Bændablaðið - 28.03.2006, Side 43

Bændablaðið - 28.03.2006, Side 43
43Þriðjudagur 28. mars 2006 Í vistvænni framleiðslu er áhersla lögð á gæðastýringu og eftirlits- kerfi til að tryggja uppruna og ræktun nytjajurta þannig að afurð- irnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vistvænna landbúnaðaraf- urða. Framleiðslan skal samræm- ast góðum búskaparháttum og markmiðum sjálfbærrar þróunar í landbúnaði. Tryggja skal öflun góðs neysluvatns, örugga meðferð sorps og frárennslis svo og aðrar mengunarvarnir og góða umhirðu við framleiðslu landbúnaðaraf- urða. Við ræktun nytjajurta og afurða þeirra skal notkun áburðar, lyfja eða varnarefna vera í samræmi við viðurkenndar reglur um hreinleika og hollustu afurða og verndun um- hverfis og í samræmi við ákvæði í viðaukum fyrir einstakar afurðir. Við framleiðslu vistvænna af- urða skal árleg hámarksnotkun köfnunarefnis miðast við 180 kg N/ha. fyrir kartöflur og grænmeti. Vinna skal sérstaka áætlun varð- andi áburðargjöf, sem tekur mið af þörfum viðkomandi plantna. Við ræktun í jarðvegi skal áburðargjöf- in taka mið af jarðvegssýnum. Öll frávik skal skrá og rökstyðja. Afurðir nytjajurta skulu merkt- ar einstökum framleiðendum í gegnum vinnslu og dreifingu. Ekki er leyfilegt að markaðssetja sömu grænmetistegund bæði undir merkjum vistvænnar og hefðbund- innar ræktunar.Hver grænmetis- framleiðandi og afurðastöð, sem óskar eftir viðurkenningu, skal sækja um hana til garðyrkjuráðu- nautar Bændasamtaka Íslands, sem framkvæmir úttekt á framleiðslu- aðstöðu umsækjanda. Komi í ljós við skoðun eftirlitsaðila að fram- leiðandi/afurðastöð hefur gerst brotleg við ákvæði reglugerðarinn- ar skal viðkomandi veittur fjögurra vikna frestur til úrbóta. Hafi úrbót- um að þeim tíma liðnum ekki ver- ið lokið að mati eftirlitsaðila skal viðurkenning hans afturkölluð. Plöntuvernd skal grundvallast á lífrænum vörnum og fyrirbyggj- andi aðgerðum eftir því sem tök eru á. Plöntulyf má aðeins nota í neyðartilvikum eða samkvæmt notkunaráætlun. Í notkunaráætlun- inni skal m.a. koma fram hvaða lyf muni væntanlega verða notuð. Einungis er leyfilegt að nota viðurkennd plöntu- og illgresislyf og í fullu samræmi við notkunar- leiðbeiningar. Skrá verður á sér- stök eyðublöð alla notkun plöntu- og illgresislyfja frá og með byrjun ræktunar. Vinna skal sérstaka áætlun varðandi áburðargjöf, sem tekur mið af þörfum viðkomandi plantna. Öll frávik skal skrá og rökstyðja. Við ræktun í jarðvegi í skal áburðargjöfin taka mið af jarð- vegssýnum. Frekari upplýsingar, gátlisti og nauðsynleg eyðublöð er á heima- síðu Bændasamtaka Íslands: h t t p : / / b o n d i . i s / l a n d b u n a d - ur/wgbi.nsf/key2/gardyrkja-vist- vaen_raektun Vistvæn fram- leiðsla grænmetis Magnús Ágústsson, ráðunautur Bændasamtaka Íslands Önnur á nýlegum dekkjum hin með bilaðar bremsur(varahlutir fylgja) Verð 900 þús + vsk stykkið Ræktunarsamband Flóa & Skeiða Ehf Gagnheiði 35 - Selfossi Sími 480 8500 Til sölu tvær Cat 438 4x4 árg ´90 & ´91 Fjórhjól til sölu Til sölu 10 stk Bombardier Traxter Max 500cc, 2ja manna, árg.´03. 1 stk Quest 650cc árg.´04, 2ja manna. 1 stk. Quest 650cc árg ´03 eins manns. Uppl: 892-9116

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.