Bændablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 10

Bændablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 10
10 Þriðjudagur 16. maí 2006 Kristján Halldórsson, ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þing- eyinga, segir að það mætti vera meiri atvinna á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn en að það sé samt enginn uppgjafar- tónn í fólki. Íbúar á Kópaskeri urðu fyrir áfalli þegar rækjuvinnslan datt niður og ekki hefur tekist að byggja upp samsvarandi atvinnu í staðinn. Á Raufarhöfn hefur orð- ið samdráttur hvað varðar upp- sjávarfiskinn og Síldarvinnslan gaf það út fyrir nokkrum vikum að ekki yrði opnuð mjölbræðsla þar framar. Hann segir því ljóst að menn yrðu að vera með opin augu fyrir því hvort ekki sé að finna atvinnutækifæri fyrir svæð- ið. Á svæðinu frá Húsavík í Öxar- fjörð eru íbúarnir mjög áhuga- samir um þær hugmyndir sem uppi eru varðandi álver en eins og oftast eru skoðanir eitthvað skiptar. Kristján segir það aftur á móti fjarri lagi að álverið sé fast í hendi og að allir geri sér grein fyrir því og jafnvel þótt af bygg- ingu þess verði þá sé ekki komið að því. Þess vegna sé nauðsynlegt að halda vel á spilunum í öðrum málum atvinnulega séð. Vaxtarbroddur í ferðaþjónustunni „Ég er viss um að það er vaxt- arbroddur í ferðaþjónustunni. Það koma mjög margir að skoða þjóð- garðinn og ég geri mér vonir um að hægt sé að nýta það til að laða fólk austar um Þingeyjarsýsluna. Svæðið austan Jökulsár alveg að Þórshöfn er ósnortið svæði og ekki mikið nýtt í ferðaþjónustu. Til þess að svo megi verða þarf að bjóða upp á þjónustu því að fólk stoppar ekki þar sem enga þjón- ustu er að fá. Það er misjafnt ástandið í þessum efnum á svæð- inu því á Raufarhöfn er ágætt hót- el og ágæt aðstaða á Þórshöfn. Á Kópaskeri er staðan dapurleg eins og er varðandi þjónustu við ferða- menn. Þar er enginn veitingastað- ur en ein ágæt verslun. Ég tel hins vegar, þegar til lengri tíma er litið, að ágætis möguleikar séu til þess að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu og laða að ferðamenn en það tekur tíma,“ sagði Kristján. Engin uppgjöf í bændum Nýlega sameinuðust mörg sveitarfélög á þessu svæði og seg- ist Kristján hafa trú á því að það geti hraðað uppbyggingu ferða- þjónustunnar; sérstaklega vegna þess að hann telur að menn fari nú að líta á svæðið í heild en ekki bara á möguleika í hinum gömlu sveitarfélögum. Hann telur að ferðaþjónustuaðilar á Húsavík séu farnir að horfa meira austur eftir hinu nýja sveitarfélagi. Norður-Þingeyjarsýsla er mik- ið sauðfjárræktarsvæði. Kristján var spurður hvernig hljóðið væri í sauðfjárbændum um þessar mund- ir. Hann sagði að haldið hefði ver- ið íbúaþing í Skúlagarði í vetur og þar hefðu málefni bænda meðal annars verið til umfjöllunar. Hann sagðist ekki merkja neinn upp- gjafartón í þeim og meira að segja hefði sauðfé fjölgað á svæðinu, sem benti til þess að hugur væri í mönnum. Kristján Halldórsson, ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga Vaxtarbroddur í ferðaþjónustunni Flugur sem oft fylla fjós og skepnuhús eru bæði hvimleitt ágangsfyrirbæri og sóðaplága og sýklaberar. Þarna er einkum átt við húsflugur (Musca domestica) en einnig aðrar minni flugnateg- undir. Þær skíta á allt sem þær setjast á og bera í sér aragrúa af sýklum og óhreinind- um sem valdið geta sjúkdómum í mönnum og skepnum. Fyrir utan sóðaskap- inn af slíkum kvikindum sem oft eru í þúsunda, jafn- vel tugþúsunda tali í fjósum og öðrum skepnu- húsum þá setjast þær oft að á mjólkurtönkum og áhöldum við mjólkurframleiðslu. Fyrir kemur að þær rata ofan í mjólkina í tankinum með tilheyrandi ólysti- legheitum, óþrifum og sýklaferli. Mikil flugnaplága í fjósum veld- ur því að allt er undirlagt af flugna- skít sem erfitt er að þrífa og mengar allt um- hverfið þar sem unnið er við matvælafram- leiðslu. Einnig verður óþefur í flugnaplágu mikill og slíkt er ekki eingöngu hvimleitt heldur er mjólk afar viðkvæm fyrir lykt- armengun og dregur í sig óbragð af flugnapestinni. Dvalarstaður ungflugna og lirfa flugunnar er oft neðan í haughús- lofti, neðan í stéttum í fjósi eða undir flórristum. Þarna þarf að úða eitri af kunnáttu og vandvirkni til þess að árangur náist. Mjólkur- reglugerð leggur þá skyldu á herð- ar bænda að sjá til þess að halda flugum og meindýrum í skefjum í fjósum og mjólkurhúsum og því ættu allir að láta eitra fyrir flugu á vorin þegar hún byrjar að kvikna. Tvennt er það sem flugum er meinilla við en það er hreinlæti og lágt hitastig eða kuldi. Því er áríðandi forvörn að hafa eins hreint og unnt er í fjósum og mjólkurhúsum og ekki síst vel loftræst og eins kalt og mögulegt er. Hafi flugnaplága herjað og búið að drepa hana niður þarf að þrífa vel og þvo flugnaskítinn burt, sér í lagi af mjaltakerfinu og mjólkurtönkum því eins og áður sagði eru hrein fjós illa liðin af flugunni. Rétt er að láta fagmenn ævinlega um eitrun og eins og áður sagði er ekki rétt að bíða eftir því að flugan klekist út og fylli fjósin og skíti á alla hluti. Þá á að vera búið að eitra. Í raun er ekki fráleitt að halda því fram að mikill ágangur flugu geti orsakað, eða í það minnsta viðhaldið, lakara júgurheilbrigði m j ó l k u r k ú a . Flugnagerið herj- ar á kýrnar, angrar þær og pirrar á allan hátt þannig að þær verða taugastrekkt- ari og þar með veilli fyrir sjúkdómum, svo sem júgur- bólgu. Þekkt er að góð líðan kúa eykur á hreysti þeirra og eiginleika til að takast á við sýkingar með eigin ónæmiskerfi. Pirraðar kýr með aragrúa flugna sveimandi og skríðandi yfir og allt um kring eru því ákjósan- legt skotmark sýkla sem valdið geta júgurbólgu. Því er áríðandi að klippa kýrnar, að öðrum kosti svitna þær meira og verða skítugri sem aftur leiðir af sér meiri ágang flugna og skordýra. Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður Norðurmjólk Flugnaplága í fjósum Eitrið áður en flugur kvikna Í Mosfellsbænum er fyrirtæki sem heitir Girðir ehf., og er Árni Svavarsson framkvæmdastjóri þess. Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá 1995 og verkefnin aukast með hverju árinu. Girðir sérhæfir sig í öllum tegundum af girðingum og grindverkum, allt eftir óskum viðskiptavinarins. „Við erum að girða á milli 80 - 100 kílómetra á ári. 70% af girðingunum eru rafmagnsgirðingar og hitt hefðbundnar girðingar. Rafmagnsgirðingarnar eru um 30% ódýrari en þær passa bara ekki á öllum stöðum“, sagði Árni í samtali við blaðið. Hann er með 7 starfsmenn í vinnu og segir að það verði nóg að gera í sumar, m.a. stendur til að ljúka við 30 kíló- metra girðingu í Selvoginum. Nýverið var Árni staddur hjá Byko á Selfossi þar sem fór fram sérstök sýnikennsla og leiðbeiningar í uppsetningu girðinga á svæði fyrir framan verslunina. Um var að ræða hefðbundnar girðingar og rafmagnsgirðingar, auk uppsetningar hliða og príla. Girðingin sem var sett upp af starfsmönnum Girðis mun standa áfram þannig að viðskiptavinir verslunarinnar geti kynnt sér uppsetninguna og efnið sem notað er. Meðfylgj- andi mynd var tekin við Byko eftir að girðingin hafði verið sett upp en á henni eru, talið frá vinstri; Ólafur G. Stefánsson, aðstoðarverslunarstjóri, Árni Svavarsson, framkvæmdastjóri Girðis og sonur hans, Svavar. /MHH Girðir 80 - 100 km á ári       Lengi lifir í gömlum glæð- um má segja um könnun sem Félagsvísindadeild Háskóla Íslands gerði fyr- ir Atlantsolíu á viðhorfi fólks til lóðaúthlutana undir mannlausar bensín- stöðvar. Þar kemur í ljós að viðhorf manna til þeirra er nokkuð mismun- andi eftir starfsstéttum. Bændur og sjómenn eru hrifnastir af Ego en þær stöðvar eru starfræktar af Essó á meðan iðnaðar- menn vilja helst fá Atlantsolíu í nágrenni við sig. Þegar skoðuð eru svör allra þátttakenda getur Atl- antsolía unað glöð við niðurstöðurnar því töluverður meirihluti svarenda vildi helst fá bensínstöð frá því fyrirtæki í nágrenni við sig. Stuðningur við Atl- antsolíu var á bilinu 53- 69% á höfuðborgarsvæð- inu, mestur í Hafnarfirði, en hin félögin fengu fylgi á bilinu 15-16%. Stuðn- ingur við Atlantsolíu fer vaxandi eftir menntun og athyglisvert er hversu lít- inn áhuga iðnaðarmenn og Kópavogsbúar hafa á að fá Orkuna/Shell nálægt sér en einungis 4% þessara hópa kváðust vilja það. Úrtakið var 1.400 manns en svarhlutfall 67% svo niðurstöð- urnar byggjast á svörum tæplega 1.000 svarenda. Flestir vilja Atlantsolíu í nágrennið

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.