blaðið


blaðið - 24.07.2007, Qupperneq 14

blaðið - 24.07.2007, Qupperneq 14
ÞRIBJUDAGUR 24. JÚLÍ 2007 blaöió KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net Hvað er hægt að segja um þjóðfélag sem segir að Guð sé dáinn og Elvis lifi? Irv Kupcinet Blómaskeið á ísafirði Kaupmaður á hverju horni þættir úr sögu verzlunar á Isafirði frá 1944 -1993 er bók eftir fón Pál Haildórsson sem Sögufélag ísfirðinga gefur út. Þetta er þriðja bók höfundar um ísfirskt atvinnulíf á fimm- tíu fyrstu árum lýðveldistíma- bilsins. Rakin er uppbygging og þróun verslunarinnar á ísafirði á þessu tímaskeiði. Sagt er frá uppbyggingu bæj- arins, bættum samgöngum, aukinni tækni og hagræðingu í verslun og viðskiptum og á öðrum sviðurn. Á þessu tíma- bili urðu miklar breytingar og stórstígar framfarir. Einnig er sagt frá þeim mönnum sem stóðu í fararbroddi í þessari uppbyggingu- Varioso í Lista- safni Sigurjóns Tríó Varioso leikur í Listasafni Sigurjóns á sumartónleikum í kvöld, þriðjudagskvöldið 24. júlí, kl. 20:30. Tríóið skipa Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran, Einar Jóhannesson klarínett og Valgerður Andrésdóttir píanó. Þau flytja tónverk eftir Johann W. Kalliwoda, Hafliða Hallgrímsson, Jón Þórarinsson, Laszló Draskóczy og Franz Schubert. Ljúf náttúrustemning bæ- heimska tónskáldsins Johann W. Kalliwoda gefur tóninn í upphafi tónleikanna og þeim lýkur á meistaraverki Schu- berts „Hirðirinn á hamrinum" sem er nánast aría fyrir sópran, klarínett og píanó, og var eitt síðasta verk snillingsins. Milli þessara þýsk-rómantísku verka verða flutt sönglög Jóns Þórarinssonar, sem eru löngu orðin ástsæl meðal íslensku þjóðarinnar, og „Syrpa“ eftir Hafliða Hallgrímsson. Tón- verkið „Syrpa“ byggir Hafliði á íslenskum þjóðlögum og er þetta frumflutningur verksins hér á landi. AFMÆLII DAG Alexandre Dumas rithöfundur, 1802 Amelia Earhart flugkappi, 1897 Simón Bolívar byltingarmaður, 1783 Hrafnhildur „Vonleysið er þó alltaf hið sama. Börnin eru tilfinningalega flöt og sjá ekki fram á neina framtíð í þeim aðstæð- um sem þau búa við.“ 1 f 1 Heimildarmynd um palestínska flóttamenn Frá fordómum til skilnings Heimildarmynd Hrafn- hildar Gunnarsdóttur um palestínska flóttamenn í flóttamannabúðum í Beirút verður sýnd í Ríkis- sjónvarpinu annað kvöld. Myndin var tíu ár í vinns- lu og vegna efnis hennar var erfitt að fjármagna hana í Bandaríkjunum. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Lifandi i Limbó (Alive in Limbo) er heimildarmynd sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tina Naccache og Er- ica Marcus gerðu á árunum 1993 til 2004 og sýnd verður í Ríkissjónvarp- inu næstkomandi miðvikudagskvöld. I myndinni er fylgst með fjórum pal- estínskum flóttamönnum i Shatila- flóttamannabúðunum 1 Beirút og lí- bönskum dreng í suðurhluta Libanon um tiu ára skeið. Stórpólitískt ástand „Ég hef ferðast víða um heim sem kvikmyndagerðarmaður, farið meðal annars til Rúanda, Brasilíu, og Japan en þegar ég kom til Líbanon var ég vör við að ég hafði innbyggða fordóma gagnvart aröbum. Hugmyndir mínar um þá voru langt frá raunveruleik- anum og það var gríðarleg lífsreynsla fyrir mig að standa frammi fyrir þessum fordómum. Fyrir vikið urðu straumhvörf i lífi mínu og hugsunar- háttur minn breyttist," segir Hrafn- hildur. „Ég hafði ekki velt ástandinu í þessum heimshluta mikið fyrir mér. Ég hélt að Palestínu-arabar væru eins og allir aðrir arabar og allir arabar væru bara arabar. En svo reyndist ekki vera og aðstæður Palestínu-ar- aba í Líbanon eru ömurlegar. Það sem blasir við manni er fyrst og fremst al- gjörtvonleysi.“ Börnin í myndinni eru af þriðju kynslóð palestinskra flóttamanna sem elst upp í Líbanon siðan 1948 þegar fjölskyldur þeirra voru hraktar burt af heimilum sínum í Palestínu. Myndin var tekin á tíu ára tímabili í fimm ferðum til Líbanon. Börnin voru fyrst mynduð árið 1993 og síðast árið 2002. I myndinni eru sýndar breytingar sem verða eða verða ekki á aðstæðum þeirra á þeim tíma. „Á sextíu árum hafa búðirnar breyst úr tjöldum í kofa, kofa i múrsteins- hús og múrsteinshúsin hafa breyst í tveggja hæða hús og svo í þriggja hæða hús og síðan í fjögurra hæða hús. Shatíla hefur sérstöðu sem flótta- mannabúðir þar sem þær eru ekki umluktar múrsteinsveggjum eins og flestar búðirnar í Líbanon. Shatíla rennur saman við Sabra sem er eitt af fátækustu hverfum borgarinnar og þar er því mikill skítur og drulla en innandyra er allt hreint og fínt,“ segir Hrafnhildur. „Vonleysið er þó alltaf hið sama. Börnin eru tilfinningalega flöt og sjá ekki fram á neina framtíð í þeim aðstæðum sem þau búa við. Þau dreymir um að eiga mannsæmandi líf og sjá Evrópu í hillingum. Til viðmið- unar við líf þessara barna er síðan lýst lffi drengs sem býr i Suður-Líbanon. Hann segir frá því hversu erfitt var að sækja skóla vegna sprengjuárása ísra- elsmanna á heimkynni hans og seg- ist gjarnan vilja eiga heima þar sem engar sprengjur falla.“ Hrafnhildur segir að myndin sé mjög pólitísk í ein- faldleika sínum: „Líf barnanna sem afhjúpast á þessum tæpu tiu árum er í raun vitnisburður um stórpólitískt ástand.“ Erfið fjármögnun Erfitt reyndist að fjármagna kvik- myndina vestanhafs en loksins tókst að fá samning við Independent Tele- vision Service sem framleiðir heim- ildarmyndir fyrir Public Broadcast- ing Service. „Hörð samkeppni er um peninga en þar eru 10 -12 verkefni fjár- mögnuð á ári og um 1200 umsóknir berast. Kvikmyndirnar sem ITVS framleiðir eru settar upp á net 320 stöðva PBS og fá því mikla dreifingu. Þegar kvikmyndin var fullunnin og ljóst að hún afhjúpaði hluti sem ekki sýna ísrael í fallegu ljósi var erfitt að fá hana sýndá þar sem bandarískir gyðingar búa, en þeir eru alla jafna duglegir að styðja við bakið á PBS. Það kom mér á óvart því hvernig er hægt að neita þessum krökkum um sanna og mannlega lýsingu á Hfi þeirra. Ég KONAN ► Hrafnhildur Gunnarsdóttir útskrifaðist í kvikmynda- gerð árið 1989 frá San Frans- isco Art Institute. ► Heimildarkvikmyndir henn- ar hafa vakið athygli og þar á meðal má nefna Hrein og bein og Hver hengir upp þvottinn? ► Hún rekur fyrirtækið Krumma kvikmyndir sem framleiðir heimildarmyndir. var vör við að ýmsar dyr virtust lok- ast á mig þegar þessi afstaða var ljós.“ Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur. Hún hefur verið sýnd víða í Evrópu og hlotið verðlaun, þar á meðaLHuman Rights Special Mention - verðlaun á Locarno-hátíðinni í Sviss. 1 þrjú ár hefur Hrafnhildur reynt að fá myndina sýnda hér á landi. „Þetta gekk mjög hægt, ég fékk skrýtin svör en ætlaði mér ekki að fá nei. Mér var sagt að útvarpsráð yrði að gefa sam- þykki fyrir sýningu myndarinnarþar sem efnið væri viðkvæmt. Ég vildi bara að myndin yrði sýnd og hún var loks keypt á erlendum taxta sem er engan veginn sambærilegur við þau laun sem íslenskir kvikmyndagerðar- menn fá. En ég er ánægð að myndin sé komin til sýningar og RÚV á hrós skilið fyrir að taka loks af skarið," segir Hrafnhildur. MENNINGARMOLINN O. Henry sleppt úr fangelsi Á þessum degi árið 1901 var William Sydney Porter, sem skrifaði undir rithöfundarnafninu 0. Henry, sleppt úr fangelsi. Hann var starfsmaður í banka i Texas og þegar hann var sakaður um ijárdrátt flúði hann til Hondúras. Þegar eiginkona hans í Bandaríkj- unum var greind með ólæknandi krabbamein sneri hann aftur. Eigin- kona hans lést skömmu siðar og 0. Henry sat í fangelsi i þrjú ár. Þar sem hann var menntaður lyfjafræðingur fékkhann vinnu á fangelsissjúkrahús- inu og hafði þar herbergi til umráða. Meðan hann sat i fangelsi gaf hann út fjórtán smásögur. Eftir lausn sína flutti hann til New York og gaf út fyrsta smásagnasafn sitt árið 1904. Alls samdi hann um 300 smásögur sem nutu mikilla vinsælda. Þrátt fyrir vinsældir var líf hans ekki auðvelt og hann barðist við fjárhagserfiðleika og áfengissýki þar til hann lést árið 1910.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.