blaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 37
blaöið
LAUGARDAGUR 11. AGUST 2007
37
+
er núna aðstoðarmaður heilbrigðis-
ráðherra. Þar fer líka maður, sem ég
treysti til góðra verka.
Þegar litið er á efnahagsmál og
hagsæld þá er ábyggilega fínt að hafa
Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.
Höfum við það ekki flest svo gott?
En það vantaði allan félagsmála-
streng í fyrri ríkisstjórn. Staða aldr-
aðra og öryrkja og þeirra sem áttu
undir högg að sækja var orðin fyrir
neðan allan hellur. Ég er að vona að
sá strengur sé í Samfylkingunni og
þessi ríldsstjórn verði fín blanda. Ég
veit ekki að hverju það gerir mig i
pólitik. Þú myndir sennilega segja
að ég væri krati. Sjálf kann ég engar
slíkar skilgreiningar."
Hafði engar fyrirmyndir
Þú munt vera í Gay Pride-göng-
unni ásamt svo mörgum öðrum.
Hvenœr gerðir þú þér grein fyrir
að þú vœrir lesbía og var erfitt að
uppgötva það?
„Það var erfitt á þeim tíma. Þegar
ég kom út úr skápnum var ég tvítug,
en ég hafði gert mér grein fyrir sam-
kynhneigð minni miklu lengur, en
það var fyrst á þessum aldri sem ég
orðaði þetta beinlínis við foreldra
og systkini.“
Hvernig tóku þau þessu?
„Þau þurftu auðvitað að venjast
tilhugsuninni rétt eins og ég. Ég
átti erfitt með að sætta mig við
þetta enda var þjóðfélagið árið 1980
gagnkynhneigt. Samtökin ‘78 voru
tveggja ára gömul, nánast ósýnileg.
Ég hafði engar fyrirmyndir og var
sannfærð um að ég væri nánast ein
í heiminum.
Foreldrar mínir héldu mig í fyrstu
ekki vera að fara réttu leiðina í leit
að hamingjunni. Þau töldu mig vera
að byggja á sandi en pabbi sagði að
ég yrði að reisa mitt hús þar sem
mér þætti vænlegast. Svo var það út-
rætt. Samkynhneigð mín var ekkert
vandamál innan fjölskyldunnar, til
allrar hamingju. Eina vandamálið
var í hausnum á mér og þegar ég var
búin að átta mig á því og horfast í
augu við samkynhneigð mína þá
hvarf vandamálið.
Á þessum árum kynntist ég ungu
fólki sem foreldrar hentu út af
heimilinu þegar það viðurkenndi
samkynhneigð sína og aðrir misstu
vinnu eða húsnæði. Ég vona að slík
viðbrögð hafi horfið með nýrri kyn-
slóð. Sjálf var ég heppin og upplifði
aldrei neitt slíkt. Ég held að vísu að
á þessum tíma hafi verið auðveldara
Ég var
yfirlýsingaglöð
fram úr hófi og
kjaftfor. Þegarfólk
kvartaði svo við mig þá
var úr mér allur vindur
því ég hafði bara verið að
leika mér að orðum. Ég
hef frekar reynt að draga
úr þessu.
fyrir stelpur en stráka að fela sam-
kynhneigð sína. En það er auðvitað
ekki af hinu góða að vera í felum og
ég mæli alls ekki með því.
Viðhorfið til samkynhneigðra
hefur breyst ótrúlega mikið. Eftir að
ég kom út úr skápnum gekk ég í Sam-
tökin ‘78, var þar um tíma í stjórn
og baráttan var endalaus. Samtökin
máttu til dæmis ekki auglýsa sam-
komur í Ríkisútvarpinu og sú skýr-
ing var meðal annars gefin að orðið
lesbía væri ekki íslenskt orð. Auð-
vitað vissum við að það væri bara
fyrirsláttur. En þetta er liðinn tími.
Nú er þjóðkirkjan nær eina stofn-
unin sem máli skiptir sem neitar
að viðurkenna samkynhneigða. Ég
er auðvitað algjörlega ósammála af-
stöðu þessarar stofnunar en ég læt
það ekki halda vöku fyrir mér. Sú
stofnun er ekki í tengslum við hugi
almennings í þessu landi þar sem
réttarbætur fyrir samkynhneigða
hafa flogið í gegn á Alþingi, kannski
vegna þess að þetta er svo lítið þjóð-
félag og allir þekkja alla. Hefði pabbi
átt að sitja á þingi á sínum tíma og
greiða atkvæði gegn því að ég fengi
sömu réttindi og önnur börn hans?
Hvaða vit væri í því?“
Kiknaði í hnjánum
Hvernig kynntistu konunni
þinni, Hönnu Katrínu?
„Við kynntumst á Mogganum árið
1994 þar sem hún var að vinna á
Viðskiptablaðinu. Hanna Katrín er
talnaglögg og þar að auki íþrótta-
hetja í handbolta. Þetta var nóg til
þess að ég kiknaði í hnjánum því ég
hef aldrei haft vit á tölum og er gjör-
sneydd hæfileikum á íþróttasvið-
inu. Aðrir mannkostir hennar voru
hreinn bónus.“
Voru þetta vinnustaðarástir
sem allir tóku eftir?
„Vonandi ekki allir en þegar þetta
fór að spyrjast út þá sögðum við frá
því. Samband okkar er snilld. Við
erum mjög samtaka og erum góðir
vinir og það skiptir öllu máli.
Við ákváðum mjög snemma að
eignast börn. Það var ekkert sjálf-
gefið en stundum þarf maður að
ýta við gæfunni. Maður ber ábyrgð
á eigin lífi og á að skapa sér tæki-
færi. Hanna Katrín fór í MBA-nám
Gott til
endurvinnslu
Gerum gott úr þessu
ppir sem til feltur á heimiluni okkar
Dpírsgám eða endurvinnslutunnu.
af mörkum fyrir néttúruna
■gqjum vio
í HhH
■ t - , 9- •