blaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 23
blaóió ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2007 35
ORÐLAUSTÍSKA ordlaus@bladid.net Að sögn ritstjóra tímaritsins þykir Marge hafa sérstakan og kvenlegan stíl og sómi sér því vel í hópi þekktra einstaklinga úr tískuheiminum.
Simpson
í Harper's
Bazaar
Marge Simpson, eiginkona Hómers Simpson,
úr samnefndri teiknimyndaseríu situr fyrir í
ágústhefti tímaritsins Harper’s Bazaar, en þar
er Marge í fylgd með ofurfyrirsætunni Lindu
Evangelistu og þekktum hönnuðum í átta síðna
myndaseríu. Að sögn ritstjóra tímaritsins þykir
Marge hafa sérstakan og kvenlegan stíl og sómi
sér því vel í hópi þekktra einstaklinga úr tísku-
heiminum. Á tískumyndunum hefur kjólunum
sem Marge klæðist oftast í þáttunum verið skipt
út fyrir hátískufatnað og klæðist hún meðal ann-
ars fatnaði frá Chanel og Marc Jacobs.
Reiðikast í
auglýsingu
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell gerir grín að
sjálfri sér í sjónvarpsauglýsingu fyrir fyrirtækið
Dunkin’ Donuts þar sem hún auglýsir iste fyrir
keðjuna. Campbell hefur verið tíður gestur á
síðum blaðanna y tra undanfarin ár vegna tíðra
reiðikasta en fyrirsætan hefur hlotið dóm fyrir
líkamsárás, en hún réðst á aðstoðarkonu sína á
síðasta ári eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu.
I auglýsingunni má sjá Campbell sinna garð-
verkum í háum hælum og kjól og bregst hún
illa við er hællinn brotnar og kastar skónum í
gegnum glugga og nær ekki ró sinni aftur fyrr
en henni er fært íste. Campbell þykir með þessu
fá gott tækifæri til þess að breyta áliti almenn-
ings á sér eftir að vinsældir hennar snarminnk-
uðu á síðasta ári í kjölfar reiðikastanna.
Litríkir ávaxta-
og blómailmir
Síðustu vikur hafa nokkrir nýir
ilmir litið dagsins ljós á mark-
aðnuin. Blaðið tók saman nokkra
af nýjustu ilmunum, sem virðast
hver öðrum betri.
Ralph Rocks fyrir hana
Kominn er á markað nýr
Ralph-ilmur frá Ralph
Lauren. Nýi ilmurinn er fullur
af orku, litríkur og með
blómaangan sem hentar
vel ungum konum í
dag. Ilmurinn inniheldur
blöndu af stjörnuávöxt-
um, beiskri appelsínu,
einiberjum, páskalilju
og fleiri skemmtilegheitum sem gefa
frísklegan blæ.
É A L PH-
Liberté fyrir hana Li-
berté-ilmurinn frá Cacharel,
sem nýverið kom á markað,
er blanda af appelsínu,
peru, vetiver, Frangipani
blómi og öðrum ávöxtum
og blómum. Ilmurinn er
ferskur og hressandi ásamt
því að vera með rómantísk-
um blæ og þokkafullum
áhrifum. Ilmvatn sem
hentar sérstaklega vel í
sumar.
Nina Ricci L'Eau du
Temps Nina Ricci-tískuhús-
ið hefur nú gert nýja útgáfu
af hinu fræga ilmvatni L'air
du Temps fyrir konuna.
Ilmurinn, sem er aðeins
tímabundið á markaðnum,
er safarík blanda af sítrus-
ávöxtum og kryddi. Hann
inniheldur mandarínur, appels-
ínur, bergamot, aðalbláber,
piparkorn og kóríander.
Attitude fyrir hann Attitude ilmurinn frá
Giorgio Armani er klassískur og djúpur
ilmur fyrir karla. Ilm-
urinn er með mikla
dýpt og inniheidur
ferska og kryddaða
tóna ásamt sedr-
usviði frá Kína og
ambertónum. Djúp-
ur ilmurinn er með
bæði kröftugu og
fínilegu kryddi þar
sem ferskleikinn fær
að njóta sín, ekki
síðui en þokki viðar
og ambers.
Allure Homme Sport fyrir hann The
cologne Sport-útgáfan af Allure Sport
herrailminum frá Chanel er nýr ilmur þar
sem áherslan er lögð á
hressandi ferskleika, ein-
falda samsetningu og
heilbrigða angan.
Ilmurinn, sem er
A L L U R E ferskur, mjúkur
H o u m e og skemmtilega
kryddaður, minnir
á hreint loft og
ferska sumargolu
ásamt því að gefa
_______ frá sér þægilega
orku.
Sætar stjömur í bleiku
Bleiki liturinn
alltaf í móð
Bleiki liturinn hefur verið áberandi síðustu mánuði og
virðist einhverra hluta vegna alltaf tolla í tísku. Ef marka má
múnderingar Hollywood-stjarnanna hefur bleiki liturinn sótt
mikið á og því um að gera að njóta sumarsins og notast við
bleik og sumarleg klæði. Bleikur klæðnaður vekur hvarvetna
athygli og setur skemmtilegan sjarma á heildarútlitið.
Ólétt og flott Fyrirsætan Eva
Herzigova var flott í bleikum kjól
í Valentino teiti i Frakklandi á
dögunum.
Ber nafn með rentu Sjálf Pink
klæðist að sjálfsögðu bleiku
þegar tilefni gefst til og ber þvi
nafn með rentu.
Alltaf flott Eva Longoria kann
svo sannarlega að klæða sig
og klikkaði auðvitað ekki í
brúðkaupinu sínu í París.
í skærbleiku Eva Mendes
mætti á CFDA verðlaunin í New
York í glæsilegum bleikum kjól
sem hún bar vægast sagt vel.
Bleika Beckham Victoria Beckham var hin bleikasta
við komuna til Los Angeles í vikunni og þótti glæsileg
mjög. Tískuspekingar ytra hafa kappkostað að dásama
dressið og greinilegt að frú Beckham sankaði að sér
nokkrum stigum fyrir útlitið.
Risaverslun á
Regent Street
Tískukóngurinn Giorgio Armani
ætlar að opna nýja verslun á
Regent Street í Lundúnum í sept-
ember en um er að ræða stærstu
Armani-verslunina til þessa.
Búðin mun vera 11.000 fermetrar
og verður á tveimur hæðum þar
sem bæði verður hægt að fá karl-
og kvenfatnað sem og fylgihluti.
Viðskiptavinir munu einnig geta
horft á myndbönd á risaskjám
sem verða staðsettir í sérstökum
rýmum verslunarinnar þar sem
sýndar verða myndir af nýjustu
vörunum.
Glímir við
lystarstol
Allegro Versace, dóttir Donat-
ellu Versace, hefur átt í erfiðri
baráttu við lystarstol undanfarin
ár en hún er nú 21 árs. Stúlkan
leitaði sér nýlega hjálpar og
segist móðir hennar fagna því að
Allegro hafi ákveðið að takast á
við sjúkdóminn. Allegro hefur
átt í erfiðleikum með að takast
á við athyglina sem hún hlaut í
kjölfar þess að hún erfði helming
tískuhúss frænda síns heitins, en
Gianni Versace var myrtur árið
1997 og erfði hann systur sína og
systurdóttur að tískumerki sínu.
S>»
'fÍ:
Levi í mál
við Lauren
Fyrirtækið Levi Strauss & Co.
hefur kært fyrirtæki Ralp Lauren
fyrir að stela hönnun þeirra en
Levi Strauss framleiðir hinar
vinsælu Levi’s-gallabuxur. Levi
sakar Ralph Lauren um að
framleiða gallabuxur sem eru
eins og Levi’s gallabuxurnar þar
sem allur frágangur líkist því
sem Levi hefur haft einkarétt á
siðan 1873. Forsvarsmenn Levi
segja Lauren hafa lengi vel apað
eftir hönnun þeirra og vilja nú fá
skaðabætur.