blaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 6
Að komast á innra- netið í vinnunni þótt maður sé staddur í Kúalalúmpúr Fjarvinnulausnir {•» Það er Síminn" ÚTSALA VALHÚSCÖCN LAUGARDAGAR 510 3744 blaöiö= LÍFSSTÍL Auglýsingasíminn er Opiö: Virkadaga 10-18 Laugardaga 11-16 Sunnudaga 13-16 www.valhusgogn.is Röltu um vcrslunina okkar I rólcgheitum i netinu meö rrýja 360" sýningarkerfinu okkar Þetta veröur pú aö prófa! usgogn Ármúla 8 - 108 Reykjavlk Sími 581-2275 H 568-5375 Allt fyrir ástina með Páli Óskari sem hringitónn Hringitónar (•» Það er Síminn" FRETTIR LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 blaöió „Það kemur fyrir- tæki í staðinn" ■ Enginn skortur á útgerðarmönnum sem vilja koma í stað HB Granda, segir Björn Ingi ■ Lýsir furðu á bollaleggingum Dags B. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Enginn skortur er á útgerðar- mönnum sem vilja koma sér fyrir í Reykjavíkurhöfn og byggja upp fiskvinnslu í borginni þegar HB Grandi flytur, að því er Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxa- flóahafna, greinir frá. „Það hafa þegar haft samband aðilar í útgerð sem hafa áhuga á að koma þarna í staðinn," segir Björn og getur þess að meðal þeirra sé Guðmundur Kristjánsson á Rifi. Björn Ingi lýsir yfir furðu sinni á vangaveltum Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa um hvort rekja megi ákvörðun HB Granda að ein- hverju leyti til óvarlegra yfirlýsinga Björns Inga sem formanns stjórnar Faxaflóahafna um að auknar veiði- heimildir ættu í framtíðinni að- eins að koma í hlut útgerða utan Reykjavíkur. „Það gefur augaleið að þetta teng- ist þessu máli ekki neitt enda held ég að flestir sjái að Reykjavík og Akraneshöfn tilheyra sama atvinnu- svæði. Þetta sýnir fyrst og fremst mjög undarlega túlkun hans á því að stjórnmálamenn geti ekki rætt almennt um helstu þjóðmál. Ég lýsi yfir algjörri furðu minni á þessum HB GRANDI ► HB Grandi hefur til ráð- stöfunar rúm 11 prósentaf heildarþorskígildum sjávar- útvegsins á íslandi. ► Fyrirtækið gerir út 14 skip til veiða á bolfiski og upp- sjávarfiski. ► Eitt skip hefur til þessa sótt beint í þorsk, ísfisktogarinn Sturlaugur Böðvarsson. bollaleggingum hans.“ Björn Ingi segir tilkynningu HB Granda um flutning vissulega hafa komið sér á óvart. „Síðast í maí var samþykkt nýtt deiliskipulag vegna óska þeirra um aukið athafnasvæði í Reykjavík." Flutningur eftir kvótaniðurskurð Stjórn HB Granda ákvað að gera breytingar á rekstri fyrirtækisins i kjölfar þess niðurskurðar á afla- marki sem sjávarútvegsráðherra ákvað í sumar. Stefnt er að því að reisa nýtt fiskiðjuver á Akranesi sem á að verða tilbúið 2009. Þegar starfsemi í nýju húsi á Akranesi hefst verður fiskvinnsla HB Granda í Reykjavík lögð niður. Á heimasíðu HB Granda segir að bein sókn í þorsk verði ómögu- leg vegna niðurskurðarins á næsta fiskveiðiári. Þorskur verði því ein- göngu veiddur sem meðafli annarra tegunda, svo sem ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. Landvinnsla botnfisks verði fyrst og fremst á karfa og ufsa. Til þess að haga henni á sem hagkvæmastan hátt verður hún sam- einuð í einu nýju fiskiðjuveri. „Við sjáum ekki fram á neinar fjöldauppsagnir vegna þessa,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Starfsmönnum mun þó eitthvað fækka þar sem ekki á að ráða í öll störf sem losna. I Reykja- vík starfa nú um 120 manns hjá fyrirtækinu en um 60 á Akranesi. Erlendir starfsmenn eru nánast engir á Akranesi en í Reykjavík eru þeir meirihluti starfsmanna. „Þar eru þeir kannski ríflega 60 prósent starfsmanna,“ segir forstjórinn. Hann bendir á að flutningur HB Granda til Akraness sé alveg í takt við ummæli forsvarsmanna Faxa- flóahafna um að styrkja Akranes- höfn með fiskihöfn. „Það verður hún ekki nema með fyrirtækjum sem vinna fisk.“ Stjórn HB Granda hefur óskað eftir þvi við stjórn Faxaflóahafna að flýtt verði gerð nýrrar landfyllingar og hafnargarðs á Akranesi. Grunnvatni hleypt á vél 2 í Kárahnjúkavirkjun Vél 2 í Kárahnjúkavirkjun var í gær prófuð með því að hleypa á hana grunnvatni, sem safnast hefur fyrir í neðsta hluta aðrennslisganga virkjunarinnar. Þorsteinn Hilmars- son, upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar, segir að allt hafi gengið að óskum og að vélin hafi verið keyrð í um klukkustund. Þorsteinn sagði, að nú gætu menn farið að vinna sér inn tíma með því að klára að prófa vélarnar með vatni áður en vatn fer að renna úr Hálslóni. „Það er mikil handavinna eftir í göngunum en menn vona, að hægt verði að ljúka frágangi í október og að þá verði hægt að hefja raforku- framleiðslu fyrir alvöru,” sagði Þor- steinn. Hann sagði að framleiðslan yrði keyrð upp hraðar en áður var tafa sem orðið hafa á framkvæmd- áætlað til að vinna upp tíma vegna inni. mbi.is Karahnjúkavirkjun Vonast er til að raforkuframleiðsla hefjist fyrir alvöru í október.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.