Bændablaðið - 22.11.2005, Qupperneq 48

Bændablaðið - 22.11.2005, Qupperneq 48
48 Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Eftir að Frakkland og Holland höfnuðu nýrri stjórnarskrá, fyrir Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr á þessu ári, ákvað ESB að hægja á endurskipulagningu þess og kalla eftir nýjum hugmyndum. En þær hafa látið á sér standa. Umræðan hefur verið í sama farvegi og mörg undanfarin ár og enn sundurleitari ef eitthvað er. Deilt er um fjölda mála Breski forsætisráðherrann Tony Blair hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja ekki fram nýjar hugmyndir og nýja stefnumörkun fyrir sambandið eftir að hann tók við formennsku þess á sl. sumri. En hvernig á að stjórna þar sem hver höndin er uppi á móti annarri? Fjöldi mála býður úrlausnar. Það er deilt um fjárlögin, stuðning við landbúnað, aðild Tyrklands að sambandinu og félagsleg réttindi fólks í löndum þess. Hið eina sem menn eru sammála um er að stjórnin sé ekki í lagi eins og sakir standa. Hugmyndir manna um ESB voru þær að sambandið skyldi vera, annars vegar aflið í efnahagslegum framförum og hins vegar pól- itísk þungamiðja í heiminum. Eins og sakir standa er það hvorugt. Að stjórna ESB er eins og reka tvístraða hjörð. Hugmyndin um sam- einaða stefnu í utanríkis- og alþjóðamálum er fjarlægur draumur. Engin úrræði fyrir atvinnulausa Kjarna málsins má líkja við það að þeir sem stjórna ESB séu að byggja hús sem fellur ekki að umhverfinu og hreint ekki að þeim sem eiga að búa í því. Hinum 20 millj- ón atvinnulausu íbúum eru hvergi ætluð úr- ræði. Þeir sem enn hafa vinnu berjast í þröngri stöðu fyrir því að halda félagslegum réttindum sínum. Hin umdeilda þjónustu- reglugerð um frelsi í þjónustustörfum er í endurskoðun. Samkvæmt henni mega starfsmenn í hvaða landi sem er innan sam- bandsins taka að sér hvaða þjónustustörf sem er á sambandssvæðinu. Öfl kennd við nýfrjálshyggju þrýsta á um að draga úr fé- lagslegum réttindum. Växholm-málið í Svíþjóð hefur orðið tákn fyrir þessa baráttu. Lettneskt fyrirtæki hefur ráðið fólk til starfa í Svíþjóð á lett- neskum kjörum og neitað að undirrita sænska kjarasamninga. Málið er fyrir dóm- stól ESB, eftir að sænska byggingaverka- mannasambandið lokaði vinnustöðum Lett- anna. Hvers vegna var stjórnarskrá ESB hafnað? Hliðstæð mál skjóta upp kollinum í fleiri löndum og eru til merkis um þrýsting á fé- lagsleg réttindi. „Félagsleg“ Evrópa hefur verið takmark margra ESB-sinna, sem hafa látið sig dreyma um pólitískt og félagslegt yfirbragð ESB, en ekki eingöngu sameigin- legan markað. Í reynd geta hin félagslegu réttindi í Eystrasaltslöndunum orðið fyrir- myndin. Framsýnir menn í ESB, sem eiga sér vonir um jöfnuð og mannréttindi, benda hins vegar á Norðurlöndin sem fordæmi þar sem sérlega vel hefur tekist til með bæði hagkerfi, sem skilar góðum árangri, og mik- illi velferð fólks. Út frá því sjónarmiði var ekki að undra að margir kjósendur í þjóðaratkvæða- greiðslum um nýja stjórnarskrá ESB sökn- uðu hinna sjálfstæðu ríkja í Evrópu. Höfnun stjórnarskrárinnar stafaði að miklu leyti af ótta við alþjóðavæðinguna. Alþjóðavætt hagkerfi skrifast að vísu ekki eingöngu á reikning ESB, en í meðvitund fólks var jafnaðarmerki milli alþjóðavæðingarinnar og ESB. Almenningur sættir sig ekki við hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar Á einu ári hefur traust íbúa ESB-land- anna á sambandinu dalað mikið. Margir halda því fram að nýfrjálshyggjan og niður- skurður á félagslegum réttindum sé hið eina sem dugar til að Evrópa geti staðið sig í al- þjóðlegri samkeppni. Almenningur sættir sig hins vegar ekki við hugmyndafræði sem kollsteypir með því móti daglegu lífi þess. Þeir sem sækja leiðtogafundi ESB hafa sameiginlegan vettvang til að ræða saman. Þeir sem taka afleiðingum ákvarðana leið- toganna eiga sér hins vegar engan sambæri- legan vettvang. Þessi margumtalaði skortur á opinberum umræðuvettvangi almennings batnar ekki við það að lönd ESB eru orðin 25. (Heimild: Nationen, Ósló, 27. október 2005). ESB í vanda statt Langt er orðið síðan ljóst var að „gömul“ eiturefni, svo sem PCB og DDT, berast í lífkeðjuna á norð- urslóðum og þéttast í fuglum, land- og sjávardýrum og íbúum svæðisins, þrátt fyrir það að efnin eru notuð miklu sunnar á hnettin- um. Ný eiturefni gera það einnig, svo sem eldhamlandi bróm-sam- bönd, sem safnast fyrir í heim- skautarefi og í hvítabirni. Yfirstjórnir heilbrigðismála í strandríkjum vara öðru hverju við fiskneyslu og neyslu á skeljum þegar staðbundin mengun mælist of mikil. Kvikasilfur og ýmsir aðr- ir þungmálmar geta skaðað fóstur og líkur benda til að fjölgun krabbameina stafi af samanlögðu auknu álagi æ fleiri eiturefna í um- hverfinu. Raddir vorsins þagna Hálf öld er síðan Rachel Carson gaf út bók sína „Raddir vorsins þagna“. Enn hefur engu skipu- lögðu átaki verið hrint af stað gegn þeirri þróun sem lýst er í þeirri bók og haldið hefur áfram síðan. Fjögur ár eru síðan ESB hófst handa um verkefni sem á að gefa yfirlit yfir hvaða efnasambönd iðn- aðurinn losar út í andrúmsloftið og hver þeirra séu hættulegust heilsu manna og umhverfi. Heiti verkefnisins, REACH, er skammstöfun á „Skráning, rann- sóknir og vottun á efnum og efna- samböndum.“ Það hófst á vegum ESB á því að embættismannaráðið lagði fram Hvítbók í maí 2001 og styttri útgáfu hennar í október sama ár. Skráningarblað fyrir öll jurtavarnarefni á markaði Hvítbókin hleypti af stað harkaleg- um umræðum þar sem efnafyrir- tæki stóðu annars vegar og um- hverfisverndarsamtök og yfirvöld heilbrigðismála hins vegar. Áætlunin mælir svo fyrir að út- búa eigi skráningarblað, nefnt HMS-upplýsingablað, fyrir öll jurtavarnarefni á markaði, þ.e. stuttar upplýsingar um heilbrigðis- , umhverfis- og öryggisatriði varð- andi viðkomandi efni, handa þeim sem nota þau. Ef framleitt er eða flutt inn meira en eitt tonn af efninu á ári á að skrá það í upplýsingabanka. Skráningin gerir ráð fyrir að fram- leiðandi eða innflytjandi geri grein fyrir hvernig efnið virkar, (m.a. með niðurstöðum á rannsóknum á efninu), merkingum á efninu og notkunarleiðbeiningum. Kröfur um prófanir aukast eftir því sem meira er framleitt eða flutt inn af efninu. Ef magnið fer yfir 10 tonn skal framleiðandi eða inn- flytjandi leggja fram enn ítarlegri upplýsingar um varúðarráðstafanir við notkun efnisins, svo sem um beina og óbeina áhættu við notkun þess, þ.e. áhrif þess á umhverfið. Þá skal gerð sérstök grein fyrir hvernig efnið brotnar niður í nátt- úrunni og hvort magn þess vex eft- ir því sem ofar kemur í fæðukeðj- unni. Ef selt magn fer yfir 100 tonn á ári á opinber stofnun að hafa með höndum þessa rannsókn. Fjórir hópar efna skulu að fá sérstaka vottun. Það eru efni sem geta valdið krabbameini, efni sem hafa áhrif á arfbera og valda því að börn fæðast fötluð, efni sem brotna ekki niður í náttúrunni og þéttast upp eftir fæðukeðjunni og efni sem trufla hormónastarfsemi lífvera. Þessi efni má einungis nota með sérstöku leyfi, án tillits til magns, og það er embættismanna- ráð ESB eitt sem getur veitt slík leyfi í samráði við yfirvöld við- komandi lands. Fjall sem fæddi mús? En REACH getur orðið fjallið sem fæddi mús. Efnaiðnaður Evrópu og Bandaríkjanna hefur blásið í her- lúðrana. Iðnaðurinn hefur hrætt stjórnmálamenn sem óttast meira að tapa mörkuðum og vaxandi at- vinnuleysi en framtíðaráhrif efn- anna á umhverfi og heilsu fólks. Bæði embættismannaráð ESB og leiðtogar þess hafa skipað bar- áttunni um að tryggja samkeppnis- stöðu sambandsins í hásæti. Upp- runaleg drög að REACH-reglu- gerðinni hafa verið þynnt út í mörgum atriðum og óljóst er um afdrif málsins þegar þing ESB og ráðherraráð þess afgreiðir það end- anlega á næstu mánuðum. (Nationen, Ósló, 29. okt. 2005). ESB fjallar um notkun eiturefna í landbúnaði Í umhverfi okkar fjölg- ar sífellt efnum sem ógna heilsu okkar. Fyr- ir fjórum árum hóf ESB undirbúning að setningu mikillar lög- gjafar með það að markmiði að vinna gegn þessari hættu og nefnist verkefnið RE- ACH. Áhyggjur eru þó uppi um að verkefnið muni ekki standa undir væntingum. Það vekur ugg hve lítið er vitað um það hvernig hin einstöku tilbúnu efni í umhverfi okkar hafa áhrif á umhverfið og á endanum á okkur sjálf. Hver og einn einstak- lingur á þess engan kost að afla sér upplýs- inga um þau, ekki síst vegna þess að upplýs- ingar frá opinberum stofnunum eða einka- aðilum stangast á sitt og hvað. Það eru eink- um upplýsingar um langtímaáhrif á um- hverfi og heilsu fólks sem er ábótavant. Matthías Eggertsson, fyrrverandi ritstjóri Freys rýnir í norska blaðið Nationen

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.