blaðið - 10.07.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 10.07.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2007 blaóió ASÍ kannar verðþróun í lágvöruverðsverslunum Lækkun ekki öll til neytenda Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur ASÍ, segir að verðhækk- anir lágvöruverðsverslana að und- anförnu séu óásættanlegar fyrir neytendur. „Það verður að segjast aðniðurstöðurnarvaldaákveðnum vonbrigðum. Þróun á verðlagi í lág- vöruverslunum virðist hafa verið óhagstæð frá því í mars, eftir að þær höfðu skilað virðisaukaskatts- lækkuninni ágætlega." Verðlagseftirlit ASÍ hefur staðið fyrir viðamiklum verðmælingum í verslunum til þess að fylgjast með því hvernig lækkanir á virðis- aukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars hafa skilað sér til neytenda. Verðbreytingar í lágvöruverslunum desember 2006 til maí 2007 Ólafur Darri segir að gert hafi verið ráð fyrir að lækkun á vöru- gjöldum myndi skila sér á einum til tveimur mánuðum. Þá hafi krónan styrkst um sex prósent frá áramótum, sem hefði átt að lækka innflutningsverðlag. „Þegar þetta er tekið saman þá veldur þessi nýjasta mæling okkur miklum vonbrigðum.“ Samkvæmt mati Hagstofunnar átti lækkun á virðisáhkaskatti að lækka verð á matar- og drykkjar- vörum um 7,4 prósent, og lækkun vörugjalda um 1,3 prósent til við- bótar. Verðmælingar ASl frá des- ember til maí hafa hins vegar leitt í ljós að verð í lágvöruverslunum hefur einungis lækkað um 4,2 til 6,7 prósent. atlii@bladid.net Vöruflokkur Bónus Krónan Nettó Kaskó Brauð og kornvörur -0,6% 1,0% 0,1% 1,0% Kjöt 0,6% 8,0% -1,1% 0,4% Fiskur 13,0% 4.3% -3.9% 9,6% Mjólk, ostar og egg 1,1% 2.4% 1,0% 0,8% Olíur og feitmeti 3.5% 0,6% -0,4% -0,8% Ávextir -3.2% 5.8% -0,2% 1,3% Grænmeti og kartöflur -0,5% -0,5% -1,6% -3.5% Sykur og sætindi -2,6% 0,8% 0,2% 0,4% Aðrar matvörur 0,8% 1,3% -1,2% 2,6% Kaffi, te og kakó 0,2% -1,5% 0,5% 0,1% Gos, safar og vatn 13.4% 19.9% 0,7% 0,1% Mynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Lést er jeppi valt Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar bifreið sem hann ók fór út af í krappri beygju á veginum sem liggur úr Norðurárdal og upp á Öxna- dalsheiði. Maðurinn kastaðist út úr bílnum og var látinn þegar fólk bar að. Þetta er þriðja banaslysið sem verður í umferðinni á þessu ári. ejg Höfuðborgarsvæðið: Far - Laugavegi 35 • Skór.is - Kringlunni • Skór.is - Smáralind • Liggalá Laugavegi 67 • Nýjaland - Eiðistorgi • Xena - Glæsibæ • Xena - Mjóddinni • Xena - Spönginni • Landsbyggðin: Akureyri - Mössuskór - Glerártorgi • Akranes - Ozon - Jaðarsbraut 23 • Borgarnes - Xena - Hyrnutorgi • Isafjörður - Hafnarbúðin - Hafnarhúsinu • Húsavík • Skóbúð Húsavíkur - Garðarsbraut 13 • Egilsstaðir - Fótatak - Tjarnarbraut 19 • Selfoss - Skóbúð Selfoss - Austurvegi 13-15 • Hveragerði - Heilsubúð NLFl - Grænumörk 10 • Vestmannaeyjar - Axel Ó - Bárustíg 6 Enginn á að þurfa að lifa svona ■ Erna Agnarsdóttir var vistuð á Kumbaravogi í tíu ár ■ Vilja að Kumbaravogur sé rannsakaður eins og Breiðavík Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net „Barnaverndarnefnd rændi mér og bróður mínum úti á götu og fór með okkur til Kumbaravogs þar sem okkur var haldið í tíu ár. Bróður mínum var stöðugt refsað þar og fannst mér mitt hlutverk vera að vernda hann.“ Svona lýsir Erna Agnarsdóttir reynslu sinni af Kumbaravogi en hún var níu ára þegar hún var flutt þangað og bróðir hennar fimm ára. Þeir einstaklingar sem voru vistaðir þar vilja að heimilið verði rannsakað alveg eins og í Breiðavík en Breiðavík- ursamtökin eru að aðstoða þá i þeirri baráttu. „Okkur er sagt að það eigi að rannsaka öll heimilin en hvenær það verður vitum við ekki. Við viljum að ríkisstjórnin setji Kumbaravog í for- gang með Breiðavík. Það er ekkert minna sem hefur gengið á þar.“ Fékk enga skýringu á vistuninni Það var haustið 1965 sem tíu ára dvöl Ernu og bróður hennar Ein- ars hófst á Kumbaravogi en móðir þeirra átti við alkóhólisma að stríða. „Mamma reiknaði alltaf með þvi að fá okkur fljótlega aftur. Hún fékk enga skýringu á því af hverju okkur var haldið svona lengi." Erna segir að það sem hún muni mest eftir frá vistuninni á Kumbara- vogi sé stöðug vinna og slæm meðferð á bróður sínum. Hafi vistunin haft mikil áhrif á systkinin. „Einar var lífsglaður og skemmtilegur strákur. Hann var alltaf hlæjandi og lét aldrei beygja sig. Það var nóg fyrir hann að hlæja, þá lenti hann í refsingum. Hans lif þarna var endalaus barátta en hann lenti meðal annars í barna- níðingi. Það er ekkert skrýtið þótt hann hafi lent illa í því þegar hann losnaði. Eini staðurinn sem hann vildi vera á var hjá mömmu en hann var sviptur þeim rétti. Það á enginn að hafa þurft að lifa svona." Einar dó árið 1980, þá tæplega 25 ára gamall. Hann fannst ásamt vini sínum í bif- reið við Daníelsslipp í Reykjavík. Var bifreiðin þakin segldúk. Misstu öll tengsl við fjölskylduna Dvöl Ernu og Einars á Kumbara- vogi var ekki eina vistunin sem þau gengu í gegnum. Árið 1962 voru þau ásamt tveimur eldri bræðrum sínum vistuð á Silungapolli. Þeir sluppu hins vegar við vistunina á Kumbaravogi. „Þetta var mjög erfitt. Ég skildi ekki af hverju við vorum höfð þarna. Ég saknaði stöðugt mömmu og bræðra minna. Við svona vistun missir maður öll tengsl við fjölskylduna og ég vissi ekki hverjum ég tilheyrði þegar ég komst loksins þaðan út. Mamma lét allan timann vita af því að það væri engin þörf á því að myndum alast upp sem munaðarleysingjar þar sem við áttum fjölskyldu sem var tilbúin til að taka okkur. En það var aldrei BREIÐAVÍKURSAMTÖK W. Jóhanna Sigurðardóttir ^ félagsmálaráðherra opn- aði formlega heimasíðu Breiðavíkursamtakanna í gær, www.breidavikursamt- okin.is. ► Samtökin voru stofnuð 29. apríl síðastliðinn en markmið þeirra er að vera málsvari og hagsmunasam- tök einstaklinga sem voru vistaðir á vegum hins opin- bera á upptökuheimilum, einkaheimilum og öðrum sambærilegum stofnunum á tímabilinu 1950 til 1980. hlustað á hana.“ Þeim einstaklingum sem voru vist- aðir á Breiðavík og öðrum heimilum hafa verið boðnir sálfræðitímar til að takast á við þann óhugnað sem þeir upplifðu meðan á vist þeirra stóð. Erna segir tímana hafa hjálpað sér mikið. Þó finnst henni það sárt að rannsókn á Kumbaravogi sé ekki hafin. „Þetta er eina heimilið sem hefur verið kært og barnaníðingur- inn játað brot sitt. Samt virðist ekk- ert vera hægt að gera. Þetta er bara þaggað niður.“ ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.