blaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 8
8
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007
blaöiö
Jespersen aftur ráðherra
Karen Jespersen, fyrrum félags-
mála- og innanríkisráðherra
ríkisstjórnar danskra jafnaðar-
manna, hefur tekið við embætti
félagsmálaráðherra í ríkisstjórn
Danmerkur. Anders Fogh Rasm-
ussen forsætisráðherra skipaði
hana ráðherra í gær, tæpu ári
eftir að hún yfirgaf Jafnaðar-
mannaflokkinn og gekk til liðs
við Venstre, flokk Rasmussen.
Jespersen tekur við embættinu
af Evu Kjer Hansen, sem tekur
við landbúnaðarráðherraembætt-
inu af Hans Christian Hansen.
Mannabreytingar urðu einnig í
samgönguráðuney tinu í gær, þar ráðherraembættinu af Flemming
sem Jakob Axel Nielsen tók við Hansen. ai
Estrada dæmdur fyrir spillingu
Dómstóll á Filippseyjum hefur
dæmt Joseph Estrada, fyrrum
forseta landsins, í lífstíðarfang-
elsi fyrir að hafa gerst sekur um
spillingu. Estrada var ákærður
fyrir að hafa dregið sér um fimm
milljarða króna áður en honum
var steypt af stóli í friðsamlegri
uppreisn árið 2001.
Estrada sagði úrskurð dómsins
hafa verið af pólitískum rótum
sprottinn og að réttarhöldin, sem
stóðu í um sex ár, hefðu einungis
verið til sýndar. aí
Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, sem
salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar.
VOGABÆR
Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna.
Góö á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa.
Pólitísk umbrot í Rússlandi
Ríkisstjórnin hættir
Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti hefur fall-
ist á afsögn Mikhails
Fradkovs forsætisráð-
herra og ríkisstjórnar
hans. Fradkov segist
hafa boðist til að segja
af sér vegna mikil-
vægra pólitískra at-
burða sem í vændum
væru og vildi hann
veita forsetanum fullt
frelsi til ákvarðana,
þar á meðal um mannaráðningar. tiltölulega óþekktur í rússneskum
Pútín útnefndi í gær Victor stjórnmálum.
Zubkov nýjan forsætisráðherra. Þrír mánuðir eru til þingkosn-
Zubkov hefur stýrt eftirliti ríkis- inga í Rússlandi og sex til fyrirhug-
ins með fjármálaglæpum og er aðra forsetakosninga. aí
Lýðveldið Kongó
Fjöldi lést af
völdum ebólu
Tæplega tvö hundruð manns
hafa látist af völdum ebóluveir-
unnar í Kasai-héraði í Lýðveld-
inu Kongó síðustu daga. Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) hefur staðfest að 166
hafi látist og er kunnugt um
tæplega fjögur hundruð önnur
tilfelli veirusýkingar á svæð-
inu. Veiran er bráðsmitandi og
engin lækning til við henni.
WHO hefur lokað nokkur þorp
af, en enn sem komið er ekki
séð ástæðu til mæla með því
að dregið sé úr ferðafrelsi eða
lokað á útflutning. ai
Löggur kafna
í skriffinnsku
■ Of mikill tími enskra lögreglumanna fer í skriffinnsku ■ Lög-
reglumenn þurfa að einbeita sér meira að sýnilegri löggæslu
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Lögreglumenn í Englandi og
Wales geta ekki unnið starf sitt
almennilega vegna mikillar skrif-
finnsku og eru tregir til að beita
sinni eigin dómgreind, samkvæmt
nýrri skýrslu sem unnin var af
Sir Ronnie Flanagan, fyrrverandi
lögreglustjóra og sérstökum ráðgjafa
breska innanríkisráðherrans i
löggæslumálum. Flanagan segir lög-
reglumenn gefa of ítarlegar skýrslur
af útköllum og atburðum af ótta við
að verða gagnrýndir fyrir að sleppa
einhverju við skýrslugerðina. Nauð-
synlegt sé að koma í veg fyrir of
mikla skriffinnsku til að veita lög-
reglumönnum aukinn tíma til þarf-
ari starfa.
Jacqui Smith, innanríkisráðherra
Bretlands, segir í samtali við breska
ríkisútvarpið að þörf sé á breyt-
ingum þannig að lögreglan verði
skilvirkari og um leið hæfari til að
kljást við glæpamál og að Flanagan
hafi komið fram með nokkrar
skýrar og hagnýtar tillögur til úr-
bóta. Smith segirýmislegtinnanlög-
reglunnar hafa breyst til batnaðar á
undanförnum árum. Meðal annars
hafi lögreglumönnum fjölgað og
greinilegur árangur náðst í að draga
úr glæpum.
Hverfalöggæsla
1 skýrslunni er hverfalöggæsla í
Englandi og Wales sérstaklega lofuð
og sagt að hún hafi skilað árangri.
Flanagan segir að lögregluembætti
SKÝRSLAN
y., Ráðgjafi breska innanríkis-
^ ráðherrans mælir með að
betri tækjum verði komið
fyrir í lögreglubílum þannig
að meiri upplýsingar geti
borist til lögreglumanna á
ferðinni.
W. Flanagan vill að menn í
~ gæsluvarðhaldi sem staddir
eru á lögreglustöð eigi að
geta komið fyrir dómara í
gegnum myndskjá. Þannig
mætti spara tíma og mann-
afla.
verði þó að vinna nánar með sveit-
arstjórnum, skólum og fleiri stofn-
unum til að slík löggæslu skili enn
betri árangri.
Á vef BBC segir að Flanagan
telji að með breyttu samfélagi hafi
lögreglumenn orðið tregari til að
taka áhættu. Þeir gefi of ítarlegar
skýrslur og afkasti því í raun minna.
Hann kallar eftir breytingum á lög-
reglumenningu í landinu. Flanagan
hvetur yfirmenn til að ýta undir
að lögreglumenn beiti eigin dóm-
greind og að sérstökum sjálfboða-
liðasveitum verði komið á fót til að
aðstoða hverfalögreglu við að draga
úr glæpum. Þá vill hann láta búa til
nýjar staðlaðar skýrslur, þannig að
skriffinnska verði höfð í lágmarki.
,Við eigum á hættu að lögreglumenn
einbeiti sér að því að gefa skýrslur
um glæpi í stað þess að vera á göt-
unni til að leysa mál og koma í veg
fyrir glæpi. “
HVAÐ VANTARUPPÁ?
Hringdu í síma 510 3700 eöa
sendu póst á bladid@bladid.net
Stormasöm valdatíð forsætisráðherra Japans senn á enda
Shinzo Abe segir af sér
Shinzo Abe hefur tilkynnt að
hann hyggist segja af sér embætti
forsætisráðherra Japans, tæpu ári
eftir að hann tók við völdum. Abe
hefur sætt mikilli gagnrýni og hafa
margir krafist afsagnar hans í kjöl-
far þess að flokkur hans galt afhroð
í kosningum til efri deildar þings-
ins í sumar. Fjölmörg hneykslismál
hafa einkennt stutta valdatíð Abes
og hafa margir ráðherrar hrökkl-
ast frá embættum sínum á síðustu
mánuðum.
Háttsettir embættismenn
segja að heilsa Abes hafi átt þátt i
ákvörðun hans um afsögn, en Abe
sagði sjálfur að annar forsætisráð-
Shinzo Abe
Arftaki forsæt-
isráðherrans
verður skipaður
í næstu viku.
herra væri betur í stakk búinn til að
leysa deiluna um stuðning Japana
við stríðsrekstur Bandaríkjanna
í Afganistan. Abe sagði að í núver-
andi ástandi væri ekki mögulegt að
halda uppi skilvirkri stefnu og að
hann tæki á sig ábyrgðina á því að
ríkisstjórninni hefði ekki tekist að
ávinna sér traust almennings. Nýj-
ustu skoðanakannanir hafa bent
til þess að einungis þrjátíu prósent
Japana væru ánægð með störf ríkis-
stjórnar Abes.
Frjálslyndir demókratar, flokkur
Abes, munu koma saman í næstu
viku til að útnefna nýjan formann
sem mun jafnframt taka við for-
sætisráðherraembættinu. Taro Aso,
framkvæmdastjóri flokksins og
náinn samstarfsmaður Abes, er af
mörgum takinn líklegastur til að
hreppa hnossið.
atlil@bladid.net