blaðið - 29.06.2007, Síða 30
FOSTUDAGUR 29. JUNÍ 2007
blaðið
ORÐLAUSFÖSTUDAGUR
ordlaus@bladid.net
Það gekk mjög vel hjá
okkur en sýningarnar á
Woyzeck eru núna farnar
að nálgast hundrað.
HVAÐ Á AÐ GERA UM HELGINA?
Spilar á Bar 11
„Ég ætla að skemmta mér með
vinum mínum í kvöld en svo er
ég að spila á Bar n annað kvöld,"
segir Birgir Örn Steinarsson,
betur þekktur sem Biggi í Maus.
Vegna tónleikanna þarf hann að
sniðganga ættarmót á Tálkna-
firði sem til stóð að eyða helginni í. „Foreldrar
mínir voru að reyna að draga mig og ég ætlaði
mér að fara þangað, enda hefði maður alveg
verið til í að fara út úr bænum þessa helgi. Bjarni
Haukur á líka að spila þarna og svona - synd að
missa af því! En ég verð bara að bíða með að fara
út á land. í staðinn tek ég eitthvað gott með vin-
unum í kvöld og spila á morgun. Við félagarnir
höfum reyndar ekkert ákveðið, enda verður það
aldrei nógu skemmtilegt ef maður er búinn að
ákveða allt fyrirfram."
Með fjölskyldunni
„Ég ætla að fara með fjölskyld-
unni í bústaðinn okkar að
Laugarási og við ætlum að vera
þar í viku. Bróðir minn, Hugi, er
nefnilega að koma frá Hollandi
þar sem hann býr og er að læra
tónsmíðanám. Hann kemur
hingað til lands til þess að flytja lokaverkefnið
sitt í Skálholti,“ segir Alma Guðmundsdóttir,
söngkona stúlknasveitarinnar Nylon, og bætir
við að tilhlökkunin sé mikil. „Ég hlakka mikið
til að sjá lokaverkefni bróður míns og það er
auðvitað æðislegt að fá hann hingað heim. Svo
er líka gaman að hitta alla fjölskylduna og eyða
með henni tíma úti á landi. Þetta verður örugg-
lega ofboðslega gaman. Annars verður helgin
með rólegasta móti og ekki mikið skrall. Það er
allavega ekki á planinu núna.“
Rólegt fyrir boltann
„Það verður mikið að gera hjá
mér,“ segir útvarpsmaðurinn
Heiðar Austmann sem hyggst
eyða helginni í fótbolta, golf og
heimsókn til mömmu. „I kvöld
verð ég bara með lappirnar uppi í
sófa því að það er leikur hjá okkur
í iH, íþróttafélagi Hafnarfjarðar, í 2. deildinni á
morgun. Við munum taka á móti Völsungi frá
Húsavík og það þýðir auðvitað ekkert annað en að
taka lífinu með ró þangað til og vera hress fyrir
leikinn. Eftir leikinn á morgun ætla ég svo austur
fyrir fjall og spila golf í góðra vina hópi. Mun
eflaust koma við í sumarbústaðnum hjá mömmu
og fá gott kaffi og bakkelsi hjá henni. Én svo þarf
maður að bruna í bæinn fyrir miðnætti og koma
sér fyrir á neðri hæðinni á Sólon þar sem ég ætla
að sjá um tónlistina fram á nótt.“
Vesturport á Stóra sviðinu í haust
Lífseigar
sýningar
Ekkert lát er á velgengi
Vesturports en hópurinn
sýndi Woyzeck á Spáni og
hefur fengið boð um að
sýna í Asíu.
Eftir Hildu H. Cortez
hilda@bladid.net
Leikhópurinn Vesturport heldur
áfram að gera góða hluti en hópur-
inn er nýkominn frá Spáni þar sem
þau sýndu Woyzeck á listahátíð í
bænum Salamanca. Er þetta í þriðja
skiptið sem hátíðin er haldin en
þangað koma hundruð listamanna
víðs vegar að úr heiminum. „Það
gekk mjög vel hjá okkur en sýning-
arnar á Woyzeck eru núna farnar að
nálgast hundrað," segir Ólafur Egill
Egilsson leikari. „Við erum búin að
vera í London með Woyzeck en svo
höfum við líka verið í Þýskalandi
og Póllandi svo eitthvað sé nefnt.
Þannig að þær eru lífseigar þessar
sýningar okkar. Woyzeck er allavega
ennþá í gangi og svo skilst mér að
það sé komið í hús tilboð frá Asíu
um að ferðast þar með sýninguna
Rómeó og Júlíu og okkur hefur
verið boðið til Tékklands í haust
með Brim. Við höfum verið dugleg
við að halda þessu gangandi, enda
verður svo að vera þar sem stofn-
kostnaðurinn er mikill og þetta
verður að bera sig einhvern veginn
Að sögn Ólafs eru farnar ótroðnar
slóðir í vali á verkum til sýninga á
listahátíðinni í Salamanca. „Það var
æðislega fínt á Spáni en þeir marka
sér sérstöðu í verkefnavali. Þarna
voru þekkt nöfn í gjörningalist og
svo var hluti borgarinnar lagður
undir graffitílist og vár þetta mjög
veglegt í alla staði. Það voru þarna
fjölmargir listamenn alls staðar að
úr heiminum, stór og flott nöfn í
þessum bransa. Salamanca er líka
falleg borg þar sem sjá má fjölda
bygginga frá miðöldum sem gaman
er að skoða.
En hérna heima eru ýmis verkefni
í pípunum þó Vesturport sé ekki
að æfa neitt eins og er. í haust mun
Þjóðleikhúsið taka Hamskiptin til
sýninga á Stóra sviðinu, en það verk
vorum við að sýna í London og fékk
það afbragðsdóma þar og erum við
líklega á leiðinni til London aftur
eftir áramót með það verk. Það er
nóg að gera hjá Vesturporti.“
Vesturport Leikhópurinn
er nýkominn af listahátíö
á SPáni Mynd/Golli
Ömurlegt að missa
af síðasta atriðinu
„Þetta er alveg ömurlegt. Ég var bú-
inn að hlakka mikið til að sjá Just-
ice,“ segir Kristján Jón Pálsson en
hann og fleiri sem keyptu Hróars-
keldupakka Iceland Express þurfa
að yfirgefa hátíðina áður en henni
lýkur til að ná fluginu til
baka heim til íslands.
Paris frjáls eftir
erfiða refsivist
Paris Hilton fagnaði frelsinu á
þriðjudag en þá var henni sleppt úr
fangelsi þar sem hún hafði dvalið í
23 daga. Hún segir í viðtali við Larry
King fangelsvistina hafa verið erfiða
lífsreynslu sem hún
óskar ekki neinum.
Gríðarlegt tap á
Galtalækjarhátíð
Gríðarlegt tap var á Galtalækjarhá-
tíðinni í fyrra. Éinar Bárðarson segir
forsendur fyrir rekstrarmódeli há-
tíðarinnar fyrir einkaaðila ekki vera
til staðar. Óvíst er hvort
hátíðin verði haldin í ár. * •
Lay Low til eyja
Hljómsveitirnar Á móti sól, 1
svörtum fötum, Sprengjuhöllin
og Lay Low hafa boðað komu
sína á Þjóðhátíð í ^y|
Vestmannaeyjum í ár. J4!
Nánari upplýsingar og bókaðu á www.icelandair.is
Sölutimabil Special Ofler tilboóa: 22. júni-13. júli.
Feróatimabil: 17. júlí-10. desember.