blaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 11
blaóió
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2007
FRETTIR
11
Vinnuferð Ingibjörg Sólrún á
leið að skoða spítala í Amman
ásamt Mohammed Al-Hadid,
forseta Rauða hálfmánans I
Blaðið/Þórður r
Jórdaníu (t.v.)
ixla
Jórdanskir ráðamenn hafa
kvartað yfir því að hljóta ekki
nægjanlegan stuðning alþjóðasam-
félagsins til að takast á við þennan
vanda. Ingibjörg Sólrún segist skilja
þær umkvartanir. „Það fylgir þessu
gríðarlegt álag á jórdanskt samfé-
lag. Þessi flóttamannastraumur
hafði í för með sér mikla hækkun
á húsnæðisverði, landverði og vöru-
verði. Þetta er álag á heilbrigðis- og
skólakerfið og gerir það að verkum
að þjóðfélagsgerðin er að breytast.
Fólkið hérna er ekkert mjög sátt við
þessa stöðu og finnst áhrif hennar
á líf þess vera til hins verra. Stjórn-
völdum hér finnst því skorta ábyrgð
og stuðning frá alþjóðasamfélaginu,
jafnt gagnvart Jórdaníu og Sýrlandi.
Auðvitað verður að skoða Sýrland
líka. Þeir eru að taka við langmestu
af þessum flóttamannastraumi og
eru þeir einu sem eru með landa-
mæri sín opin í dag fyrir flótta-
mönnum frá Irak.“
Getum gert ýmislegt
Utanríkisráðherrann segir að
það sé ýmislegt sem Island geti gert
til að hjálpa þessum ríkjum. „Við
getum auðvitað aldrei tekið á móti
flóttamönnum í einhverju magni,
en við gætum þó gert eitthvað af því.
Það koma upp einstök mál hérna
sem er erfitt fyrir þá að leysa. Þá
sögðu þeir mikilvægt að eiga ein-
hverja eins og Islendinga sem gætu
hjálpað þeim með að taka á móti
fólki í einstökum tilvikum. Þetta á
til dæmis við um palestínska flótta-
menn í Irak, sem höfðu stöðu flótta-
manna þar, en eru í dag komnir upp
að landamærum Iraks og Jórdaníu á
flótta. Þeir komast ekki inn í landið.
Þeir komast hvergi. Það gætu verið
Mér finnst ég
hafa meðtekið
þekkingu og
reynslu á þessari
viku sem ég hefði ekki
getað aflað mér með
lestri bóka og skýrslna á
mjög löngum tíma.
einstaklingar sem við gætum lið-
sinnt. Svo getum við auðvitað lagt
okkar af mörkum í einstök verkefni.
Við eigum að axla okkar ábyrgð
í þessu máli því við erum hluti af
þessu vandamáli.11
Ingibjörg Sólrún fór og hitti
nokkur fórnarlömb Iraksstríðsins
sem dvelja á jórdönskum spítala
á sunnudag. Hún sagði það hafa
haft mikil áhrif á sig. „Það að
sjá alla þessa borgara sem verða
fórnarlömb þessara átaka án þess
að eiga nokkurn hlut að máli var
átakanlegt. Þarna var fólk sem var
að keyra í strætó á leið til vinnu
þegar sprengja var sett í vagninn.
Við hittum konu sem lenti í því að
það var ráðist inn á heimili hennar.
Við hittum fólk sem varð fyrir bíla-
sprengjum. Þetta eru allt óbreyttir
borgarar. Þeir eru fórnarlömb þess-
ara átaka og maður sér ekkert fyrir
endann á því.“
Berum siðferðilega ábyrgð
ísland var á sínum tíma eitt þeirra
landa sem voru á lista ríkja sem
studdu Iraksstríðið. Ingibjörg Sól-
rún segir íslensk stjórnvöld því bera
ákveðna ábyrgð á ástandinu í írak.
„Við berum auðvitað siðferðislega
ábyrgð á því sem þarna gerðist þar
sem við vorum á lista hinna viljugu
þjóða. Til að athuga hvað við getum
gert. Ekki vegna þess að íslenska
Við getum
auðvitað aldrei
tekið á móti
flóttamönnum í
einhverju magni, en við
gætum þó gert eitthvað
af því... Við eigum að
axla okkar ábyrgð í þessu
máli.
tjóðinn beri ábyrgðina. Hún studdi
5etta stríð ekki. En íslensk stjórn-
völd gerðu það. Við getum ekki horft
fram hjá fortíðinni, hverjir svo sem
það voru sem áttu hlutdeild í henni.
Þess vegna kom ég hingað. Ég kom
til að athuga hvað við getum gert,
hvað við getum lagt af mörkum
og hvernig við getum axlað okkar
ábyrgð.“