blaðið - 17.08.2007, Side 17

blaðið - 17.08.2007, Side 17
blaðiö FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 25 LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@bladid.net gm Danirnir sem sáu um verslunina voru Séð og heyrt-lið síns tíma. Almúginn vildi náttúrlega líkjast þeim og fór að sletta dönsku og vera svolítið eins og fræga fólkið og fallega. UM HELGINA • Blint kaffihús Blint kaffihús verður haldið í Blindrafélags- húsinu í Hamrahlíð 17 (2. hæð) laugardaginn 18. ágúst kl. 14-18. Fólk getur pantað sér eitthvað að borða og drekka og neytir þess síðan í svartamyrkri. • Teflt í Árbæjarsafni Árlegt stórmót Árbæjarsafns og Taflfé- lags Reykjavíkur verður haldið í Árbæjarsafni sunnudaginn 19. ágúst kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Fjör á Dönskum dögum Uppboð Lionsmanna á notuðum hlutum er fast- ur liður á dagskrá Danskra daga en ágóðinn rennur í líknarsjóð klúbbsins. • Kántrýdagar um helgina Fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Kántrýdagar verður haldin á Skaga- strönd helgina 17.-19 ágúst. Þar verður boðið upp á fjölbreytta tónlist, allt frá kántrí til gospels og afrísks trumbusláttar. Þá verður einnig boðið upp á skemmtidagskrá fyrir yngri kyn- slóðina svo sem dorgveiðikeppni á hafnarbakkanum, skemmtidag- skrá með Bjarna töframanni og ýmis leiktæki. Landbúnaðarsýning og bændahátíð á Sauðárkróki Hátíð fyrir bændur og börn á Sveitasælu 2007 Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Sveitasælu 2007 sem haldin verður á Sauðárkróki um helgina, hvort sem þeir eru bændur, börn eða áhugamenn um mat eða landbúnað. Á stórri vélasýningu má meðal annars sjá stærstu dráttarvél í Evrópu og fylgjast með beltagröfu opna pilsnerflösku. Þá verður efnt til dýrasýninga af ýmsu tagi og meðal annars munu börn úr hérað- inu leiða kálfa í gegnum þrautabraut á laugardag. „Á laugardag og sunnudag verður tekið vel á móti gestum í Birkihlíð, rétt fyrir utan Sauðárkrók, þar sem hátæknifjós verður opið. Á laugar- deginum verður einnig opið hús í mjólkursamlaginu og kjötafurða- stöð KS sýnir nýja sauðfjárrétt sem verið var að taka í notkun í slátur- húsinu,“ segir Jón Þór Bjarnason sýningarstjóri. Þetta er i þriðja sinn sem land- búnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla er haldin og segir Jón Þór að meiri áhersla sé lögð á mat að þessu sinni en á fyrri hátíðum. „Við erum með tvö stór matar- verkefni. Annars vegar verkefni á vegum Bændasamtakanna sem heitir Beint frá býli og hins vegar samstarfsverkefni í Skagafirði þar sem afurðastöðvar, veitingahús, verslanir og fleiri leggja áherslu á skagfirskt hráefni og matargerð. Veitingastaðir hafa verið með þetta í nokkur ár og merkja sérstaklega rétti á matseðlinum sem eru úr skag- firsku hráefni," segir hann. Jón Þór segir að vaxandi áhugi sé meðal fólks um að gera matargerð og hráefni hvers héraðs fyrir sig hærra undir höfði. „Við vitum það sjálfir að þegar við erum á ferðalagi í einhverjum sveita- héruðum úti þá er þetta hluti af því að vera á staðnum, að kynnast því sem er verið að búa til, hvort sem það er vín, ostar eða annar matur,“ segir Jón Þór Bjarnason að lokum. Nánari upplýsingar um sýning- una má nálgast á vefsvæðinu horse. is/landbunadarsyning. Sveitasæla á Sauðárkróki Fjölbreytt dagskrá verður í boði á landbúnaðarsýningunni Sveitasælu 2007 sem fram fer á Sauðárkróki um helgina. • Lágmenningar- nótt Hljómsveit- irnar Mínus og Dr. Spockleika á sérstakri lág- menningarnótt á Gauki á Stöng í kvöld. Húsið verður opnað kl. 22 og kostar 1000 krónur inn. • Á móti sól Hljómsveitin Á móti sól með Magna í broddi fylkingar leikur fyrir gesti Gauks á Stöng á Menningarnótt. Frítt inn til miðnættis en 1000 kr. eftir það. • Tónleikar á Bar 11 Hljóm- sveitin Rhondda & the Rune- stones heldur tónleika ásamt Steina á Bar 11 í kvöld kl. 22:30. Aðgangur er ókeypis. • Myst og Bermúda Hljóni- sveitin Myst heldur tón- leika í Víkurbæ á Bolungarvík í kvöld kl. 20:30. Síðar um kvöldið leikur hljómsveitin Bermuda fyrir dansi á sama stað. • Austfjarðatröllið 2007 Sterkustu menn landsins reyna með sér í aflþrautum víða um Austurland í dag og á morgun þar sem fram fer keppnin Áustfjarðatröllið 2007. Meðal annars verður trukkadráttur og uxaganga á Egilsstöðum í dag kl. 14 og á morgun kl. 16 verður Herkúlesarhald og steinatök á Breiðdalsvík. • fslandsmót í strandblaki ís- landsmót Blaksambands Islands í strandblaki fer fram í Fagra- lundi í Kópavogi laugardaginn 18. ágúst kl. 10-16. ® Sólheima- tónleikarSópr- ansöngkonan Þórunn Elín Pétursdóttir og píanóleikar- inn Anna Rún Atladóttir halda tónleika á Sólheimum laugardag- inn 18. ágúst kl. 14. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. LÁTTU VITA Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Hólmarar blása til Danskra daga Tívolístemning í Stykkishólmi Brottfluttir Hólmarar vitja heimahaganna og heldri frúr sletta dönsku í tíma og ótíma á Dönskum dögum í Stykkishólmi sem hefjast í dag. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Danskir dagar eru haldnir víðar enn í Hagkaupum og Nóatúni. Um helgina blása íbúar í Stykkishólmi til árlegrar bæjarhátíðar undir þessu nafni og skrýðist bærinn rauðu og hvítu af því tilefni. Bæjar- búar rifja upp barnaskóladönskuna og veitingahús bjóða upp á danskan mat. Reynt verður að skapa tívolíst- emningu í miðbænum og þar verða götuspilarar, leiktæki og skemmti- atriði. Þó að hátíðin kallist Danskir dagar segir Daði Sigurðarson, skipu- leggjandi hátíðarinnar, að í margra DANSKIR DAGAR ► Hátíðin stendur 17.-19. ágúst. ► Þetta er í fjórtánda skiptið sem hún er haldin. ► Búist er við 5-6.000 gestum að þessu sinni. augum sé sunnudagurinn þó hinn eiginlegi danski dagur. Stolt af bakgrunninum „Sagan segir að Hólmarar klæði sig upp á og tali dönsku. Við erum svolítið stolt af þessum bakgrunni. Þetta teygir sig aftur til tíma einok- unarverslunarinnar þegar Stykk- ishólmur var miðstöð verslunar á Breiðafirði og í raun á Vesturlandi. Danirnir sem sáu um verslunina voru Séð og heyrt-lið síns tíma. Al- múginn vildi náttúrlega líkjast þeim og fór að sletta dönsku og vera svolítið eins og fræga fólkið og fal- lega. Það þykir enn þann dag í dag voðalega sjarmerandi þegar heldri frúr draga fram dönskuna," segir hann. Danir setja enn svip sinn á Stykk- ishólm og má sem dæmi nefna að þjálfari körfuboltaliðs bæjarins og einn leikmaður sama liðs eru frá Danmörku. „Þeim líður greinilega vel hérna, Dönunum,“ segir Daði. „Eins og heima hjá sér.“ Mútugreiðslur og söngur Aðaldagskrá Danskra daga fer fram á laugardag og verður meðal annars boðið upp á leg- ókeppni, tónleika, bryggjuball og ljósmyndasamkeppni. Veislan hefst þó í dag með hinu árlega hverfagrilli. „Ibúar bæjarins eru búnir að skreyta hverfin og kom- inn hátíðarblær á allt. Þá taka þeir á móti gestum sínum þannig að í öllum hverfum bæjarins eru litlar hverfahátíðir," segir Daði og bendir á að um leið séu hverfin að keppa sín á milli. „Flottasta hverfið er valið og það er dæmt eftir stemningu, söng, mútugreiðslum og öðrum þáttum. Þetta er mjög skemmtileg hefð og fyrir heimafólk eiginlega toppur helgarinnar," segir hann. Danskir dagar hafa mikið gildi fyrir bæjarfélagið að sögn Daða. Gildi hátíðarinnar felst ekki aðeins í þeim fjölda ferðamanna sem leggur leið sína í bæinn heldur einnig í því að hún þjappar heimamönnum saman. „Það vinna allir saman að einu verkefni og þetta fær okkur líka til að huga að upprunanum og frænd- garðinum. Hingað koma brottfluttir Hólmarar sem nota tækifærið til að heimsækja gamla bæinn sinn og huga að rótunum. Þetta hefur ávallt tekist vel og við erum mjög stolt af þessum dögum. Þetta gefur líka bænum góða ímynd og það er nokkuð sem ekki er hægt að setja verðmiða á,“ segir Daði Sig- urðarson að lokum.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.