blaðið - 10.07.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 10.07.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2007 blaðiö i. fc KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net sgggg Ég finn ekkert sameiginlegt í fari þeirra sem ég kann vel við eða dáist að en allir sem ég elska geta komið mér til að hlæja. w.h. Auden Gallerý Víðátta Víðáttaóoi Gallerý var form- lega opnað í Eyjafjarðarsveit um heigina. Af því tilefni sýndu Þorsteinn Gíslason og Helgi Þórsson verk sín Ó nátt- úra/Ónáttúra og Útþrá/Heim- þrá í Eyjafjarðará við Kristnes. Víðáttaóoi Gallerý hefur ekki yfir eiginlegum húsakynnum að ráða heldur er öll Eyjafjarð- arsveit og víðátta hennar sýn- ingarstaður listamannanna. Á myndinni er Helgi Þórsson, Gamli Elgur, sem hluti af lista- verki sínu, Ó náttúra/Ónáttúra í Eyjafjarðará. Gengið um Viðey í kvöld, þriðjudagskvöld, mun séra Þórir Stephensen, fyrr- verandi staðarhaldari í Viðey og dómkirkjuprestur, stýra þriðjudagsgöngu í Viðey. Aðaláherslan í göngunni verður á vestureyjuna en þar er ýmislegt að sjá og nægir þar að nefna listaverkið Áfanga eftir Richard Serra og „Ástar- steininn“. Séra Þórir starfaði i eyjunni um árabil og er með fróðustu mönnum um allt sem viðkemur eyjunni. Gangan hefst með siglingu úr Sundahöfn kl. 19:15 og tekur um tvær klukkustundir. Leið- sögnin er ókeypis fyrir utan ferjutoll sem er 800 kr. fyrir fullorðna og 400 kr. fyrir börn. AFMÆLII DAG Alice Munro rithöfundur, 1931 John Calvin guðfræðingur, 1509 Marcel Proust rithöfundur, 1871 falfe hPlheilsa y jfi -haföu þaö gott Gunnar Helgason gerir víðreist Gunnar Helgason „Þetta var mikil barátta og erfið og ég var stöðugt að reyna að brjóta niður múra“ Gunnar Helgason leik- stýrði söngleiknum Spin í Rússlandi. Æfingaferlið var sannarlega enginn dans á rósum en uppsker- an varð ríkuleg. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Gunnar Helgason, leikari og leik- stjóri, er nýkominn heim frá borg- inni Yaroslavl í Rússlandi þar sem hann leikstýrði söngleiknum Spin eftir Kanadamanninn Douglas Pas- hley. Spin er spennu- og gamansöng- leikur um ungan blaðamann á gulu pressunni sem leitar að einhverju slæmu um unga söngstjörnu. Hann finnur ekkert misjafnt og býr þá til sögu um að tónlistarmenn sem hafa látist um aldur fram hafi verið myrtir af leynisamtökum Hann reynist hafa rétt fyrir sér og bæði hann og söngstjarnan komast í lífshættu. Söngleikurinn var fyrst frum- sýndur í Svenska Teatern í Helsinki árið 2004 í leikstjórn Gunnars og fyrr á þessu ári leikstýrði Gunnar verkinu í Katowice í Póllandi. Gunnar hefur gert samning um að fylgja verkinu allt til ársins 2009 en það mun verða sýnt í fleiri borgum í Rússlandi og leikhússtjórar í Skot- landi, írlandi og á Englandi eru að skoða skoða verkið með sýningar í huga. Virðulegur túlkur í Póllandi og Rússlandi varð Gunnar að við notast við túlk til að koma skilaboðum og leiðbein- ingum til léikara og starfsmanna. Hann segir það hafa tekið á og lengt ferlið til muna. „Það hjálpaði mér að í Póllandi töluðu flestir einhverja ensku og síðustu vikuna gat ég farið að tjá mig á barnapólsku við leikar- ana. í Rússlandi fékk ég túlk sem er vanur að túlka fyrir opinberar stofn- anir. Þegar ég fór að skilja örlítið í rússnesku komst ég að því að hann túlkaði ekki alltaf rétt. Ef ég sagði við leikara: „Þessi sena var ömur- leg hjá þér“ þá sagði túlkurinn við leikarann: „Leikstjórinn ætlar að tala við yður. Honum finnst þér yf- irhöfuð mjög góður leikari. Eg tek fram að það eru alls ekki mínar skoðanir sem ég er að fara að segja núna heldur eru þetta skoðanir leik- stjórans...“. Þá stoppaði ég túlkinn og sagði: „Segðu honum bara að þetta hafi verið ömurlegt“. Þá sagði túlkurinn við leikarann: „Þetta var ekki mjög gott hjá yður.“ Mikill viðsnúningur Gunnar segir mikinn mun hafa verið á pólska og rússneska leikara- hópnum. „í Póllandi var verkið sett upp í söngleikjahúsi þar sem margir vinsælustu söngleikir samtímans hafa verið sýndir. Helmingur leik- arahópsins var leikarar og hinn helmingurinn söngvarar. Leikar- arnir sungu mjög vel en söngvar- arnir voru ekki endilega sterkustu leikararnir en þó með mikla reynslu. Móttökurnar voru ótrúlegar, staðið var upp á frumsýningu og klappað endalaust. Ég hef aldrei séð önnur eins fagnaðarlæti í leikhúsi. Reynslan í Rússlandi gat ekki verið ólíkari en hún var í Póllandi. í Yaroslavl var sýnt í klassísku leik- húsi þar sem engin hefð er fyrir því að setja upp söngleiki. Stór hluti af starfsfólki leikhússins var andvígur því að söngleikurinn yrði settur þar upp, þar á meðal listrænir stjórn- endur. Leikhússtjórinn hafði tekið ákvörðun um uppsetningu í óþökk þeirra eftir að hann hafði séð sýn- Sl* -* ------------ i-------— I Atriði úr rússnesku sýningunni. „Á frum- sýningu var klappað eftir hvert einasta lag og í miðjum atrióum. Stöðugt var verið að klappa og hrópa og blístra." MAÐURINN Gunnar Helgason lauk námi frá Leiklistarskóla íslands árið 1991. ► Vorið 1995 stofnaði hann ásamt öðrum Hafnarfjarð- arleikhúsið og var þar við störf til ársins 2002. ► Auk þess að vinna sem leik- ari og leikstjóri hefur hann skrifað þrjár barnabækur. inguna í Finnlandi. Þetta var mikil barátta og erfið og ég var stöðugt að reyna að brjóta niður múra. Við- mótið var gríðarlega neikvætt en ég hafði þó yngri leikarana með mér. Þeir voru orðnir leiðir á að fá ekki annað að gera en að leika í Tsjekhov- leikritum en nú fengu þeir að dansa og syngja og leika á allt öðru orku- stigi en vaninn er. Mér var sagt að á leiksýningum í Rússlandi væri aldrei klappað í miðri sýningu, einungis væri klappað þegar hlé kæmi og þegar sýningin væri búin. Ég sagði að það hlyti að verða klappað eftir flutning á hverju söngatriði. „Nei, það eru ekki rússnesku viðbrögðin“ var sagt við mig. Ég svaraði: „Fólk vill alltaf klappa fyrir góðum söngatriðum, það eru mannlegu viðbrögðin". Á frumsýningu var klappað eftir hvert einasta lag og í miðjum at- riðum. Stöðugt var verið að klappa og hrópa og blístra. I frumsýning- arboðinu kom til mín leikhúsfólk og bað mig annað hvort afsökunar eða sagði að það hefði allan tímann vitað að þetta yrði frábær sýning. Þetta var gríðarlega mikill og góður viðsnúningur sem gerði alla erfið- leikana vel þess virði.“ MENNINGARMOLINN Scopes-réttarhöldin hefjast Á þessum degi árið 1925 hófust í Dayton í Tennesse réttarhöld í máli kennarans John Scopes sem sakaður var um að hafa kennt þró- unarkenningu Darwins en það var bannað samkvæmt lögum ríkisins. Réttarhöldin vöktu gríð- arlega athygli og voru þau fyrstu sem útvarpað var um Bandaríkin. Fréttamenn víðs vegar að úr heim- inum fylgdust með gangi mála. Einn frægasti lögfræðingur Banda- ríkjanna, Clarence Darrow, varði Scopes og tókst þar á við lögfræð- inginn William Jennings Bryan. Eftir átta daga réttarhöld tók það kviðdóm einungis níu mínútur að komast að niðurstöðu. Scopes var dæmdur sekur og gert að greiða hundrað dollara sekt. Málið er með þeim frægari í rétt- arsögu Bandaríkjanna. Eftirþví var gert árið 1955 leikritið Inherit the Wind sem síðar var kvikmyndað og þrjár sjónvarpskvikmyndir hafa verið gerðar eftir þessu sama verki. í dómshúsinu í Tennessee er nú safn og íbúar setja í júlímánuði ár hvert á svið atriði úr þessum frægu réttarhöldum. Clarence Darrow og William Jennings Bryan Spjalla saman í réttarsalnum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.