blaðið - 10.07.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 10.07.2007, Blaðsíða 6
FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2007 blaðiö ER BILLINN KLÁR í FRÍIÐ? Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjól- barðaþjónustu N1 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið. Réttarhálsi 2, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 587 5588 Fellsmúla 24, Rvík, hjólbarðaþjónusta 530 5700 Fellsmúla 24, Rvík, smurþjónusta 530 5710 Ægisíðu 102, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 552 3470 Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólbarða- og smurþj. 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþjónusta 555 1538 Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777 Tryggvabraut, Akureyri, smurþjónusta 462 1080 N1 BILAÞJONUSTA „SafnW'tt aís'átt- i vrðsk'P'3 \ auV3<'° Blaðið/Kristinn i«r rr h !3S 95 llj 'rse *»! í bullandi mínus um mánaðamót ■ Um 600 manns leituðu til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna í fyrra ■ Ungt fólk steypir sér í gríðarlegar skuldir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Skuldir þeirra sem leituðu að- stoðar hjá Ráðgjafarstofu um fjár- mál heimilanna voru í fyrra um 20 prósentum meiri en árið áður. Ungt fólk milli tvítugs og þrítugs er í bull- andi mínus um hver mánaðamót, að sögn Ástu Sigrúnar Helgadóttur, forstöðumanns ráðgjafarstofunnar. Kreditkortaskuldir og lán með rað- greiðslusamningi hækkuðu á árinu um 103 prósent. Bílalán umsækj- enda jukust um 111 prósent. „Fólk hefur aukið aðgengi að lánsfé og gengur á milli lánastofn- ana. Fólk er einnig að skuldsetja sig meira en áður. Við höfum miklar áhyggjur af unga fólkinu sem er búið að steypa sér í gríð- arlegar skuldir. Yfirdráttarskuld- irnar hafa aukist gífurlega og er þetta orðið eins og hjá meðalfyrir- tæki á sumum heimilum," greinir Ásta frá. Hún vill ekki meta hver staðan sé í ár þar sem starfsmenn ráðgjafastofunnar hafa ekki tekið upplýsingarnar saman. 600 báðu um hjálp f fyrra leituðu um 600 manns aðstoðar hjá ráðgjafarstofunni, jafnmargir og árið áður. Einstæðar mæður eru stærsti hópurinn sem sækir um ráðgjöf, eða 208 alls, en næststærsti hópurinn er einhleypir karlar eða 145. Hjón með börn voru 117. Einhleypar konur voru 84, hjón 26 og einstæðir feður 17. Flestir koma af höfuðborgarsvæðinu og búa í leiguhúsnæði. „Vandamálin eru jafnmörg og umsækjendurnir en aðalástæður greiðsluerfiðleikanna hafa verið veikindi. í mörgum tilfellum er fólk búið að spenna bogann svo hátt að það lendir strax í erfið- leikum bregði eitthvað út af, hvort sem um veikindi eða atvinnuleysi er að ræða. Flestir sem leituðu til okkar á síðasta ári voru á milli 30 og 40 ára og það er í rauninni ekk- ert skrýtið því að það er sá hópur sem almennt er skuldsettastur. Hins vegar hefur fjölgað verulega í hópnum 20 til 30 ára,“ tekur Ásta fram. Vankunnátta Hún segir vankunnáttu varðandi fjármál mikla. „Fólk merkir ítrekað við þann reit í umsókn sinni um ráðgjöf. Við teljum mikla nauðsyn á að efla þekkingu á þessu sviði. Jafn- framt leggjum við til að húsaleigu- bætur verði endurskoðaðar. Þær hafa ekki fylgt leigumarkaðnum en húsnæðismálin hvila þungt á fólki sem á i greiðsluerfiðleikum í dag.“ GREIÐSLUERFIÐLEIKAR Veikindi eru í 26 prósentum tiifella sú ástæða greiðslu- erfiðleika sem oftast er nefnd. í 18 prósentum til- fella er offjárfesting eða um- frameyðsla nefnd. Vankunn- átta í fjármálum var nefnd í 16 prósentum tilvika. ► Fasteignaveðlán voru 65 prósent ógjaldfallinna skulda í fyrra og var hækk- unin 48,5 prósent frá árinu 2005. Bílalán voru 4 prósent skuidanna og var hækkunin 111 prósent. Lán með rað- greiðslusamningi og kredit- kortaskuldir voru 2 prósent skuldanna og var hækkunin 103 prósent. ► Fasteignaveðlán í vanskil- um voru tæp 5 prósent og var hækkunin milli ára 113 prósent. Bílalán í vanskilum voru rúm 3 prósent og lækk- uðu um 27 prósent milli ára. Námslán í vanskilum voru rúmt 1 prósent og var hækkunin tæp 200 prósent milli ára. ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100 Verð frá 2.790 þús. Kíktu á suzukibilar.is er lífsstill!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.