blaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 30
30 FJMMTUDAGUR 13. SEPTEMBtH 2UU b(aó:c
FÓLK folk@bladid.net Jú, enda var keppinauturinn í góðu Voda- fone-sambandi við auglýsingagerðina. Þeir velja greinilega besta þjónustuaðilann og við bjóðum þá velkomna í viðskipti. WV*;>. r Hrannar, ertu ekki ánægður með Síma-auglýsinguna? Hrannar Pétursson er upplýsingafulltrúi Vodafone á Islandi, en merki símafyrirtækisins brá fyrir í hinni metnað- arfullu og umdeildu 3G-auglýsingu Símans, þeirra helsta keppinautar.
HEYRST HEFUR
Söngvaskáldið Hörður Torfa hefur í mörgu að snúast
Séð & Heyrt hefur löngum
verið þekkt fyrir áreiðanleika
og heiðarleika í skrifum sínum
um stjörnurnar. Þó er viðbúið
að ein og ein mistök slæðist með
af og til. f umfjöllun blaðsins
um Val Einarsson, sem upplifir
sig sem konu og er því kven-
maður fastur í karl-
mannslíkama,
gætir slíkra mis-
taka. Þar segir
að Valur (Vala)
^ sékarlfastur
* íkvenmanns-
líkama...
Alnetið hefur þótt sniðugur
staður fyrir skoðanakannanir
og virðist ekkert lát á slíkum
uppákomum. Nú stendur yfir
kosning á ofmetnustu tónlist-
armönnunum á jakobsmagg.
blog.is og kemur þar ýmislegt
fróðlegt i ljós. Meðal þeirra sem
nefndir hafa verið eru Elvis,
Sinatra, Sting, Bono, Björgvin
Halldórsson, Gunnar Þórðarson
og sjálfur Garðar Thór Cortez.
Allt eru þetta nöfn sem hafa átt
gríðarlega góðu gengi að fagna
og þykja virtir listamenn, þó
ekki sé neitt annað en plötusala
tekin með í dæmið. Hins vegar
kemur ein tilnefningin eins og
þruma úr heiðskíru lofti, en
það er sjálf Leoncie, sem þrátt
fyrir einstakar lagasmíðar
sínar hefur ekki
beint fangað
hug og hjörtu
fslendinga. Því
kemur allt tal
um að hún
sé ofmetinn
listamaður,
töluvert á
óvart...
Sögusagnir eru um að hluti nýj-
ustu myndar um fornleifafræð-
inginn Indiana Jones verði tek-
inn upp hér á landi, en myndin
ku vera byggð á bók Erichs Von
Dánikens, Voru guðirnir geim-
farar. fslandsvinurinn Harrison
Ford snýr aftur á hvíta tjaldið í
myndinni sem nefnist Indiana
Jones and the Kingdom of the
Crystal Skull en
ekki hefur komið
fram um hvaða
staði á landinu sé
um að ræða.
Syngur um höfnun og sjálfskoðun
Söngvaskáldið og leik-
arinn Hörður Torfason
hefur í mörg horn að
líta um þessar mundir.
Þriðja plata seríunnar
um Vitann lítur dagsins
Ijós á næstu dögum auk
þess sem árlegir hausttón-
leikar Harðar fara fram
næstkomandi föstudag í
Borgarleikhúsinu.
Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur
halldora@bladid.net
„Þetta er þriðja platan í ævintýr-
inu um Vitann og nefnist Jarðsaga.
Nú hef ég lokið við Loftsögu, Eld-
sögu og Jarðsögu og svo eru tvær
plötur eftir. Allar eru plöturnar
byggðar á reynslu minni og starfi
sem söngvaskáld,“ segir Hörður að-
spurður um nýju plötuna.
„Sögurnar á diskunum gerast
allar í einum vita og fjalla um
mann sem tekst á við sjálfan sig.
Þær fjalla um vilja mannsins til að
vera hann sjálfur og baráttu hans
til þess að ná því takmarki. Nýj-
asti diskurinn fjallar um höfnun
og hvernig manneskjan tekst á
við höfnun. Ég lít nefnilega svo á
að maður eigi ekki að gefast upp
ef manni er hafnað. Það er í lagi
að sumir hafi aðrar skoðanir en
maður sjálfur og í stað þess að
láta þá brjóta sig niður á maður að
skoða sjálfan sig og vera jákvæður.
Það er nú boðskapurinn í þessu
öllu.“
Líður vel á álagspunktum
Hörður heldur árlega hausttón-
leika í Borgarleikhúsinu næstkom-
andi föstudag, en tónleikana hefur
hann haldið í rúma þrjá áratugi við
góðan orðstír.
„Þetta er 32. árið sem ég er með
þessa tónleika. Ég byrjaði þrjátíu
ára gamall og virðist hafa haldið
sæmilega góðum velli. Það koma
alltaf margir og því þurfti ég að
bæta við aukatónleikum. Nú held
ég tvenna tónleika á kvöldi og yfir-
leitt er uppselt í bæði skiptin," segir
Hörður, en aðspurður segist hann
hvergi nærri hættur.
„Svo lengi sem mér endist heilsa
og kraftur þá held ég áfram. Þetta
er alltaf mjög skemmtilegt, þó svo
Líður vel á álagspunktum
Þrátt fyrir miklar annir vegná
tónleikahalds, plötuútgáfu
og undirbúnings næstu plötu
er Höröur Torfason hinn
hressasti.
að mikið sé að gera. Ég er einn í
þessu og það getur tekið sinn toll
að standa að tónleikum og plötuút-
gáfu auk þess að planleggja túra um
landið. En á álagspunktum finnur
maður hvers megnugur maður er,
sem er gaman.“
Árleg hringferð farin fyrir bí
„Fólk er byrjað að hringja víðs
vegar að á landinu og spyrja hvenær
ég komi. Ég hef alltaf haldið í stóra
hringferð og sungið fyrir fólk. Þá
segi ég líka sögur ásamt því að spjalla
við fólkið um lífið og réttindi okkar
sem manneskjur. Ég er menntaður
MAÐURINN
►
►
Hörður er 62 ára gamail.
Hann útskrifaðist sem leik-
ari í maí 1970 frá Leiklistar-
skóla Þjóðleikhússins og
hefur komið víða við sem
söngvaskáld.
Hörður stofnaði Samtökin
78 og hefur farið mikinn í
baráttu sinni fyrir réttindum
samkynhneigðra.
leikari og það sem ég lagði upp með í
byrjun var andrúmsloftið í gömlu ís-
lensku baðstofunni þar sem fólk sat
á kvöldin og söng ásamt því að segja
sögur,“ segir Hörður, sem lætur þó
stærri tónleikaferðir um landsbyggð-
ina lönd og leið þetta árið.
„Síðasta stóra ferðin var í fyrra. Það
eru breyttir tímar og plássin mörg
að leggjast af, auk þess sem sjón-
varpsnotkun er orðin mikil. Ég hef
bara ekki efni á því að mæta lengur
og spila fyrir 3-4 manneskjur. En ég
mun auðvitað skreppa út á land af
og til. Á miðvikudaginn verð ég til
dæmis á Patreksfirði og á ísafirði á
fimmtudeginum," segir Hörður að
lokum.
NÝIR KJÓLAR KOMNIR
Suðurlandsbraut 50,
(bláu húsunum við Fákafen).
Endilega kíktu inn á www.gala.is
Opið 11-18» 11-16 lau.
Sími 588 9925
<Diza
Síðasti sjéns!
Bútasölunni lýkur um helgina, hættum með bútasaumsefni.
(Diza
Laugavegi 44 • Sími 561 4000 • www.diza.is
Ath. Opið laugardag og sunnudag
Su doku
9 7 2 1 8 5
5 1 9
6 7 8 4
2 5 7 3
8 3 6
3 6 5
4 8
1 3 5 7
3 2 1
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
hætta að gera þessar tilraunir.