blaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 16
% sadr KOLLAOGKULTURINN kolbrun@bladid.net Það eru tvær aðferðir til að komast auð- veldlega í gegnum lífið: að trúa öilu eða efast um allt. Báðar aðferðirnar koma í veg fyrir að við hugsum. Alfred Korzybski Saga áhrifa- mikillar konu Komin er út hjá bókaútgáf- unni Veröld bókin Frjáls eftir Ayaan Hirsi Ali. í bókinni segir sómalski flóttamaðurinn Ayaan Hirsi Ali sögu sína frá því að hún ólst upp í Sómalíu, Eþíópíu, Keníu og Sádi-Arabíu, flúði til Hollands þar sem hún varð þingmaður og leitaði loks skjóls í Bandaríkjunum undan ofsóknum múslíma. Ali er ein umtalaðasta og dáðasta kona veraldar nú um stundir. Um árabil hefur hún neyðst til að fara huldu höfði en lífi hennar hefur margsinnis verið ógnað. Hún er vöktuð allan sólarhringinn og ferðast um í brynvörðum bílum. En þótt líf hennar sé stöðugt i hættu, faðir hennar hafi afneitað henni og fjölskyldan útilokað hana þá lætur hún ekki þagga niður í sér og berst ótrauð fyrir réttindum kvenna. Vikuritið Time útnefndi Ayaan Hirsi Ali meðal eitt hundrað áhrifa- mestu einstaklinga samtímans árið 2005. Ali er gestur Bók- menntahátíðar í Reykjavík. Árni Snævarr þýddi bókina. METSOLULISTI (slenskar bækur 1. Leyndarmálið Rhonda Byrne 2. Þú ert það sem þú hugsar L1 Guðjón Bergmann 3. Spænsk íslensk orðabók - ný Mál og menning 4. Viltu vinna milljarð? - kilja Vikas Swarup 5. Lost in lceland - ensk Sigurgeir Sigurjónsson 6. Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 7. Made in lceland - ensk Sigurgeir Sigurjónsson 8. Límmiðabók Latibær leikhús Sögur 9. Ensk orðabók - gul Orðabókaútgáfan 10. íslensk dönsk / Oönsk íslensk vasaorðabók Mál og menning Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 04.09 - 10.09. LISTI Erlendar bækur 1. The Secret Rhonda Byrne 2. The Innocent Man John Grisham 3. Harry Potter & the Deathly Hallows J.K. Rowling 4. Diary of a Bad Year J.M. Coetzee 5. The Right Attitude to Rain Alexander McCall Smith 6. The Moomin Book 1 Tove Jansson 7. Next Michael Crichton 8. The Afghan Frederick Forsyth 9. Anybody Out There? Marian Keyes 10. Icepick Þórdís Claessen Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menníngar dagana 04.09 - 10.09. AFMÆLII DAG Arnold Schönberg tónskáld, 1874 Claudette Colbert leikkona, 1905 Clara Schuman píanóleikari og tónskáld, 1819 Stórmerk ævisaga Maós er komin út í íslenskri þýðingu Saga um valdasýki og grimmd Ólafur Teitur Guðnason, sem hefur þýtt ævisögu Jung Chang og Jon Halli- day um Maó, segir verkið kollvarpa fyrri hugmynd- um manna um valdatíð Maó og hvaða mann hann hafði að geyma. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net „Það sem er merkilegast við þessa miklu ævisögu eru þær upplýs- ingar sem koma fram í henni og kollvarpa algerlega mörgum fyrri hugmyndum manna um Maó, valda- tíð hans, hvernig hann braust til valda og hvaða mann hann hafði að geyma,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður og þýðandi bókarinnar Maó - sagan sem aldrei var sögð eftir Jung Chang og Jon Halliday. „Églas til gamans hvað stendur í ís- lensku alfræðiorðabókinni um Maó og helstu „afreksverk” hans og þá rann það betur upp fyrir mér hvað fessi nýja bók er merkilegt framlag. alfræðiorðabókinni er dregin upp sú mynd af honum, sem er ótrúlega lífseig, að hann hafi verið fremur velviljaður en gert mistök og misst ástandið út úr höndunum, meira af klaufaskap en illgirni. Jung Chang og eiginmaður hennar sýna okkur hins vegar fram á að Maó var bæði valdasjúkur, grimmur og miskunn- arlaus, ekkert síður en Stalín og Hitler, og hafði reyndar miklu fleiri mannslíf á samviskunni en þeir báðir. Það er líka merkilegt hvað þau lögðu óhemjumikla vinnu í bókina. Hún var rúmlega 10 ár i smíðum og á þessum tíma tókst höfund- unum að ná tali af hreint ótrúlegum fjölda fólks sem hafði afskipti af Maó, bæði erlendum stjórnmála- mönnum og diplómötum hvaðan- æva úr heiminum og líka miklum fjölda kínverskra samstarfsmanna hans og ættingja. Á einum stað þar sem Maó hafði lengi bækistöðvar fundu þau son konu sem þvoði fyrir Maó. Á öðrum stað, þar sem komm- únistar unnu fræknustu hetjudáð sína í borgarastyrjöldinni sam- Ólafur Teitur „Jung Chang og eiginmaður hennar sýna okkur hins vegar fram á að Maó var bæði valda- sjúkur, grimmur og miskunnarlaus, ekkert síður en Stalín og Hitler, og hafði reyndar miklu fleiri mannslíf á samviskunni en þeir báðir." BÓKIN Ævisagan kom fyrst út í Bret- ^ landi í júní 2005 og komst á metsölulista þar í landi. Jung Chang hefur áður skrif- að metsölubókina Villtir svanir. Eiginmaður hennar, Jon Halliday, er breskur sagnfræðingur. ► ► Bókin er bönnuð í Kína. Jung Chang og Jon Halliday árita bókina um Maó í Bóka- búð Máls og menningar á Laugavegi næstkomandi laugardag kl. 11.00. kvæmt goðsögninni sem flokkur- inn hefur búið til, fundu þau níræða konu sem mundi eftir atburðinum og sagði að þarna hefði varla verið hleypt af einu einasta skoti. Átakanlegar eru auðvitað upplýs- ingarnar um mestu hungursneyð 20. aldar sem varð í stóra stökkinu fram á við, þar sem tugir milljóna manna sultu í hel svo að Maó gæti borgað Rússum fyrir tækniaðstoð með korni og öðrum matvælum. Ótrúlegt er að lesa um hvernig hann fór með sína nánustu, ekki síst eig- inkonur sínar. Valdabarátta hans við kollega sína í flokknum er reyf- arakennd og áform hans um að ná heimsyfirráðummeðkjarnorkustyrj- öld við vesturveldin voru skuggaleg og mögnuð. Ætli við megum ekki þakka fyrir að honum tókst aldrei að verða sér úti um eldflaugar til að skjóta kjarnorkusprengjum.” Erfitt að sannreyna heimildir Bókin hefur vakið gríðarlega at- hygli og fengið afar góða dóma. Ein- hverjir hafa þó gagnrýnt höfundana fyrir að draga upp of dökka mynd af Maó og sömu gagnrýnendur segja heimildavinnu ábótavant. Um þessa gagnrýni segir Ólafur Teitur: „Bókin hefur almennt fengið af- burðagóða dóma en hjá sumum hefur hún vissulega vakið hörð við- brögð. Það sem ég hef séð af gagn- rýni á heimildavinnu lýtur að því að í sumum tilfellum sé erfitt að sannreyna heimildirnar, en ég held að það helgist að einhverju leyti af því að höfundarnir gátu ekki gefið upp nöfn allra viðmælenda með hliðsjón af öryggi þeirra. Skráðar heimildir í heimildaskránni skipta hundruðum og það er skilmerkilega vísað til þeirra í 70 blaðsíðna tilvís- anaskrá, þannig að ég held að bókin standist nú flestar kröfur sem al- mennt eru gerðar í þessum efnum og vel það. Það er hins vegar staðreynd að sumum, ekki bara í Kína heldur einnig á Vesturlöndum, virðist ekki vera sérlega umhugað um að Maó sé afhjúpaður með þessum hætti. Fyrir um það bil ári sá ég langt viðtal við Jung Chang á BBC um bókina. Spyr- illinn var ekki með eina einustu spurningu um þær nýju upplýsingar sem koma fram í bókinni, en spurði hins vegar trekk í trekk hvort Maó hefði nú ekki gert margt gott! Þetta var dálítið sérkennilegt.” Lærdómsrík glíma Bókin er rúmlega 800 síður og þegar Ólafur Teitur er spurður hvort ekki hafi verið erfitt að þýða hana segir hann: „Það var alla vega sein- legra en ég bjóst við og oftar en einu sinni velti ég fyrir mér einni setn- ingu klukkutímum saman. Hugsun sem virðist við fyrstu sýn ofurein- falt að orða á íslensku getur reynst mjög snúin þegar reynt er við hana. En þetta er óhemjuskemmtileg og lærdómsrík glíma. Og ekki spillir fyrir að afraksturinn kemur fram í þessu samanþjappaða og áþreifan- lega formi sem bókin er.” MENNINGARMOLINN Fæðing frægs barnabókahöfundar Á þessum degi árið 1916 fæddist einn merk- asti barnabókahöfundur 20. aldar, Roald Dahl. Hann ólst upp í Wales og var á unga aldri sendur í heimavistarskóla. 111 meðferð þar hafði djúpstæð áhrif á hann og bækur hans fjalla iðu- lega um grimmd og hefnd. Dahl skrifaði nítján barnabækur og allmargar þeirra hafa verið þýddar á íslensku. Þar má nefna Kalla og súkku- laðiverksmiðjuna og Mathildu. Hann skrifaði einnig fyrir fullorðna og naut þar vinsælda fyrir hrollvekjukenndar smásögur. Hann skrif- aði nokkur kvikmyndahandrit, þar á meðal að James Bond-myndinni You Only Live Twice og söngvamyndinni Chitty Chitty Bang Bang. Hann kvæntist leikkonunni Patriciu Neal árið 1953 og þau eignuðust fjórar dætur. Þau skildu eftir stormasamt hjónaband árið 1883 eftir að Neal komst að ástarsambandi hans og bestu vinkonu sinnar, sem Dahl kvæntist síðar. Hann lést árið 1990. Patricia Neal og Roald Dahl

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.