Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 16

Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 16
Margur maðurinn heillast af myrkrinu en aðrir óttast það og forðast, kveikjandi elda og bál til að flæma burt þá fjanda sem dvelja aðeins á dimmum stöðum. Að sama skapi er tvíbent afstaða mannsskepnunnar til Myrkrahöfðingjans, sem heitir þúsund nöfnum, Djöfull og Satan og Belsebúb. Fá tákn eru jafn öflug og viss með að tendra heitar tilfinningar í huga þeirra sem hlotið hafa kristilegt uppeldi. Ef mark væri takandi á táknum kynni að hvarfla að manni að nú lifðum við sannarlega síðustu tíma, enda merki og tákn Djöfulsins alls staðar, frá Manson-gengjum til strikamerkja. En trúir einhver í alvöru á Andskotann? Síðastliðin þrjú ár hefur óteljandi sinnum verið bent á í ræðu og riti að hryðjuverkamenn eins eru frelsishetjurannars. Aðbreyttu breytanda getum við sagt að guðir þeirra sigruðu verða að djöflum sigurvegaranna. Og í aðeins minna mæli að guðir eins séu djöflar annars. Því ef við spyrjum: „Hvað er djöfladýrkun?", fer svarið, eins og endranær, að miklu leyti eftir því hvern við spyrjum. Suðurríkjabaptisti af róttækari gerðinni til hægri myndi að líkindum svara okkur á þá leið að Djöfulinn dýrkuðu allir þeir sem ekki hefðu meðtekið Jesú Krist sem sinn frelsara, og höguðu sér eins mun skilgreina djöfladýrkun sem andstæðu réttrar trúar og góðra siða, og það er alræmt hversu hrikalega afstæð og menningarbundin hugtök "rétt trú" og "góðir siðir" eru. "Satan" merkir "andstæðingur", og hvorki "hann sjálfur", né átrúnaður eða ofsóknir í eða gegn hans nafni, þrífst ekki nema í námunda við önnur trúarbrögð. Við komumst því seint að neinni skýrri niðurstöðu eftir þessari leið. í besta falli endum við í öfugum Laxnes Atómstöðvarinnar: „Hinn sanni Satan er það Satan þegar öll Satan hafa verið leidd fram og sagt: Ekki það, ekki það?" WON'T THE REAL SATAN PLEASE STAND UP? Satan er besti vinur kristinnar kirkju og hefur haldið henni uppi öll þessi ár. Svo ritaði Æðstiprestur hinnar kalífornísku "Church of Satan", Anton Szandor LaVey árið 1966, í metsölubókinni The Satanic Bible; fáanleg í öllum helstu bókaverslunum í ódýru kiljubroti. í kirkju Satans játa meðlimirnir Satan trú sína og tryggð, halda messur og aðrar athafnir, eiga sín "helgirit" í skrifum Antons LaVey og loks er kirkja Satans viðurkennd sem trúfélag af bandarísku alríkisstjórninni „Skemmst er frá þuí aö segja að á einhverjum mánuðum skellti Anton saman klippiverkinu The Satanic Bible og bókin varð "hit". I\lú varð ekki aftur snúið; innsiglunum hafði verið lokið upp og Fjandinn var laus." og Suðurríkjabaptistum þykir sómi að. Sem sagt allir sem ekki eru Suðurríkjabaptistar, að meðtöldum rómversk- kaþólskum kristnum. Vel á minnst, kaþólska; það er skemmtileg staðreynd að drjúgur hluti þeirra "galdrabóka"og"djöflatákna" sem notuð voru sem sönnunargögn í galdramálum á 16. og 17. öld, bæði hér sem á meginlandi Evrópu, voru kaþólskar Maríubænir á latínu eða hlutir sem þurfti til framkvæmdar hinnar kaþólsku messugerðar. Þess lags hlutir voru í augum tiltölulega nýfrelsaðra lúterskra og kalvínskra "siðbótarsinna"skýr og klár merki um handbragð húsameistara Helvítis. En ef maðursnýrsérfrá öfgadæmum af þessu tagi þá verður svarið við spurningunni: „Hvað er djöfladýrkun?" allltaf að meira eða minna leyti þessu marki brennt. Sá sem svarar En okkur er alvara með spurningunni. í Ijósi þess hvað orðin "Satan" og "djöfladýrkun" eru öllum kunn og vekja alltaf viðbrögð af einhverju tagi hljótum við einhvers staðar að finna fólk sem bókstaflega og orðrétt játar trú á Satan. Og sú er vissulega raunin. Og ef við förum að grennslast nánar fyrir líður ekki á löngu áður en okkur verður Ijóst að við höfum um leið rekist á meginrót þess popp-satanisma sem hvarvetna verður á vegi okkar barna Rosemary í menningu samtímans. — njótandi þar með hlunninda og skattaívilnanna sem slíkt. Satanskirkjanerþvíeinsnálægt því og hægt er að komast að teljast skipulögð trúarbrögð. Við skulum því láta það nægja sem svar við spurningunni hvað djöfladýrkun er og hverjir séu djöfladýrkendur að segja: að minnsta kosti meðlimir "Church of Satan", að eigin sögn. Satanskirkjan er ein af skemmtilegri birtingarmyndum evangelískrar kristni. Stofnandinn og æðstipresturinn Anton LaVey var um margt merkilegur karakter. Hann fór ungur að árum að vinna fyrir sér í ferðafjölleikahúsi og skrípasýningu, tók Ijósmyndir af glæpavettvöngum fyrir lögregluna og gat leikið ýmsar listir, meðal annars ágætlega á orgel. Árið 1966 gefur hann svo út Biblíu Satans og lýsir yfir að samnefnd kirkja sé nú grundvölluð. Uppruni biblíu LaVeys er um margt athyglisverður; Anton LaVey var ekki dreginn af djöflamergð niður í ellefta hring Helvítis og sagt að skrifa. Satansbiblíuan, sem skreytt er fimmhyrndri stjörnu í hring með stílíseruðum geitarhaus dreginn inn í stjörnuna, svk. Bafómetstjarna, og hefur fyllt margan bókabúðarstarfsmanninn ugg og ótta var skrifuð eftir beiðni vinar Antons, sem starfaði í bókaaútgáfu. Vinurinn vildi að Anton setti saman eitthvað verulega krassandi sem hægt væri að markaðssetja með glæsilegum árangri á þeim óvissutímum sem skráðir eru í sögubókum sem "the sixties". Skemmst er frá því að segja að Helgiathafnir "Church of Satan" eru nokkuð fjölskrúðugar. Vert er að nefna sérstaklega að þær eru ekki kallaðar "svartar messur" heldur er það aðeins ein gerð af "satanískri" helgiathöfn. LaVey kunni vel að setja upp leiksýningar og skapa stemmingu. Þá kunnáttu nýtti hann sér til að púsla saman ýmsum "helgiathöfnum" sem birtust ári seinna í fylgiriti Satansbiblíunnar, The Satanic Rituals. I báðum þessum bókum raðar LaVey saman allslags brotum úr goðsögum og misfrægum gömlum galdraritum, bætir við einhverju frá sjálfum sér og gefur athöfninni heiti eins og '"'Die elektrischen Vorspiele". Óskandi væri að eitthvert á einhverjum mánuðum skellti Anton saman klippiverkinu The Satanic Bible og bókin varð "hit". Nú varð ekki aftur snúið; innsiglunum hafði verið lokið upp og Fjandinn var laus. SATAN LÚSÍFERSSON, SÚPERSTAR Kjarninn í skoðun LaVeys er hressilega krítísk og upplýst einstaklings- og nautnahyggja og er dregin saman í níu yfirlýsingar, meðal annars: leikfélagið tæki sig til og sett upp eina af athöfnum LaVeys, því að sem leikverk og "show" eru þær stórgóðar. Varast skyldi þóaðtaka þæralvarlega; og raunar satanskirkjuna og samtök sprottin af henni yfirhöfuð. Það leikur enginn vafi á því að til er fólk sem kallar sig satanista, og þar af dýrka sumir Satan, og af þeim fremja sumir illvirki. Meira er vert að hafa í huga að þeir eru mun fleiri sem fremja illvirki án þess að lýsa yfir að það sé gert í Satans nafni. "Satan stendur fyrir nautn í stað bindindis" ""Satan stendur fyrir kærleika til þeirra sem eiga hann skilið í stað þess að sóa ást á vanþakkláta!" "Satan stendur fyrir allar hinar svokölluðu syndir, þar sem þær leiða til likamlegrar, andlegrar eða tilfinngalegrar fullnægju!" Guðs náð og frið í Ésú nafni. Böðvar Yngvi Jakobsson

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.