Bændablaðið - 28.08.2007, Síða 1

Bændablaðið - 28.08.2007, Síða 1
,,Ein frostnótt og nánast öll kartöflugrös eru fallin í Þykkva­ bænum. Þar með er ljóst að upp­ skerubrestur verður hjá okkur og skortur á íslenskum kart­ öflum fyrirsjáanlegur á næsta ári. Þetta gerðist aðfaranótt laug­ ardagsins 18. ágúst,“ sagði Sigur­ bjartur Pálsson, bóndi á Skarði í Þykkvabæ og stjórnarmaður í Landssambandi kartöflubænda. Hann segir að í örfáa daga eftir að grösin eru fallin bæti kartöflurn­ ar við sig en það sé afar lítið. Aftur á móti sé skynsamlegt að bíða nokkra daga með að taka kartöflu­ rnar upp og leyfa þessu að jafna sig, eins og hann komst að orði. Varðandi kartöflustærðina, nú þegar spretta er hætt, sagði Sigurbjart­ ur að hann efaðist um að gullauga og íslenskar rauðar kartöflur næðu meðalstærð, þær hefðu þurft að fá að vaxa í svo sem tvær vikur í viðbót. Það munaði svo mikið um síðustu vikurnar varðandi sprettuna. ,,Sumarið hefur verið hlýtt og gott en það hefur ekki nýst vegna þess að vætuna hefur alveg vantað, sem að sjálfsögðu kemur niður á vexti kartaflnanna. Það hefur ekki rignt hér síðan snemma í vor og allt sem grær líður fyrir það. Enda þótt uppskeran verði ekki hörmung þá verður hún afar döpur og ljóst að kartöflubændur verða fyrir miklu tjóni,“ sagði Sigurbjartur. Um 70% í Þykkvabæ Í Þykkvabæ eru ræktuð um 70% af kartöfluframleiðslunni í land­ inu og því alveg ljóst að skortur á íslenskum kartöflum verður hér á næsta ári. Þegar kartöfluuppskeran er í góðu meðallagi dugar það ekki fyrir innanlandsmarkað. Sigurbjartur segir að ástandið sé heldur ekki gott í kartöfluræktinni fyrir norðan því þar hafi verið bæði þurrt og kalt í sumar og sprettan því verið fremur lítil. Ef veður hlýnar og eitthvað vætir á næstunni geta næstu tvær vikur bjargað miklu á Norðurlandi á meðan grös falla ekki. S.dór 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag 17.000 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera Þessi húnvetnsku hross brugðu á leik fyrir Jón Eiríksson bónda á Búrfelli í Miðfirði sem er oftar en ekki með myndavélina á lofti þegar mikið liggur við í náttúrunni. Bændasamtök Íslands geyma ljósmyndasafn Jóns en í sumar var unnið að flokkun og varðveislu safnsins. Myndirnar eru allar á skyggnuformi en unnið er að því jafnt og þétt að koma þeim á stafrænt form til þess að gera þær aðgengilegri. Ljósm. Jón Eiríksson.Ærslafull ágústnótt Nýir pistlar Gróður og garðamenning er heitið á nýjum pistlum sem hefja göngu sína í þessu Bændablaði. Höfundur þeirra er Kristín Þóra Kjartansdótt­ ir sagn­ og félagsfræðingur í Akureyrarakademíunni sem nú stundar garðyrkjunám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Í pistlunum verður víða leit­ að fanga, bæði í tíma og rúmi. Garðrækt er gömul listgrein sem á sér mikla sögu – en jafn­ framt ný á hverju vori. Í fyrsta pistli Kristínar er fjallað um fjölmenningargarða í Berlín sem gegna veigamiklu hlut­ verki í aðlögun innflytjenda frá framandi löndum að þýsku samfélagi. Sjá bls. 34 Uppskerubrestur á kartöflum í Þykkvabæ Skortur á íslenskum kartöflum fyrirsjáanlegur á næsta ári „Sumarið hefur verið yndislega gott veðurfarslega séð og það hefur verið gott veður á hverj­ um degi. Það var tregt fyrst í vor í ferðamennskunni og framan af sumri. Það hefur verið töluverð aukning milli ára hjá okkur og okkur sýnist að umfjöllunin um Breiðavíkurdrengina hafi ekki mikil áhrif. Veðurblíðan vegur þyngst í góðri aðsókn,“ segir Keran St. Ólason, ferðaþjón­ ustubóndi í Breiðavík. Gáttaður á skilaboðunum Í sumar kom svissneskur ferða­ maður í Breiðavík og greindi Keran frá því að á bílaleigunni hefði honum verið ráðið frá því að fara á Vestfirði. „Þetta er hlutur sem ég hefði viljað að yrði tekið á af einhverjum eins og til dæmis Ferðaþjónustu bænda. Það eru náttúrlega forkast­ anleg vinnubrögð að innlendar bílaleigur vari ferðamenn við að fara á Vestfirði vegna vega, eða ég vona að það sé ekki vegna annars. Við höfum heyrt áður ávæning af þessu en nú fengum við þetta beint í æð frá ferðamanninum. Hann hafði kjark til að koma á Vestfirði og var alveg gáttaður á þessum skilaboðum sem hann fékk og sagðist ekki skilja hvað væri að óttast,“ segir Keran sem ekki vildi nafngreina bílaleiguna en hann hyggst tilkynna þetta til aðila sem hafa með þessi mál að gera. ehg Skagafjörður Bændur fá að flytja eigið fé til slátrunar Í viðtali sem Bændablaðið átti við Jóhann Má Jóhannsson, bónda í Keflavík í Skagafirði, í vor er leið kom fram að bændur í Skagafirði mættu ekki flytja fé sitt til slátrunar á Sauðárkróki þótt þeir hefðu til þess fullkomin flutningatæki. Fyrir tæpum tveimur mánuðum var Jóhann boðaður á fund hjá Kaupfélagi Skagfirðinga til skrafs og ráðagerða um þetta mál. Í fram­ haldi af því var boðaður fundur með stjórn Félags sauðfjárbænda og sláturhúsráði þar sem tilkynnt var að ákveðið hefði verið að snúa af þessari braut vegna óánægju bænda með að mega ekki aka sjálf­ ir fé sínu til slátrunar ef þeir hefðu tæki og tól til þess. ,,Niðurstaðan varð sú að tilkynnt var á fundi með viðskiptavinum kaupfélagsins nokkru síðar að nú mættu allir bændur aka með sitt fé til slátrunar, hefðu þeir til þess rétt tól og tæki,“ sagði Jóhann Már þegar Bændablaðið leitaði frétta af þessu máli á dögunum. Hann sagði bændur þakkláta fyrir að hlustað var á það sem þeir sögðu og fóru fram á í þessu máli. Jóhann sagði það til fyrirmyndar hjá kaupfélaginu. S.dór Innlendar bílaleigur vara við Vestfjörðunum Ferðasumarið í Breiðavík á Barðaströnd hefur verið mjög gott að sögn staðarhaldara sem undrast jafnframt þá umfjöllun og slæm meðmæli sem Vestfirðir virðast fá hjá sumum bílaleigum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.