blaðið - 24.07.2007, Qupperneq 2
2
FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2007
blaðió
Ferðum Herjólfs ekki fjölgað
Ferðum Herjólfs verður ekki
fjölgað um verslunarmannahelg-
ina. Sér Vegagerðin ekki ástæðu
til þess að fara fram á það við
Eimskip að fleiri næturferðir
verði farnar milli lands og Eyja
en nú þegar hefur verið ákveðið.
Kemur þetta fram í skeyti frá
Gunnari Gunnarssyni aðstoðar-
vegamálastjóra til bæjaryfirvalda
í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, hefur svarað
Reynt að svindla
á gististöðum
Síðustu daga hefur ýmsum gisti-
stöðum borist tölvuskeyti með
bókunum þar sem ætlunin er
svindla á viðkomandi stöðum og
að hafa af þeim fé. Varar upplýs-
ingamiðstöð Hólmavíkur við
slíkum tölvupóstum og hefur birt
dæmi um svindlbréf. Þetta kemur
fram á fréttavefnum Strandir.
í tölvupóstunum er pöntuð viku-
gisting og spurt um kostnað. Er
síðan að öllum líkindum borgað
með stolnu korti eða banka-
ávísun sem tekur langan tíma að
leysa út. Ferðinni er svo aflýst og
beðið um endurgreiðslu áður en
kemur í ljós að greiðslan er fölsk.
hbv
21 stútur
undir stýri
Tuttugu og einn ökumaður var
stöðvaður fyrir ölvunarakstur í
umdæmi lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu um helgina. Af
þessum ökumönnum voru sextán
karlmenn. Tæplega þriðjungur
karlanna er undir tvítugu. Þar
af eru tveir sautján ára gamlir en
annar þeirra var á stolnum bíl.
Af þeim fimm konum sem voru
teknar eru fjórar um tvítugt og
ein rúmlega hálffertug.
skeyti Gunnars og segist ætla að
óska eftir skýrum svörum frá
samgönguráðuneytinu um það
hvort slík ákvörðun sé endanleg.
mbl.is
Réttindalaus á
níræðisaldri
Sautján ökumenn voru stöðvaðir
á höfuðborgarsvæðinu um helg-
ina sem höfðu ýmist aldrei öðlast
ökuréttindi eða verið sviptir.
Fimm reyndust einnig vera
ölvaðir og eru tveir grunaðir um
akstur undir áhrifum fíkniefna.
Ökumennirnir, fimmtán karlar
og tvær konur, eru langflestir á
þrítugs- eða fertugsaldri. Sá elsti
í hópnum er á níræðisaldri.
Ökklabrotnaði
við Þingvallavatn
Töluverður viðbúnaður var vegna
veiðimanns sem ökklabrotnaði
í Vatnsvík við Þingvallavatn
um miðjan dag í gær. Slysið
varð í um tveggja km fjarlægð
frá næsta vegi og þurftu
björgunarsveitarmenn að sækja
i lanninn og bera hann út á veg
þar sem sjúkrabíll beið eftir
honum. Maðurinn var síðan
fluttur á sjúkrahús í Reykjavík
þar sem gert var að sárum hans.
mbl.is
Umferðarmerkjum stolið
Umferðarmerkjum og keilum var stolið í Hveragerði aðfaranótt
laugardags þar sem þau voru i notkun vegna framkvæmda. Talið er
að verðmæti merkjanna sem var stolið sé um 200 þúsund krónur. í til-
kynningu frá lögreglu kemur fram að líklegt sé að þetta hafi verið gert
í ótuktarskap frekar en af hagnaðarvon.
Engin handtökuskipun
á hendur Ólafi
Ekkert bendir til þess að maltnesk stjórnvöld hafi gefið út handtöku-
skipun á hendur Ólafi Ragnarssyni, skipstjóra á Eyborginni. Þetta
hefur utanríkisráðuneytið eftir ræðismanni íslands á Möltu. í fréttum
Ríkissjónvarpsins um helgina var sagt frá því að samkvæmt malt-
neskum fjölmiðlum hefði handtökuskipun verið gefin út á hendur
Ólafi, fyrir að hafa tekið um borð 21 flóttamann frá Afríku. Flótamenn-
irnir höfðu velt opnum bát sínum í líbískri lögsögu, en tókst að klifra
upp í túnfiskflotkvíar sem Eyborgin var að sækja. Vísir.is sagði frá.
blaöi
Auglýsingasíminn er
510 3744
Sjöunda og síðasta bókin um Harry Potter rýkur út
Uppseld á þremur dögum
Sannkallað Harry Potter-æði
hefur gripið um sig hér á landi
eftir að nýjasta bókin um galdra-
strákinn kom í verslanir á föstu-
dagskvöld. Fólk á öllum aldri
hefur lagt leið sína í bókabúðir
til að tryggja sér eintak af síðustu
bókinni í þessari vinsælu bókas-
eríu. Er svo komið að bókin er upp-
seld hér á landi og er von á nýrri
sendingu í lok vikunnar.
„Það er búið að vera brjálað að
gera í Harry Potter,“ segir Elsa
María Ólafsdóttir, verslunarstjóri
í bókabúð Máls og menningar.
Hún segir hátt í 700 eintök hafa
runnið út yfir helgina. „Ég hef
verið að snapa úr verslunum sem
ekki voru opnar um helgina, því
bækurnar hérna kláruðust á laug-
ardag. Ég man ekki eftir að hafa
selt jafnmikið af sama titli í svo
stóru upplagi," segir Elsa María og
segir að örtröðin um helgina hafi
minnt hana á Þorláksmessukvöld.
Enn sem komið er fæst bókin
einungis á ensku, en samkvæmt
upplýsingum frá bókaútgáfunni
Bjarti er stefnt á að bókin komi
út í íslenskri þýðingu þann 15.
nóvember.
mge
Galdrar Nýjasta Harry Potter-
bókin er sú síðasta í röðinni og
jafnframt sú vinsælasta.
Kerfið hefur
afskrifað pabba
■ Segja föður sinn ekki fá tilhlýðilega meðferð við krabbameini
vegna áfengissýki ■ Sífellt bent á yfirfullt gistiskýli
Eftir Björgu Magnúsdóttur
bjorg@bladid.net
„Velferðarkerfið bregst þeim sem
mest þurfa á því að halda,“ segir
Laufey Bára Einarsdóttir og Karen
Linda Einarsdóttir systir hennar
er sama sinnis. Þær hafa þungar
áhyggjur af föður sínum sem er 62
ára, nýgreindur með krabbamein
en hefur í engin hús að venda og fær
ekki tilhlýðilega meðferð. „Vegna
þess að hann vill hvorki né getur
farið í meðferð hefur samfélagið
engin úrræði og hann gengur alls
staðar á lokaðar dyr,“ segir Karen.
„Hann greindist með beinfrum-
æxli í mars, en hefur þó verið með
sjúkdóm síðan 2001, án þess að
við höfum vitað af því, sem virðist
hafa staðnað þangað til núna,“ segir
Laufey.
Lengi á götunni
Faðir þeirra er drykkjumaður
sem búið hefur á götunni um ára-
bil. „Hann þarf að mæta reglulega
í skoðun og blóðprufur vegna sjúk-
dómsins en þegar ég reyndi að afla
gagna um fyrri læknisskoðanir hans
virðast engin gögn vera til um hann,“
segir Karen. Þær systur segja föður
sinn hafa fullkomlega siglt í strand.
„Ég hef sent inn fyrirspurnir til fé-
lagsráðgjafa varðandi lausnir," segir
Laufey. Þeim systrum hefur ítrekað
verið vísað á gistiskýli í miðborg
Reykjavíkur sem sé ætlað útigangs-
Karen Linda og Laufey Bára
Einarsdætur Hafa þungar
áhyggjur af föður sínum.
BlaðiÖ/Sverrir
mönnum. „Ég hringdi fyrir stuttu í
gistiskýlið og var sagt að pabbi væri
númer 7 á biðlista en þar eru aðeins
16 pláss. Þó getum við ekki sett hann
á biðlista skýlisins, hann þarf að gera
það sjálfur þrátt fyrir að hafa nánast
ekki færi á því,“ bætir Karen við.
Yfirfullt gistiskýli
Sigurður Kristjánsson, vaktmaður
gistiskýlisins í miðbænum segir
að iðulega séu margir sem ekki fái
þar pláss. „Það er misjafnt hversu
mörgum þarf að vísa frá, það geta
verið allt upp í 10 einstaklingar á
nóttu.“ Sigurður segir að sífellt íjölgi
þeim sem sækja um gistingu og sér-
staklega færist það í aukana að ungir
menn óski eftir næturstað.
Dæturnar eru orðnar ráðþrota
GISTISKÝLIÐ
►
►
Er neyðarúrræði fyrir heimil-
islausa karlmenn
Er opið frá kl. 17 á daginn
til 10 á morgnana á sumrin
en allan sólarhringinn á
veturna
ý.-. - Er í Þingholtsstræti 25
vegna ástands föður þeirra og sjúk-
dóms, sem fer versnandi og finnst
ömurlegt til þess að hugsa að hann
þurfi að eyða síðustu árum ævi
sinnar, fárveikur á götum borgar-
innar. „Eina lausnin sem við sjáum
í stöðunni er að hann myndi kom-
ast á heimilið á Njálsgötu þegar það
opnar,“ segir Karen að endingu.
VEÐRIÐ I DAG
Þokuloft og súld
Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað, en
þokuloft eða súld úti við norður- og austur-
ströndina og skúrir suðvestanlands. Hiti 8 til
18 stig, hlýjast í uppsveitum suðvestanlands.
ÁMORGUN
Síðdegisskúrir
Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað
að mestu, en líkur á síðdegisskúrum,
einkum vestanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýj-
ast vestan til.
Baráttan gegn
eyðni að tapast
Heimurinn er að verða undir
í baráttunni gegn eyðni, segir
Dr. Anthony Fauci, einn nánasti
ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta.
Þrátt fyrir að sjáanlegur árangur
hafi náðst á undanförnum árum,
þá sé fjöldi þeirra sem smitast af
eyðni meiri heldur en sá fjöldi
sem greinist og fái aðhlynningu.
,Fyrir hvern þann sem fer í með-
ferð, smitast sex aðrir af eyðni.
Þetta þýðir að við erum að tapa
þessum leik,“ sagði Fauci á alþjóð-
legri ráðstefnu í Sydney. Fyrir
þremur árum höfðu 300 þúsund
manns í þróunarlöndunum
aðgang að lyfjum til að halda sjúk-
dómnum í skefjum.
Leiðrétt
Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 20 Halifax 28 New York 19
Amsterdam 19 Hamborg 21 Nuuk 13
Ankara 38 Helsinki 24 Orlando 23
Barcelona 28 kaupmanlíahöfn 19 Osló 18
Berlín 23 London 19 Palma 24
Chicago 31 Madrid 28 París 17
Dublin 16 Mílanó 31 Prag 25
Frankfurt 20 Montreal 19 Stokkhólmur 15
Glasgow 19 Miinchen 20 Þórshöfn 11