blaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. JIILI 2007 blaöiö blaði Útgáfufélag: Árvakur hf. Ritstjóri: Ólafur Þ. Stephensen Fréttastjórar: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Ritstjórnarfulltrúi: Elín Albertsdóttir Tannlaust verðlagseftirlit? Alþýðusamband íslands hefur unnið gott starf undanfarin ár við að fylgjast með verðlagi í verzlunum. Það er eðlilegt að samtök launafólks beiti sér fyrir eftirliti af þessu tagi. Eðlilega vilja þau fylgjast með því að sú kaupmáttaraukn- ing, sem þau semja um í kjarasamningum, skili sér til launþega en gufi ekki upp vegna verðhækkana. Undanfarin ár hefur ASÍ fengið styrk af fjárlögum vegna þessarar starfsemi. Það er líka eðlilegt að ríkisvaldið leggi fé til verðlagseftirlits. Ríkisstjórnin vill væntanlega geta fylgzt með því að þær aðgerðir, sem hún grípur til í því skyni að lækka verð, skili sér í verðlaginu. Sömuleiðis er það markmið stjórnvalda að ýta undir samkeppni og það gerist meðal annars með því að kunngera nið- urstöður verðkannana. Hins vegar má auðvitað ræða hvort ríkið eigi að styrkja aðra til þess að sjá um verðlagseftirlit eða sjá um það sjálft. Vísitölumælingar Hagstofunnar fela í sér ákveðið eftirlit með verðlagi, en Hagstofan nafngreinir aldrei verzlanir eða fer í samanburð á einstökum vörum. Verðlagseftirlit ASÍ hefur verið beittara og gagnrýnna. Að undanförnu hefur allt farið í háaloft milli matvöruverzlana og Alþýðu- sambandins vegna verðkannana, sem sýndu að verð hefði hækkað á ný eftir lækkunina, sem varð vegna breytinga á virðisaukaskatti, vörugjöldum og tollum í marz síðastliðnum. f kjölfarið hafa Samtök verzlunar og þjónustu farið fram á að Hagstofunni verði falið verðlagseftirlitið og Samtök atvinnu- lífsins hafa skrifað forsætisráðherra bréf og lýst því yfir að SVÞ og einstök fýr- irtæki á matvörumarkaði hafi ekkert traust á verðkönnunum ASI. SA vill að Hagstofan nýti rafrænar upplýsingar um verð vara í matvöru- búðum til að kanna verð einstakra vörutegunda í einstökum verzlunum. SA gagnrýna líka að Hagstofan hafi lagt aðaláherzlu á matvörumarkaðinn í verð- könnunum sínum, en matur og drykkjarvörur vegi nú aðeins um 12,3% í heild- arútgjöldum heimilanna. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti sanngjörn. ASÍ hefur í könnunum sínum kannað verð á mörgu fleiru en mat og drykk. Hins vegar má kannski gagn- rýna að samtökin hafi lagt mesta áherzlu á að kanna verð á brýnustu nauð- synjavöru. Með vaxandi kaupmætti hafa margir félagsmenn ASf efni á mörgu fleiru en brýnustu nauðsynjum. Vissulega fælist enn meira aðhald í því fyrir verzlanir og þjónustufyrirtæki að gerðar væru víðtækari verðkannanir. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segist vilja efla verðlagseftirlit hér á landi og hefur boðað viðræður við hagsmunaaðila um þau mál. Sjálfsagt er núverandi fyrirkomulag ekki það eina rétta. Aðalatriðið fyrir neytendur er hins vegar að tennurnar verði ekki dregnar úr verðlagseftirliti; að það sem kann að koma í staðinn veiti fyrirtækjunum enn ríkara aðhald en það eftirlit sem ASf starfrækir í dag. Ólafur Þ. Stephensen Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA Vaenhöfða 2í fax 567 Ú4E tótaóeir-ðir mu rvff/ff urijn Htó iSLFWSKMit EHwbREiHimKi N'°rr Með aukinni almennri tæknikunn- áttu gefst fólki í æ ríkara mæli kostur á að afgreiða sig sjálft. Bankar Sjálfsafgreiðsla hefur fjölmarga kosti. Flestir eru þakklátir fyrir að geta nýtt sér þjónustu netbanka til að ganga frá reikningum eða milli- færslum, í stað þess að standa í bið- röðum í bönkum. Eflaust spara bank- arnir mikið á þessu og kúnnarnir spara sér tíma og fyrirhöfn. Almennt finnst mér þjónusta bankanna mjög góð, en þó hef ég furðað mig á því að hún skuli ekki hafa batnað enn meira eftir að svo miklu fargi var af þeim létt. Þá sjaldan maður þarf að fara í bank- ann - sem er oftast í hádeginu vegna vinnu, þá eru gömlu biðraðirnar þar. Og það er algengt að einmitt í hádeg- inu skelli gjaldkerar töskum sinum undir handarkrikann og tilkynni að þær séu að fara í mat. Þarf ekki að endurskoða þetta? Álagið er mest í hádeginu og því ætti matarhlé starfs- fólksins að vera fyrir hádegi og eftir, en alls ekki milli klukkan tólf og eitt. Bókasöfn Ég er dyggur viðskiptavinur Borgarbókasafns Reykjavíkur og mæli sannarlega með því. En fyrir skemmstu var þar tekin upp sú ný- breytni að láta viðskiptavinina af- greiða sig sjálfa. Kúnninn kemur á bókasafnið og þarf sjálfur að finna þær bækur sem hann vill fá lánaðar. Það getur reyndar reynst snúið, þrátt fyrir að bókum sé slegið upp í tölvu og númer þeirra fundið. Starfsfólk er hins vegar einstaklega hjálpfúst og elskulegt ef til þess er leitað. Svo afgreiðir fólk sig sjálft með bækurnar með því að renna þeim gegnum skanna og sama gildir þegar þeim er skilað. Hið eina sem bókasafnið hlífir kúnnanum við (enn þá) er að setja bækurnar aftur á sinn stað við skilin, en það verður eflaust fljótlega, því kúnninn veit, jú, hvert hann sótti bókina og hlýtur því að geta skilað henni aftur á sama stað ... Margrét Sverrisdóttir Bensínstöðvar Flestar bensínstöðvar bjóða við- skiptavinum upp á að velja milli sjálfsafgreiðslu og þjónustu. Þó veit ég dæmi þess, að á bensínstöðvum hafa verið límdir miðar yfir orðið ÞJÓNUSTA sem á stóð SJÁLFSAF- GREIÐSLA. Það var sem sagt ekki boðið upp á neitt annað en sjálfsaf- greiðslu nema eftir þvi væri gengið sér- staklega, sem er ekki sérlega þægilegt fyrir viðskiptavini sem kjósa ekki að dæla bensíninu sjálfir á bílinn sinn. Bókanir Þeir sem fljúga oft kunna vel að meta að geta bókað sig í flug á netinu, enda er það fljótlegt, öruggt og þægi- legt. Hins vegar eru margir, sérstak- lega af eldri kynslóðinni, sem hafa ekki aðgang að sítengdri tölvu og kunna hreinlega ekki á þetta. Og þrátt fyrir að ótrúlega miklu álagi hafi verið létt af flugfélögum með tilkomu sjálfs- afgreiðslu, þá hefur önnur þjónusta ekki batnað að sama skapi. Það er til dæmis ákaflega erfitt fyrir fólk að ná sambandi við flugafgreiðslu og bók- anir, þar svara róbótar sem segja að því miður séu allir þjónustufulltrúar uppteknir en símtölum verði svarað i þeirri röð sem þau berast. Síðan tekur glymjandi lyftutónlistin við. Mér finnst hagsmunir viðskipta- vinanna oft vera fyrir borð bornir. Það má jafnvel fullyrða að fólki sé mis- munað ef það er svo, að þeir sem ekki kunna, geta eða vilja nýta sér sjálfsaf- greiðslu finna til vanmáttar. Vilja fyr- irtækin hundsa heilu kynslóðirnar sem hafa verið dyggir viðskiptavinir þeirra alla tíð? Eg er sannfærð um að margur eldri borgarinn upplifir þetta þannig gagnvart flugbókunum. Og hvað fær kúnninn í staðinn fyrir að spara alla vinnuna, til dæmis á bókasafninu? Mér fannst sjálfri þægilegra að fara með bækurnar að afgreiðsluborði þar sem þeim var rennt í gegnum skanna, heldur en að þurfa að gera það sjálf en kúnninn er ekki spurður. Ég myndi líka gjarnan þiggja aðstoð við að finna bækurnar í hvert einasta skipti, ekki bara þegar ég gata á því og þarf að leita aðstoðar. Það er brýnt að stofnanir og fyrir- tæki hafa ávallt í huga að bjóða upp á hvorutveggja, sjálfsafgreiðslu ogþjón- ustu, á þann hátt að fólki finnist það ekki annars flokks hvort sem það velur. Hagræðing í þjónustu verður að vera beggja hagur; þess sem veitir þjónustuna og þess sem þiggur hana. Höfundur er borgarfulltrúi KLIPPT OG SKORIÐ inar Kristinn bjórs á veitingahúsum. Hlutur veit- XL orsteinn Pálsson, ritstjóri |H Guðfinnsson -1_Jgerir að um- talsefni á heimasíðu sinni fjölmiðlaum- fjöllun um hátt áfengisverð hér á landi. Ráðherrann bendir á að áfengisgjöld hafi í raun lækkað á undanförnum árum. „í tíð Geirs H. Haarde sem fjármála- ráðherra var mörkuð sú stefna að hækka gjaldið ekki í tilviki léttra vína og bjórs og hefur það því í raun- inni lækkað mjög umtalsvert að raungildi undanfarin ár,“ segir ráð- herra og bendir á skýrslu um áfengis- verð þar sem segir: „Áfengisgjaldið er 12% af útsöluverði á rauðvíni, 19% af sterkum drykkjum og 11% af verði ingahúsanna er hins vegar 51 til 60% af útsöluverði vörunnar.“ I inar Kristinn bendir einnig Ei að í skýrslunni um verðlagn- ingu áfengisverð sem unnin var á árinu 2005 að frumkvæði Sturlu Böðvarssonar komi fram að hátt áfengisverð á Is- landi sé ekki aðeins áfengisgjaldinu að kenna. Há álagning á vínveitinga- húsum hefur hér veruleg áhrif. „Ef lækka á áfengisverðið áíslandi verða hagsmunaaðilar, bæði ríkið og handhafar vínveitingaleyfa, að taka höndum saman.“ PFréttablaðs- ins, fjallaði um áfengisverð og skatta í leiðara í gær og veltir því fyrir sér hvað það þýði ef áfengisverð verði lækkað. Hann bendir á að áfengi skili umtalsverðum tekjum í ríki- skassann. „Kjarni málsins er sá að ríkissjóður hefur miklar tekjur af áfengissölunni. Þær renna til þarfra verkefna. Tíu hundraðs- hlutar af heildartekjum ríkissjóðs af áfengi fara sennilega langt með að kosta rekstur Háskólans á Akureyri.“ elin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.