blaðið

Ulloq

blaðið - 29.06.2007, Qupperneq 26

blaðið - 29.06.2007, Qupperneq 26
FÖSTUDAGUR 29. JUNÍ 2007 ÍÞRÓTTIR ihrottir@bladid.net Vandamálið er að íslenskir íshokkíleikmenn spila að jafnaði aðeins 60 mínútur á ísnum samtals yfir tímabilið og það er einfaldlega allt of lítið til að vera ásættanlegt í hokkígreininni SKEYTIN INN Carlos Dunga, þjálfari Bras- iliu, fer með veggjum eftir 2-0 tap liðs síns í fyrsta leik Ameríkukeppn- innaríknattspyrnu gegn Mexíkó. Dunga hlaut skítkast fyrir val sitt í landsliðið en þrátt íyrir að þar vanti menn eins og Ronaldinho er liðið stappfullt af stjömum. Leikaðferð Dunga dugði þó skammt gegn eitruðum Mexí- kóum sem áttu sigurinn skilinn. Einuleikmanna- hreyfingarn- ar virðast gerast á Spáni þessa síðustuogverstu. Atletico Madrid hefur að sögn spænskra fjölmiðla náð samkomu- lagi við Villarreal um kaup á þeim Diego Forlán og Juan Antonio Riquelme fyrir 2,5 milljarða króna. Ef rétt reynist em það kjarakaup. Forlán hefur gengið vel í vetur og Riquelme er að slá í gegn í Argentínu. Nicholas Anelka eða Obafemi Martins? Þessir tveir em helst nefnd- ir sem eftirmenn IhierryHenryhjá Arsenal og kemur nokkuð á óvart enda Wenger þjálfari fundvfs á nýjar stjömur og óhræddur að nota þær. Henry var einmitt sjálfur lítið og illa notaður hjá Juventus á sínum tíma. Forsvarsmenn Newcastle kannast ekkert við meintan áhuga á Martins. Frakkar njóta vegs og virð- ingarvíðaum heimfyrirnokkuð algeng skyndiverk- föllsínþegarárétt þeirra er gengið að þeirra mati. Knattspyrnumenn em af sama meiði og hika alls ekki við að fara í verkfall sé ekki farið að vilja þeirra. Eric Abidal hefur verið í slíku hjá Lyon og nú er aðalstjarna Bordeaux, .einnig farinn í verkfall þar sem hann fær ekki að fara til Glasgow Rangers. Agierlykilorð þjálfara Bay- em Miinchen þessa dagana en Ottmar Hitzfeld virðist ætla að vera áfram með liðið þó aðeins hafi verið gerður tímabund- inn samningur við hann i vetur til sumars. Liðið hefur á stundum verið uppnefnt FC Hollywood vegna lífemis leikmanna en Hitzfeld ætlar að taka fyrir það. Hyggst hann fjölga æfingum til muna og sýna öllum þeim hörku sem ekki lúta reglum. Sendibílar til leigu Leikurinn úti Þjálfarinn sendur heim Sigur í deildinni dugði ekki til Það er álitamál hvort sú ákvörðun forsvarsmanna Real Madrid að sparka Fabio Capello þjálfara og henda út rauða dreglinum fyrir Bernd Schuster er góð eða slæm. Hún er slæm fyrir þjálfara því ef sigur í erfiðustu deild Evrópu dugir ekki til þá er ekkert til sem heitir atvinnuöryggi. Á hinn bóginn er þetta frábært fyrir áhugamenn vegna þess að karlinn er ekki að fá reisupassann af þvf hann stóð sig svo illa heldur af því stórlið Real spilar leiðinlegan bolta. Fallöxin hefur hangið yfir Ital- anum frá því í janúar en fyrri hluta leiktíðarinnar þótti Real Madrid stálheppið að vera í efri sætum. HVERERFABIO? Fabio Capello hefur tvívegis þjálfað Real Madrid Hann hefur tvívegis unnið spænska titilinn Capello hefur unnið fjórtán titla með liðum sínum Heppnissigrar voru margir og jafnvel þegar verst gekk náði liðið stigi. Það fór hins vegar mjög fyrir brjóstið á aðdáendum að leikmenn léícu með hálfum huga og skemmt- anagildið á leikjum var minna en á Goldfinger á mánudagsmorgni. Sumir vilja einnig meina að yfir- lýsingar Capello vegna David Beck- ham hafi verið síðasti naglinn í kistu hans. Tók hann djúpt í árinni hvað Englendinginn varðar í vetur þegar hann sagði Beckham ekki spila meira með Real. Það varð hann að éta ofan í sig aftur og að mörgu leyti er það Beckham að þakka að liðið vann titilinn á lokasprettinum. Engin þörf er að vorkenna Cap- ello. Um hann er setið sem þjálfara og hann mun næstu tvö árin fá greiddar þrjár milljónir króna viku- lega úr sjóðum Madrid. Hægt að tóra bærilega á því á ströndum Ta- ílands þangað sem karlinn er farinn í sumarfrí. Tvö þúsund marms á Shellmótinu í Eyjum: Glimrandi veður fyrsta daginn „Bestu fréttirnar eru að veðrið er frábært en því hefur ekki verið að heilsa á mótinu í fjögur ár,” sagði Einar Friðþjófsson, framkvæmdastjóri Shellmótsins í Vest- mannaeyjum, en alls tvö þúsund keppendur og gestir eru í Eyjum vegna mótsins sem hófst í gær. Á mótinu keppa strákar úr 6. flokki knattspyrnuliða og koma félög hvaðanæva af landinu enda er þetta í 24. skipti sem mótið er haldið og er það með vinsælustu mótum á landsvísu. í þetta sinn sendu 20 félög stráka til leiks en 25 félög sendu lið sín þegar best lét fyrir nokkrum árum. Hræringar hjá íshokkíliðum: Íshokkíleikmenn flýja klakann „Vandamálið er að íslenskir ís- hokkíleikmenn spila að jafnaði aðeins 60 mínútur á ísnum og það er einfaldlega allt of lítið til að vera ásættanlegt,” segir Ed Maggiacomo, þjálfari Skautafélags Reykjavíkur og íslenska landsliðsins í íshokkí. Einn efnilegasti leikmaður hans er á leið til útlanda þar sem fáir leikir og skortur á samkeppni koma í veg fyrir að hann geti blómstrað hér á landi í grein sinni. Maggiacomo hefur 40 ára reynslu af þjálfun bæði í heimalandinu Kan- ada og eins á Norðurlöndunum og veit mætavel hvað hann talar um. Hann hvetur efnilega menn að fara út hafi þeir tækifæri til því mikið vantar upp á að hér séu að- stæður fyrir hendi fyrir afreksfólk í íshokkíi. Sá sem nú leggur land undir fót er hinn leikni Þorsteinn Björnsson en hann mun spila með dönsku félagi á næstu leiktíð. í þeirri deild spila fé- lög um 40 leiki á leiktíð samanborið við 16 leiki hér á landi. Maggiacomo á fastlega von á að 2-3 efnilegir ís- lenskir leikmenn til viðbótar fari utan næstu misserin. Lágu flatir íslandsmeistarar FH fengu sinn fyrsta skell í langa hríð gegn Val í Landsbankadeild karla þegar liðið tapaði 4-1. Hafnfirðingarnir hafa ekki fengið slíka flengingu síðan í september 2004 þegar þeir lágu á heimavelli gegn þýska liðinu Alemannia Aachen í Evrópukeppni félagsliða. Framtíðarsýn Sjónvarpsstöðin Sýn mun halda úti sérrás vegna enska fótboltans á næstu leiktíð en réttinn keyptu þeir dýrum dómi frá Skjá einum sem sýndi enska boltann á síðustu leiktíð. Sýna á 380 leiki í heild- ina eða alla Ieiki úrvalsdeild- arinnar sem er vatn á myllu harðra aðdáenda en gæti fallið í grýttari jarðveg hjá öðrum á heimilum landsins. Ný mexíkósk stjarna Lorena Ochoa er næsta nafn sem heyrast mun í tengslum við kvennagolfið næstu árin en þessi auðmjúka 25 ára stúlka frá Mexíkó er að bræða alla sem nálægt henni koma. Veðbankar vestanhafs telja víst að hún muni vinna sinn fyrsta stóra titil næstu miss- eri enda ljósárum á undan systrum sínum hvað tækni varðar. Vesen á Wimbledon Flóð og stanslitlar rigningar hafa sett stórt strik í reikning staðarhaldara í Wimbledon þar sem vinsælasta tennismót heims fer fram. Hefur hvað eftir annað þurft að stöðva mótið alveg og þegar leikir fara fram er þeim mörgum frestað í miðjum klíðum vegna áframhaldandi úrkomu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.