blaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 8
FOSTUDAGAR
8
FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST2007
blaöiö
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
HjartaHeill
sfmi 552 5744
Gíró- og kreditkortþjónusta
LÍFSSTÍLLBÍLAR
Auglysingasiminn er
510 3744
Betri leið í GSM
Þaö er Síminn-'
FITNESS
SPORT
Fitness Sport Laugum
ÓSKAR EFTIR STARFSFÓLKI
( HLUTASTARF OG FULLT STARF
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sölustörfum æskileg.
• Viðkomandi þarfað vera lipur í mann-
legum samskiptum og vera sjálfstæður.
Æskilegt að viðkomandi sé eldri en 22 ára,
reyklaus og geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir ásamt ferilskrá og mynd sendist
á sonja@fitnesssport.is fyrir 24. ágúst.
Á þriðja þúsund aðeins með fjármagnstekjur
Tíu prósent greiddu skatt
Alls var 2681 Islendingur aðeins
með fjármagnstekjur á síðasta ári;
2381 einhleypur og 300 í hjónabandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
fjármálaráðuneytinu. Hins vegar
greiddu aðeins 218 fjármagnstekju-
skatt; 116 einhleypir og 102 giftir.
Meðal hinna einhleypu voru 2.128,
eða um 90 prósent, með minna en
50 þúsund krónur í fjármagnstekjur
á árinu. Mun það að mestu leyti
vera ungt fólk sem ekki er komið á
vinnumarkað. 95 prósent hinna ein-
hleypu voru með minna en milljón
í fjármagnstekjur. I hópi hjóna
sem einungis voru með fjármagns-
tekjur á síðasta ári voru 57 prósent
með minna en 100 þúsund krónur í
tekjur, en 61 prósent með minna en
milljón.
Eins og fram hefur komið var
álagður fjármagnstekjuskattur fyrir
árið 2006 16,3 milljarðar, sem er 34
prósenta hækkun frá árinu áður.
Fjármagnstekjuskatta þessa greiddu
um 93 þúsund einstaklingar, sem er
10 prósenta fjölgun frá árinu áður.
hlynur@bladid.net
Bömin teikna
taflborð í sandinn
9 Mikill áhugi barna í Namibíu á skák eftir kennslu íslenskra skák-
manna ■ 2 milljóna króna framlag Þróunarsamvinnustofnunar
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Taflborð eru teiknuð í sand og
steinar notaðir fyrir taflmenn.
Börn í Namibíu sem enn hafa ekki
eignast taflborð en heillast af skák-
íþróttinni eftir kennslu skákmanna
frá Islandi deyja ekki ráðalaus, að
því er Vilhjálmur Wium, umdæm-
isstjóri Þróunarsamvinnustofnunar
Islands í Namibíu, greinir frá.
„Fulltrúar namibíska skáksam-
bandsins hafa einnig sagt mér
að börn tálgi taflmenn úr spýtu-
kubbum eftir að hafa fengið innsýn
í skák,“ segir Vilhjálmur sem fyrir
hönd Þróunarsamvinnustofnun-
arinnar veitti skáksambandinu í
Namibíu 700 þúsund króna styrk
vegna meistaramóts Afríku í skák
sem halda á í Namibíu um næstu
mánaðamót. Greint er frá styrkveit-
ingunni í fjölmiðlum í Namibíu en
upphæðin er nálægt þriðjungi af því
sem mótshaldið mun kosta.
Samstarfsverkefni Þróunarsam-
vinnustofnunarinnar, Hróksins
og Skáksambands íslands um
skákkennslu í Namibíu hófst fyrir
tæpum þremur árum. „Við vorum
beðnir um aðstoð við skipulagn-
ingu skáklandnáms í Namibíu og
á okkar vegum voru þar tveir skák-
menn í sex vikur árið 2005. Síðan
hafa skákmenn farið þangað í tvær
ferðir á ári og síðasta ferðin verður
farin í haust,“ segir Hrafn Jökulsson,
forseti Hróksins.
„Vinir mínir segja að snjóbolti sé
farinn að rúlla í sólinni þarna suður
frá,“ bætir Hrafn við.
Verkefnið hefur náð til yfir 300
skóla af þeim 1600 grunn- og
framhaldsskólum sem eru í Nami-
NAMIBÍA
íslendingar hófu þróunar-
samvinnu við Namibíu sama
ár og landið fékk sjálfstæði
frá Suður-Afríku 1990. Sam-
vinnan hefur fyrst og fremst
verið á sviði sjávarútvegs
auk þess sem veitt hefur
verið fjármagn til stuðnings
félagslegum verkefnum og
fullorðinsfræðslu.
íbúar Namibíu eru um 2
milljónir. Málmar eru mikil-
vægasta útflutningsvaran
en fiskveiðar gegna auknu
efnahagslegu mikilvægi.
bíu, 2500 barna auk kennara og
skákmanna. „Megintilgangurinn
með verkefninu var ekki að búa
til sem sterkasta skákmenn á sem
skemmstum tíma, heldur útbreiða
►
►
skák meðal krakkanna og hvetja þá
skákmenn til dáða sem þegar eru
komnir fram á sjónarsviðið," tekur
Hrafn fram.
Hann leggur áherslu á að í fá-
tækum löndum sé skák næstum
fullkomin íþrótt sem þurfi litla
umgjörð og enga aðstöðu. „Það þarf
ekki fótboltaskó og búning til þess-
arar íþróttar. Eitt tafl sem kostar
kannski 200 krónur getur skapað
óteljandi ánægjustundir í fjölda
ára.“
Vilhjálmur, sem er með aðsetur í
Windhoek, segir að um 50 skólar til
viðbótar verði heimsóttir í lokaferð
verkefnisins sem alls hefur kostað
um 2 milljónir íslenskra króna. „Við
vonumst til þess að skáksambandið
í Namibíu geti haldið starfinu
áfram og fulltrúar þess heimsótt
fleiri skóla. Krökkum hér finnst
þetta mjög spennandi."
STUTT
• Óhapp Karlmaður um þrítugt
slasaðist á höfði þegar hann stakk
sér til sunds í grynnri enda sund-
laugar í Reykjavík á fimmtudags-
kvöldið. Maðurinn rak höfuðið í
botninn og var fluttur á slysadeild.
Hann fékk skurð á ennið og stóra
kúlu að auki.
• Frístundakort Innleiðing Frí-
stundakorts í Reykjavík hefst
þann 1. september næstkom-
andi. Öll börn á aldrinum sex
til átján ára með lögheimili í
Reykjavík, tæplega tuttugu þús-
und talsins, eiga rétt á styrk til
þátttöku í íþrótta-, lista- og
æskulýðsstarfi við innleiðingu
kortsins.
• Matvörur Ný bresk rannsókn
sýnir að vinsældir frosinna mat-
væla hafi aukist meðal neytenda
þar í landi, samkvæmt frétt
Fishupdate. Á síðustu árum hefur
degið úr sölu á frosnum mat-
vörum í Bretlandi, en rannsóknin
sýnir að breyting hefur orðið þar
á. Margir hafa áður spáð því að
mörg matvælafyrirtæki sem selja
frosnar vörur kynnu að hætta
starfsemi á komandi árum.