blúskvöld
þar sem komasaman helstu blúshljóm-
sveitir landsins ásamt hollenskri sveit.
Við erum að reyna að gera eitthvað
fyrir alla en það er 18 ára aldurstak-
mark á tónleikana sem eru að kvöldi
til. Á laugardeginum ætlum við að
vera með fjölskylduskemmtun þar
sem blúsað verður utandyra. Stór úti-
markaður verður haldinn og leiktæki
og skemmtun fyrir börnin. Á laugar-
dagskvöldinu ætlum við að tvískipta
þessu, byrja með léttum tónleikum
með Friðriki Ómari og Guðrúnu
Gunnars. Svo tekur við blúsbomba
seinna um kvöldið þar sem landslið
tónlistarmanna kemur saman.
Aðspurður segir Gísli að kveikjan
að þessari hátíð hafi verið hjá tveimur
heimamönnum.
„Þetta er orðið svolítið stærra í
sniðum heldur en lagt var upp með í
fyrstu. Kormákur Bragason og Ólafur
Þórðarson úr Ríó Tríóinu byrjuðu
með þetta. Hugmyndin var að mynda
smá blússtemningu eitt kvöld. Svo
urðu menn stórhuga og núna er þetta
þriggja daga hátíð og við flytjum inn
tónlistarmenn," segir Gísli og bætir
við að miðar séu seldir í anddyri
félagsheimilisins.
Dauöarokksveisla
Þekktasta og söluhæsta dauða-
rokkshljómsveit sögunnar spilar á
tónleikum á NASA í Reykjavík næst-
komandi laugardag og sunnudag,
en seinni tónleikarnir verða fyrir
alla aldurshópa. Um verður að ræða
allsherjar þungarokksveislu báða
dagana þar sem hljómsveitirnar
Mínus og Changer leggja Cannibal
Corpse lið ásamt því sem Forgarður
Helvítis, Momentum og Severed
Crotch sjá um upphitun.
Cannibal Corpse er fyrsta dauða-
rokkshljómsveit sögunnar til að
hljóta platínusölu í heiminum og sú
fyrsta sem kom dauðarokksplötu á
vinsældarlista Billboard Magazine
í Bandaríkjunum. Samkvæmt Ni-
elsen Soundscan er hún jafnan sölu-
hæsta dauðarokkshljómsveit allra
tlma.
UM HELGINA
• Gaukurinn Sniglabandið mun
troða upp á Gauknum, laugar-
dagskvöldið 30. júní. Það verður
frítt inn til miðnættis.
• Austurland Djasshátíð verður
haldin á Austurlandi um helgina.
Dagskráin er fjölbreytt og dreif-
ist víðs vegar um Austurland.
• Hamingjudagar Hinir árlegu
Hamingjudagar verða haldnir á
Hólmavík um helgina, fjölbreytt
lista- og skemmtidagsrá verður í
boði fyrir alla fjölskylduna.
• Listasafn Árnesinga Þor-
valdur Þorsteinsson, myndlist-
armaður og rithöfundur, verður
með leiðsögn á sýningunni AÐ
FLYTJA FJÓLL, sunnudaginn 1.
júlí, í Listasafni Árnesinga.
• Belg-fs-hópurinn Níu lista-
menn sem eiga það sameiginlegt
að hafa útskrifast frá Listahá-
skólanum í Tongeren, Academie
og Fine Kunst, í Belgíu opna
sýningu í Listasal Saltfiskseturs,
laugardaginn 30. júní.
• Piayers Gleðisveitin Rutops
mun leika fyrir dansi á skemmti-
staðnum Players í Kópavogi,
laugardaginn 30. júní.
• Einleikshátíð Leiklistarhá-
tíðin Act Alone er í fullum á
gangi á ísafirði um helgina. Há-
tíðin er helguð einleikjum og er
eina leiklistarhátíðin sem haldin
er ár hvert.
• Akureyri Tékkneski strengja-
kvartettinn PiKap leikur á tón-
leikum Listasumars á Akureyri
í Ketilhúsinu, föstudaginn 29.
júní kl. 12.00.
• Blúsrokktónleikar Hjóm-
sveitin B-Sig mun standa fyrir
blúsrokktónleikum á Gauknum
ásamt Elínu Eyþórsdóttur söng-
konu. Tónleikarnir verða í kvöld
kl. 22.00.
• Humarhátíð Um helgina
verður Humarhátíðin á Höfn
haldin í 14. skiptið. Á sama tíma
fagnar bærinn 110 ára afmæli
sínu og hátíðin verður því með
glæsilegra móti í ár.
LÁTTU VITA
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net