blaðið - 10.07.2007, Page 8

blaðið - 10.07.2007, Page 8
8 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2007 blaðiö Bíla- og mófor- hjóladagar Nú eru bíladagar hjá Shell. 20% afsláttur af Clean Plus bílahreinsivörum CLEfiN PLUS | Shell Q V-Power 5 kr. afsláttur pr. líter. á föstudögum Auglýsingasíminn er 510 3744 GSZZIaCQSl Stpwf'PolMi Skógareldar í Bandaríkjunum Þrír eru látnir og fleiri hundruð húsa hafa eyðilagst í skógar- eldum í vesturhluta Bandaríkj- anna síðustu daga. Eldingar, mikill hiti og kröft- ugir vindar hafa gert slökkvi- liði og lögreglu erfitt fyrir við slökkvi- og björgunarstörf. Allmargir slökkviliðsmenn hafa slasast. Eldarnir hafa meðal annars komið upp í ríkjunum Idaho, Utah, Oregon, Colorado, Ariz- ona, Montana, Suður-Dakota og Kaliforníu. Skógareldarnir í Utah-ríki eru þeir mestu í sögu ríkisins og ná yfir rúmlega 114 þúsund hektara svæði. aí Fundnir sekir Breskur dómstóll dæmdi í gær þrjá karlmenn á þrítugsaldri seka um að hafa skipulagt hryðjuverk í Lundúnum þann 21. júlí 200;. í dómnum segir að þeir Muktar Said Ibrahim, Yassin Omar og Ramzi Mohammed hafi ætlað að sprengja sprengjur í þremur neð- anjarðarlestum og strætisvagni. Enn er beðið úrskurðar í máli þriggja manna til viðbótar, sem eru ákærðir í sama máli, en þeir neita allir sök í málinu. aí Missti fæturna í Hróarskeldu 26 ára Norðmaður missti báða fæturna í lestarslysi um þremur kílómetrum frá hátíð- arsvæði tónlistarhátíðarinnar í Hróarskeldu í Danmörku aðfaranótt gærdagsins. Að sögn lögreglu keyrði vöruflutn- ingalest yfir fætur mannsins. „Við vitum ekki hvað maðurinn var að gera með fæturna á tein- unum, en við höfum ekki enn náð að yfirheyra hann.“ Á vef Verdens Gang segir að maðurinn, sem er frá Sta- vanger, hafi legið slasaður við teinana í 45 mínútur, þar til lestarstjóri annarrar lestar varð var við manninn og kall- aði á aðstoð. aí Reyna viðræður við vígamenn H Stjómvöld gefa þeim sem halda Rauðu moskunni „síðasta tæki- færi" til að gefast upp ■ Mikið af konum og börnum innan dyra Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, hefur sett saman sérstaka samninganefnd til að vinna að því að binda enda á umsátursástandið við Rauðu moskuna í höfuðborg- inni Islamabad. Ráðherrar segja þá sem eftir eru inni í moskunni hafa fjölda kvenna og barna í gíslingu. Pakistanskar öryggissveitir skutu bæði skotum og táragasi að mos- kunni í gær og gaf ríkisstjórnin víga- mönnunum „síðasta tækifæri" til að að leggja niður vopn. Umsátur ör- yggissveita hefur nú staðið i viku og hefur 21 maður Iátist í átökunum. Samninganefndin, sem er undir stjórn fyrrum forsætisráðherrans Chaudhry Shujaat Hussain, var skipuð eftir fund stjórnvalda og áhrifamikilla múslímaklerka þar sem Musharraf var ráðlagt að láta lögreglu ekki ráðast inn í moskuna. Klerkurinn Abdul Rashid Ghazi, sem kennt hefur fræði sín í Rauðu moskunni, segir að enn séu 1.800 manns eftir í moskunni. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar telja líklegra að Pakistanskir öryggissveitarmenn ÍLv Umsátrið um Rauðu moskuna hefur nú staðið í eina viku. - . milli fimmtíu og sextíu vigamenn, sumir með tengsl við hryðjuverka- samtökin al-Qaeda, séu eftir í mosk- unni og hafi tekið völdin í sínar hendur. Afgangurinn sé svo fyrst og fremst konur og börn. Á fréttavef BBC segir að umsátrið hafi hafist eftir að nemendur við Rauðu moskuna rændu sjö Kín- verjum sem þeir sökuðu um að reka vændishús í Islamabad. Þrír Kín- verjar voru drepnir í borginni Pes- hawar í gær og telja yfirvöld drápin tengjast atburðunum í Islamabad. RAUÐA MOSKAN ► Trúarfræðin sem kennd eru við Rauðu moskuna þykja um margt minna á þau sem talibanar boða. ► Vígamenn, sumir með tengsl við al-Qaeda, eru klæddir sjálfsvígssprengju- beltum inni í moskunni. ► Þrír Kínverjar voru drepnir í borginni Peshawar í gær. Danmörk Þingmenn vilja brú yfir Kattegat Mikill meirihluti danskra þing- manna styður hugmyndina um brúartengingu milli Jótlands og Sjá- lands. Á fréttavef Jyllands-Posten segir að danski Jafnaðarmanna- flokkurinn sé reiðubúinn að leggja andvirði rúmlega eins milljarðs króna í rannsóknir á hugsanlegri brúarframkvæmd. Þingmenn Danska þjóðarflokks- ins og Ihaldsflokksins eru hlynntir hugmyndinni og Kristian Pihl Lor- entzen, þingmaður Venstre, segir að brú yfir Kattegat sé raunhæft fram- tíðarverkefni danskra yfirvalda. Yrði brúin að veruleika myndi taka um klukkustund að ferðast með lest milli Kaupmannahafnar og Árósa, en nú þarf að ferðast mun lengri leið um eyna Fjón, bæði yfir Stóra- og Litla-Belti. Dönsk og þýsk yfirvöld kynntu nýverið að átján kílómetra löng brú yrði smíðuð milli þýsku eyjarinnar Femern og Rödby á Lálandi og verða fullkláruð fyrir árið 2018. STUTT • Mannrán Mannræningjar í Nígeríu hafa sleppt Margaret Hill, þriggja ára breskri stúlku sem var rænt í bænum Port Harcourt við óshólma Níger í Nígeríu á fimmtudaginn. • Lögsókn Saksóknarar í Ind- ónesíu hafa lögsótt Suharto, fyrrum forseta landsins, vegna þrjátíu milljarða króna sem eru taldar hafa horfið úr styrkt- arsjóði á vegum ríkisins í 32 ára valdatíð hans. Saksóknarar krefjast einnig 130 milljarða króna í skaðabætur. • Flóð Um hundrað manns hafa látið lífið i miklum flóðum og aurskriðum í Kína síðustu daga. Gríðarlegt úrhelli hefur einnig neytt um hálfa milljón manna til að leggja á flótta frá heimilum sínum. • Verðlagseftirlit Lögregla í Simbabve hefur handtekið og sektað yfir 1.300 kaupmenn í landinu fyrir að brjóta lög um verðlag. Ríkisstjórnin hafði fyrirskipað að lækka skyldi verð ýmissa vara um helming til að vinna á mestu verðbólgu í heimi, en hún er 3.700%.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.