blaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007
blaöiö
FÉOGFRAMI
vidskipti@bladid.net
n Þegar leið á viðræðurnar og við kynnt-
umst starfsemi fyrirtækjanna þá sáum
við að rekstur sem þessi gat vel rímað við
fjárfestingarstefnu okkar.
Vísitala neysluverðs hækkar
Vísitala neysluverðs í september
hækkaði um 1,32 prósent frá
fyrra mánuði samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofunni. Vísitala
neysluverðs án húsnæðis hækk-
aði um 1,14 prósent frá ágúst.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 4,2
prósent, en vísitala neysluverðs
án húsnæðis um 1,1 prósent. ai
Verðbólguhorfur hafa versnað
Greiningardeild Kaupþings telur
að verðbólguhorfur til skamms
tíma hafi versnað. Vísitala neyslu-
verðs hækkaði milli ágúst og
september um 1,32% og er ársverð-
bólga nú 4,2%. Kaupþing telur að
búast megi við frekari hækk-
unum á eldsneyti og matvörum á
næstunni.
Greiningardeild Kaupþings segir
að sú hætta sé nú fyrir hendi að
með lægra gengi krónunnar komi
fram talsverður verðbólguþrýst-
ingur. Vinnumarkaðurinn sé enn
yfirspenntur og því allt útiit fyrir
að frekari kostnaðaráhrifa muni
gæta í náinni framtíð.
mbl.is
Hluthafar OMX kiosa Nasdaq
Robert Greifeld, forstjóri banda-
ríska verðbréfamarkaðarins
Nasdaq, segir að allir hluthafar
sænska kauphallarfyrirtækisins
OMX styðji yfirtökutilboð frá
Nasdaq en ekki tilboð frá Borse
Dubai í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum þótt síðar-
nefnda tilboðið sé hærra.
„Þetta liggur beint við. Það eru
samhljóða viðbrögð að tilboð
Nasdaq sé ákjósanlegra," sagði
Greifeld á blaðamannafundi í
Kaupmannahöfn í dag.
Nasdaq bauð 3,7 milljaðra dala
í reiðufé og hlutabréfum fyrir
OMX. Borse Dubai bauð 4 millj-
arða í reiðufé.
Greifeld sagðist telja að með
samruna OMX og Nasdaq gæfist
einstakt tækifæri á þessum mark-
aði en auðvitað litu hluthafar
OMX til þess munar sem er á
tilboðunum. Hann vildi þó ekki
segja hvort Nasdaq myndi hækka
tilboðið. mbl.is
Nýr forstjóri flugstöðvarinnar
Höskuldur Ásgeirsson lætur
af störfum sem forstjóri Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar í Iok
nóvember nk. og tekur Elín Árna-
dóttir við starfinu. Elín hefur
verið staðgengill forstjóra frá því
á síðasta ári.
Elín er 36 ára gömul og með
menntun frá viðskiptadeild
Háskóla íslands. Hún starfaði
sem sérfræðingur hjá fyrirtækja-
þróun íslandsbanka þar til hún
var ráðin fjármálastjóri Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar árið
2001. Áður hafði hún starfað sem
fjármálastjóri Snæfells 1997 til
1998 og í hagdeild Gelmer-Ice-
Iand Seafood í Frakklandi 1999
til 2000.
Höskuldur Ásgeirsson var ráðinn
framkvæmdastjóri félagsins og
síðar forstjóri
þegar rekstur
Flugstöðvar
Leifs Eiríks-
sonar og
ríkisfríhafn-
arinnar var
sameinaður
og hlutafé-
lagavæddur
árið 2000.
hos
Hótel D’Angleterre Gísli Reyn
isson, forstjóri Nordic Partners,
var afar ánægður með kaupin
Islendingar kaupa
Kaupmannahöfn
■ Nordic Partners kaupa D'Angleterre-hótelið ásamt fleiri hótelum
■ Kaupverð fæst ekki uppgefið
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyrr@bladid.net
Fjárfestingarfélagið Nordic Partn-
ers keypti í gær dönsku hótelkeðj-
una Remmen Hotels, en í þeirri
keðju eru hótelin Kong Frederik,
Front og hið fornfræga hótel D’Ang-
leterre. Auk þess fylgir veitingastað-
urinn Copenhagen Corner með í
kaupunum. Hótelið D’Angleterre
stendur við Kongens Nytorv og
hefur í áratugi verið eitt vinsælasta
og virtasta hótel í Skandinavíu. Hót-
elið er einn helsti gististaður fyrir-
menna og frægðarfólks sem sækir
Kaupmannahöfn heim. Hótel Front
stendur við höfnina í Kaupmanna-
höfn, gegnt nýja óperuhúsinu, og
Kong Frederik stendur við Ráðhús-
torgið. Öll þessi hótel setja svip sinn
á Kaupmannahöfn og eru þekkt
kennileiti í borginni.
Mikil ánægja með kaupin
Gísli Reynisson, forstjóri og aðal-
eigandi Nordic Partners, var mjög
ánægður með kaupin þegar að
Blaðið náði sambandi við hann í
gær. „Við höfum staðið í samninga-
viðræðum um þessi kaup frá því í
febrúar síðastliðnum í nánu sam-
starfi við fyrirtækjaráðgjöf Lands-
NORDIC PARTNERS
► Fjárfestingarfélagið Nordic
Partners var sett á stofn
í ársbyrjun 1997 og hefur
fram til þessa mestmegnis
starfað í Eystrasaltslöndun-
um, einkum Lettlandi.
► Félagið er íslenskt með
höfuðstöðvar við Suðurgötu
10. Það er í eigu fjögurra
fjárfesta, Gísla Reynissonar,
sem er forstjóri þess og að-
aleigandi, Bjarna Gunnars-
sonar, Jóns Þórs Hjaltason-
ar og Daumants Vitols.
U. Heildareignasafn félagsins
^ hljóðar upp á rúmlega 65
milijarða króna.
bankans sem var okkar aðalráðgjafi.
Það er mikið gleðiefni að kaupin
hafi loksins gengið í gegn. I upphafi
höfðum við áhuga á þessari fjárfest-
ingu sem fasteign en þegar leið á
viðræðurnar og við kynntumst starf-
semi fyrirtækjanna þá sáum við að
rekstur sem þessi gat vel rímað við
fjárfestingarstefnu okkar,“ sagði
Gísli. Að hans sögn stendur ekki
til að gera neinar stórfelldar breyt-
ingar á starfsemi hótelanna fyrsta
kastið, rekstur þess sé traustur og
allir lykilstarfsmenn muni halda
áfram. Vissulega verði þó horft til
þess að bæta reksturinn enn frekar
til lengri tíma litið.
Möguleiki á frekari hótelkaupum
Gísli segir að mikill hugur sé í
þeim Nordic Partners-mönnum
og þeir séu með mörg verkefni í
vinnslu. Fjárfestingarstefna félags-
ins er byggð upp á tveimur megin-
stoðum, fasteignaviðskiptum og
matvæla- og drykkjaframleiðslu.
,Fyrirtækið stendur vel fjárhags-
lega og er tilbúið í enn frekari fjár-
festingar á þessu ári. Við erum að
skoða mjög spennandi fjárfestingar
í matar- og drykkjarvörugeiranum
sem við vonumst til að geta lokið
á þessu ári. Það er ljóst að hugur
okkar stendur til þess að færa enn
frekar út kvíarnar i þessum hótel-
rekstri þó að ekkert slíkt sé í hendi
enn sem komið er. Við hefðum ekki
farið út í þessa fjárfestingu nema
því aðeins að við hefðum hug á því
að vaxa og dafna í þessum geira.“
HVAÐ VANTARUPPÁ?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
MARKAÐURINN ÍGÆR
Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 12. sept. 2007
Viðskipti 1 kronum Heildar-
ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetníng Fjöldi viðskipti Tilboö (lok dags:
verö breyting viðsk.verös viöskipta dagsins Kaup Sala
Félög í úrvalsvísitölu
a Atorka Group hf. 9,88 0,20% 12.9.2007 1 836.698 9,85 9,86
▼ Bakkavör Group hf. 63,50 -1,70% 12.9.2007 14 122.248.807 63,50 63,70
▼ Existahf. 30,70 -2,38% 12.9.2007 62 713.810.038 30,65 30,75
▼ FLGrouphf. 24,95 -0,99% 12.9.2007 13 311.878.750 24,85 24,95
▼ Glitnir banki hf. 27,65 -0,90% 12.9.2007 54 510.906.431 27,65 27,70
a Hf. Eimskipafélag íslands 39,90 0,25% 12.9.2007 1 349.125 39,70 40,00
♦ lcelandair Group hf. 26,20 0,00% 11.9.2007 - - 25,80 26,10
▼ Kaupþing banki hf. 1090,00 -0,64% 12.9.2007 118 2.050.446.757 1089,00 1090,00
▼ Landsbanki íslands hf. 39,80 -1,24% 12.9.2007 31 493.854.237 39,60 39,80
Mosaic Fashions hf. 17,50 - 4.9.2007 - - #NULL!
▼ Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 19,25 -1,03% 12.9.2007 30 246.888.111 19,25 19,30
▼ Teymihf. 6,09 -0,16% 12.9.2007 4 12.145.000 6,04 6,11
♦ össurhf. 101,50 0,00% 12.9.2007 9 13.481.356 101,00 102,50
Onnur bréf á Aðailista
♦ 365 hf. 2,51 0,00% 11.9.2007 - - 2,47 2,49
▼ Alfescahf. 6,23 -0,16% 12.9.2007 4 3.591.849 6,20 6,25
▼ Atlantic Petroleum P/F 1285,00 -0,77% 12.9.2007 24 15.801.860 1285,00 1300,00
▼ EikBanki 662,75 -1,08% 12.9.2007 4 7.713.413 660,00 667,00
▼ Flaga Group hf. 1,45 -6,45% 12.9.2007 11 2.566.750 1,45 1,47
▼ Feroya Bank 219,00 -0,90% 12.9.2007 5 891.552 219,00 222,00
▼ lcelandic Group hf. 5,90 -1,34% 12.9.2007 9 64.735 5,90 5,98
a Marelhf. 98,60 0,61% 12.9.2007 mm 11.157.530 98,20 99,00
♦ Nýherjihf. 21,50 0,00% 11.9.2007 - - 21,50 21,90
a Tryggingamiðstöðin hf. 45,20 0,44% 12.9.2007 2 1.988.800 44,80 45,20
Vinnslustöðin hf. 8,50 - 22.8.2007 9,00
First North á fslandi
▼ Century Aluminium Co. 2990,00 -5,56% 12.9.2007 4 36.348.000 2990,00 3035,00
HBGrandihf. 11,50 ■ 7.9.2007 - - 10,50 12,50
Hampiðian hf. 6,50 - 5.9.2007 - - 6,20 6,55
• Mest viðskipti í Kauphöll OMX í
gær voru með bréf Kaupþings, fyrir
um 2,1 milljarð króna og með bréf
Exista, fyrir 0,7 milljarða.
• Mesta hækkunin var á bréfum
Marels, eða o,6x%. Bréf Trygg-
ingamiðstöðvarinnar hækkuðu
um 0,44%.
• Mesta lækkunin var á bréfum
Flögu, eða 6,45%. Bréf Century Al-
uminum lækkuðu um 5,56%.
• Úrvalsvísitalan lækkaði um
1,0% í gær og stóð í 7.869 stigum
í lok dags.
• íslenska krónan styrktist um
0,74% í gær.
• Samnorræna OMX40-vísitalan
hækkaði um 0,25% í gær. Breska
FTSE-vísitalan hækkaði um 0,4%
og þýska DAX-vísitalan um 0,2%.