blaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 19
blaðið
FIMIVITUDAGUR 5. JÚLÍ 2007
27
Sendiherrar norrænnar matargerðar
Norrænir matvælaráðherrar
ásamt landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðherrunum hafa orðið sammála
um að veita verðlaun fyrir nýja
norræna matargerð, alls 100.000
danskar krónur. Verðlaunin má
veita einstaklingi eða samtökum
sem unnið hafa einstakt starf til að
kynna og þróa norræna matargerð
og matarmenningu. Verðlaunin
verða veitt í fyrsta sinn árið 2007
á viðburði sem Norræna ráðherra-
nefndin stendur fyrir og kallast Ný
norræn matargerð, en þetta kemur
fram á vef Norðurlandaráðs.
Fulltrúar yfirvalda á Norður-
löndum sem fara með matvælamál
hittast reglulega á vettvangi nor-
Fljótlegt
kjúklingasalat
Stundum hefur fólk lítinn
tíma til að elda en þá getur
verið ágætt að útbúa eitthvað
fljótlegt í matinn sem jafn-
framt bragðast vel. Hér er upp-
skrift að kjúklingasalati með
vínberjum. Kjúklinginn þarf
að elda áður eða kaupa hann
tilbúinn, eldaðan úti í búð.
Það sem þarf:
1 steiktur kjúklingur
1 stór msk. estragon
110 g græn vínber, steinlaus,
skorin til helminga
150 g majónes
75 ml sýrður rjómi
3 vorlaukar, fint skornir
salatblöð, skoluð og þerruð
salt og nýmalaður pipar
Takið allt skinn af kjúk-
lingnum og skerið kjötið
niður í stóra skál, bragðbætið
með salti og pipar.
Setjið majóncs í aðra skál
ásamt sýrða rjómanum
og blandið vorlauknum
saman við. Það má bæta í
sinnepi eða öðrum eftirlætis-
kryddum. Hellið sósunni yfir
kjúklinginn og hrærið létt
saman.
Leggið salatblað á disk og
salat þar ofan á. Dreifið vín-
berjum yfir og skreytið með
fersku kryddi eftir smekk.
Hvítkál
Hvítkál er eitt
mest borðaða
grænmetið
á íslandi
enda
hefur
verið
auðvelt
að rækta
það hér á landi.
Hvítkál kemur þó upphaflega
frá Miðjarðarhafslöndunum
og hefur verið þekkt í
meira en 5000 ár. Sagt er að
Rómverjar hafi tekið með
sér hvítkál vítt og breitt
um Evrópu og notað það í
lækningaskyni. Hvítkál er
ríkt af A- og C-vítamínum.
Hægt er að matreiða það á
margvíslegan hátt, borða
hrátt, steikja, sulta, sjóða,
nota það í súpur, jafninga
eða sem meðlæti. Einnig er
vinsælt víða erlendis að búa
til súrkál úr því.
rænu embættismannanefndarinnar
um matvæli. Markmiðið með sam-
starfi Norðurlanda í matvælamálum
er að vernda heilbrigði neytenda,
koma í veg fyrir villandi merkingar
og að hvetja til neyslu hollari mat-
væla. Samstarfinu er ætlað að stuðla
að því að varðveita og þróa fagþekk-
ingu og vísindalega sérfræðikunn-
áttu á sviði matvæla. Nefndin tekur
fyrir grundvallarspurningar sem
snerta matvæli, matvælaeftirlit og
Verkefnið hefurgengurvel. Meðal
annars hefur verið komið á nánu
samstarfi við Norrænu nýsköpun-
armiðstöðina sem styrkti 6 nýsköp-
unarverkefni á sviði matargerðar
á tímabilinu 2007-2009. Alls hafa
12 milljónir danskra króna verið
veittar til verkefnisins.
Michael Björklund frá Álands-
eyjum, Anne Sofia Hardenberg frá
Grænlandi og Leif Sorensen frá
Færeyjum voru skipuð sendiherrar
nýrrar norrænnar matargerðar á
norrænum ráðherrafundi í Björne-
borg fyrir stuttu. Sendiherrarnir
þrír bætast við þá ellefu sem þegar
hafa verið skipaðir. Verkefni þeirra
er að miðla þekkingu og vekja at-
hygli á verkefni um nýja norræna
matargerð. Sendiherrarnir hafa
allir staðið fyrir átaksverkefnum
til að koma norrænni matargerð og
menningu á framfæri.
i ns
Norrænn matur þykir sérstakur
Nýir matarsendiherrar ásamt ráð-
herrum Danmerkur og Finnlands.
Opnum sérverslun
okkar að Laugavegi 27
í dag kl. 10 eftir breytingar.
Verið velkomin
wKmjk
Wax--- ■ ■
■7.'
qááíMri
1 gMwfi
Te & Kalli Sérverslun • l.aueaveei 27