blaðið


blaðið - 10.07.2007, Qupperneq 2

blaðið - 10.07.2007, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2007 blaöió Skaut kött til bana Dæmdur fyrir vopna- lagabrot og í sekt Tæplega sjötugur karlmaður á Egilsstöðum var í gær dæmdur til að greiða íoo þúsund krónur í ríkis- sjóð og sæta upptöku á riffli í Héraðs- dómi Austurlands Maðurinn skaut kött út um glugga á svefnherbergi sínu, með þeim afleiðingum að hann drapst. Dómurinn áleit mann- inn hafa með þessu valdið hættu að nauðsynjalausu, en hann framdi brotið á vormánuðum 2006. Vildi halda rifflinum Maðurinn játaði skýlaust brot sitt, en mótmælti því að riffillinn yrði gerði upptækur þar sem um væri að ræða gamlan minja- og erfðagrip af Winchester-gerð. Við ákvörðun refsingar m.a. litið til þess að ráða mætti af framburði mannsins að erfitt væri að miða og skjóta úr um- ræddum riffli og hefði hann því ekki verið öruggur. atlii@bladid.net STUTT • Björgun Leiguskip á vegum Eimskips var dregið til hafnar við strendur Danmerkur. Þyrla flutti hluta áhafnarinnar frá borði vegna leka sem varð í vélarrúmi. Skipið, sem var á leið til Islands, var leigt í því skyni að anna umframeftirspurn í flutningum frá Rotterdam og Árhúsum til íslands. Fjármagnseigendur skila meiru í ríkissjóð 50% tekjuaukning Innheimtar tekjur ríkissjóðs vegna skatta á tekjur og hagnað fyrstu fimm mánuði ársins voru tæpir 67 milljarðar, sem er um 11 milljörðum meira en sömu mánuði í fyrra. Mestu munar um aukningu tekna ríkissjóðs vegna skatts á fjár- magn, en þær jukust um tæp 50 prósent. Tekjur ríkisins vegna tekjuskatts á einstaklinga fyrstu 5 mánuði árs- ins voru tæpum 16 prósentum hærri en sömu mánuði í fyrra, þrátt fyrir að tekjuskattsprósentan hafilækkað um síðustu áramót. Endurspeglar það hækkun tekna og aukningu um- svifa i þjóðfélaginu, að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Ef skoðaðar eru innheimtar tekjur ríkissjóðs vegna skatta á fyrirtæki fyrstu fimm mánuði ársins kemur í ljós að þær eru tæpum 9 prósentum lægri en á sama tímabili í fyrra. Baldur segir skýringuna á því vera þá að lokagjalddagi fyrir desember- skattgreiðslu fyrirtækja árið 2005 hafi verið í byrjun janúar 2006. Ef hins vegar eru bornar saman skatt- greiðslur af tekjum fyrirtækja fyrstu 5 mánuði árs 2006 og áætlaðar skatt- greiðslur sömu mánuði í ár, kemur í ljós að skatttekjur ríkissjóðs af fyrir- tækjum hafa aukist um 3 milljarða, eða 30 prósent. hlynur@bladid.net ■ Skattur á fjármagnstekjur Tekjuskattur lögaðila 2005 2006 2007 Tekjur ríkissjóðs janúar-maí í milljónum króna Mikil viðbrögð ■ Forsvarsmaður MínLyf bíður eftir svari Lyfjastofnunar ■ Fagnar umræðunni sem farin er af stað um lyfjaverð á íslandi Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@bladid.net Aðalsteinn Arnarson, forsvars- maður vefsíðunnar minlyf.net, seg- ist bíða eftir formlegum viðbrögðum frá Lyfjastofnun. Hann telur þá þjón- ustu sem í boði er á vefsíðunni stand- ast íslensk lög fullkomlega, en hann selur lyf frá Svíþjóð. I gær sendi Lyfjastofnun Aðal- steini formlegt svar stofnunarinnar bréfleiðis og því má hann búast við því í dag. Fulltrúi stofnunarinnar sagðist ekki vilja tjá sig um inni- hald bréfsins áður en það bærist Aðalsteini. Aðalsteinn Arnarson Megintilgangurinn að koma umræðu af stað. ÞRJÚ LYF í ÞREMUR LONDUM Lyf og framleiðandi Blóðfitutulyf, 20 mg. 98 stk. Virkt efni: Simvastatin 20 mg, 98 stk. Simvastatin PortFarma (sland 4239 Simvastatin Actavis Danmörk 1216 Simvastatin Actavis Svíþjóð 551 Blóðþrýstingslyf, 10 mg, 100 stk. Virkt efni: Amlodipin Amlodipin PortFarma ísland 6253 Amlodipin Alpharma Danmörk 798 Amlodipin Copyfarm Svíþjóð 773 Þungiyndislyf, 20 mg, 100 stk, virkt efni Citalopram Cipramil ísland 6075 Citaham Actavis Danmörk 656 Citalopram Actavis Svíþjóð 741 • Sólheimar Nýtt einbýlishús var tekið í notkun á Sól- heimum í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta einbýlishúsið sem byggt er gagngert fyrir fólk með þroskahömlun. Fyrstu íbúar Grænhóls, en svo nefnist nýja húsið, eru sambýlisfólkið Reynir Pétur Ingvarsson og Hanný M. Har- aldsdóttir. Búsetu- og heimilis- svið Sólheima annast þjónustu við íbúana. • Hornafjörður Bæjarráð Hornafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af afleiðingum hinnar miklu kvótaskerðingar fyrir næsta fiskveiðiár. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjar- stjórnar, vill sjá uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðsins flýtt og að hluti af starfsemi Um- hverfisstofnunar verði fluttur til Hornafjarðar. Brýtur ekki lög Forstjóri Lyfjastofnunar sagðist í samtali við Blaðið í síðustu viku telja að MínLyf væri fyrirtæki í lyfja- dreifingu og því þyrfti það sérstakt leyfi. Þá hefur einnig verið bent á að póstverslun með lyf sé ekki heimil samkvæmt lyfjalögum. „Ég er ekki að bjóða upp á neina sértæka lyfjaþjónustu. Eg er bara að gera hlut sem hver einasti maður gæti boðið upp á,“ segir Aðalsteinn og spyr: „Hvað á þá að segja við alla leigubílstjórana sem sækja lyf fyrir ömmu gömlu? Á að stoppa þá alla? Ég er í raun og veru ekki að gera neitt annað,“ segir Aðalsteinn og bætir við að ekki sé hægt að kalla þjónustuna póstverslun því hann sé ekki að selja neina vöru heldur bara að bjóða upp á þjónustu sem gerir fólki kleift að kaupa lyfin sín í ódýr- ari lyfjaverslunum. Aðalsteinn segist vera ánægður með þá athygli sem vefsíðan hefur fengið. „Megintilgangurinn var að koma umræðu af stað og mér finnst ákaflega gaman að lesa um að heil- brigðisráðherra muni hugsanlega innan fárra vikna að setja fram hugmyndir að breytingum á þessu kerfi,“ segir Aðalsteinn og bætir við: ,Þá er nú markmiðinu kannski náð.“ Aðalsteinn segir margar pantanir hafa borist til sín eftir að Blaðið VEÐRIÐ í DAG Hlýjast suðvestantil Hæg norölæg eða breytileg átt og víða skýjað eða þokuloft við sjóinn, einkum norðan- og austantil, en yfirleitt léttskýjað til landsins. Hiti 6 til 20 stig, svalast á an- nesjum noröan- og austanlands, en hlýjast til landsins suðvestantil. sagði frá þeirri þjónustu sem boðið er upp á á vefsíðunni. Nú bíður hann spenntur eftir svari frá Lyfja- stofnun og segist ekki vilja brjóta nein lög. Hann segist munu af- greiða þær pantanir sem honum hafa borist á eigin kennitölu komi í ljós að ólöglegt sé að gera það í nafni fyrirtækisins. ÁMORGUN Víða bjart Hæg austlæg átt og víða bjart veður, en sums staðar þokubakkar með norður- og austurströndinni. Yfirleitt hlýtt, einkum inn til landsins. Hiti allt að fimmtán stig, hlýjast inn til landsins. Prófaðu Heimaöryggi í tvo mánuði í sumar - ókeypis! Engin krafa er gerð um framhaldsviðskipti, gríptu því tækifærið núna. Tilboðið gildir til 15. júli og er í boði á þeim þéttbýlisstöðum landsins þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu. Hringdu í og kynntu þér málið! VÍÐA UM HEIM Algarve 29 Amsterdam 15 Ankara 32 Barcelona 28 Berlín 17 Chicago 31 Dublin 12 Frankfurt 20 Glasgow 15 Halifax 21 Hamborg 17 Helsinki 16 Kaupmannahöfn 19 London 15 Madrid 28 Mílanó 26 Montreal 17 Miinchen 15 New York 22 Nuuk 15 Orlando 26 Osló 16 Palma 25 París 18 Prag 16 Stokkhólmur 14 Þórshöfn 12 Þorskkvótinn Tveir kostir íhugaöir Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra hefur lýst því yfir að hefði þorskkvótinn fyrir næsta fiskveiðiár verið ákveðinn 150 þúsund tonn, eins og hann var að velta fyrir sér, hefði það haft í för með sér frekari niðurskurð á fiskveiðiárinu 2008 til 2009. Þorskkvótinn fer hins vegar ekki niður fyrir 130 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2008. „Þá verður gildandi aflaregla, sem verður tekin úr sambandi næsta fiskveiðiár, aftur sett í samband og miðuð við 20 prósenta veiðihlutfall en þó þannig að ekki verði farið niður fyrir 130 þúsund tonn á því fiskveiðiári.“ Flest málin felld niður Rannsókn á niður- hali á bamaklámi að mestu lokið Lögreglurannsókn á tölvubúnaði sem var gerður upptækur í sept- ember síðastliðnum vegna gruns um að á honum væri vistað barnaklám er lokið. Upphaf rannsóknarinnar var ábending frá alþjóðalögregl- unni Interpol um að á tölvur á sex mismunandi heimilum víðs vegar um landið væri verið að hlaða niður barnaklámi. Lögreglan í Reykjavík, Kópavogi, Selfossi og á ísafirði fram- kvæmdi í kjölfarið samtímis húsleit á heimilum hinna grunuðu. Að sögn Björgvins Björgvins- sonar, yfirmanns kynferðisbrota- deildar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu, voru flest málin felld niður að lokinni rannsókn þar sem ekki þótti tilefni til saksóknar. Einu þeirra lauk þó með sektargreiðslu en málið sem kom upp á ísafirði er enn í rannsókn. Björgvin segir það vera vegna þess að ekki hafi tekist að yfirfara allan þann tölvubúnað sem þar var lagt hald á. Rannsókn á honum færst aftar í forgangsröðina vegna fjölda annarra mála sem hafi komið inn á borð tölvudeildarinnar. þsj Flugmönnum sagt upp Félag íslenskra atvinnuflugmanna telur Icelandair brjóta ákvæði samninga. Á sama tíma og íslenskum flugmönnum er sagt upp ræður dótturfélag þess til sín erlenda flugmenn. Icelandair og FÍA funduðu í gær en engin nið- urstaða fékkst í málið. Uppsagnir taka gildi 1. október en alls hefur 11 fastráðnum flugmönnum verið sagt upp auk þeirra 24 sem ráðnir voru til sumarstarfa. Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiöréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.