Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 22

Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 22
Bjarni Haraldsson 24 ára Hvað heitir bók Sjón sem vann til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Veistu það ég hef ekki hugmynd um það. Hvað þýðir Amen? Það er endinn á því þegar maður biður bæn. Hverrar trúar var Jesú? Kristinnar trúar. Hver er stærsti kaupstaður á íslandi? Ég veit það ekki. Hvaða mynd fékk Óskarinn fyrir bestu myndina? Ray? Kristinn Viggósson 25 ára Hvað heitir bók Sjón sem vann til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Pass. Hvað þýðir Amen? Verði svo. Hverrar trúar var Jesú? Pass. Hver er stærsti kaupstaður á íslandi? Reytcjavík. Hvaða mynd fékk Óskarinn fyrir bestu myndina? Million Dollar Baby. Gestur Páll Reynisson 31 árs Hvað heitir bók Sjón sem vann til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Man það ekki. Hvað þýðir Amen? Verði Guðs vilji. Hverrar trúar var Jesú? Gyðingur. En hann var náttúrulega kristinn / gyðingur en tæknilega séð gyðingur. Hver er stærsti kaupstaður á fslandi? Reykjavík. Hvaða mynd fékk Óskarinn ©fyrir bestu myndina? Million Dollar Baby. Hvað finnst þér vanta á ísiandi og afhverju? Innanhúss golfvöll, þannig að hægt sé að spila golf á veturna. Ég veit samt að þetta er frekar fjarlægur draumur, þannig að við vonum bara að lcelandAir haldi áfram beinu flugi til Flórída. Hver finnst þér vera hinn týpíski Islendingur? Hvað skapgerð og manngerð varðar þá er Guðjón Þórðarson (frv. Landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu) týpískur islendingur, hann er nett góður með sig, hann er skaphundur og vinnusamur, hann er maður sem að gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og hann lætur ekki bjóða sér hvað sem er því að hann er stoltur. Þetta segi ég um hann, þrátt fyrir að hafa bara talað við hann 3-4 sinnum. Útlitslega myndi ég segja að Jóhanna Vilhjálmsdóttir endurspeglaði íslenskar konur, og hvað karla varðar þá mundi ég segja Ólafur Stefánsson, handboltakappi. Hvað finnst þér vanta á íslandi og afhverju? Ég er í rauninni mjög sáttur við landið okkar eins og það er. Kanski minna skammdegi og einn Hooter's á Laugavegin Ef þú sæir um peninga ríkisins í hverju myndir þú fjárfesta? Mennta- & heilbrigðiskerfinu. Ef þú gætir fengið eina stórstjörnu til að flytja til íslands hver væri það? Quentin Tarantino, leikstjóra, af því að hann er svo "trendy" að hann myndi koma íslandi á kortið áður en hann fengi sér húsnæði. Það gæti haft gríðarlega góð áhrif á efnahagslífið og okkur öll. ;) Viltu flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinn og ef svo er hvað viltu fá í staðin? Sem Egilsstaðabúi þá vil ég ekki færa völlinn neitt, enda gerir flutningur vallarins ferðalagið til höfuðborgarinnar erfiðara og dýrara. En sem Reykvíkingur þá vil ég færa þennan völl út fyrir bæjarmörkin,þvíaðhannerstaðsettur á besta stað á höfuðborgarsvæðinu. Þarna á að setja upp lítið "Harvard- þorp", húsin verða gerð í gömlum stíl til að viðhalda gamallri ímynd Reykjavíkur. Á sama tíma á að byggja skýjakljúfur hinum megin við tangann, við Sæbrautina og láta gamla og nýja tímann mætast á tjörninni. Er ekki verið að byggja Skuggahverfi nú þegar, þannig að við erum komin af stað. Hver finnst þér vera hinn týpíski íslendingur? Stuðmennirnir okkar held ég bara, ég meina hver kemst upp með það að halda tónleika i Royal Albert hall og það bara fyrir íslendinga, loksins búnir að meika það. Ef þú sæir um peninga ríkisins í hverju myndir þú fjárfesta? Fyrst myndi ég láta klára þetta blessaða tónlistarhús sem er búið að taka allt of langan tíma, auka tónlistarkennslu í barnaskólum og svo myndi ég gera sérstakan Stuðmanna sjóð svo að þeir geti nú spilað fyrir okkur íslendinga bara allsstaðar í heiminum, Ef þú gætirfengiðeinastórstjörnu til að flytja til íslands hver væri hún og afhverju? Ég myndi vilja fá Ringo Starr, kanski bara af því að hann er svo hress og að hann drekkur koníak í kók og sá drykkur heitir einmitt RINGOI! Viltu flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinn og ef svo er hvað viltu fá í staðin? Æji mér gæti ekki verið meira sama. -

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.