blaðið - 10.07.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 10.07.2007, Blaðsíða 1
ORÐLAUSX2 126. tölublað 3. árgangur Þriðjudagur 10. júlí 2007 FRJÁLST, ÓHÁÐ & Ó Leikstýrði í Rússlandi Gunnar Helgason, leikari og leikstjóri, er nýkominn frá borginni Yaroslavl í Rúss- landi þar sem hann leik- stýrði söngleiknum Spin eftir Douglas Pashley. KOLLA 12 Konur á Laugavegi Elín Óladóttir segir að kvennaferðir þar sem gengið erfrá Landmannalaugum inn í Þórsmörk, eða á svo- kölluðum Laugavegi, séu ákaflega vinsælar og vel sóttar. SERBLAл14 Áhrifamestar Ofurfyrirsætan Kate Moss og leikkonan Sarah Jessica Parker voru á dögunum útnefndar áhrifamestu stjörnurnar í tísku- bransanum árið 2007 af tímaritinu Hello. vO S2 til lax-silungs-og sjóveiða Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun Rafbyssur til reynslu ■ Lögreglan vill fylgja þróun annars staðar, segir aðstoðarríkislögreglustjóri ■ Formaður Landssambands lögreglumanna segir glæpamenn betur vopnaða en áður Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Hjá ríkislögreglustjóra eru nú til prófunar rafbyssur sem geta sent rafbylgjur í skotmark í allt að ío metra fjarlægð. Rafbylgjurnar trufla tauga- og vöðvastarfsemi þess sem fyrir þeim verður, þannig að viðkomandi fellur varnarlaus til jarðar og engist þar um í nokkrar sekúndur. Því fylgir töluverður sársauki, en á þó að vera að mestu hættulaust. Á byssunum eru upptökutæki sem taka upp hljóð og mynd um leið og kveikt er á þeim, sem á að minnka hættuna á misnotkun. Rafbyssur geta drifið 10 metra og rafbylgjur úr slíkum byssum eru um 50.000 volt. frk Bylgjurnar trufla vöðva- og taugastarf- ^ semi þess er fyrir þeim verður og valda tímabundinni lömun. W. Amnesty International heldur því fram ^ að frá árinu 2001 megi rekja 245 dauðs- föll til notkunar á rafbyssum. Fylgja nágrönnunum „Það er verið að kanna kosti og galla þessara tækja, meðal annars með það í huga hvort þau bæti starfsumhverfi lögreglumanna," segir Páll Winkel aðstoðarríkislögreglustjóri. „Við erum að prófa hvernig tækin virka og fáum upplýs- ingar erlenðis frá um hættuna sem þeim fylgir, og munum skoða í framhaldinu hvort eðlilegt og nauðsynlegt sé að lögreglan hér á landi notist við svona tæki. Það verður ekki tekin ákvörðun um það fyrr en að fengnu áliti lækna sem meta afleið- ingar þess að fá rafbylgjurnar í sig.“ Páll neitar því að ástæður þess að verið sé að prófa nýju byssurnar sé aukinn vopnaburður þeirra sem lögreglan þarf að fást við. „Finnar hafa verið að nota þessi tæki og lögregla ýmissa nágrannaþjóða okkar er að velta fyrir sér að gera slíkt hið sama. Við viljum einfaldlega fylgja þeirri þróun sem á sér stað annars staðar. Hins vegar vitum við að starfsumhverfi lögreglunnar getur verið hættulegt og viljum leita allra leiða til að bæta úr því.“ Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður Lands- sambands lögreglumanna, segist fagna því ef samþykki fæst fyrir að lögreglan hefji notkun á rafbyssum. „Menn þurfa að skoða á hverjum tíma hvaða tæki eru heppilegust til að yfirbuga brotamenn. Þróunin hefur verið sú að glæpa- menn eru betur vopnaðir en áður var, og það þarf að endurskoða hvernig búa megi lögreglumenn betur undir að mæta breyttum aðstæðum.“ f mínus um hver mánaðamót ítalskt undur í Sundahöfn • • • • • Skuldir þeirra sem leituðu aðstoðar Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna voru 20% hærri í fyrra en árið áður. Ungt fólk er í bullandi mínus um hver mánaðamót, að ' sögn forstöðumannsins. O Lyf salinn telur sig í rétti Aðalsteinn Arnarson læknir í Svíþjóð, forsvarsmaður vefsíðunnar minlyf.net, segist bíða formlegra viðbragða frá Lyfjastofnun, sem voru póstlögð í gær. Hann telur þjónustuna standast íslensk lög fullkomlega. Æm 77 skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína í sumar ítalska skemmtiferðaskipið Costa Classica er nú í höfn við Skarfabakka í Sundahöfn. Það rúmar 1300 manns og er eitt 77 skemmtiferðaskipa sem hafa boðað komu sína að hafnarbakkanum á þessu sumri. „Flest skipin eru frá Evrópu og eru þau þýsku í meirihluta en Skarfabakki var tekinn í notkun í fyrrasumar og þar rúmast allt að fjögur skemmtiferðaskip í einu,“ segir Ágúst Ágústsson markaðsstjóri Faxaflóahafna. „Við erum að byggja 4-500 fermetra aðstöðu fyrir skemmtiferðaskipin,“ segir hann jafnframt en þar verður aðstaða fyrir leiðsögumenn, upp- lýsingamiðstöð, kaffihús fyrir ferðamenn auk þess sem langferðabílum verður stillt upp fyrir utan. Syndir á norðurskauti Breskur sundkappi hyggst synda einn kilómetra í sprungu við norðurpólinn á sunnudag og þar með í kaldasta vatni sem nokkur maður hefur áður synt í. Lewis Gordon Pugh vonast til að Ijúka sundinu á um 20 mín- útum, en talið er að hitastig vatnsins verði allt að tvær mínusgráður. Pugh verður klæddur sundbúningi, með sundhettu og -gleraugu. Hann er jafnan nefndur ísbjörn- inn, og er eini maðurinn sem hefur synt langar vegalengdir í heimshöfunum þremur, Norður- og Suður-íshafi. aí NEYTENDAVAKTIN Ofnæmislyf, Livostin-augndropar sar: Lyfjaverslun Krónur www.apoteket.se (Sviþjóö) 795 www.ditapotek.dk (Danmörk) 946 Lyfja 1.761 Lyf og Heilsa 1.763 Apótekarinn 1.716 Upplýsingar frá Neytendasamtökunum GENGI GJALDMIÐLA SALA % BÉ= USD 60,82 -0,61 ▼ Iðgj GBP 122,67 -0,41 ▼ 55 DKK 11,14 -0,62 T • JPY 0,49 -0,77 T BB EUR 82,90 -0,64 T GENGISVÍSITALA 112,27 -0,62 ▼ ÚRVALSVÍSITALA 8.701,60 1,8 A VEÐRIÐ í DAG bilolond.is 1 Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.