blaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007
blaðió
blaði
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árogdagurehf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
ÞrösturEmilsson
Elín Albertsdóttir
Af hverju ekki
þorskeldi?
Talsmenn fyrirtækja í þorskeldi lýsa í Blaðinu í gær furðu sinni á því að í
mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna stórfellds niðurskurðar á þorsk-
aflaheimildum skuli hvergi vera gert ráð fyrir eflingu rannsókna í greininni.
Þorskeldinu hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Það er út af fyrir
sig merkilegur árangur að á síðasta ári hafi verið slátrað 1.400 tonnum af eld-
isþorski hér á landi. En auðvitað þyrfti miklu meira að koma til, ætti þorsk-
eldið að vega upp á móti þeim niðurskurði þorskkvótans, sem nú hefur verið
ákveðinn.
Hins vegar var í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar um þorsk-
kvótann kveðið á um aðgerðir „til lengri tíma“. Og uppbygging þorskeldis
hér á landi er einmitt langtímaverkefni. Það þarf þolinmótt fjármagn, eigi
árangur að nást.
Þórarinn Ólafsson, sjávarútvegsfræðingur hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru
í Hnífsdal, sem er annað stærsta þorskeldisfyrirtæki landsins, segir í Blaðinu
í gær að hið opinbera verði að auka framlög til þróunar á þorskeldi. Þróunar-
vinnan sé óhemjudýr. „Því miður hafa stjórnvöld ekki fylgt eftir þeim metn-
aði sem er í greininni," segir Þórarinn.
Annar sjávarútvegsfræðingur, Valdimar Ingi Gunnarsson, bendir á að eld-
isþorskur sé betri afurð en villtur þorskur, ormalaus og ennfremur hægt að
bjóða jafnt framboð allt árið þegar eldi sé komið á fullt.
Stjórnvöld í Noregi, helzta samkeppnislandi Islands í sjávarútvegi, hafa und-
anfarin ár lagt tugi milljarða króna í rannsóknir á þorskeldi. Þær rannsóknir
eru byrjaðar að skila áþreifanlegum árangri og því er spáð að framleiðsla Norð-
manna á eldisþorski, sem var í fyrra rúmlega 11.000 tonn, muni margfaldast
á næstu árum. Útflutningur Norðmanna á eldisþorski til Frakklands, Spánar,
Belgíu og Bretlands er orðinn nokkur og veitingahús í þessum löndum sýna
honum talsverðan áhuga.
í Noregi hafa stórir fjárfestar lagt fé í þorskeldið og telja mikla möguleika
felast í því. Framlag stjórnvalda og einkageirans helzt þar í hendur.
Æ stærri hluti þess fisks, sem fer á markað í heiminum, kemur úr eldi. I
Austur-Asíu er gríðarlegur vöxtur í fiskeldinu. ísland hlýtur að verða að
bregðast við þessari þróun, ætli það að halda stöðu sinni sem forysturíki í
sjávarútvegi.
Af hverju mundi enginn eftir þorskeldinu þegar ákveðnar voru langtímaað-
gerðir til að bregðast við stórfelldum samdrætti í þorskveiðum? Hafa stjórn-
völd ekki trú á greininni? Er efling rannsókna og þróunar í þorskeldi ekki nær-
tækari viðbrögð við þeim vanda, að það vantar þorsk í sjónum, en að fjölga
ríkisstarfsmönnum á Vestíjörðum?
Ólafur Þ. Stephensen
Gott til
endurvinnslu
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á f réttadeild: 510 3701 Símbréf á augl ýsingadeild: 5103711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Háþrýstidælur
Vinnuþjarkar ætlaðir til
daglegra nota
HD 6/16-4 M
HD 6/16-4 MX
■ Vinnuþrýstingur ■ Stillanlegur úði
30-160 bör ■ Sápuskammtari
■ 230-600 Itr/klst ■ Túrbóstútur + 50%
■ 15 m slönguhjól
HD 10/25-4 S
Y
■ Vinnuþrýstingur ■ Stillanlegur úði
30-250 bör ■ Sápuskammtari
■ 500-1000 Itr/klst ■ Túrbóstútur + 50%
SKEIFAN 3E-F • SÍMI 581-2333 • FAX 568-0215 • WWW.RAFVER.IS
r-j
Verslunarþjóðfélagið
Arðránið á sjávarauðlindinni er
loksins farið að segja til sín. Við
höfum gengið svo svakalega á mat-
arkistuna að það er allt að verða
búið í sjónum, höfum skrapað botn-
inn of lengi og dregið allt of mikinn
fisk að landi. Þvert ofan í ráðlegg-
ingar vísindamanna. Loksins hafa
stjórnvöld séð að það er ekki hægt
að halda svona áfram. Sem betur
fer. En þegar svo mjög er dregið úr
fiskveiðum hafa menn skiljanlega
áhyggjur af stöðu sjávarbyggðanna.
I fréttum þessa dagana er því mikið
talað um mótvægisaðgerðir til að
bæta skaða einstakra staða. Af um-
ræðunni má skilja að sumir telji að-
gerðirnar tímabundnar, að ofveiðin
haldi svo bara áfram eftir fáein ár.
Það þurfi bara að brúa þann tíma
með opinberum plástrum.
Verstöð verður að banka
Ég er vissulega ekki fiskifræð-
ingur, hef varla migið í saltan sjó,
eins og sagt er. Eigi að síður leyfi ég
mér að spá því að í framtíðinni ein-
kennist fsland ekkert sérstaklega
af sjávarútvegi. Verstöðin ísland er
liðin tíð. Verstöðinni hefur verið
breytt í banka. Kannski mun koma
í ljós að boðaður niðurskurður á
fiskveiðum reynist sérstök blessun.
Sjálfsmynd þjóðarinnar er enn ansi
tengd fiskveiðum og opinberar að-
gerðir miða enn flestar að því að
gæta hagsmuna sjávarútvegsins. Oft
á kostnað annarra atvinnugreina.
Á meðan við miðum enn allar að-
gerðir við fisk hefur orðið hljóðlát
bylting á atvinnuháttum landsins.
Langt fram eftir liðinni öld stóðu
fiskveiðar undir svo til öllum gjald-
eyristekjum landsins. Á undan-
förnum árum hefur hlutfall sjávar-
útvegs hins vegar dregist stórlega
saman og hlutur fjármálaþjónustu
stigið fram úr sjávarútvegi. Alveg
eins og fiskveiðisamfélagið tók við
af gamla bændasamfélaginu hefur
verslunarsamfélagið nú tekið við af
sjávarútveginum.
Þegar sjávarútvegur var að festast
í sessi á Islandi höfðu margir efa-
semdir um áhrif fiskveiða á íslenskt
samfélag. Opinberum aðgerðum
var þá markvisst beitt til að vernda
gamla bændasamfélagið. Menn
gengu jafnvel svo langt að setja á
sérstakt vistarband til að halda
vinnufólki í sveitum og meina fólki
að starfa við sjávarútveg. Nú þarf að
passa að opinberar aðgerðir verði
ekki til að standa í vegi fyrir eðli-
legri framþróun þjóðfélagsins.
Eitt atvinnusvæði
Andstaðan gegn eðlilegum at-
vinnu- og þjóðfélagsbreytingum
héldu á sinum tíma aftur af nú-
tímavæðingu íslensks samfélags.
Það var ekki fyrr en eftir síðari
heimsstyrjöld að menn fóru loks
að sætta sig við þurrar búðir í
lorpum, bæjum og borgum.
haldssemin og þráin eftir hinu
öngu liðna bændasamfélagi hefur
enn hamlandi áhrif í íslensku
samfélagi, fjötrar fortíðar birtast
ekki síst í einhverju vitlausasta
landbúnaðarkerfi sem þekkist á
byggðu bóli, landbúnaðarkerfi
sem veldur hæsta matvælaverði
sem þekkist.
Allt of lengi stóðu afturhalds-
söm viðhorf í vegi fyrir þeim
miklu framförum sem fylgdu sjáv-
arútvegnum. Langt fram eftir lið-
inni öld hélt þorskurinn svo lífinu
í þessari þjóð, alveg eins og sauð-
kindin hafði gert áður. En nú eru
komnir nýir tímar. Islenskt þjóðfé-
lag byggir ekki lengur tilveru sína
á fiskveiðum heldur á allra handa
verslun og viðskiptum, ekki síst
alþjóðlegum fjármálaviðskiptum.
Með nútímavæðingu viðskiptanna
verður landið allt að einu atvinnu-
svæði. Fyrir byggðir landsins er
þvi orðið mikilvægara að efla
menntun, fjarskipti og samgöngur
heldur en að færa til einhverja
byggðakvóta. I stað hólfaskiptra
smáskammtalækninga í einstaka
plássum þarf nú að hugsa aðgerðir
í byggðamálum með heildstæðum
hætti, það skiptir nefnilega ekki
öllu máli hvar fólk býr ef aðstæður
og innviðir eru í lagi. Þá fyrst geta
menn raunverulega valið þann
lúxus að búa úti á landi.
Höfundur er stjórnmálafræöingur
KLIPPT 0G SK0RIÐ
Bréf í Kaupþingi hafa hækkað
mikið undanfarið og
stendur hlut-
urinn nú í um 1200
krónum. Þeir sem
nýttu sér kaup á
bréfum í Bún-
aðarbankanum
þegar bankinn
fór á markað á sínum tíma hafa
því hagnast verulega á kaup-
unum, t.d. Finnur Ingólfsson og
Ólafur Ólafsson sem stóðu fyrir
S-hópnum á sinum tíma og fleiri.
Þeir keyptu upphaflega 45,8 pró-
senta hlut í bankanum af ríkinu
fyrir 11.9 milljarða. Almenningur
átti kost á því árið 1999 að kaupa
hluti i Búnaðarbanka á genginu
2,15. Þeir sem nýttu sér það þá og
eiga bréfin enn hafa því fjárfest
vel með kaupum sínum.
Siv Friðleifsdóttir er ekki bara
mótorhjólaskvísa. Hún hefur
brennandi áhuga á byssum og
skotfimi. Á heimasíðu sinni heldur
hún úti dagbók og
þar má sjá að Siv er á
fullu að æfa skotfimi
eða fylgjast með
öðrum skotmönnum.
Á miðvikudaginn
skaut Siv í fyrsta
skipti úr riffli og segir skotfimi
sína með ágætum. „Allavega hitti
ég spjaldið á 100 metra færi í ann-
arri tilraun þótt ekki hafi það verið
mjög nálægt miðjunni,“ segir hin
skotglaða framsóknarkona.
Björn Ingi Hrafnsson var
manna duglegastur að
blogga á Moggablogginu
undanfarna mánuði og fékk
því viðurnefnið ofurbloggarinn.
Björn Ingi kvaddi Moggabloggið
19. júní og sagðist
vera farinn yfir
á eyjan.is. Menn
hafa þó tekið eftir
því að allur vindur
er úr kappanum
því hann hefur
ekkert skrifað
síðan 24. júní. Kannski Björn
Ingi sé í sumarfríi en gárungarnir
segja að Bingi, eins og hann er
kallaður, hafi lent á eyðieyju!
elin@bladid.net