blaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 15
blaöiö
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2007
27
LÍFSSTÍLLHEILSA
heilsa@bladid.net
Við erum með fimmtán stöðvar hérna, 14
stöðvar á Jótlandi og eina í Kaupmannahöfn.
Við áætlum að opna fimm á Kaupmannahafnar-
svæðinu á næsta ári og eina á Fjóni núna í janúar.
Hjálmurinn bjargar Góð-
ur öryggisbúnaður. einkum
reiðhjólahjálmur, getur
komið í veg fyrir alvarlega
áverka i reiðhjólaslysum.
Arangur fer eftir gæðum
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
Bæklingur með ábendingum til foreldra
Smáhlutir varasamir
Sælgæti og smáhlutir geta reynst litlum börnum
skeinuhættir og jafnvel valdið köfnun. Á hverju ári eru
mörg börn hætt komin hér á landi vegna aðskotahluta í
hálsi og eru þau flest undir 8 ára aldri. Nýlega var endur-
útgefinn bæklingur með ábendingum og upplýsingum
til foreldra um hvað skal varast þegar slíkir hlutir
eru annars vegar en hann hefur verið ófáanlegur um
margra ára skeið. Markmið bæklingsins er að vekja at-
hygli á því að sælgæti og smáhlutir geta verið varasamir
fyrir börn auk þess að benda á rétt viðbrögð vegna
aðskotahlutar í hálsi. Þar er meðal annars að finna
skyndihjálparviðbrögð með texta og skýringarmyndum
bæði vegna ungbarna og barna sem eru eldri en eins árs.
Bæklinginn má meðal annars nálgast á heilsugæslu-
stöðvum sem og á netinu, til dæmis á vef Lýðheilsu-
stöðvar lydheilsustod.is. Að útgáfu hans standa
Lýðheilsustöð, Neytendastofa, Rauði kross Islands og
Umhverfisstofnun.
Köfnun af völdum smáhluta Sælgæti og smáhlutir geta valdið
köfnun hjá litlum börnum.
29 vítamín og steinefni ■ 18 aminósýrur ■ Blaðgræna ■ Omega
■ GLA fitusýrur • SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Uppbygging innan-
lands sem utan
Súrefnistæmdar umbúðir
vernda næringarefnin.
Lifestream þörungarnir eru ómengaöir,
ræktaðir i ferskvatni eftir ströngum
gæðastaðli. IS09001 ■ IS014001
Fæst í apótekjum og heilsubúðum.
www.celsus.is
Worid Class reisir nýjar líkamsræktarstöðvar
Inniheldur 22 valin bætiefni,
12 vítamín og 10 steinefni.
heilsa
-haföu þaö gott
Greinilegur árangur eftir
nokkra daga inntöku
Aukið úthald,
þrek og betri líðan
Eigendur World Class Hjonin Hafdis
Jónsdóttir og Björn Kr. Leifsson ásamt
Birni Boða, syni sínum, í líkamsræktar-
miðstöðinni í Laugum. Hjónin standa í
mikilli uppbyggingu líkamsræktarstöðva
um þessar mundir. Biafiið/ÞÖK
Fæst f heilsubúðum og helstu
matvörumörkuðum landsins
Dreifing: Yggdrasill, S 544 4270, Suöurtirauni 12b, Garöabæ
Hjálmar bjarga mannslífum
Öruggar hjólreiðar
Hjólreiðar eru heilsusamlegur og
umhverfisvænn samgöngumáti
enda ófáir sem nota reiðhjólið til
að koma sér á milli staða, ekki
síst á þessum árstíma þegar
veðrið leikur við landsmenn.
Hjólreiðar eru þó ekki með öllu
hættulausar og því miður berast
öðru hverju fréttir af slysum á
hjólreiðamönnum. Hægt er að
draga úr hættunni á slysum með
því að sýna varkárni og aðgæslu í
umferðinni og á það jafnt við um
ökumenn, hjólreiðamenn sem
aðra vegfarendur. Ef svo illa fer
að slys eða óhapp verður gegnir
góður öryggisbúnaður mikil-
vægu hlutverki og þar skiptir
reiðhjólahjálmurinn höfuðmáli.
Höfuðmeiðsl eru alvarlegustu
hofdu þaO gott
áverkar sem verða við hjólreiða-
slys og þó að hjálmurinn komi
ekki í veg fyrir slysin dregur
hann úr alvarleika þeirra eins og
fjölmörg dæmi sanna. Talið er
að notkun reiðhjólahjálms geti
minnkað líkur á alvarlegum höf-
uðmeiðslum við hjólreiðaslys um
allt að 8o% og í sumum tilfellum
hefur hann bjargað mannslífum.
Ekki er þó nóg að setja hjálminn
á höfuðið heldur þarf einnig að
sjá til þess að hann sitji rétt á
höfðinu og sé rétt stilltur því að
annars veitir hann falskt öryggi.
Þá verður fólk enn fremur að fara
vel með hjálminn og gæta þess
að hann verði ekki fyrir hnjaski
enda getur slæm meðferð komið
niður á gæðum hans.
LÍFRÆNIR SAFAR
MULTI-VIT
Náttúruleg fjölvítamín
með steinefnum
Vattn bartitfm tyrir þarln kltndlng*
180 töflur
World Class opnar þrjár
líkamsræktarstöðvar á
næstu mánuðum. Þar að
auki stendurfyrirtækið
að mikilli uppbyggingu
líkamsræktarstöðva víða
í Danmörku.
Eftir Einar Örn Jónsson
einar.jonsson@bladid.net
Hafdís Jónsdóttir, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri, World Class var
einmitt stödd í stöð fyrirtækisins
í Horsens á Jótlandi þegar blaða-
maður náði tali af henni. „Við erum
að vinna í stöðvunum okkar í Dan-
mörku. Sumarfriið hefur verið
notað í þetta en maður hefur gaman
að þessu,“ segir hún og hlær. „Við
erum með fimmtán stöðvar hérna,
14 stöðvar á Jótlandi og eina í Kaup-
mannahöfn. Við áætlum að opna
fimm á Kaupmannahafnarsvæðinu
á næsta ári og eina á Fjóni núna í
janúar,“ segir Hafdís.
Útsýni til Bessastaða
Stöðvarnar sem eru i byggingu
á höfuðborgarsvæðinu verða á
Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og í
Smáranum í Kópavogi. Stöðin í Mos-
fellsbæ er byggð upp í tengslum við
hina nýju Lágafellslaug og verður
opnuð í september. Stöðin á Sel-
WORLD CLASS
World Class var stofnað
árið 1985
World Class í Laugum er
stærsta heilsuræktarmið-
stöð landsins en húsnæðið
er rúmlega 7000 fermetrar.
tjarnarnesi er einnig byggð upp í
tengslum við sundlaug bæjarins og
segir Hafdís að það sé skemmtilegt
að tengja stöðvarnar við þá íþrótta-
aðstöðu sem þegar er fyrir hendi þar
sem hægt er að koma því við.
„Þarna verða leikfimisalir og tækja-
salir og mjög skemmtilegt útsýni
yfir sjóinn og að Bessastöðum. Fólk
getur notið þess meðan það tekur á,“
segir hún.
Líkamsrækt í háloftunum
Útsýnið í líkamsræktarstöð
World Class í Smáranum verður
heldur ekki amalegt enda verður
stöðin á 15. hæð. „Hún verður þó
ekkert tengd sundlaug," segir Haf-
dís og hlær. „Þetta er mjög flott stað-
setning og rosalegt útsýni. Þarna
verður tækjastöð með fullkomnasta
búnaði sem í boði er. Það verða gufu-
böð inni i búningsherbergjunum
en ekki nein sérbaðstofa." Heildar-
flatarmál stöðvanna þriggja nemur
um 5000 fermetrum en Hafdís
segir að bygging þeirra snúist líka
um að veita viðskiptavinum aukna
þjónustu.
„Við erum að koma svolítið út í
hverfin til þeirra og stefnum á að
gera meira af því. Þá getum við
líka þjónustað fólk í námunda við
heimilin og það getur nýtt sér aðrar
stöðvar í grennd við vinnustaðinn,“
segir hún og bætir við að þetta snú-
ist um fjölbreytni og betri þjónustu.
„Við höfum mikinn hug á að efla
heilsu landsmanna. Það verður allt
skemmtilegra og betra í lífinu þegar
heilsan er í lagi.“
Fjölskylduvænni stöðvar
„Þegar við opnuðum í Laugum og
reyndar líka þegar við opnuðum
í Spönginni lögðum við áherslu á
að það væri gott fyrir fjölskylduna
að koma saman. Við bjóðum upp
á dans og leikfimi fyrir börn allt
frá tveggja ára aldri og svo tókum
við inn shokk-kerfið í janúar fyrir
krakka á aldrinum 8-15 ára,“ segir
Hafdis. Shokk-kerfið er æfingakerfi
þar sem notast er við æfingartæki
sem eru áþekk hefðbundnum æf-
ingatækjum en þyngd lóða og álag
við notkun er mun minna og miðast
við líkamsburði 8-14 ára.
Oft hefur verið bent á forvarn-
argildi þess að börn og unglingar
stundi íþróttir eða aðra hreyfingu.
Afarnir og ömmurnar koma jafnvel
líka og það er ótrúlega gaman að sjá
þetta,“ segir hún.