blaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 31
| bíaöÉd FIMMTUDAGUR 13. SEPTFMBER 20G7 ms
Sigþór Hrafnsson fer ótroðnar slóðir í markaðssetningu
og goðafræði
Gítarar
Sigþór Hrafnsson fer fyrir Spil-
verki ehf. sem flytur inn gítara frá
Jinan Xuqiu Musical Instruments
í Kína. Hann hefur gefið þeim
nöfn úr íslensku goðafræðinni,
sem óneitanlega hafa á sér rokkað
yfirbragð.
„Ég byrjaði fyrir rúmlega ári að
selja margmiðlunarspilara en eftir
að hafa vafrað um Netið rakst ég á
síðu frá þessu fyrirtæki og ákvað
að taka inn eina prufusendingu til
að tékka á gæðunum. Ég fékk gít-
BLOGGARINN
Meðaumkunar-
hrollur
„Maður fær hálfgerðan meðaumkunarhroll
við lesturinn á frétt Eyjunnar um að Jesús
og matargestir hans hafi notað þjónustu
Vodafone íauglýsingu gerða fyrir Lands-
imann hf. Þetta virðist svo klaufalegt að
maður er bara stúm.j...] Hvernig er svo
hægt að tengja þessi ósköp við það að
breyta gangi sögunnar? Hvað breyttist?
Hvað hefði getað breyst? Hvað skyldi
hafa getað breyst? Breyttist eitthvað? Ef
Jesús og Júdas hefðu átt stma, hefði það
breytt einhverju? Nei, auðvitað ekki, Júd-
as hefur hlutverk, hann er illmennið, eins
og Mörður Valgarðsson."
Kjartan Valgarðsson
kjarval.blog.is
é
vodafone
Vandræðalegt
„Sanniði til, ég þurfti sannarlega stækkun-
argler til að sjá Vodafone-merkið íaug-
lýsingu Símans. [...] Þetta er óneitanlega
ansi vandræðaleg yfirsjón hjá Símanum.
Dýr og áberandi auglýsing og svo kemur í
Ijós að undirniðri erþetta dulin auglýsing
fyrír Vodafone. Sjokkerandi uppgötvun
allavega. Þeir hjá Vodafone hljóta að
brosa lúmskt yfir þessu. Svo vekur athygli
að hjá Júdasi sjálfum er víst áríð 2007.
Vandræðalegt. “
Stefán Friðrík Stefánsson
stebbifr.blog.is
Ekki svikin
„Það hefur varla farið framhjá nokkrum
manni að Síminn hefur veríð að auglýsa
þríðju kynslóð farsíma. Auglýsingin er í
fréttum svo að segja daglega afmismun-
andi ástæðum. Nú síðast vegna þess að
Síminn hefur ákveðið að afturkalla hana.
Frán augu tóku nefnilega eftirþvíað
Júdas og Jesús töluðu saman með hjálp
Vodafone. Og efég skil frásagnir fjölmiðla
rétt var auglýsingin líka innkölluð vegna
þess að íhenni sést (með stækkunargleri)
að símtalið fór fram 31. ágúst 2007 „eða
tæpum 2000 árum eftirsiðustu kvöldmál-
tíðina". Halló! En ekki hvað? Mér finnst ég
að minnsta kosti ekki hafa verið svikin!"
Ama Schram
ama.eyjan.is
arsmið og reynda hljóðfæraleikara
til að taka í og við vorum allir sam-
mála um að þetta væru þrusugóðir
gítarar," segir Sigþór.
„í framhaldinu pantaði ég stærri
sendingu og til þess að gefa þessu
aðeins meira kikk gaf ég þeim nöfn
úr goðafræðinni því það er svo
mikill kraftur í þessum nöfnum.
Til dæmis nefni ég gítarana Þrym,
Sleipni og Svaðilfara, bassinn heitir
Níðhöggur en kassagítarinn ber
eina kvenmannsnafnið, Hel. Ég er
bara með gítara eins og stendur, en
ég mun koma til með að panta bæði
blásturshljóðfæri og ásláttarhljóð-
færi á næstunni,“ segir Sigþór sem
sjálfur segist aðeins spila á gítar.
„Ég er nú meira svona bílskúrs-
maður, hefverið að experimenta
undanfarin 20 ár. Ég á helling af
tónlist á Netinu, en ég veit nú ekki
hvort það skiptir neinu máli,“ segir
Sigþór hógvær, en hann hefur
fengið kunna tónlistarmenn til
þess að prófa græjurnar.
„Við gerðum eins árs samstarfs-
samning við Birgi Hilmarsson í
Ampop og Pétur Heiðar Þórðarson
í hljómsveitinni Drep um að þeir
notuðust við gítara frá okkur. Þeir
hafa verið alveg í skýjunum með
þessar græjur og munu vonandi
opna augu annarra tónlistarmanna
fyrir þessum finu hljóðfærum."
Perlan
Ein magnaðasta bygging Reykjavíku'r á dagiun.
Eitt besta veitingahúsið á kvöldin.
HUMARSUPA
rjómalöguð með grilluðum kóngarækjum
1 glas afTokay Pinot Gris Reserve, Lucien Albrect, Frakkland.
PÖNNUKAKA
fyllt með skógarsveppum og mozzarella-osti
J glas qf Maeon Chaintré, Dotnaine de Lalande Dominique Cornin, Frakkland.
LAMBAHRYGGUR
fillet með steinseljurótarmauki og rósmarínsósu
J glas qf Chianti Riserva Sensi, Toskana, ltaiía.
ÍSLENSKT VANILLUSKYR
með pistasíufroðu og sólberjakrapi
1 glas qf Vino Santo Del Chianti Sensi, Toskana, Ítalía.
5.950 kr.
Meðfjórum glösum af víni: 8.790 kr.
Villibráðarhlaðborðið hefst 18. okt.
Matreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum
til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú
notið þess í besta villibráðarhlaðborði landsins.
Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum.
Aðeins 6.590 kr. | Tilboð mánudaga-miðvikudaga: 5.590 kr.
P E R L A N
Veitingahúsið Perlan • Öskjuhlíð • Sími: 562 0200 • Fax: 562 0207 • Tölvupóstur: perlan@perlan.is • Vefur: www.perlan.is