blaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST2007
blaðió
FÉOGFRAMI
vidskipti@bladid.net
Hjá alþjóðastofnunum þykir
það kostur að við séum á
ferðinni. Við höfum verið með
ráðgjöf fyrir Alþjóðabankann.
Tvær vinnustundir
til spillis á hverjum degi
Bandarískir launþegar verja
á hverjum degi nær tveimur
klukkustundum til annars en
starfs síns á meðan þeir eru í vinn-
unni, að því er rannsókn á vegum
bandarísku vefsíðunnar www.
salary.com hefur leitt í ljós. Rann-
sóknin leiddi jafnframt í ljós að
samviskusemi í starfi eykst með
aldrinum.
Þeir sem eru um tvítugt verja
að meðaltali 2 klukkustundum
Útsvarið jókst
um nær 60%
Álagðar útsvarstekjur sveitarfélag-
anna jukust um 58,5 prósent frá
2001 til 2006 en þá nam álagt út-
svar 87,3 milljörðum króna. Auk
þess nýttust 4,6 milljarðar króna
af persónuafslætti framteljenda
til greiðslu útsvars og því námu
heildarútsvarstekjur sveitarfé-
laganna 91,9 milljörðum króna í
fyrra.
Þeim sem greiddu útsvar frá 2001
til 2006 fjölgaði um 12,6 prósent
en þeir voru nær 245 þúsund á
síðasta ári. hos
í eitthvað annað en starfið af 8,5
vinnustundum. Þeir sem eru um
þrítugt verja tæpum 2 klukku-
stundum í annað en starfið í
vinnutímanum en þeir sem eru
orðnir fertugir virðast vera sam-
viskusamari. Þeir verja tæpum
1,5 klukkustundum í annað en
starfið í vinnutímanum.
Mestur tími fer í að skoða eitt-
hvað á Netinu sem hefur ekkert
með starfið að gera. ibs
Annað tilboð
frá Dubai í OMX
Forráðamenn kauphallarinnar í
Dubai hafa tilkynnt að þeir ætli
sér að eignast yfir 25 prósenta
hlut í OMX AB, sem rekur
kauphallirnar á Norðurlöndum.
Kauphöllin í Dubai er sögð eiga
4,9 prósenta hlut í OMX og hún
hyggst auka hlut sinn í 27,4 pró-
sent. Hlutabréf í OMX hækkuðu
um 6,7 prósent við þetta.
Gangi kaupin eftir setja þau
Nasdaq í erfiða stöðu, en banda-
ríska kauphöllin hefur einnig
gert yfirtökutilboð í OMX. mge
Veðmálasíður fá ekki að auglýsa
Frá og með 1. september verður hundruðum veðmálavefsíðna bannað
að auglýsa í Bretlandi eftir að ný lög þess efnis voru samþykkt á breska
þinginu í fyrradag. Markmiðið með lögunum er að reyna að koma
böndum á heimasíður sem ekkert eftirlit er með. Bannið nær yfir aug-
lýsingar í sjónvarpi, útvarpi og á prenti. mge
Verkefni um
allan heim
■ 150 MW virkjun
ráðgerð í
Bandaríkjunum
■ Enex hefur áunn-
ið sér gott orðspor
Eftir Elias Jón Guðjónsson
elias@bladid.net
f vikunni sagði Blaðið frá því að
Enex hefði hafið orkuútrás til Þýska-
lands. Fyrirtækið mun ekki láta þar
við sitja því það er einnig aðili að
stórumverkefnumíBandaríkjunum
og í Kína. Miklar vonir eru bundnar
við þessa útrás fyrirtækisins og
hefur Össur Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra sagt að „orkuútrásin'
geti orðið enn árangursríkari en út-
rás íslenskra fjármálafyrirtækja.
Virkjað stórt í Bandaríkjunum
Lárus Elíasson, framkvæmda-
stjóri Enex, segir að félagið vinni
nú að verkefnum á tveim stöðum
í Bandaríkjunum. „f Truckhaven
á Salton Sea-svæðinu i suðurhluta
Kaliforníu þar sem ráðgerð er 150
MW virkjun en fyrsti áfanginn
verður um 50 MW,“ segir Lárus og
bætir við: „Svo er ráðgert að byggja
upp hitaveitu í Mammoth Mountain
sem er skíðasvæði í norðurhluta
Kaliforníu.“
Hann segir að áformað sé að hefja
borun í Truckhaven núna í sept-
ember og að fyrsta áfanganum þar
verði lokið á þremur árum en hann
býst ekki við að framkvæmdir á
Mammoth Mountain hefjist fyrr en
næsta sumar.
Verkefni Enex í Bandaríkjunum
er í höndum Iceland America En-
ergy (IAE) sem Enex á 70 prósenta
hlut í á móti 30 prósenta hlut þar-
lendraaðila.
Lárus segir að töluverð reynsla sé
af jarðvarmavirkjunum á Salton Sea-
svæðinu og þar í kring. „í kringum
Salton Sea eru framleidd um 500
MW með jarðvarma og um 700
MW á Cerro Prieto-svæðinu sem er
sunnan við landamærin að Mexíkó,“
segir hann.
Lárus Elíasson
Leiðir útrás Enex.
LÁRUS ELÍASSON
►
►
Framkvæmdastjóri Enex frá
2003
Er menntaður vélaverkfræð-
ingur frá Háskóla íslands,
orkuverkfræðingur frá
Háskólanum í Kalsruhe í
Þýskalandi og hefur MBA-
gráðu frá Ohio-háskóla í
Bandaríkjunum.
►
Er einn af hönnuðum Nesja-
vallavirkjunar og var verkefn-
isstjóri við stækkun hennar
Minna verkefni í Kína
Verkefni Enex í Kína er nokkuð frá-
brugðið verkefnunum í Þýskalandi
og í Bandaríkjunum. Það er bæði
smærra í sniðum auk þess sem Enex
er ekki ráðandi hluthafi í því verk-
efni. „Við eigum um þriðjungshlut í
Enex Kína, á móti Orkuveitu Reykja-
víkur og Geysi Green, sem síðan á
helmingshlut á móti kínversku fyr-
irtæki. Þannig að í rauninni eigum
við aðeins 17 prósenta hlut þar.“
Lárus segir það einnig koma inn
á lengri tíma og að það muni vaxa
smátt og smátt í áföngum. „Það er
þegar að skila tekjum þannig að það
verður öllu léttara í fjármögnun
því að hluta til er fjármögnunin
gerð með innra sjóðstreymi." segir
Lárus. Hann segir fyrirtækið einnig
koma að ýmsum öðrum verkefnum
víðsvegar um heiminn sem eru ým-
ist smærri eða ekki tímabært að tala
um þau.
Gott orðspor
1 gegnum tíðina hefur Enex
skapað sér ágætis orðspor. „Hjá al-
þjóðastofnunum þykir það kostur
að við séum á ferðinni. Við höfum
verið með ráðgjöf fyrir Alþjóðabank-
ann þannig að menn skynja að við
vitum hvað við erum að gera.“ Hann
tekur það þó fram að núna fyrst sé
farið að reyna á þetta orðspor þegar
verið er að sækja um lánsfé og trygg-
ingar. „Það er gott að kynnast fólki
og þekkja það en það þurfa að vera
ákveðnar forsendur uppfylltar til að
það leiði til viðskipta."
ÞEKKIRÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
MARKAÐURINN í GÆR
Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá 0MX á íslandi, 10. ágúst 2007
Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi Viðskipti Tilboð I lok dags:
Félög f úrvalsvísitölu ver8 örayting viðsk.verös viðskipta dagsins Kaup Sala
▼ Atorka Group hl. 8,98 -3,44%
▼ Bakkavör Group hf. 65,30 -225%
▼ Ex'ista hf. 33,25 -6,47%
▼ FL Group hf. 26,05 -2,07%
t Glrtnír banki hf. 27,90 -229%
▼ Hf. Eimskipafélag Islands 40,20 -1,35%
▼ lcelandalr Group hf. 27,55 -4,17%
▼ Kaupþing banki hf. 1118,00 -3,45%
t Landsbanki fslands hf. 38,30 -3j53%
Mosaic Fashions hf. 17,20 .
▼ Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 19,80 -3,65%
▼ Teymihf. 5,61 -3,94%
t össur hf. 103,50 -282%
Önnur bréf á Aðallista
t 365 hf. 3,00 -3,23%
Actavis Group hf. 86,20 -
♦ Alfesca hf. 5,82 0,00%
t Atlantic Petroleum P/F 1094,00 -1,08%
t Eik Banki 707,00 -0,70%
♦ Raga Group hf. 1,71 0,00%
t Fproya Bank 247,00 -5,00%
♦ lcelandic Group hf. 6,00 0,00% -0,31%
▼ Marel hf. 95,00
♦ Nýherji hf. 21,90 0,00% 0,00%
♦ Tryggingamiðstöðin hf. 40,00
Vinnslustöðin hf. 8,50 -
First North á fslandi
t Century Aluminium Co. 2897,00 -4,70%
HB Grandi hf. 11,00 -
Hampiðjan hf. 6,50 -
10.8.2007 25 59.321.675 8,98 9,01
10.8.2007 49 434.728231 64,80 65,30
10.8.2007 227 1.515.764.205 33,25 33,50
10.8.2007 138 2.179.099.442 26,05 26,10
10.8.2007 176 1.786.898.843 27,90 27,95
10.8.2007 27 50.527.785 40,20 40,50
10.8.2007 17 140.655.669 27,40 27,55
10.8.2007 345 4.541.057.017 1111,00 1118,00
10.8.2007 212 3.389.817.794 38,30 38,45
30.7.2007 1 18.470.110.575
10.8.2007 143 1.249.165.811 19,70 19,80
10.8.2007 20 37.240.107 5,55 5,62
10.8.2007 18 38.360.088 103,50 105,00
10.8.2007 4 4.631.627 2,98 3,01
20.7.2007 - -
10.8.2007 1 1.164.000 5,81 5,85
10.8.2007 3 1.991.002 1090,00 1110,00
10.8.2007 10 32.036.619 707,00 713,00
9.8.2007 - - 1,69 1,71
10.8.2007 22 7.737.448 245,00 250,00
9.8.2007 - - 5,95 6,03
10.8.2007 10 5.008.009 95,00 95,30
9.8.2007 - - 22,50
9.8.2007 ■ - - 39,80 40,20
25.7.2007 - -
10.8.2007 10 88.017.000 2895,00 2923,00
18.7.2007 - - 11,50
20.6.2007 - - 6,50
• Mest viðskipti í Kauphöll OMX í
gær voru með bréf Kaupþings, fyrir
um 4,5 milljarða króna. Næstmest
viðskipti voru með bréf Landsbank-
ans, eða fyrir 3,4 milljarða.
• Ekkert félag hækkaði í Kaup-
höllinni í gær.
• Mesta lækkunin var á bréfum
Exista, eða 6,47%. Bréf Foroya
banka lækkuðu um 5,0% og Cent-
ury Aluminum um 4,70%.
• Úrvalsvísitalan lækkaði um
3,47% og stóð í 7.993 stigum í lok
dags.
• íslenska krónan veiktist um
1,79 prósent 1 gær.
• Samnorræna OMX40-vísitalan
lækkaði um 3,38% í gær, þýska
DAX-vísitalan um x,6% og breska
FTSE-vísitalan um 3,7%.