blaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 14
Nýja Grímseyjarferjan vanhirt og hrörlegt hræ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup á skipi sem á að þjóna sem ný Grímseyjarferja er væntanleg í næstu viku. Skipið, Oilean Arann, var keypt í lok nóvember árið 2005 frá írlandi á 102 milljónir króna á verðlagi þess árs. Ferjan hefur enn ekki hafið siglingar til Grímseyjar og Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra sagði í útvarpsviðtali á miðvikudag að hann óttast að heild- arkostnaður vegna kaupa, viðgerða og endurbóta ferjunnar verði allt að 600 milljónir króna. Tveimur mánuðum áður en skipið var keypt fór hópur fulltrúa frá Sigl- ingastofnun íslands, Vegagerðinni og Grímseyjarhreppi að beiðni sam- gönguráðuneytisins til Irlands að skoða skipið. Ólafi J. Briem, skipa- verkfræðingi hjá Siglingastofnun, var falið að framkvæma sjálfstætt mat á hentugleika skipsins til að þjóna sem Grímseyjarferja og skil- aði hann í kjölfarið matsskýrslu þess efnis til ráðuneytisins. Skýrslu Ól- afs, sem Blaðið hefur undir höndum, var skilað 25. september 2005 og er hún, vægt til orða tekið, biksvört. Ástandið vægast sagt hrörlegt Hópurinn skoðaði skipið þann 23. september 2005.1 upphafi mats- skýrslunnar sem skilað var í kjöl- farið segir orðrétt að ástand skipsins sé „í einu orði sagt hrörlegt sökum vanhirðu og skorts á viðhaldi. Því til viðbótar virðist sem ekki hafi verið staðið nægilega vel að eða vandað til smíði skipsins." Það beri auk þess yfirbragð skips sem sé meira en 25 ára gamalt, eða á svipuðum aldri og Sæfari, sem þjónar sem Grímseyjar- ferja í dag. Vanhirða og skortur á viðhaldi hafi blasað við hvert sem litið væri um borð í skipinu og þar stendur að „skortur á viðhaldi og verkvöndun við smíði skipsins gefi eðlilega til- efni til þess að ætla að annað ástand skipsins og búnaðar, sem ekki er mögulegt að kanna án frárifa og upptektar, geti verið talsvert lakara en aldur skipsins gefi tilefni til.“ Því sé ærin ástæða til að gera ráð fyrir hinu dapurlega ástandi skipsins við mat á kostnaði við endurbætur og viðgerðir sem geti orðið mun hærri en hann hefði verið ef skipið hefði fengið eðlilegt viðhald. | Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net FRÉTTASKÝRING Skýrslan setur einnig mikinn fyrirvara við eftirlit með smíði skipsins og eftirlit með ástandi þess og segir meðal annars að ekki hafi komið fram „með skýrum hætti hvort skipið hafi verið smíðað sam- kvæmt reglum og undir eftirliti flokkunarfélags". Síðar segir að vegna þessa geti kostnaður vegna úttektar á skipinu og eftirliti þess orðið „umtalsverður“. Uppfyllir ekki kröfur Grímseyinga Grímseyingar lögðu fram ákveðnar grundvallarkröfur til nýrrar ferju. Meðal þess sem þeir lögðu áherslu á var að burðargeta nýrrar ferju væri meiri en Sæfara og að lokað lestarrými væri á aðal- þUfari þess líkt og er á Sæfara, þar sem vörur hafi afar sjaldan þurft að vera settar í lest skipsins undir þilfari. Flutningsgeta Sæfara hefur enda dugað til þess að hægt sé að flytja allar vörur sem þarf til og frá Grímsey við alla álagstoppa. Því þyrfti ferjan að geta borið allt að 200 tonn. I matsskýrslu Ólals segir hins vegar að lestarrými og burðargeta Sæfara sé „miklu meira“ en Oilean Arann. Að því leyti fullnægi skipið ekki þeim kröfum sem til þess séu gerðar á þessu sviði. Skýrslan segir að mögulega sé hægt að koma fyrir lestarrými á aðalþilfarinu til að auka burðargetuna en að það gæti aldrei nýst til að koma fyrir meira en 60 tonna farmi, 140 tonnum minna en það sem Grímseyingar sögðu að þyrfti til að þjóna þeim á sómasamlegan hátt. Til að gera skip- inu kleift að flytja 200 tonn þurfi að fara út í töluverðar breytingar á skipinu sem muni hafa í för með sér ærinn tilkostnað. Uppfyllir ekki reglur og staðla Ein meginástæðaþess að nauðsyn- legt þótti að kaupa nýja Grímseyjar- ferju var sú að gamla ferjan uppfýllti ekki ákvæði tilskipunar frá Evrópu- sambandinu númer 98/18 sem snýst um öryggisreglur og öryggisstaðla fyrir farþegaskip. Tilskipunin var fest í lög á íslandi með reglugerð árið 2001. Vegagerðin hafði látið skoða skipið ári áður en matsskýrsla Ólafs Briem var afhent samgönguráðuneytinu. I skýrslu sem Einar Hermannsson, annar tveggja sem fóru þá til Irlands og skoðuðu skipið, skilaði inn þann 19. nóvember 2004, segir meðal ann- ars: „Oilean Arann uppfyllir þau grundvallaratriði sem Grímseyjar- ferja þarf að uppfylla, meðal annars tilskipun númer 98/18“ Að hóa stórfjölskyldunni saman í lambalæri fyrir aðeins 0 krónur i Betri Ieið i heimasima (Langbestur, mánaðargjald 3.490 kr.) er ekkert mínútugjald fyrir símtöl úr heimasíma i alla aóra heimasíma á íslandi Það er Síminn"

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.