Bændablaðið - 22.11.2005, Page 26

Bændablaðið - 22.11.2005, Page 26
26 Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Heyskapur „í Súdan og Grímsnesinu“ Þeir, sem á þinginu báru saman bækur sínar, komu úr fjölmörgum hornum heimsins: Þar sem berjast þarf í heimskautamyrkri við bein- frosið vothey úr grasi, og allt suður undir hitabeltið þar sem forða þarf söxuðum sykurreyr undan brenn- heitri sólinni. Sumir þátttakend- anna voru vanastir 300 hestafla vélum á spildum sem að flatarmáli jafnast á við meðaljörð í Ölfusinu, aðrir virtust vanari þeldökkum iðjumönnum sem berfættir aka við heyskapinn smátraktorum á borð við þá sem hérlendis voru vinsælir á dögum Ingólfs frá Hellu. En þótt hin ytri kjör séu ólík eru markmið fræðastarfsins hins sömu: að afla búfjárfóðurs til afurðamyndunar, að tryggja varðveislu fóðurefna og fóðurgæða, og að leita eftir sem minnstum framleiðslukostnaði fóðursins. Það sama á líka við um margar grundvallarreglur fóður- verkunarinnar; þess vegna eru þing sem þessi svo gagnleg þátttakend- um. Framleiðslu- kostnaður fóðurs Rækilega var minnt á þátt fram- leiðslukostnaðarins, m.a. í tengsl- um við þann þrýsting sem fjöl- þjóða viðskiptasamningar setja nú á bændur. Öruggt og sífellt mat á hinni fjárhagslegu hlið fóðurfram- leiðslunnar væri því grundvallarat- riði. Í því efni væri nauðsynlegt að horfa á framleiðsluferilinn í heild til þess að sjá nýtingu fjármuna og vinnu, sem er þungvægur kostnað- arliður, í eðlilegu samhengi. Sér- staklega var dreginn fram þáttur fasta kostnaðarins, svo og mikil- vægi þess að horfa meira til af- kasta, reiknaðra í afurðum á hekt- ara. Bent var á að fjölþjóða við- skiptabandalög mótuðu nú í meiri mæli en áður framleiðsluumhverfi bænda, hvað snerti fóðuröflun, fremur en gerðir einstakra ríkja. „Nýjar“ fóðurtegundir Síðustu árin hefur mikill hugur verið í bændum nágrannalanda að reyna „nýjar“ tegundir nytjajurta til fóðurframleiðslu (alternative crops). Þar hefur mest farið fyrir maís og hveiti (heilsláttur). Rækt- unarmörk maís hafa sífellt verið að þokast norðar síðustu árin. Norður- Írar hafa náð góðum árangri með ræktun og verkun á maís, m.a. auknu heyáti og kjarnfóðursparn- aði allt að 5 kg á kú á dag. Frank Gordon, áður yfirmaður hinnar norður-írsku rannsóknamiðstöðvar landbúnaðarins í Hillsborough, sem dró saman efni fræðaþingsins, benti þó á að bændur yrðu að vita af hverju þeir væru að rækta hinar „nýju“ tegundir, og skírskotaði þá einkum til framleiðslukostnaðar fóðurs úr þeim. Hér má skjóta því inn að samkvæmt dönskum heim- ildarmanni hefur EB nú ákveðið að jafna stoðgreiðslu á maís og gras, og bjóst hann því við að næstu árin mundi maís ekki verða jafn áber- andi í dönskum sveitum og verið hefur: Það er fleira en kostir jarð- vegs og veðráttu sem stýra fóður- rækt bænda. Að heyið verði betra en hráefnið? Rannsókna- og þróunarstarf síðustu aldar hefur stuðlað að því að lítill munur verður á verðmæti heysins í framleiðslunni og hráefn- isins sem það er verkað úr, sé kunnáttu beitt út í hörgul. Því er spáð að lengra megi ná og er þá vitnað til álits bresks rannsókna- hóps, sem kynnt var á þinginu, um hvernig það gæti gerst (lausleg þýðing): ...“Í fyrsta lagi, að rann- sóknir og umbætur á varðveislu próteins og þáttum sem stýra geymslu kolvetna í fóðurjurtum muni ekki aðeins bæta nýtingu jórturdýra á köfnunarefni (N), heldur einnig bæta framleiðni dýr- anna og draga úr óæskilegum um- hverfisáhrifum þeirra. Í öðru lagi að dýpri skilningur á notkun bakt- eríusmits (inoculants) og jurtaefna, bæði í heygeymslu (við verkun) og í vömb, muni leiða til þess að auð- veldara verði að hafa stjórn á holl- ustu fóðursins með lífvirkum hætti, og þá um leið afurðanna af því“... Athyglin beinist sérstaklega að möguleikum sem felast í plöntukynbótum í þessu skyni, bættum skilningi á meltingarferlin- um, og loks áhrifum „æskilegra“ baktería og lífvirkra plöntuefna, sem beita mætti á ýmsum stigum verkunar og fóðrunar. Tækni við hey- verkun og fóðrun Írar eru nú meðal forystuþjóða í rannsóknum á sviði heyverkunar og fóðrunar. Í erindi tveggja þeirra (Forristal og O´Kiely) um tækni og vinnubrögð kom fram að 52-64% framleiðslukostnaðar fóðurs (sem þeir töldu vera 96-108  á tonn þurrefnis ... nú 6,80-7,70 ísl. kr./kg þe.) rekja sig til tækja og vélvæð- ingar. Þeir töldu ýmis tækifæri bíða í tækni til þess að bæta stjórn- un framleiðsluferilsins og nýtingu aðfanga (nákvæmnisbúskap), bæði hvað snerti sjálfa ræktunina (áburðarnotkun), en einnig mat á uppskeru og þurrefnisstigi hennar. Þeim varð tíðrætt um nýtingu orku (eldsneytis) við fóðuröflunina, og bentu m.a. á hve brytjun fóðurs umfram lágmarksþarfir væri kostnaðarsöm - með hinni hefð- bundnu múgsöxunartækni. TMR- tæknina, eða það sem hefur verið kallað heilfóðrun, töldu þeir eink- um hafa skilað sér í vinnusparnaði og bættri fóðurstjórnun. Með vísun til norður-írskra rannsókna töldu þeir hins vegar heilfóðurtæknina ólíklega skila meiri afurðum en fóðrun aðskilinna fóðurefna, nema ef kjarnfóðurhlutfallið væri hátt (>50%). Þeir félagarnir, Forristal og O´Kiely, bentu ennfremur á að mikið væri um fóðrun vitað, en að meira þyrfti að gera í kerfisrann- sóknum (system research - þar sem horft er til heildarlausna en ekki aðeins einangraðra hluta ferilsins) er gætu orðið bændum grundvöllur ákvarðana um hagkvæmustu véla- gengi bæði til heyöflunar og fóðr- unar, sem og nýskipulagningu og endurbætur á gripahúsum. ... og fjölmargt annað Engan veginn er hægt að nefna hér allt það athyglisverða er sjá mátti og heyra á þinginu í Belfast. Bæta má því við að nú er mikill áhugi í nálægum löndum á verkun heys handa hrossum, enda vaxandi markaður og kröfuharður. Þar eru rúllur og ferbaggar helsta geymsluformið en rannsóknirnar beinast einkum að hentugu þurrk- stigi heysins, sem og gæðum plastsins sem notað er til hjúpunar. Hross og hrossaeigendur mega sem rétt er vart af myglu vita, svo mikil hersla er nú lögð á þróun súr- efnisheldara plasts, og njóta aðrir rúlluheysverkendur góðs af henni. Rannsóknir á hjálparefnum eru líka umfangsmikill bálkur - athygl- in beinist nú mjög að ýmsum líf- virkum efnum og þá ekki aðeins efnum til að blanda í heyið fyrir verkun heldur einnig „fæðubótar- efnum“, þ.e. efnum sem gefin eru með fóðrinu. Loks er að geta þeirr- ar athygli sem nú er beint að varð- veislu sykranna (WSC) í fóðrinu, en þær efla bakteríuvöxt og bæta nýtingu köfnunarefnis í vömb. Sykrurík grös eru því eftirsóknar- verð og ekki síður verkunaraðferð- ir sem draga úr niðurbroti sykr- anna, svo sem hæfileg forþurrkun og íblöndun virkra hjálparefna. „...að vita meira og meira“... Á þingi sem þessu endurspeglast kapp fræðimanna um „að vita meira og meira, meira í dag en í gær“, eins og þar stendur. Af því nýtur atvinnugreinin góðs. Kunn- áttusæknin er áhrifamikið afl en á bak við liggur þó annað og sterk- ara, sem er krafan um ódýrari af- urðir - ódýrari matvæli til að mæta frumþörfum vaxandi markaða þeg- ar horft er til heimsbyggðarinnar sem heildar. Fjölmargar kröfur aðrar eru gerðar til fóðurfram- leiðslunnar, svo sem um umhverfi, hollustu, vinnuálag o.fl. Kostnað- arsjónarmiðið yfirskyggir þó í reyndinni flest. Því taka fóður- framleiðslan og fóðrunin á sig myndir sem mönnum eru mis- þekkilegar, og eins og áður var sagt: fjölþjóða viðskiptabandalög móta nú í meiri mæli en áður allt framleiðsluumhverfi bænda frem- ur en gerðir einstakra ríkja. En þörfin er þó hvað ríkust að sjá heildaráhrifin og þættina sem þeim ráða. Þing, sem það er hér var lítil- lega sagt frá, hjálpar mjög til við að raða þekkingareiningum saman í þessa heild. Á Norður-Írlandi eru fallegar sveitir og frjósamar. Kunnátta í ræktun og nýtingu grasa er þar á mjög háu stigi, enda fóðurgrös undirstaða ríflega 63% framleiðsluverðmætis landbúnaðarins (nauta- og kindakjöt, mjólk). Um það leyti sem íslenskir bændur voru önnum kafnir við fyrri slátt liðins sumars komu nær 200 fóðurverkunarmenn saman til fræðaþings í Belfast á Norður Írlandi. Opinberlega hét fræðaþingið XIVth International Silage Conference, og var raunar hluti af tuttugustu heimsráðstefnu grasrækt- armanna, sem haldin hafði verið dagana á undan. Á þingum sem þessum eru jafnan kynntar nýjustu rannsóknaniðurstöður, bæði með erindum og vegg- spjöldum, auk þess sem gott tóm gefst til samræðna og annarra gagnlegra kynna. Hér verður sagt frá brotum af því sem fram kom á þinginu, sem skrifar- inn fékk tækifæri til að taka þátt í á vegum Land- búnaðarháskóla Íslands. Bjarni Guðmundsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands Þingað um verkun fóðurs Æðardúnn er eftir-sóttur erlendis Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands var haldinn í Reykjavík laugardaginn 12. nóvember sl. Á fundinum kom m.a. fram að sala á æðardúni gengur vel. Spurn eft- ir íslenskum æðardúni er mikil og verð til bænda er gott, þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun krónunn- ar. Tíðarfar á liðnu vori var æðar- fugli víðast hvar mjög hagstætt. Þó var maímánuður með kaldasta móti víða norðanlands og við Skjálfanda voru 24 frostnætur í maí, sem höfðu veruleg áhrif á árangur varps, en varp hefur dregist saman á ýmsum stöðum á Norðausturlandi. Dún- tekja er þó talin vera í meðallagi á landinu í heild og dúnnýting víðast hvar góð. Á síðari árum er það áberandi hversu seint fugl kemur í varp. Æð- arbændur sjá þess augljós merki að fuglinn vantar æti á vormánuðum til þess að undirbúa sig fyrir áleguna. Hann kemur því seint í varp og sums staðar í minni mæli en vænst var. Víða vantaði síli á grunnslóð og loðna gengur ekki upp að landinu eins og áður. Þá segja margir að mikil fiskigengd inn á firði hafi áhrif því að fiskurinn þurrki upp allt auðveldasta og besta ætið sem æð- arfugl sækir venjulega í á grunn- sævi. Verulega aukið fé til refa- og minkaveiða Gestir fundarins voru Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra, Ingimar Sigurðsson, skrif- stofustjóri í umhverfisráðuneytinu og Sveinn Kári Valdimarsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Reykja- ness. Sigríður Anna Þórðardóttir gerði gein fyrir því að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár væri gert ráð fyrir verulega auknu fé til refa- og minkaveiða, en samfara því væri verið að undirbúa sérstakt átak til að útrýma mink á völdum svæðum og yrði það kynnt á næstu mánuð- um. Sveinn Kári Valdimarsson gerði grein fyrir rannsóknum á æð- arfugli, sem fram hafa farið í Norð- urkoti skammt frá Sandgerði. Fram kom að æðarbændur hafa vaxandi áhyggjur af fjölgun villim- inks og tófu, ásamt erfiðari baráttu við flugvarg. Rætt var um vaxandi ágang skúms í æðarvarpi á Austur- og Norðurlandi. Einnig lýstu margir áhyggjum sínum yfir vaxandi fjölda sílamáva, sem gerast sífellt ágeng- ari. Þeir hreinsa víða upp egg og unga mófugla, ásamt því að sækja í egg og unga æðafugls í stórum stíl. Á fundinum voru samþykktar nokkrar tillögur en þær fjölluðu um eftirfarandi: Að heimilt verði að skjóta skúm í friðlýstu æðarvarpi utan Skaftafellssýslna. Að stjórn- völd vinni að því að mögulegt verði að flytja út æðardún til Bandaríkj- anna með svipuðum hætti og til annarra landa. Að gert verði átak til að fækka sílamávi. Að ÆÍ styrki deildir félagsins með sama hætti og áður. Þá fagnaði fundurinn því að stjórnvöld hyggjast veita auknu fé til veiða á villimink og tófu. Jónas endurkjörinn formaður Jónas Helgason var endurkjörinn formaður félagsins. Níels Árni Lund, frá Miðtúni á Sléttu, sem set- ið hefur í stjórn ÆÍ síðustu ár, sagði sig úr stjórn félagsins og voru hon- um þökkuð vel unnin störf. Í hans stað var Guðrún Gauksdóttir, Kald- aðarnesi, kjörin í aðalstjórn. Í vara- stjórn var kjörin Ásta F. Flosadóttir, Höfða í Grýtubakkahreppi. Aðalstjórn ÆÍ skipa nú: Jónas Helgason, Æðey, formaður; sr. Guðni Þór Ólafsson, Melstað og Guðrún Gauksdóttir, Kaldaðarnesi. Í varastjórn eru: Eiríkur Snæbjörns- son, Stað, Reykhólasveit og Ásta F. Flosadóttir, Höfða í Grýtubakka- hreppi. Búnaðarþingsfulltrúi er Jón- as Helgason, Æðey. Fundurinn var vel sóttur en hann sátu tæplega sjö- tíu manns. /ÁS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.