blaðið - 05.07.2007, Page 13
blaóiö
Um níðingsskap
gagnvart dýrum
Sigurður H. Jóhannsson skrifar
Ég las grein Illuga Jökulssonar
„Að gráta hund“ í Blaðinu 30. júní sl.
Og „þetta var hundur, for crying out
Ioud“. Hvað ef greinin hefði heitið
„Að gráta dreng“? Er þetta þaul-
hugsuð grein, Illugi? Finnur hundur
minna til sársauka en drengur?
Var þetta ekki lítill hund-drengur?
Hann hljóðaði eins og hann gat
þangað til hann dó. Verðandi fót-
boltahetjur tróðu honum ofan í
tösku og spörkuðu honum á milli
sín „þangað til hann hætti að öskra“
var haft eftir vitni. En þetta var nú
bara hundur, reyndar hvolpur.
Viðbrögð fólks fyrir norðan og
sunnan voru því til sóma. Það er
gott að heilbrigt fólk heldur minn-
ingarathöfn um hundinn unga,
Lúkas, sem lét lífið fyrir sálsjúkum
spörkurum, og reiði fólks er skilj-
anleg. Það verður að vekja athygli
á svona atburðum. Fréttamenn og
fjölmiðlar þurfa að hjálpa til; það
er ekki hægt að sitja þegjandi undir
fréttum af dýraníðslu. Hver man
ekki eftir frúnni sem grét og barm-
aði sér yfir því að hryssan hennar,
sem var fylfull, myndi ekki eignast
folaldið áður en hún léti lífið úr
hor? Heiðarlegt fólk hefur áhyggjur
af meðferð dýra og fréttamenn eiga
að hjálpa til með upplýsingar. Lög-
gjöf hér um dýravernd virðist vera
í lélegra lagi, og væri gott að fara vel
yfir hana og bæta úr þar sem þurfa
jykir, að minnsta kosti framkvæmd
æirra laga sem gilda.
Auglýsingasíminn er
510 3744
ES
Fáðu meira fyrir ferðina
Velkomin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Aukið rými og bætt pjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Umfangsmiklar breytingar hafa staðið yfir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu misserín. Verslunar- og
þjónusturýmið hefur ríflega tvöfaldast og fjölmargir nýir rekstraraðilar bæst i hópinn. Veltingastöðum
fjölgar jafnt og þétt og úrval verslana og vöruframboð hefur aldrei verið glæsilegra.
Fáðu meira - mættu fyrr!
Við hvetjum alla farþega líl þess að mæta tímanlega og njóta alls þess sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur
upp á að bjóða. Hægt er að nálgast upplýsingar um þjónustu flugstöðvarlnnai á airportis.
ferð til fjár
Munið! Irmrítun hefst 2 tímum fyrír brottför! flucstöð leifs eiríkssonar
íslensk list
gerir hús að heimili
Opið laugardaga,
í Kringlunni 10-18, Rauðarárstíg 11-14
Rauðarárstígur 14, sími 551 0400 • Kringlan, sími 568 0400 • www.myndlist.is