Bændablaðið - 22.11.2005, Side 52

Bændablaðið - 22.11.2005, Side 52
52 Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Þessi alvarlegi maður hét Ingibjörn Guðnason, oftast kallaður málari. Ingibjörn heldur á pakka sem líklega innihélt innmat til útflutnings. Gamlar myndir úr sláturtíð á Kópaskeri Á þessari mynd eru góðbændurnir Þórarinn Haraldsson í Laufási og Þorgrímur Ármannsson í Presthólum - og sláturhússtjóri til fjölda ára - og Guðmundur Björnsson í Lóni að virða fyrir sér gærubinginn. Hér má sjá tvo gengna heiðursmenn, sem jafnframt voru dyggir starfsmenn Kaupfélags Norður-Þingey- inga. Þetta eru Sigurður Kristjánsson frá Hafrafells- tungu og Brynjólfur Sigurðsson á Kópaskeri. Þess má geta að Brynjólfur lést í ágúst sl. tæplega níræð- ur. Þeir félagar eru í banaklefanum við störf sín. Í erindi sínu á ráðstefnu UD um upplýsingatækni í dreifbýli, sem haldin var á dögunum í Reyk- holti, fjallaði Stefán Jóhannes- son, framkvæmdastjóri Emax, um rekstur og samkeppni í dreifbýli. Hann sagði það ánægjulegt að allir bæir á land- inu geti nú haft aðgang að ISDN en jafnframt að þeir sem hefðu bara ISDN væru illa settir. Hann sagði að atvinnulíf á landsbyggð- inni stæði höllum fæti vegna fjarskipta, aðstaða til fjarnáms væri þar lakari en í þéttbýli og þar væri minna framboð á af- þreyingu. Mikill áhugi væri um allt dreifbýlið að fá betri net- tengingu og hann sagði að það þyrfti að gera miklu betur en nú er. Hann lýsti því næst fyrirtæki sínu, Emax ehf., en það er fjar- skiptafyrirtæki á landsvísu sem sérhæfir sig í þráðlausum fjar- skiptum. Dreifikerfi fyrirtækisins nær nú til allra landshluta og er ört stækkandi. Emax var þakkað á ráðstefnunni fyrir að veita Síman- um samkeppni á sviði fjarskipta. Stefán var spurður hvort fyrirtækið gæti verið í alvöru samkeppni við þetta risavaxna fyrirtæki, Símann? ADSL-tæknin er takmörkuð ,,Við teljum okkur geta það í dreifbýlinu. Það er vegna þess að við erum með að okkar mati hent- ugri tækni sem aftur þýðir það að við getum boðið þjónustuna á lægra verði. Síminn fer fram með þessa ADSL-tækni og eins og kom fram í erindi Evu Magnús- dóttur, upplýsingafulltrúa Símans, eru takmarkanir á drægi í þeirri þjónustu. Það kerfi nær ekki nema 3-5 km frá símstöð. Hver sá sem á heima í meiri fjarlægð en þetta á ekki möguleika á þessari þjón- ustu. Þá þurfa viðkomandi að sætta sig við upphringiþjónustu eða ISDN. Það er að flestra mati ófullnægjandi þjónusta úti á landi. Við veitum Símanum ákveðið að- hald en um leið gerum við fyrir- tækinu greiða og það vísar á okkur til að leysa fjarskiptamál í dreif- býlinu. Ör þróun í þráðlausri tækni mun bæta stöðu dreifbýlis- ins,“ sagði Stefán. Þráðlaus framtíð! Hann segir að enn séu stór svæði á landinu sem hafa ekki viðunandi þjónustu í fjarskiptum. Það eigi bæði við um tengingar við Inter- netið og nú líka við sjónvarp. Emax er búið að semja við 20 sveitarfélög um uppbyggingu á þráðlausu fjarskiptakerfi og við- ræður standa yfir við 10 sveitarfé- lög til viðbótar. ,,Við gerum ráð fyrir að ná 50 sveitarfélögum inn í dreifikerfi okkar áður en langt um líður og það er í mínum huga deginum ljós- ara að þráðlaust er framtíðin.“ Stefán Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Emax ehf.: Framtíðin er þráðlaus Sú kem- ur tíð... - endurminningar Kristjáns Þórð- arsonar, fyrrverandi bónda og oddvita á Breiðalæk á Barða- strönd Endurminningar Kristjáns Þórðarsonar á Breiðalæk Barðaströnd ná yfir nær átta- tíu ára tímabil, frá því laust fyrir 1930 og til þessa dags. Kristján lauk við ritun bókar- innar skömmu fyrir áttræðis- afmæli sitt 14. maí í vor og kom bókin út nú á haustdög- um. Þetta er fyrsta bók hans. Í bókinni ,,Sú kemur tíð...“ rekur Kristján æviferil sinn frá uppvaxtarárum á Innri-Múla á Barðaströnd. Hann segir frá togarasjómennsku á stríðsárun- um, frá vertíðum í Reykjavík, Hafnarfirði og Sandgerði og frá síðbúinni skólavist í Reykjanesi við Djúp. Hann segir í ítarlegu máli frá daglegu lífi bæði í Reykjavík og vestur á Barða- strönd, frá starfi að félagsmálum og íþróttum og frá byggingu ný- býlisins á Breiðalæk, þar sem höfundur hefur búið í nær 50 ár. Og hann segir frá margháttuðu starfi að sveitarstjórnamálum og hagsmunamálum bænda fyrir vestan. Um leið og Kristján rekur eigin sögu varpar hann ljósi á líf þjóðarinnar frá því í kreppunni miklu og fram á okkar daga. Í bókinni ,,Sú kemur tíð...“ birtist lifandi frásögn af lífsbaráttu allr- ar alþýðu manna í landinu á tím- um mikilla breytinga. Bókinni er skipt í sjö hluta. Hún er prýdd fjölda mynda, bæði frá árunum fyrir og eftir seinna stríð. Ari Jóhannsson, verkefnastjóri hjá Póst- og samskiptastofnun, flutti erindi á ráðstefnu UD, sem hann kallaði Alþjónusta og þró- un fjarskiptamarkaðar. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að alþjónusta væri skilgreind með lögum og tilskipun Evrópu- sambandsins um lágmarks fjar- skiptaþjónustu sem allir lands- menn skulu njóta. ,, Nú er Síminn að ná þeim áfanga að axla ákveðna skyldu sem á herðar hans er lögð en hún er sú að allir landsmenn hafi að- gang að ISDN-sambandi. Það er mjög góður áfangi því við erum með fyrstu löndum í Evrópu til að ná honum. Ég trúi því að þetta sé einn áfangi á leið þess að lands- menn nái betri og öflugri sam- böndum. ADSL-þjónustan er nú keyrð eftir koparlínu heim til fólksins og sama á við um ISDN- þjónustu en bandvíddin á eftir að aukast á næstu árum,“ sagði Ari. Fjögur þúsund kílómetrar að lengd! Í erindi sæínu sagði Ari frá því að ljósleiðarinn væri nú orðinn fjögur þúsund kílómetrar að lengd. ,,Já, þessi ljósleiðarahringur, sem hefur verið boðaður í nokkuð mörg ár, er orðinn það langur. Síminn hefur staðið í stórræðum við að uppfæra hann þannig að það verður meiri flutningsgeta eftir honum og flestir þéttbýliskjarnar landsins eru tengdir honum. Hann er ákveðið öryggis- tæki þannig að ef hann rofnar á ein- um stað þá er umferðin um hann flutt annan hring. Þannig er tryggt að viðskiptavinir, sem eru ljósleið- aratengdir, verða ekki sambands- lausir. Það er alltaf hægt að prjóna utan á þennan hring og það hefur verið gert í gegnum árin með því að auka tengingar inn í þéttbýlisstaði,“ sagði Ari. Annað kerfi í staðinn Hann sagði í erindi sínu að rekstrar- leyfi Símans á NMT vegna 450 MHz tíðnisviðsins rynni út í lok árs 2007 og hefur Síminn tilkynnt að fyrirtækið ætli að hætta rekstri kerf- isins frá og með 1. janúar 2007. Skilmálar leyfisbréfsins vegna NMT eru með þeim hætti að Póst- og fjarskiptastofnun getur kveðið á um að fyrirtækið veiti NMT-þjón- ustu áfram í allt að 2 ár, eða til 31. desember 2008. Ari var spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því að NMT-kerfið verður lagt niður. ,,Það eru auðvitað margir sem nota það í fjalla- og hálendisferðum. Einnig hafa sjómenn á stærri bátum í kringum landið getað nota NMT- kerfið. Fyrir Símann er orðið dýrt og erfitt að halda kerfinu úti. Vænt- anlega kemur annað eða önnur kerfi í staðinn fyrir NMT. Það er verið að skoða ýmsar tækilausnir. Á þeim tíma sem líður þar til Síminn slekk- ur á NMT-kerfinu er ég viss um að við verðum búin að finna aðra lausn og koma henni í útboð til aðila sem geta komið henni upp,“ sagði Ari Jóhannsson. Ari Jóhannsson, verkefnastjóri hjá Póst- og fjarskiptastofnun Síminn hefur staðið við skyldur sínar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.