blaðið - 29.06.2007, Qupperneq 25
blaóió
FÖSTUDAGUR 29. JÚNl' 2007
Veiðidagur fjölskyldunnar heppnaðist vel
Margir veiddu frítt
Margir veiðimenn fóru til veiða
á veiðidegi fjölskyldunnar sem var
haldinn síðasta sunnudag víða um
landið og veiðin var ágæt á mörgum
stöðum.
Það var Landssamband stanga-
veiðifélaga sem stóð fyrir deg-
inum í samráði í veiðifélög og
landeigendur.
„Við fengum fisk áðan og ég ætla
að reyna áfram. Það eru fiskar
hérna en þeir eru tregirsagði Ing-
var Bragi, ungur veiðimaður sem
við hittum á vatnasvæði Lýsu á veiði-
degi fjölskyldunnar.
VEIÐIDAGURINN
► Veiðidagurinn hefur verið
haldinn í fjölda ára og
veiðimönnum fjölgar sem
nýta sér það að renna frítt
fyrir fisk þennan dag. Lík-
lega hafa vel yfir þúsund
veiðimenn rennt fyrir fisk á
þessum degi núna.
En fjölmenni var á svæðunum,
veiðimenn voru við veiðar á vatna-
svæðinu Lýsu, veiðimaður við veiði-
mann á stórum svæðum þar. Veiðin
var kannski ekki mikil en allir voru
að reyna og það var fyrir mestu.
Þúsundir veiðimanna hafa notað
daginn og rennt fyrir fisk. Dagur-
inn er Landssambandi stangaveiði-
félaga til mikils sóma.
„Við fórum upp að Elliðavatni og
enduðum síðan á Þingvöllum og
við fengum nokkra fiska,” sagði
veiðimaður sem við heyrðum í á
mánudaginn.
„Það voru margir að veiða á
Þingvöllum en veiðin hefði mátt
vera meiri,” sagði veiðimaðurinn
ennfremur.
Matthías Mar Birkisson
Veiddi risableikju á spún
Matthías Mar Birkisson er einn af
ungu og efnilegustu veiðimönnum
landsins. Við tókum hann tali fyrir
skömmu en þá var stutt síðan hann
kom úr veiðitúr af Barðaströnd þar
sem hann veiddi vænan fisk.
Þið voruð að veiða fyrir vestan
fyrir skömmu, hvernig gekk?
„Já, í Vatnsdalsvatni á Barðaströnd
ogþaðgekkvel.“
Þú fékkst meðal annars væna
bleikju?
„Já, við pabbi vorum að veiða
saman og ég veiddi risableikju á
svartan spún.“
Hefurðu veitt eitthvað í vötn-
GOÐRAÐ
unum í kringum Reykjavík?
„Nei, ekki mikið en ég hef veitt
mikið af obbum í Noregi. Það var
mikið af obbum í vatninu þar sem
við bjuggum."
Manstu hver er stærsti fiskurinn
sem þú hefur veitt?
„Já, það var þessi bleikja. Hún var
47 cm löng og meira en 3 1/2 pund.
Ætlarðu að veiða eitthvað í
sumar?
Já, ég ætla að fara aftur í Vatns-
dalsvatn og svo ætlum við að veiða
í Skorradalsvatni," sagði Matthías
ennfremur.
Þurrfluguveiði í Minnivallalæk
„Erlendir veiðimenn sem voru að
koma úr Minnivallalæk fengu
fína veiði og væna fiska á þurr-
fluguna,” sagði Þröstur Elliða-
son en þessir erlendu veiðimenn
voru að koma af veiðislóðum
fyrir fáum dögum.
Fleiri og fleiri reyna þurrflug-
una, vatn er lítið í veiðiánum og
veiðimenn vilja reyna eitthvað
nýtt. Þurrflugan er þannig
að hún flýtur ofan á vatninu.
Flestir bera á fluguna til að hún
fljóti betur. Hægt er að kaupa
sprey í veiðibúðum og sérfræð-
ingarnir gefa veiðimönnum upp-
lýsingar um þennan veiðiskap.
Veiðimenn sem voru að koma
af Skagaheiðinni fengu fína
veiði og flesta fiska fengu þeir á
þurrflugur.
„Að veiða fiskinn á þurrflug-
una er meiriháttar. Það er
stórkostlegt að sjá þegar
fiskurinn kemur eftir hylnum
og tekur hana,” sögðu veiði-
mennirnir sem voru að koma af
Skagaheiðinni.
Fjölskylduparadísin
Hvammsvík í Kjós
Hópar - félagasamtök - fyrirtæki - fjölskyldur!
í Hvammsvík er hægt að veiða, spila golf, róa kajak, grilla, spila fótbolta,
fara í gönguferðir, tína krækling í fjörunni, fara á hestbak, slæpast,
leika sér, tjalda eða slappa af í sveitakyrrðinni og njóta fagurs umhverfis.
Tilvalin fyrir dags- eða helgarferð
starfsmannahópa og fjölskyldur.
Hafið samband og látið okkur gera tilboð
í fjölskyldudag fyrirtækisins eða ættarmótið,
við setjum saman áætlun sem hentar öllum.
{ÍVL^LII Llt/Z
Sfmi 566 7023 - 893 1791 - Fax 566 8960 - eMail: info@hvammsvik.is - www.hvammsvik.is
E
Auglýsingasíminn er
510 3744
Sérfræðingar
í fluguveiði
Hælum sLancjir,
splæsum línur
og setjum upp.
SportvörugerOin hf.,
Skipholt 5. s. 562 8383.
Md!öSSÍSS!*
Hafðu samband
og fáðu gott pláss
fyrirauglýsinguna þína
:ta@bladlc
Kolbrún Dröfn 510-3722
kolla@bladid.net
blaöié
3\ FYRIR VEIÐIMANNINN
“ Vatnsheld niður á 10 metra dýpi
OLVMPUS Mju-770SW
7.1 Milljón pixlar
Þolir fall úr 1.5 metra hæð
Frostþolin (-10°C)
Þolir 100 kg. þrýsting
3x aðdráttur í linsu
Verð: 38.900 kr
OLYMPUS
Your Vision, Our Future
ORMSSON
UM LAND ALLT • www.ormsson.is