blaðið - 13.07.2007, Page 11
blaóió
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007
FRÉTTIR
11
Nýr sjóður
Augnlækning-
ar styrktar
Nýr sjóður til stuðnings augn-
lækningadeild Landspítala-há-
skólasjúkrahúss var kynntur
ígær.
„Þessi sjóður skapar okkur
tækifæri til þess að komast í
fremstu röð,“ segir Einar Stef-
ánsson prófessor.
Fyrsta verkefni sjóðsins verður
fjármögnun vegna uppbygg-
ingar hornhimnubanka. Guð-
laugur Þór Þórðarson heilbrigð-
isráðherra lýsti yfir ánægju
með stofnun sjóðsins og fyrsta
verkefni hans sem hann sagði
skapa tækifæri sem áður hefðu
ekki gefist til þess að bæta
sjónskerðingu.
Það eru Samvinnutryggingar
sem standa að stofnun sjóðsins
og leggja til 25 milljónir króna
í stofnfé hans. ejg
Verkalýðsbarátta
Vilja hækka
lágmarkslaun
Formaður Verkalýðsfélags
Akraness, Vilhjálmur Birgis-
son, hvetur stjórnvöld til að
hækka lágmarkslaun og bendir
á að þingmenn Samfylkingar-
innar hafi á síðustu þingum
ítrekað lagt fram frumvarp um
lögbindingu lágmarkslauna.
Á vefsíðu félagsins bendir hann
á að hefði frumvarp frá 2004
náð fram að ganga væru lág-
markslaun 18 ára og eldri nú
161.514 krónur að teknu tilliti
til kjarasamningsbundinna
hækkana.
Vilhjálmur segir að því miður
hafi verkalýðshreyfingunni
mistekist á undanförnum
árum að hækka lágmarks-
launin í þá átt að lifandi sé
á þeim. Þau séu nú 125.000
krónur fyrir fulla dagvinnu.
gag
Leiguverð stúdentaíbúða hæst á Bifröst
Fermetrinn dýrastur hjá einstaklingum
Samanburður á leiguverði á nem-
endagörðum leiðir i ljós að fermetra-
verðið á Bifröst er hæst í öllum
gerðum húsnæðis. Fermetraverðið
er ódýrast hjá Keili á gamla varn-
arliðssvæðinu á meðan Akureyri
er ekki langt þar á eftir. Húsaleiga
hjá Keili er þó ekki fyllilega sam-
anburðarhæf, því þær upplýsingar
sem Blaðið hefur undir höndum
miðast við lægsta verð á kynningar-
verði sem fyrsta hópi íbúa er boðið
upp á.
Einnig kemur fram að fermetr-
inn er langdýrastur í einstaklings-
herbergjum, en leigan lækkar eftir
því sem íbúðirnar stækka.
Taka skal fram að ekki er gerður
DÆMI UM LEIGUVERÐ Á VÖLDUM STÚDENTAÍBÚÐUM ifermetraverð 1 svigum)
Keilir* Nemendagarðar Félagsstofnun á Bifröst stúdenta Byggingafélag námsmanna Fésta, Akureyri
Einstaklingsherbergi 24.188 (2015) 35.568 (2694) 28.516 (2376) 19.891 (1989) 27.629 (1534)
Einstaklingsíbúð/stúdíóíbúð 30.506 (847) 51.620 (1780) 44.136 (1521) 52.487 (1141) 47.417 (1129)
2 herbergja 39.828 (724) 55.702 (1298) 51.033(1144) 66.964 (1098) 54.069 (1001)
3 herbergja 48.816 (519) 80.196 (1233) 70.045 (1112) 76.182 (1071) 63.919 (999)
4 herbergja 59.641 (497) 111.446(995) 85116 (851)
* Sérstakt kynningarverð fyrir fyrsta hóp (búa.
greinarmunur á aldri og gæðum
húsnæðisins. Svo dæmi sé tekið,
þá er nærri allt húsnæði á Bifröst
nýlegt eða nýtt á meðan húsnæði á
varnarliðssvæðinu er nokkru eldra.
Öll dæmin um verð sem sýnd eru
í töflunni hér til hliðar innihalda
hita- og rafmagnskostnað, en
annar aðbúnaður getur verið mis-
munandi milli staða.
Jafnframt getur staðsetning haft
áhrif á verðlag. Þannig er Bifröst
eini skólinn þar sem allar stúdenta-
íbúðirnar eru innan göngufæris,
en íbúar annars staðar geta þurft
að fara lengri vegalengdir til að
sækja sitt nám.
magnus@bladid.net
Annað þorpið
í Úsbekistan
Á dögunum var opnað SOS-
barnaþorp íSamarkandí
Úsbekistan. í þorpinu fá 52
börn sem búa í 12 fjölskyldu-
húsum athvarf og umönnun á
hverjum degi. ejg
Hálendið
Vegagerðin biður vegfarendur
að sýna varúð við akstur um
hálendið, sérstaklega við óbrú-
aðar ár, og minnir á að kanna
straum, dýpt og botngerð áður
en farið er yfir vatnsföll. ejg
TS^
E"ð*Ík!m«l^r8,,"
boriöfra'n
meö villtM"1 Ja'ð“he 1 Engjaþykkni _ UnreUnkom'
créme
Carumet
■■ b oriðfr*"1
crumble
‘ En&aPykknl ,kku laðistjf>rn“m
. lla" Vanillnkryddad með S"
■‘StraCC,a' EngjaPykknl rúkkulaðistjömum
karainellutn °S
, ..,neðperum.K"1
“Alapére me0 1
“Afrodisiae
*£&»»»***
..
..crí,ne ”
-iVSy ts ■ - “ -'V ■SS5
n<$ör Engjaþykkni í öll mál
Ný \
bragðtegund! j
0*^