blaðið - 11.07.2007, Page 4

blaðið - 11.07.2007, Page 4
FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2007 blaðiö STUTT • Fíkniefni Tveir karlar og kona um tvítugt voru handtekin með lyf sem þau gátu ekki gert grein fyrir á sunnudagsmorgun. Fólkið var í annarlegu ástandi og var stöðvað við umferðareftirlit. Fíkniefnahundur fann vandlega falin fíkniefni í bílnum. Henna hárvörurnar eru unnar úr náttúrulegum jurtum sem vinna með hárinu þegar það er litað. Hárið glansar af heilbrigði Colour Powder 100% náttúrulegur litur sem endist í 2-3 mánuði. 7 fallegir litir Long Lasting Colour Fastur háralitur hylur 100% grá hár. 18 fallegir litir Sjampó og næring sem viðheldur og frískar háralitinn hvortsem hann er náttúrulegur eða litaöur. Án sodium laurenth og lauryl sulfat. Útsölustaðir: Lyfja, Heilsuhúsið, Ápótekið, Heilsuhornió Akureyri Fræiö Fjarðarkaupum, Lyfjaval, Maður lifandi, Apótek Vesturlands Akranesi, og Nóatún Hafnarfirði . og Selfossi. _ ---------------------4 Ómissandi með gríllmatnum! Slæmar eldvamir ísumarbúðum ■ Úttekt á 21 byggingu í 10 sumarbúðum í fyrrasumar ■ Reynt að draga úr hagsmuna- tengslum slökkviliðsstjóra með því að ráða eldvarnareftirlitsmann Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Ástand brunavarna í þeim sum- arbúðum sem Brunamálastofnun skoðaði í fyrrasumar var slæmt í 43 prósentum tilvika og sæmilegt í 57 prósentum tilvika. Guðmundur Gunnarsson, yfirverkfræðingur hjá Brunamálastofnun, segir stöðuna ekki klapp á öxl slökkviliðsstjóra í viðkomandi sveitarfélögum en þeir tengist stundum rekstraraðilunum. Hann efast jafnframt um að hann myndi senda barn í sumarbúðir sem fengið hafa ofangreindar einkunnir. „Eg myndi allavega vera tvístíg- andi,“ segir Guðmundur sem ekki vill greina frá um hvaða sumarbúðir er að ræða. „Foreldrar geta hins vegar hringt í viðkomandi slökkvi- liðsstjóra til að fá upplýsingar um ástand brunavarna í sumarbúðum því að málin heyra beint undir hann,“ tekur hann fram. Hvergi ágætar varnir { fyrrasumar skoðaði Brunamála- stofnun 21 byggingu hjá 10 rekstrar- aðilum sumarbúða. Nær helmingur af 21 byggingu sumarbúðanna fékk einkunnina slæmt eða 43 prósent. Einkunnina sæmilegt fengu 12 bygg- ingar eða 57 prósent. Engin bygging fékk einkunnina ágætt en engin þótti heldur óviðunandi. Einkunnagjöfin byggir á gildandi byggingareglugerð en eldvarnareft- irlit sveitarfélaganna hefur þurft að taka tillit til eldri húsa sem byggð eru samkvæmt eldri reglugerðum. Oft er farið fram á að eigandi hús- næðis geri langtímaáætlun um bættar brunavarnir eða samþykki ► Brunamálastofnun hefur skoðað byggingar kerfis- bundið frá 1986 og sett niðurstöður í gagnagrunn. Hverju sinni beinist athyglin að byggingum sem hýsa tiltekna tegund reksturs. Ástand brunavarna sumar- búða hefur almennt staðið í stað með nokkrum und- antekningum frá skoðun áranna 1988 til 1989. hönnun þar sem vissum tækni- lausnum hefur verið beitt þótt ljóst sé að öll ákvæði gildandi reglugerðar séu elcki uppfyllt. „Nú er þess krafist að brunaviðvör- unarkerfi sé í öllum þessum húsum en slíkar kröfur voru ekki gerðar fyrir um 20 árum eða svo. Það þurfa jafnframt að vera óbrennan- legar klæðningar í þeim,“ segir Guð- mundur og bætir því við að reikna megi með að ástandið í búðunum sé betra nú en í fyrra. „Ef gerð hefur verið athugasemd vegna viðvörun- arkerfis hefur örugglega verið gerð krafa um að það yrði lagað strax. Ef um breytingar á sjálfu húsnæðinu er að ræða fer það eftir eðli kröfunnar hversu langan frest menn fá.“ 25 mínúturáleiðinni Sumarbúðirnar sem gerð var út- tekt á í fyrrasumar eiga það nær allar sameiginlegt að það tekur slökkvilið yfir 25 mínútur að aka frá slökkvi- stöð að þeim. I einu tilfelli er hægt að segja að það taki um 15 mínútur. Þess vegna eru gerðar strangar kröfur um rýmingarleiðir, að sögn Guðmundar. Viðbrögð flestra rekstraraðila við athugasemdunum hafa verið góð. „Þeir sem reka þessar búðir hafa reynt að uppfæra þær eftir því sem þeir hafa haft getu til en maður nær aldrei 100% árangri með þetta. Viðbrögðin við úttektinni sem við gerðum í fyrra voru miklu meiri en til dæmis við stórri úttekt sem gerð var fyrir nær 20 árum. Þjóðfélagið er orðið allt öðruvísi en var á þeim tíma. Menn vilja ekki hafa hlutina í ólagi hjá sér,“ tekur Guðmundur fram. Hagsmunatengsl Úttektir Brunamálastofnunar eru meðal annars gerðar til að kanna hvernig slökkviliðsstjórar standa sig, að þvi er Guðmundur greinir frá. „Þegar svona stór hópur fær einkunn- ina slæmt þá er það kannski ekki klapp á öxlina á slökkviliðsstjórum um að þeir standi sig voða vel. Það má líka lesa út úr þessu athugasemdir við þeirra störf.“ Guðmundursegirslökkviliðsstjóra í sumum tilfellum tengjast þeim sem reka sumarbúðir og aðra starfsemi. „Nálægðin í litlum sveitarfélögum er alltof mikil. Þess vegna höfum við verið að reyna að fá slökkviliðsstjóra til að sameinast um að ráða einn eldvarnareftirlitsmann fyrir mörg slökkvilið. Ef hann tengist verkefn- inu er reiknað með að við eða slökkvi- liðsstjóri í öðru sveitarfélagi komi og skoði fyrir hann. Það náðist mjög góður árangur i þessu í fýrra. Það eru mörg slökkvilið í viðræðum um hvernig þau ætli að standa að þessu til að draga eins mikið úr hagsmuna- tengslum og hægt er.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Norðausturvegur Raufarhafnarleið Norðausturvegur Fremriháls-Sævarland Strandavegur Djúpvegur-Drangsnesvegur itossvegur ^ Norðausturvegur Dettifoss Vestfjarðavegur ) i Þorskáfírði ' Norðfjarðargi /Axarvegur Suðurstrandarvegur Jarðgöng Arnarfjörður - Dýrafjörður Vestfirðir ■ Kostnaður 1 milljarður kr. fram til ársins 2010. ■ Framkvæmdum á Vest- fjarðavegi lýkur 2010. ■ Framkvæmdum við Arnarfjarðargöng lýkur 2010 í stað 2014. Vestfjarðavegur Kjálkafjörður-Vatnsfjörður ^Fróðárheiði Vesturland ■ Kostnaður 600 milljónir kr. ■ Framkvæmdum lýkur 2009-2010. Suðvesturiand ■ Kostnaður 1.400 milljónir kr. á næstu 3 árum. ■ Framkvæmdum lýkur 2010 í stað 2015-2018. Norðurland ■ Tenging Raufarhafnar og Þórshafnar verði iokið áriö 2010. ■ Framkvæmdum við Dettifossveg verði lokið árið 2010. Austurland Kostnaður við Norðfjarðargöng 2,3 milljarðar til ársins 2010. Göngin verði tilbúin árið 2012. ■ Framkvæmdum við Axarveg IJúkl 2011. Tiilögur um flýtingu vegaframkvæmda Ríkisstjómin veitir 6,5 milljarða til vegaframkvæmda Aðrar framkvæmdir víki ekki Ríkisstjórnin hyggst flýta vega- framkvæmdum á ellefu stöðum á landinu á næstu þremur árum. Þetta er gert til að mæta skerðingu á aflamarki þorsks á næsta fiskveiði- ári. Allar framkvæmdirnar, utan nýs vegar um Öxi, eru á samgöngu- áætlun. Alls verða 6,5 milljarðar króna veittir til verkefnanna fram til ársins 2010. Kristján L. Möller samgönguráð- herra kynnti áætlunina í gær. Hann ítrekar að einungis sé verið að flytja til fjármagn innan núgildandi sam- gönguáætlunar og að aðrar fram- kvæmdir verða ekki látnar víkja. „Margar þessara framkvæmda munu valda allt að því byltingu. Við sem komum af landsbyggðinni þekkjum það vel að margir af þeim vegum sem við erum að keyra um eru í raun og veru ekki mönnum bjóðandi/ Kristján hefur ekki áhyggjur af því að framkvæmdirnar komi til með að auka á þenslu í efnahagslíf- inu. „Við munum hafa jafnvægi í efnahagsmálum að leiðarljósi sem og stöðu á verktakamarkaðnum og annað slíkt. Þetta getur líka orðið til þess að efla atvinnu- og efnahags- líf á ákveðnum svæðum. Þannig að við teljum að þetta hafi góð áhrif og munum passa upp á að þetta valdi ekki óþarfa þenslu,“ segir Kristján. Hann bætir við að nú þegar fram- kvæmdunum fyrir austan er að ljúka, skapist gott tækifæri fyrir vegaframkvæmdir. Til að mynda verði auðveldara að fá verktaka til vegagerðar en verið hefur hingað til. magnus@bladid.net lcelandair Óttast áhafnaleigur Flugmenn Icelandair óttast að áhafnaleigum fjölgi. „Menn á þessum verktaka- samningum búa ekki við atvinnuöryggi auk þess sem atvinnurekandi borgar engin launatengd gjöld,l< segir Jó- hannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Segist hann þekkja dæmi um samninga þar sem flugfélagið hafði leyfi til að senda flug- mann heim án viðvörunar og launa. Icelandair Group samdi við FÍA á mánudagskvöld um að draga til baka uppsagnir ellefu fastráðinna flugmanna hjá félaginu. STUTT • Handarbrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karl- mann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sparka í dyra- vörð fyrir uta'n veitingastað í Kópavogi í mars í fyrra. Hann handarbrotnaði. Árásarmaður- inn var einnig dæmdur til að greiða hinum manninum 145 þúsund krónur 1 bætur.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.