blaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 20
32 ÞRIÐJUOAGUR 24. JÚLÍ 2007 blaöið ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net 'qBgl Heljarinnar Stoke-æði greip um sig á íslandi og fjárfestu fjöl- margir íslendingar í liðinu. Óhætt er að fullyrða að enginn hafi hagnast á því ævintýri og er liðið komið úr íslenskri eigu. Stoke reyndist vera djók eins og Ceres 4 söng svo eftirminnilega. SKEYTIN INN KR-ingar þurfa að sjá á eítir einum af sínum efnileg- ustu leikmönnum, Guðmundi Reyni Gunnarssyni, tilVí- etnam fyrir leikinn gegn Breiðabliki á morgun. Ekki það að Guðmundur hafi verið seldur til ACB Ha Noi, heldur er hann í islenska landsliðinu í stærðfræði sem tekur þátt í Ólymp- íumóti ungmenna þar í landi. Þetta er annað árið í röð sem Guðmundur er í Ólympíuliðinu, því hann keppti fyrir íslands hönd í Slóveníu í fyrra. Framarar hafa verið óheppnir með meiðsh i sumar, en það horfir til betri vegarhjá Safamýr- arpiltum. Þeir Patrik Redo, Hans Mathiesen, Iheodór Óskarsson og Hjálmar Þórarinsson eru allir að verða leik- færir eftir að hafa misst af síðustu leikjum liðsins. Fram mætir Víkingi í miklum fallslag annað kvöld. WestHam heíur keypt sænska landshðs- manninum Freddy Ljungbeg frá Arsenal.Fregn- ir á Englandi herma að Eggert Magnússon hafi þurft að punga út 3 milljónum punda fyrir kapp- ann, eða tæpum 400 milljónum króna. Ljungberg, sem hefur verið f herbúðum Arsenal síðan 1998, lék 325 leiki fyrir liðið og skoraði í þeim 72 mörk. Hann hefur átt í stökustu vandræðum með meiðsli undanfarin misseri. Ljungberg hefur einnig getið sér gott orð sem undirfatafyrirsæta hjá Calvin Klein. Steven Gerr- ard segist sannfærður um að Liverpool veiti Chelsea og Manchester United harða keppni um Englandsmeistaratitihnn á næstu leiktið. Reyndar hafa fyrirliðar Liverpool óspart haldið þessu fram undanfarin ár, en bjartsýnin er óvenjumikil þetta árið. Rafael Benít- ez hefur fjárfest grimmt í framherj- um á borð við Fernando Torres og Ryan Babel, en sóknarhnan hefur verið höfuðverkur liðsins undanfar- in ár.„Við enun ekki langt frá þeim stað þar sem við viljum vera. Með nýjum leikmönnum eru spennandi tímar framundan,“ segir fyrirliðinn. Leikvöllur ólígarka og kexkónga Auðkýfingar um allan heim keppast við að kaupa ensk knattspyrnulið Gullæðið í enska bolt- anum er í hámarki og er Arsenal síðasta iiðið til að verða bendlað við er- lenda yfirtöku. Amerískir stórkapítalistar, rúss- neskir ólígarkar, útskúf- aðir taílenskir stjórnmála- menn, arabískir furstar og íslenskir kexkóngar hafa rutt sér leið út á hinn stóra leikvöll með mis- góðum árangri. Hér á eftir gefur að líta nokkrar af athyglisverðustu yfirtök- unum í Englandi. Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net WIMBLEDON Það voru Norðmenn sem hófu inn- rásina í England með kaupunum á „brjálaða genginu" i Wimbledon FC árið 1999. Markmiðið var að byggja á glæstum árangri norska landsliðsins og var Egil „Drillo“ Olsen fengin til að stýra verkefn- inu. Yfirtakan var gjörsamlega misheppnuð og var upphafið að hruni liðsins. Wimbledon féll úr úrvalsdeildinni árið 2000 og nú, sjö árum sfðar, er liðið í neðstu deild. í millitíðinni færði liðið sig um set og heitir nú Milton Keynes Dons. Hörðustu stuðningsmenn Wimbledon sneru baki við liðinu og stofnuðu AFC Wimbledon sem leikur í utandeildinni. STOKE CITY íslendingar fylgdu fordæmi Norð- manna, en voru þó ekki jafn stór- huga. Stoke City, annað elsta félag heims, varð fyrir valinu og Guðjón Þórðarson átti að koma liðinu úr 2. deild upp í þá efstu. Guðjón landaði titli á sínu fyrsta tímabili er liðið vann bikarkeppni neðrideildarliða. Það tók hann hins vegar þrjú ár að koma liðinu upp í 1. deild. Þrátt fyrir það var Guðjón látinn fara og hefur liðið siglt lygnan sjó í 1. deild síðan. Heljarinnar Stoke-æði greip um sig á íslandi og fjárfestu fjölmargir íslendingar í liðinu. Óhætt er að fullyrða að enginn hafi hagnast á þvf ævintýri og er liðið komið úr íslenskri eigu. Stoke reyndist vera djók eins og Ceres 4 söng svo eftirminnilega. blaöi Auglýsingasíminn er 510 3744 Harrington hirti gullið úr greipum Garcia á Camoustie Nautabaninn stóðst ekki pressuna Padraig Harrington frá írlandi stóð uppi sem sigurvegari á Opna breska meistaramótinu á Carno- ustie-vellinum í Skotlandi. Lengi vel leit út fyrir að Sergio Garcia frá Spáni tækist loksins að sigra á sínu fyrsta risamóti. Hann var efstur frá byrjun og hafði þriggja högga forystu er hann sló af fyrsta teig á sunnudaginn. Hann var mis- tækur á fyrri 9 holunum á meðan Harrington og Andres Romero frá Argentinu léku eins og enginn væri morgundagurinn. Romero gerði afdrifarfk mistök á 17. holu og var þar með úr leik. Harrington skaut tvisvar í lækinn á 18. holu og allt í einu hafði Garcia sigurinn í hendi sér. Hann þurfti par á síðustu holunni, en fékk skolla eftir að lokapúttið hafði dansað á holubarm- inum. Leikurinn fór í bráðabana þar sem spennan varð Garcia ofviða. Skál Padraig Harríngton teygar kam- apavin úr Claret-skálinni frægu sem hann hlaut aö launum fyrir sigurinn. Auk skálarinnar fékk Harrington rúma eina og hálfa milljón dollara, sem nemur 96 milljónum króna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.