blaðið - 29.06.2007, Page 21

blaðið - 29.06.2007, Page 21
blaöió FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007 21 Ljótu hálfvitamir fagna útgáfu fyrstu plötu sinnar Ljótu hálfvitarnir Verða með hálfvitagang í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Bætum upp útileguna Húsvíska hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir ætlar að halda útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu annað kvöld í tilefni af útkomu sinnar fyrstu hljómplötu sem ber sama nafn og sveitin sjálf. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Þessi níu manna stórsveit er fremur ný af nálinni í núverandi mynd, enda stofnuð fyrir rúmu hálfu ári, en rætur hennar liggja þó lengra aftur í tímann. „Ræturnar liggja um 20 ár aftur í timann, en áður var til tríó sem hét Ljótu hálfvitarnir sem ekki bar mikið á. Svo var önnur hljómsveit sem hét Rip, Rap og Garfunkels og hana skip- uðu að hluta til sömu meðlimirnir. Við héldum sameiginlega tónleika í október á síðasta ári og í framhaldi af því kom upp sú hugmynd að sam- eina hljómsveitirnar og mynda stór- sveit og þetta er afraksturinn af því,“ segir Arngrímur Arnarson, einn hljómsveitarmeðlima. Áhrif víða að Aðspurður segir Arngrímur hljóm- sveitina vera undir áhrifum úr ýmsum áttum. „Við höfum stuðst við að þetta sé einhvers konar þjóðlaga- kennt pönkskotið popp með bjórívafi eða einhverju slíku. Allavega er þetta hressileg og skemmtileg tónlist sem við spilum.“ Öll lögin á nýju plötunni eru frum- samin en það vill svo til að allir níu meðlimirnir semja lög og texta. „Það eiga allir minnst eitt lag og/eða einn texta á plötunni og það þýðir nátt- úrlega að breiddin í tónlistinni er nokkuð mikil. Að auki spilum við allir á mismunandi hljóðfæri og skiptum gjarnan um hljóðfæri á milli laga. Þannig að þetta er mjög lýðræð- isleg hljómsveit og það reynir mikið á samhæfinguna okkar á milli. Sem betur fer hefur það gengið ágætlega hingað til enda erum við farnir að þekkjast mjög vel auk þess sem við höfum töluvert spilað á tónleikum á litlum stöðum þar sem nándin er mikil,“ segir Arngrímur. Lýsandi nafn Af hverju heitir hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir? Eruð þið Ijótir hálfvitar? „Ja, fólk verður eiginlega bara að koma sjálft og dæma um það,“ segir Arngrímur og hlær. „Eins og ég sagði kemur nafnið frá tríói sem hét Ljótu hálfvitarnir, en það nafn kom þannig til að þeir voru nafnlausir þegar þeir byrjuðu að skemmta á einum tónleikum, og síðan þegar LJÓTU HÁLFVITARNIR Meðlimirnir koma frá Húsa- vík og nærliggjandi sveitum. Hljómsveitin er ný í núver- andi mynd en á allt að 20 ára forsögu. Spilar þjóðlagakennt, pönk- skotið popp með bjórívafi. þeir höfðu lokið sér af sagði einhver við þá: „Þið eruð nú ljótu hálfvit- arnir“. Þetta er líka mjög lýsandi nafn fyrir hljómsveitina, enda er mikill hálfvitagangur í okkur þegar við spilum auk þess sem við erum mjög skrautlegir allir saman.“ Tónleikar í stað útilegu Nú fer í hönd næstmesta ferða- helgi ársins en Ljótu hálfvitarnir láta það ekki hindra sig í að halda útgáfutónleika á mölinni. „Þeir sem ekki fara í útilegu geta þá bara komið á tónleika í staðinn. Við erum alveg kokhraustir og vonum að sem flestir komi og skemmti sér með okkur á Stóra sviðinu í Borg- arleikhúsinu. Við munum alveg bæta fólki upp útileguna,“ segir Arn- grímur ákveðinn. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 annað kvöld og hægt er að nálgast miða í miðasölu Borgarleikhússins og á midi.is. Samkoma gegn pyndingum Hópur ungra Amnesty-félaga stendur fyrir uppákomu á Austur- velli á morgun, laugardaginn 30. júní milli klukkan 13 og 17, þar sem vakin verður athygli á þeim pynd- ingaraðferðum sem eiga sér stað í „stríðinu gegn hryðjuverkum", en þær teljast vera „yfirheyrsla“ sam- kvæmt skilgreiningum ýmissa ríkja á hugtakinu. Gestir og gang- andi geta kynnt sér aðferðirnar og þann skaða sem þær valda og gripið til aðgerða gegn pyndingum og illri meðferð. „Hópurinn sem að þessu stendur ætlar að kynna þessar „yfirheyrslu- aðferðir" fyrir fólki og sýna hvaða aðferðum er beitt og vekja fólk til umhugsunar," segir fris Ellen- berger, herferða- og aðgerðastjóri Amnesty á íslandi. „Það er sérstak- lega verið að vekja athygli á þessu í sambandi við leynifangelsi, fanga- flug, stríð gegn hryðjuverkum og svo framvegis. Málið er að það er verið að grafa undan pyndingar- hugtakinu og kalla pyndingar ein- hverjum öðrum nöfnum.“ Þann 26. júní voru liðin 20 ár frá gildistöku samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og ann- arri grimmilegri, ómannlegri eða Vilja vekja athygli á pyndingum Frá fanga- búðunum við Guantánamó-flóa í Kúbu. vanvirðandi meðferð eða refsingu. 114 ríki hafa fullgilt hann og önnur 8 skrifað undir hann. Einnig hafa 56 ríki fullgilt valfrjálsa bókun við samninginn sem heimilar eft- irlitsfólki að heimsækja fangelsi og aðrar varðhaldsstofnanir án fyrirvara. Þrátt fyrir það sýna ársskýrslur Amnesty International ár eftir ár að í meirihluta ríkja heims er fólk pyndað eða látið sæta illri meðferð. Arsskýrslan 2007 fjallaði um 153 ríki og af þeim höfðu minnst 102 beitt pyndingum eða annars konar illri meðferð. PYNDINGAR ► Amnesty hyggst vekja athy- gli á pyndingaraðferðum sem notaðar eru í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ ► Tuttugu ár eru frá því samn- ingur Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og grimmi- legri meðferð tók gildi. }/>■ í meirihluta ríkja heims er fólk pyndað eða látið sæta illri meðferð samkvæmt skýrslum Amnesty Interna- tional. A kexmáli þýðir þetta: úrvalsgott súkkulaði, hafrar, hveilhveiti og unaðslegt bragð. Hob-Nobs er nefnilega eina kexið sem talar!

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.