blaðið - 24.07.2007, Side 22

blaðið - 24.07.2007, Side 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2007 blaöió SAMbio.is , SAM \ i kjaM “■"Ll.......... SWlMaifa /ÁLfABAKKA HARRYPOTTER5 kl. -2-4-5-7-8-10 HARRYP0TTER5 M.2-5-8 VIP HARRY P0TTER 5 u.2-5-8 dighai EVAN ALMIGHTY W. 2 -4-6-8-10:10 BLIND DATING kl. 8 10 SHREK3 W.2-4-6 L SHREK3W kl. 8-10:10 L OCEANS13 kl. 10:10 7 PIRATES 3 W. 4 10 SáMBÉ®Bl! / KRINGLUNNI HARRY POTTER 5 W.1 -3-4-6-7-9-10 10 SHREK3W (SLTAL W. 2-4 L SHREK3 W.6 PIRATES 3 W .8 10 ■SMffÍÍBH / AKUREYRI HARRY POTTER 5 kl.2-5-8 10 SHREK3M/ tSLTAL kl.2-4 SHREK 3 W- Enskb tal W.6-8 aaaaHfa / kefuvík HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 10 SHREK3M/ ÍSLTAL kJ.2-6 i. EVAN ALMIGHTY kl. BLIND OATING W.8 L DIE HARD 4 W. 10 14 DEATHPR00F M. 520,8 og 10.40 16 TAXI4 W. 6,8og10 L DIE HARD4.0 M. 530,8 oq 10.40 14 FANTASTIC F0UR 2 W. 5.45,8 og 10.15 L SmÓRR^BÍÓ HARRY POTTER 5 W. 3,4,6.7,9og 10 10 HARRY P0TTER LÚXUS W. 3,6og9 10 EVAN ALMIGHTY kl. 4,6,8 ofl 10 i DIE HARD 4.0 kl. 5,8 og 10.45 14 FANTASTIC F0UR 2 W.3 L i DEATH PR00F M.450,730og1DPCWER 16 1408 W. 8 0010 16 EVAN ALMIGHTY '1Ú74oq6 L DIE HARD 4.0 W.720og10 14 SHREK 3 Islenskt tal M. 4 og 5.45 L HASKDLABÍÓ DEATH PROOF W. 520,8 og 10.40 16 1408 W. 5.50,8 og 10.10 16 DIE HARD4.0 M. 5.15,8 Ofl 10.45 14 DEATH PROOF jk!.8og1020 16 1408 kL8og10 16 EVAN ALMIGHTY W.6 L OIEHARD4.0 |m. 5.40 14 mmmmmmam BSBBHD m ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@bladid.net En við viljum samt passa okkur á að vera ekki gamaldags. Við viljum að þetta verði mjög sterk blanda sem tekur það besta frá nýja tímanum og gamla tímanum. í Gróðurhúsinu Sprengjuhöllin í hljóðveri í gær. Biaðið/Frikki Landsmenn geta fylgst með Sprengjuhöllinni í hljóðveri r rnfp ^ J Sprengjuhöll bloggar úr Gróðurhúsinu Sprengjuhöllin hóf upptökur á sinni fyrstu breiðskífu í gær. Sveitin bloggar um upptöku- ferlið á sprengjuhollin. blog.is. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Við ætlum að leyfa lands- mönnum að fylgjast með og vera með myndavélina á lofti, maður. Við póstum líka einhverju gríni og svona,“ segir Atli Bollason, hljóm- borðsleikari Sprengjuhallarinnar, en hann var önnum kafinn í hljóð- veri þegar blaðamaður Blaðsins náði í hann í gær. Hljómsveitin hóf upptökur á sinni fyrstu breiðskífu í gær og hyggst blogga um ferlið á slóðinni: sprengjuhollin.blog.is. Treysta Valgeiri Upptökur á skífunni fara fram í Gróðurhúsinu, þar sem hinn kunni upptökustjóri Valgeir Sigurðsson UM SPRENGJUHÖLLINA ► ► ► Sprengjuhöllin var stofnuð sumarið 2005. Hljómsveitin sló fyrst í gegn með laginu Tímarnir okkar. Sveitin sló ekki í minna í gegn með laginu Verum í sambandi sem var vinsæl- asta lag landsins í rúman mánuð. heldur um stjórntaumana. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við Björk og Bonnie ‘Prince’ Billy. Þá stýrði hann upptökum á skífunni We Can Create, með tónlistarmanninum Maps, sem tilnefnd var til Mercury-verðlauna í síðustu viku. „Við höfum frekar ákveðnar hugmyndir um hvernig platan á að hljóma og hvernig stemningin á að vera á henni,“ segir Atli. „En við ætlum að sjálfsögðu að reyna að vinna vel með fólkinu sem er hérna í Gróðurhúsinu. Við treystum Valgeiri mjög vel fyrir því að stoppa okkur af þegar við erum komnir út í rugl og ýta okkur út á brún þegar við erum of íhaldssamir." Blanda saman nýju og gömlu „Við ætlum kannski frekar að fara eldgamlar leiðir,“ segir Atli, aðspurður hvort sveitin ætli að fara nýjar leiðir í upptökuferlinu. „Það er verið að spóla segulbandi hérna. Hún verður tekin upp á hvort tveggja [Stafrænt form og segulband]. Við ætlum kannski að reyna að taka upp trommur á teip. En þetta kemur allt í ljós, við erum ógeðslega spenntir.“ Meðlimir Sprengjuhallarinnar sækja mikið í gamla tíma i tónlist- arsköpun sinni, en vill ekki hljóma gamaldags. „Tónlistin er náttúrlega að mörgu leyti retró," segir Atli. „En við viljum samt passa okkur á að vera ekki gamaldags. Við viljum að þetta verði mjög sterk blanda sem tekur það besta frá nýja tím- anum og gamla tímanum." Franz snýr aftur í haust Skoska hljómsveitin Franz Ferdin- and kemur fram á Nasa föstudag- inn 14. september næstkomandi. Eins og fram kom í Blaðinu á laug- ardag eru meðlimir sveitarinnar ólmir í að koma aftur til landsins, en þeir tróðu upp í Kaplakrika árið 200;. f tilkynningu frá Hr. Örlygi, sem sér um að flytja Franz Ferdin- and til landsins, kemur fram að sveitin hafi í hyggju að prufu- keyra lög af væntanlegri breið- skífu á tónleikunum, auk þess að spila smelli af fyrri skífum. afb Sagt upp af kærastanum Vandamálin i lífi Lindsay Lohan virðast fylgja henni eins og skugginn þessa dagana. Nú hefur kærastinn, Calum Best, sagt henni upp þar sem honum líkar ekki að eiga kærustu sem þarf að sniðganga áfengið. Calum Best, sem er sonur fótboltagoðsagnar- innar George Best, segist ekki til- búinn að hætta djamminu og kýs frekar að fórna kærustunni. „Þó hann elski Lindsay finnst honum þetta meðferðardæmi hennar leiðinlegt og vill ekki hætta að djamma,“ sagði heimildamaður Britains Daily Star. Eitthvað virðist Best þekkja kærustuna illa, því eins og flestir vita verður seint sagt að hún sé að ná góðum tökum á baráttunni við Bakkus .. •tm Voða sœtir í stœrðum 37-42 á kr. 2.985,- BARA smart ístœrðum 37-42 ákr. 2.985,- jir í stœrðum 37-42 ákr. 2.985,- Misty, Laugavegi 178 Sími 551 2070 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Lokað á Laugardögum í sumar Britney Spears önnum kafin Á von á þriðja barninu Poppprinsessan Britney Spears er barnshafandi ef marka má fjölmiðla ytra sem fylgjast grannt með hverju fótmáli hennar. Söngkonan sem er 25 ára gömul á fyrir tvo drengi með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kevin Federline, en að þessu sinni virðast fæstir vita hverja manna barnið er, enda er Spears ekki viss um faðernið sjálf. „Britney er mjög brugðið enda stóð ekki til að verða barnshaf- andi í bráð,“ segir náin vinkona stjörnunnar. „Hún er samt nokkuð spennt yfir þessu enda kann hún að meta móðurhlutverkið." Ýmsar spurningar hafa vaknað um faðerni barnsins lífvörður stjörnunnar, Daimon Shippen, og meðferðarfulltrúi hennar og fyrrverandi elskhugi, John Sundahl, koma helst til greina. Sundahl greindi nýlega frá sambandi sínu við Spears en hann ku vera í sárum eftir að hún sleit stuttu en ástríðu- fullu sambandi við hann og segir hann Spears ekki hafa verið við eina fjölina felld þar sem hún átti í ástarsambandi við lífvörð sinn á sama tíma. Reynist Britney Spears barnshaf- andi er óhætt að segja að í nógu verði að snúast hjá stúlkunni þar sem synir hennar hafa ekki náð tveggja ára aldri. Myndbönd á lausagangi Fyrirsætan Kate Moss er nú stressið uppmálað vegna kynlífs- myndbanda sem hún og fyrrver- andi kærastinn, Pete Doherty, tóku upp á blómadögum sam- bandsins. Parið virðist hafa farið mikinn í rekkjunni og tóku upp hvorki meira né minna en átta spólur af efni fyrir fullorðna. Fyrirsætan hefur eyðilagt sex myndbönd en er nú hrædd um að Pete hafi tvö stykki í fórum sínum og komi til með að selja efnið fyrir fúlgur fjár. „Hún vildi koma þeim öllum frá áður en Pete gæti niðurlægt hana með því að koma þeim á internetið," sagði heimildamaður breska blaðsins The Sun.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.