blaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 31

blaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 31
blaðið LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 FRETTAVIÐTAL 31 Vinkonur mínarog fjölskyldan hafa þó ákveðnar áhyggjur af mér og fólk virðist hafa þá mynd af þessu að ég sofi í vestinu og með hjálminn vegna þess að það sé svo hættulegt að vera hérna. En Jerúsalem er ósköp venjuleg borg. sem við erum að vinna með nýrri ríkisstjórn og nýjum ráðherrum. Þegar slík skipti verða þá þarf starfs- fólkið að aðlagast nýjum aðstæðum til þess að geta áfram mætt og sinnt þörfum palestínskra barna.“ Umheimurinn veit lítið Þrátt fyrir að Steinunn starfi og búi á þessu svæði þá segist hún ekki hafa öðlast fullan skilning á ástand- inu sem þar ríkir. „Ég held að maður öðlist hann aldrei. Það kom mér hins vegar á óvart hversu lítið um- heimurinn veit um ástandið og þá sérstaklega það sem Palestínumenn þurfa að ganga í gegnum daglega. Þessa hversdagslegu hluti eins og það sem börn þurfa að leggja á sig til að komast í skólann á hverjum degi þar sem þau þurfa að fara í gegnum eftirlitsstöðvarnar til að komast leiðar sinnar. Það þykir ekki fréttnæmt lengur. Það kom mér líka á óvart hversu lítið ég vissi sjálf um ástandið en mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi. UNICEF er náttúr- lega rosalega stórt apparat og það tekur tíma að kynnast því öllu saman. En það er ótrúlega sérstakt að vera á staðnum og erfitt að lýsa því fyrir þeim sem hafa ekki verið hérna. Það kom mér til dæmis og kemur líklegast mörgum mjög á óvart að Palestína er ekki þróunar- land. Þar eru stórar byggingar og sumir íbúanna keyra um á Bens-bif- reiðum líkt og í öðrum borgum. En svo er auðvitað líka mikil fátækt á mörgum svæðum, til dæmis á Gaza og í mörgum smábæjum sem eru umkringdir af aðskilnaðarmúrnum þar sem íbúarnir komast hvorki inn né út og geta þar af leiðandi ekki komist til vinnu eða ræktað landið sitt.“ Finnst hún ekki vera í hættu Þrátt fyrir þann ófriðarstimpil sem hefur loðað við svæðið þá seg- ist Steinunn aldrei hafa fundist hún hafa verið í neinni hættu síðan hún kom þangað. „Það kemur fyrir að maður heyri í skothvellum á kvöldin en fólkið hérna skýtur líka úr byssum við brúðkaup þannig að það þarf ekki að þýða neitt hættu- legt. Vinkonur mínar og fjölskyldan hafa þó ákveðnar áhyggjur af mér og fólk virðist hafa þá mynd af þessu að ég sofi í vestinu og með hjálminn vegna þess að það sé svo hættulegt að vera hérna. En Jerúsalem er ósköp venjuleg borg og það er lítill munur á mínu daglega lífi hér og í Danmörku utan við starfið." Starfsins vegna fer Steinunn að jafnaði tvisvar í viku á Vesturbakk- ann. Hún segir íbúana þar ekki kippa sér mikið upp við ljóshærðan íslending. „Borgararnir taka mér mjög vel. Áður en ég kom hingað þá hafði ég verið í verknámi á Indlandi og unnið rannsókn fyrir BA-verk- efnið mitt í Keníu á vegum skólans. Þar varð einhvers konar Britney Spe- ars-verkun þegar ég mætti því fólk hélt að ég hlyti að vera fræg og vildi láta taka myndir af mér, sérstak- lega á Indlandi. Það er allt öðruvísi hérna því Palestínumenn eru vanir útlendingum og eru margir hverjir frekar ljósir á hörund. Eg hef því ekki upplifað annað en að fólk taki vel á móti mér og hef ekki orðið fyrir neinu áreiti." chaHenger^ Challenger Genesis 34 Ford 2,2 Itr. 130 hestöfl. Lengd: 5,99 m. Fjarstýrðar læsingar. Hjónarúm afturí. Stór geymsla. Svenfpláss fyrir 3+. Verð: 4.990.000 m. vsk. export Sterckemari- Prestige Luxe II 660: Flott fjölskylduhús. Tveggja hásinga á álfelgum. Varadekk. Hjónarúm frammí. Sér barnaherbergi afturí með 3 kojum. 150 Itr. ísskápur með sér frysti. Bað og sturta. Svefnpláss fyrir 7-8 manns. Verð: 2.660.000 m. vsk. www.bilexport.dk - boas@bilexport.dk - Upplýsingar gefur Bóas s. 0049 17527 11783 eda Edvald s. 896 6456 LMC Lord Ambassador 520 TE Lúxus hús með Alde gólfhitun og ofnakerfi. Álfelgur og varadekk. Tvískipt rúm sem breyta má í hjónarúm með einu handtaki. Svefnpláss fyrir 4. Verð: 2.590.000 m. vsk Hobby Siesta 650 FLC Ford 2,4.140 hestöfl. 6 gíra. Afturdrif og tvöföld dekk. Lengd: 7,06 m. Fjarstýrðar læsingar. Loftkæling. Svefnpláss fyrir 4. Verð: 7.700.000 m vsk. Palestínsk börn að leik Steinunn starfar með palestínsku ríkisstjórninni og frjálsum félagasamtökum við að tryggja barnavernd á herteknu svæðunum. BaBBHHKHiKl'Ai'y Wt

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.