blaðið - 17.08.2007, Síða 16

blaðið - 17.08.2007, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 blaðiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Ég er stundum skammaður fyrir það að hafa ekki þvegið blokk þegar ég hef nýlokið við verkið. Þá áttar fólk sig ekki á því að skíturinn í gluggunum er innan á. WELEDA Að hugsa um sjálfan sig • með einföldum aðferðum, er fyrirbyggjandi Venadoron Fótagel fyrir þreyttar fætur, styrkir æðar og losar bjúg, gott við fótapirringi Footbalm Fótakremið fyrirbyggir sveppamyndun er mýkjandi og dregur úr fótraka og eyðir likt Skin food Græðandi alhliða krem, gott á útbrot, sprungnar fætur og hendur, krem sem hægt er að mæla með Lífrænt ræktað án aukaefna Apótek Heilsuverslanir, Barnaverslanir og í Heilsuvörudeildum stórmarkaóa Væntu meiri gróða Hagnaður Icelandic Group nam 2,2 milljónum evra á fyrri hluta ársins en félagið var rekið með o,i milljónar evra tapi á öðrum ársfjórðungi. Björgólfur Jóhann- esson, forstjóri Icelandic Group, segir afkomuna ekki í samræmi við væntingar. mbi.is Verð á hvítum fiski áfram hátt Verð á hvítum fiski í Bretlandi mun að öllum líkindum haldast hátt næstu vikurnar og er búist við því að framboð á slíkum fiski verði lítið þessa vikuna. Helsta ástæðan fyrir verðlaginu þar í landi er minna framboð á fiski frá íslandi. Betra veður og hræðsla við gin- og klaufaveiki hefur einnig áhrif. hbv íslenska krónan lækkar áfram íslenska krónan veiktist um tæp þrjú prósent í gær. Líklegt er að gengi íslensku krónunnar haldi áfram að lækka en Paul Biszko, hjá greiningardeild RBC Capi- tal Markets, segir í samtali við Market Watch að ekki sé fullvíst að það uppnám sem hefur ríkt undanfarið á skuldabréfamörk- uðum sé liðið hjá. Biszko ráðleggur þeim sem vilja fara varlega í gjaldeyrisviðskipti að halda sig við rússneska rúblu og tékkneska krónu. Segir hann að gjaldmiðlar sem hafa gefið mikið af sér eins íslenska krónan, brasilíska ríalið og tyrkneska líran muni líða fyrir það þegar fer að draga úr vaxtamunarvið- skiptum. hbv FÖSTUDAGAR 510 3744 blaðið= LÍFSSTÍLLBÍLAR Auglýsingasíminn er Háhýsafjöld kætir gluggaþvottamenn ■ Gluggaþvottamaður segir starfið ekki hættulegt ■ Þvær glugga í öllum veðrum ■ Stundum er skítur innan á rúðunum Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Mikil fjölgun háhýsa í höfuð- borginni, bæði skrifstofu- og íbúðabygginga, hefur aukið verkefni gluggaþvottamanna og skapað grundvöll fyrir ný fyrirtæki. „Það þarf að þvo þetta allt saman. Allt er þetta gler og það eykst verulega sem til er af glerinu,“ segir Óskar Jóhannsson gluggaþvottamaður. Óskar hefur þvegið glugga í fimm ár og hyggst halda því áfram um ókomna tíð. Hann rekur Glugga- hreinsun Óskars en þar eru tveir fastir starfsmenn ásamt einum varamanni sem er til kallaður þegar mikið liggur við. „Ég þvæ glugga í alls konar bygg- ingum, allt frá litlum einbýlishúsum upp í margra hæða byggingar," segir Óskar. Óskar leigir stóra körfubíla eða krana til að komast upp í hæstu hæðir. Hann segir eitt helsta vandamálið við sum nýju háhýsin að eftir að þau eru byggð átti menn sig á því að erfitt sé að aka hringinn í kringum þau og ekki hægt að komast að gluggunum. Aldrei hefur Óskar lent í stór- felldum háska. „Þetta er ekkert hættulegt starf þar sem búnaður er allur mjög góður.“ Óskar segist geta fundið glugga til að þvo í öllum veðrum en það sé helst vindáttin sem skipti máli í bransanum. „Það er aðalmálið að finna skjól svo hægt sé að þvo gluggana og það er alltaf einhvers staðar. f grimmri norðan- átt er til dæmis mjög fínt að þvo glugga í miðbæ Hafnarfjarðar." Misjafnt hversu oft er þrifið „Það er misjafnt eftir viðskipta- vinum hversu oft gluggar eru þrifnir. Sum fyrirtæki vilja láta þvo glugga sína einu sinni í viku, sum tvisvar í mánuði en önnur á þriggja mánaða fresti.“ Gluggaþvottamaðurinn Óskar FJÖLGUN HÁHÝSA ► ► Stór glerhýsi eru í byggingu víða á höfuðborgarsvæðinu. Hæsta hús landsins er að rísa í Smáranum í Kópavogi og annað er væntanlegt við Smáralind. Grand Hótel hefur reist háan glerturn. ► Vinsælt er að reisa háhýsi við sjó og þar þarf að þrífa seltu af rúðum reglulega. hefur lent í ýmsum óvæntum uppá- komum á ferlinum. „Égerstundum skammaður fyrir það að hafa ekki þvegið blokk þegar ég hef nýlokið við verkið. Þá áttar fólk sig ekki á því að skíturinn í gluggunum er innan á.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 16. ágúst 2007 • úrvaisvísitalan lækkaði um rúm Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi Viðskipti Tilboð í lok dags: Félög 1 úrvalsvísitölu verö breyting viösk.verðs viöskipta dagsins Kaup Sala Atorka Group hf. 8,67 -3,45% 16.8.2007 30 176.735.048 8,70 8,74 Bakkavör Group hf. 62,90 -4,12% 16.8.2007 57 302.345.695 62,20 62,90 Existahf. 29,20 -8,32% 16.8.2007 200 1.313.379.763 29,20 29,45 FL Group hf. 24,20 -5,10% 16.8.2007 123 1.811.871.614 24,05 24,20 Glrtnir banki hf. 26,60 -3,27% 16.8.2007 104 895.192.685 26,50 26,60 Hf. Eimskipafélag Islands 37,95 -4,05% 16.8.2007 17 75.268.189 37,95 38,30 lcelandair Group hf. 25,05 -S£3% 16.8.2007 23 363.018.225 24,85 25,05 Kaupþing banki hf. 1056,00 -3,91% 16.8.2007 275 3.385.926.382 1056,00 1061,00 Landsbanki (slands hf. 37,50 -2,09% 16.8.2007 167 2.551.721.031 37,50 37,60 Mosaic Fashions hf. 17,50 - 13.82007 - - Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 18,85 -2,84% 16.8.2007 135 1.070.100.070 18,85 18,90 Teymi hf. 5,16 -7,69% 16.8.2007 37 94.029.618 5,16 5,18 össurhf. Önnur bróf á Aðallista 102,50 -2,38% 16.8.2007 18 19.259.871 103,00 104,00 365 hf. 2,84 - 16.8.2007 7 10.120.000 2,82 2,85 ActavisGrouphf. - 20.7.2007 - - Alfesca hf. 5,82 -0£4% 16.8.2007 5 7.178.598 5,79 5,82 Atlantic Patroloum P/F 1013,00 -5,50% 16.8.2007 13 7.606.666 1000,00 1016,00 EikBanki 662,00 -5,29% 16.8.2007 31 43.243.847 653,00 668,00 Flaga Group hf. 1,71 228,00 - 9.8.2007 - - 1,70 1,72 FaroyaBank 0,00% 16.8.2007 38 13.295.303 228,00 231,00 lcelandic Group hf. 5,96 - 13.8.2007 1 13.470 5,90 5,98 Marelhf. 91,10 -1,30% 16.8.2007 9 19.303.978 91,10 91,50 Nýtverji hf. 21,90 - 9.8.2007 - - 21,90 Tryggingamiöstöðin hf. 39,80 0,00% 16.8.2007 3 2.233.680 39,80 40,20 Vmnslustöðin hf. First North á íslandi 8,50 ■ 25.7.2007 “ Century Aluminium Co. 2830,00 -3j1% 16.8.2007 15 120.616.600 2809,00 2850,00 HBGrandihf. 11,00 - 18.7.2007 - - 11,50 Hampið|anhf. 6,50 * 20.6.2007 - “ 6,75 4 prósent; úr 7-847.4 stigum í 7.571,9 stig. • Mestu viðskipti dagsins voru með bréf í Kaupþingi banka hf., fyrir 3.385.926.382 krónur á geng- inu 1.056,00. Þar á eftir komu viðskipti i Landsbanka íslands hf., fyrir 2.551.721.031 krónur á genginu 37,5. • Mesta lækkun dagsins var á bréfum Exista hf. Gengi bréfa í Ex- ista stóð í 29,2 stigum í lok dags og lækkaði um 8,32 prósent. • Krónan veiktist um tæp þrjú prósent í dag og er þetta mesta veiking á einum degi síðan lækk- unarhrinan sem nú stendur yfir hófst í lok júlí, samkvæmt upplýs- ingum frá Glitni.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.