blaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 21

blaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 21
blaóió FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 21 LÍFSSTÍLLH El LSA heilsa@bladid.net Þeir þættir sem liggja til grundvallar matinu eru hitaeiningar, fita, sykur, salt og mettuð fita. Fundur um ábyrgð atvinnulífsins á auknu heilbrigði Leggja áherslu á hollustu íslenskar matvælaversl- anir ætla að leggja meiri áherslu á hollar vörur og heilsueflingu starfsfólks líkt og matvöruverslanir í Evrópu hafa gert. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Evrópusamtök verslunarinnar sendu frá sér sameiginlega yfirlýs- ingu í mars á þessu ári þar sem fram kemur að þau hyggist taka á hollustu- málum með áhyrgum hætti. 1 því felst meðal annars að verslanirnar kappkosta að bjóða upp á hollari vörur en áður og merkja í öllu falli hollustuvörurnar með áberandi hætti. Jafnframt lýstu samtökin yfir vilja til að efla heilsu starfsmanna sinna með ýmsum hætti. Verslanir sameinast um holiustu Nú hyggjast fulltrúar helstu mat- vöruverslana hér á landi feta í fót- spor starfsbræðra sinna í öðrum löndum Evrópu og skrifa undir sams konar yfirlýsingu. Þeir sem að- ild eiga að yfirlýsingunni eru Hagar, Kaupás, Samkaup, Fjarðarkaup og Heilsuhúsið. Skrifað verður undir yfirlýsinguna á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu sem fram fer á Nordica Hóteli í dag en yf- irskrift fundarins er einmitt Aukið heilbrigði - ábyrgð atvinnulífsins. „Verslunin lýsir því yfir að hún ætli með sama hætti og þar er gert að merkja sérstaklega hollustu- vörur og leggja áherslu á innkaup á hollustuvörum auk þess að styrkja og styðja hreyfingu og holla lífs- hætti,“ segir Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Þetta eru viss tímamót enda ekki á hverjum degi sem þessir keppi- nautar fást til að gera svona nokkuð,“ bætir hann við. „Ég skal fúslega viðurkenna að við erum svolítið að herma eftir því sem kollegar olckar ytra eru að gera en þeir hafa verið ánægðir með þetta og telja sig hafa náð árangri þannig að við viljum endilega koma þessu hingað inn,“ segir hann. Hollar vörur sérmerktar Sigurður bendir á að í Evrópu séu verslunarfyrirtæki búin að koma sér saman um viðmiðunar- reglur um ráðlagðan dagskammt (guidelines for daily amounts) ýmissa efna og merkingar þeirra miðast við þær reglur. Þeir þættir sem liggja til grundvallar matinu eru hitaeiningar, fita, sykur, salt og mettuð fita. „Ef maður fer inn á síður fyrirtækja eins og Sains- bury’s, Tesco eða Marks & Spencer sér maður að þau eru öll komin með hollustumerkingar á þær vörur sem þau láta sérmerkja fyrir sig,“ segir Sigurður og bendir jafn- framt á að merkin séu ekki með sama sniði á milli verslana. „Þau byggjast samt öll á sömu hugmynda- fræði. Merkin eru í mismunandi litum þannig að maður geti séð í sjónhendingu hvort varan er holl eða ekki. Því grænna sem merkið er, þeim mun hollari er varan. Því rauðara sem það er, þeim mun óhollari er hún,“ segir Sigurður. Vinnuaðstaðan skiptir máli Sigurður segir að miklu meiri áhersla sé einnig lögð á aðstæður og heilbrigði starfsfólks fyrirtækja nú til dags en áður. Það á jafnt við um starfsfólk í verslunargeiranum sem öðrum sviðum atvinnulífsins. ,Fólk veltir meira fyrir sér réttri hæð á stólum og skrifborðum. Það er töluvert um rafdrifin skrifborð sem hægt er að hækka og lækka þannig að þeir sem eru bakveikir geti til dæmis staðið við vinnu sína. Svo eru fyrirtæki og stéttarfélög í auknum mæli farin að greiða niður heilsurækt fyrir sína starfsmenn. í nýjum skrifstofubyggingum eins og hér í Borgartúni þar sem ég er núna er til dæmis sturtuaðstaða og búningsklefar þannig að fólk geti skipt um föt ef það stundar líkams- rækt,“ segir Sigurður. Hátíöar- fyrirlestrar Hátíðarsamkoma verður haldin í Hátíðarsal Háskóla íslands í dag, fimmtudaginn 13. september kl. 14, í tilefni af 10 ára afmæli Rann- sóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Land- spítala. Dr. Þóra Jenný Gunn- arsdóttir fjallar um rannsóknir á óhefðbundnum meðferðum - tilfellarannsóknir. Árún K. Sig- urðardóttir fjallar um sjálfsum- önnun fólks með sykursýki, dr. Helga Sif Friðjónsdóttir fjaílar um ofneyslu áfengis meðal ung- linga og forvarnir og dr. Elísabet Hjörleifsdóttir fjallar um rann- sókn á krabbameinssjúklingum. Vinir í bata Tólf sporin - andlegt ferðalag er nafn á hópastarfi innan kirkjunnar þar sem myndaðir eru litlir hópar og þátttakendur vinna sig skriflega í gegnum Tólf sporin eftir samnefndri vinnubók. Hóparnir hittast vikulega yfir veturinn og starfa undir leiðsögn þeirra sem þekkja þessa vinnu af eigin raun sem oftast eru leikmenn að starfi í kirkjunni. Þeir sem hafa tekið þátt í starfinu hafa myndað með sér samtökin Vinir í bata. Þau hafa opnað heimasíðuna viniribata.is þar sem fram koma upplýsingar um nýja byrjunarfundi. Allir eru vel- komnir á byrjunarfundina. SÍBS býður upp á heilsufarsmælingar Forvörn gegn sjúkdómum Hópur á vegum SÍBS er nú á ferð um landið til að bjóða fólki á lands- byggðinni upp á heilsufarsmæl- ingar. Ferðin hófst á Sauðárkróki í gær og lýkur á Kirkjubæjarklaustri þann 21. september og kemur hóp- urinn við á alls 17 stöðum. Mæling- arnar fara yfirleitt fram á heilsu- gæslustöðvum nema á Akureyri þar sem mælt verður á Glerártorgi. Boðið verður upp á mælingar á blóðþrýstingi, blóðfitu, súrefnis- mettun og öndunarmælingar þar sem það er mögulegt. Helgi Hróðmarsson, fram- kvæmdastjóri SÍBS, segir að slíkar mælingar geti verið mikilvægar sem forvörn gegn alvarlegum sjúk- dómum til dæmis hjarta- og lungna- sjúkdómum, háþrýstingi og of háu kólesteróli. „Við viljum líka Ieggja okkar lóð á vogarskálarnar við að benda á mikilvægi og nauðsyn forvarna og við teljum að með því að fólk fái vitneskju nógu snemma sé hægt að gripa í taumana eins og dæmin sanna,“ segir Helgi og bendir á að niðurstöður slíkra mælinga hafi orðið til þess að fólk hafi gengist undir frekari rannsókn og því hafi þær í raun bæði fræðslu- og forvarnargildi. Tilgangurinn með ferðinni er einnig að vekja athygli á samtök- unum og starfi þeirra. „Við erum að kynna starfsemi SÍBS, hvað við erum að gera og hvers vegna. Við vonumst jafnframt til að hitta fólk sem hefði jafnvel hug á að ganga í eitthvert þeirra aðildarfélaga sem mynda samtökin," segir hann. Heilsufarsmælingarnar eru fólki að kostnaðarlausu og verður einkum reynt að ná til þeirra sem ekki hafa gengist undir slíkar mæl- ingar áður. Á heimasíðu SÍBS sibs. is er hægt að sjá hvar og hvenær mælingarnar fara fram.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.