Bændablaðið - 16.05.2006, Síða 21

Bændablaðið - 16.05.2006, Síða 21
21Þriðjudagur 16. maí 2006 Bændablaðið leitaði álits Jóns Baldurs Lorange, forstöðu- manns tölvudeildar Bændasam- takanna, vegna umfjöllunar blaðsins um fjarskiptamál. Jón Baldur fagnaði því að Bænda- blaðið fjallaði um þennan mik- ilvæga málaflokk sem snerti grundvallarbúsetuskilyrði bænda í hinum dreifðu byggð- um. "Bændasamtökin hafa lagt áherslu á það á undanförnum árum að þróa forrit á netinu með uppbyggingu miðlægra gagna- grunna til að bæta aðgengi bænda að skýrsluhaldsupplýsingum. Forsenda þess að sú vinna nýtist öllum bændum er að nettengingar séu ásættanlegar bæði hvað varð- ar verð og gæði," sagði Jón Bald- ur. Hann bætti því við að það hefði verið baráttumál Bænda- samtakanna að þrýsta á stjórnvöld og fjarskiptafyrirtæki um að bjóða sambærilegar lausnir í strjábýli og boðnar eru í þéttbýli. "Mér sýnist á öllu að ekki vanti viljann hjá stjórnvöldum að búa til skilyrði til að bæta þann mikla aðstöðumun sem fólk úti á landi býr við í dag og stofnun Fjar- skiptasjóðsins staðfestir þetta. Frumvarp til laga um fjölmiðla sem menntamálaráðherra hefur látið semja í góðu samráði allra stjórnmálaflokka skapar góðan grundvöll til að tryggja virka samkeppni í fjarskiptamálum. Í frumvarpinu er kveðið á um sam- tengingu síma, háhraðanets og stafræns sjónvarps, um aðskilnað efnisveitu og dreifiveitu og síðast en ekki síst er ákvæði um flutn- ingsskyldu og flutningsrétt. Það er því mín skoðun að samþykkt frumvarpsins skipti sköpum fyrir aðkomu Fjarskiptasjóðsins þegar að útboði kemur á dreifikerfum framtíðarinnar," sagði Jón Baldur. Aðspurður um þá bændur sem Síminn neitaði um ISDN teng- ingu benti Jón Baldur á að þeir ættu að leita til Póst- og fjar- skiptastofnunar sem hefði eftirlit með alþjónustukvöð fjarskipta- fyrirtækja en hún á að tryggja öll- um að minnsta kosti 128 Kb/s gagnaflutningsþjónustu. Tækni og möguleikar Lausnir í jörðu ADSL er tækni sem eykur bandbreiddina á núverandi símkerfi (koparþráðum). Síminn og fleiri. Kostir: hægt að nota kerfi sem er til og ná mikilli dreifingu á skömmum tíma, hægt að bjóða upp á margar rásir og gagnvirkni. Ókostir: takmörkuð bandbreidd, ræður illa við háskerpusjónvarp, sjónvarp dregur ekki nema 3 km frá símstöð. Ljósleiðari. Orkuveitan. Kostir: nánast ótakmörkuð bandbreidd, framtíðardreifileið, aðallega í þéttbýli, býður upp á gagnvirkni. Ókostir: dýrt að leggja ljósleiðara til nýrra notenda. Kapalkerfi. Síminn Breiðband og smærri kapalkerfi úti á landi, svo sem í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði. Kostir: þekkt tækni og vinsæl erlendis, gagnvirkni er möguleg, mikil bandbreidd. Ókostir: dýrt að leggja kapalinn til nýrra notenda. Lausnir í lofti MMDS - Örbylgjan. Digital Ísland (365 ljósvakamiðlar). Kostir: auðvelt og ódýrt að tengja nýja notendur. Ókostir: býður ekki upp á gagnvirkni nema með annarskonar fjarskiptakerfi, tíðnisviðið verður notað fyrir 3. kynslóð farsíma árið 2011. DVB-T - stafrænt dreifikerfi á UHF-tíðnisviði. RÚV og 365 ljósvakamiðlar hafa sótt um rásir. Kostir: auðvelt að tengja nýja notendur. Hægt að nýta núverandi dreifikerfi sjónvarps að hluta, hægt að senda 4-6 sjónvarpsrásir (1 háskerpurás) í hverri fjölfléttu. Ókostir: hver aukaflétta kostar töluvert í viðbótarsendibúnaði, þarf að starfrækja tvöfalt kerfi (VHF og UHF) meðan fólk er að endurnýja móttökubúnað, býður ekki upp á gagnvirkni nema með annarskonar fjarskiptakerfi. Jarðsendar á gervihnattatíðnum. eMax/Íslandsmiðill. Kostir: Auðvelt að tengja nýja notendur, KU-tíðnisviðið mjög stórt, allt að 1.000 sjónvarpsrásir mögulegar á einu móttökuloftneti, ódýrt í uppbyggingu og rekstri (eyðir litlu rafmagni). Ókostir: lítil reynsla af tækninni hér á landi, kostnaður við móttökubúnað, býður ekki upp á gagnvirkni nema með annarskonar fjarskiptakerfi. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur verið á ferð um landið og boðað aðgengi allra landsmanna að háhraðatenging- um upplýsingasamfélagsins. Sumum bændum finnst athyglis- vert að hlusta á þessar ræður ráðherra í ljósi þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða af hálfu Símans. Bændablaðið heyrði tvær sögur af bændum sem báru fyrirtækinu ekki sér- lega fagurt vitni. Norður í Hegranesi í Skagafirði er bærinn Keldudalur. Þar búa hjónin Guðrún Lárusdóttir og Þór- arinn Leifsson og eru ekki par ánægð með þjónustu Símans. Þau þurfa að láta sér nægja ISDN+ tengingu þótt þau séu skammt frá Sauðárkróki. "Það væri ekkert mál að setja upp ADSL-tengingu hér en áhugi Símans á því er enginn," segir Þórarinn í spjalli við Bænda- blaðið. Það er svo sem í takt við annað því að sögn Þórarins er þjónusta fyrirtækisins afleit. "Um páskana varð smábilun í ISDN-sambandinu og það tók fyrirtækið níu daga að koma því í lag. Á meðan var okkur sagt að nota venjulega símalínu." Kostnaðurinn er hins vegar ekki minni en fyrir ADSL-samband, þvert á móti. "Fastagjaldið er svip- að og hjá ADSL-notendum en það sem er innifalið í því er miklu minna. ISDN+ er með tvær línur og ef við notum þær báðar náum við upp í 128 kílóbæta hraða á sek- úndu sem er innan við tíundi hluti hraðans á ódýrustu ADSL-tenging- unum. Bændasamtökin sömdu á sínum tíma við Símann um að innifalið í þessu gjaldi væru 60 klukkustundir á mánuði. Síminn túlkaði það hins vegar þannig að það gilti bara um aðra línuna. Ef við notum báðar fáum við einungis 30 tíma fría." Þórarinn segir að gjaldtakan og takmarkaður hraði dragi mjög úr notkun fólks á netinu. "Við notum ekki nema brot af þeim möguleik- um sem eru í boði. Bankalínan er mjög þung og við uppfærum ekki forrit nema í algerri neyð. Allt sem er stærra en 2-3 megabæti er að heita má vonlaust," segir Þórarinn Leifsson í Keldudal. Fá ekki ISDN-samband Á bænum Mörtungu II skammt frá Kirkjubæjarklaustri hafa ábú- endur ekki fengið ISDN-samband þrátt fyrir eftirgangsmuni. "Það tók langan tíma fyrir nágranna okkar á Prestbakka að fá ISDN- línuna til sín og okkur var sagt að útilokað væri að við fengjum slíkt samband, við værum allt of langt í burtu frá símstöðinni," sagði Guðríður Jónsdóttir í Mörtungu í spjalli við Bændablaðið. Það fylgdi neitun fyrirtækisins að fólkið í Mörtungu gæti bara notað venjulega símalínu til þess að tengjast netinu. "Það er hins vegar afar tregt samband. Oftast tekur langan tíma að komast í samband, allt upp í klukkutíma, og svo er eins víst að sambandið rofni eftir fimm mínútur. Maður nennir varla að standa í þessum samskiptum þegar það getur tekið tvær klukkustundir að ná niður einni ljósmynd." Guðríður segir að þetta ástand sé ekki í miklum takti við um- mæli samgönguráðherra um að allir landsmenn eigi að vera í sambandi við háhraðanet. Hún er heldur ekki hrifin af þjónustu Símans. "Það getur tekið upp undir mánuð að fá viðgerð ef síminn bilar. Þeim finnst það ekki svara kostnaði að senda mann hingað fyrr en bilanirnar eru orðnar fleiri. Þess vegna er oft beðið þar til eitthvað bilar á fleiri bæjum svo ferð viðgerðarmanns- ins standi undir kostnaði," segir Guðríður. Góð fjarskipti eru skilyrði fyrir búsetu - segir Jón Baldur Lorange forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands ggur í loftinu Sögur af afleitu sambandi Bændum finnst þjónusta Símans afleit og áhuginn enginn á að bæta hana

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.