Bændablaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Þriðjudagur 28. ágúst 2007 Aðalskipulag Hrunamannahrepps, sem staðfest var af ráðherra í des­ ember 2005, hefur vakið allnokkra athygli. Sú stefna sem var mótuð þar m.a. með íbúafundum og stór­ um vinnufundum sveitarstjórnar og skipulagsnefndar hefur reynst vera tímamótastefna sem höfð­ ar til fleiri samfélaga en íbúa Hrunamannahrepps. Megin inntakið í aðalskipulaginu er að viðhalda Hrunamannahreppi sem sveitasamfélagi samhliða því að byggja upp öflugt nútímasam­ félag með fjölbreyttu atvinnulífi og einum öflugum byggðakjarna, Flúðum. Meginstefna skipulagsins Meginmarkmið eru í fjölmörgum undirflokkum en hér verður minnst á þrjú þeirra. Yfirmarkmið er að Hrunamannahreppur sé sveit sem nýtti fjölbreytta náttúru og auðlindir til sóknar aðallega í matvælafram­ leiðslu og fjölbreytts landbúnaðar (m.a. ferðaþjónustu). En líka að gera Flúðir að eftirsóttum þéttbýlisstað fyrir margs konar atvinnustarfsemi. Meginmarkmið varðandi atvinnu­ mál/landbúnað er að stefnt skal að öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi í sveitarfélaginu sem m.a. byggist á landbúnaði, matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu, nýtingu jarðvarma og nýsköpun. Einnig að góð land­ búnaðarsvæði verði áfram nýtt til landbúnaðar. Sveitarfélagið skal eflt sem miðstöð garðyrkju í land­ inu. Stefnt skal að aukinni skóg­ rækt, fjölnytjaskógrækt til skjóls, útivistar, viðarframleiðslu, landbóta og annarra nytja. Öll skógrækt er framkvæmdaleyfisskyld. Skógrækt verður ekki heimiluð alls staðar. Varðandi frístundabyggðir hefur stefnan verið tekin að takmarka hana við afmörkuð svæði, sam­ tímis sem stefnt er að stækkun slíkra byggðar. Þá skal hún rísa sem mest á samfelldum svæðum. Eftir föngum skal komist hjá því að slík byggð verði reist á góðu rækt­ unarlandi og landi sem hentar vel til landbúnaðarframleiðslu. Í aðal­ skipulagi verði afmörkuð svæði þar sem ekki kemur til greina að reisa frístundabyggð vegna mikilvægis svæðis vegna náttúrufars, auðlinda eða almenns útivistargildis. Staðfesta sveitarstjórnar Það sem kannski er eftirtektar­ verðast er ekki textinn sjálfur. Hann er oft almennt orðaður og vísar í meginmarkmið skipulags­ og jarða­ laga. Það sem sennilega hefur vakið mesta athygli er að sveitarstjórn hefur notað stefnuna sem stjórntæki og þ.a.l. hafnað einstaka hugmynd­ um landeigenda eða athafnamanna þar sem tillögur þeirra hafa ekki samrýmst stefnu aðalskipulagsins. Þessi stefna, eins og fram hefur komið, er sprottin fram úr sam­ félaginu sjálfu og á sér stoð og rætur í því lagaumhverfi sem um þessi mál fjalla, þ.e. skipulags­ og jarðalögum. Um hana hefur verið kosið (kosningar vorið 2006) og þau mál sem hafa komið til kasta sveitarstjórnar hafa hlotið einróma samþykki. Því má fullyrða að um stefnuna sé víðtækur stuðningur í sveitarfélaginu þó að vissulega séu skiptar skoðanir um einstök mál. Um þessar mundir er aðalskipu­ lagsbreyting í auglýsingaferli þar sem m.a. er skerpt á texta varðandi frístundabyggðina til þess að stefna sveitarfélagsins sé eins skýr og ein­ föld og hægt er. Landbúnaður, þ.e. hefðbund­ inn og garðyrkja, eru mjög sterkar atvinnugreinar í Hrunamannahreppi eða um 50% ársverka sem unnin eru í sveitarfélaginu. Þessi störf eru undirstaða uppbyggingar sam­ félagsins og þannig ætlum við að halda því. Eftirspurn eftir byggingarlandi, hvort sem er á Flúðum eða í dreif­ býlinu bæði fyrir íbúðarhúsnæði og þar með búsetu en einnig frístunda­ lóðum, hefur aldrei verið meiri. Verð á landi hefur aldrei verið hærra og aldrei hefur verið byggt eins mikið og á þessu ári. Það er auðvitað mjög gleðilegt að finna að við höfum eitthvað sem aðrir sækj­ ast eftir. Þetta styrkir okkur í að við séum á réttri braut. Aðrar greinar höfundar um skylt efni; Fræðaþing landbúnaðarins 2007 Aðalskipulag sveitarfélaga – skúffu- plagg eða gagnlegt stjórntæki. Sýn sveitarstjórnarmanns á landnotkun m.t.t. landbúnaðar. Sigurður Ingi Jóhannsson dýralæknir og oddviti Hrunamannahrepps sigurdingi@simnet.is Skipulagsmál Skipulag og landnýting Aðalskipulag Hrunamannahrepps Af því fer sögum að jafnvel góðar bújarðir séu seldar og að kaupendur leggi af allan búskap en skipti þeim upp í sumarbú­ staðalóðir. Einkum gerist þetta á vinsælustu sumarbústaða­ svæðunum eins og í uppsveitum Árnessýslu. Guðmundur Böðvarsson, húsasmíðameistari og aðstoð­ arbyggingafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, staðfesti þetta í sam­ tali við Bændablaðið. Hann sagði að á árinu 2006 hefði þetta farið mjög vaxandi og það ár voru þá gefin út 780 byggingarleyfi fyrir sumarbústaði í uppsveitum Árnessýslu. Þá hafði úthlutuðum lóðum fjölgað ár frá ári en í ár hefur úthlutuðum lóðum fækkað miðað við í fyrra og það sem af er árinu eru þær ekki nema rétt innan við fjögur hundruð. Nær 5 þúsund bústaðir Í Árnessýslu eru rétt tæpir 5 þús­ und sumarbústaðir þannig að það þarf ekki að koma á óvart þótt margar bújarðir hafa verið teknar úr notkun sem slíkar og bútaðar niður í sumarbústaðalóðir. Ef um ræktað land er að ræða eða rækt­ anlegt, geta sveitarstjórnir stöðv­ að sölu á slíkum löndum undir sumarbústaði ef þær kæra sig um það. Það mun hins vegar vera afar sjaldgæft en hefur þó gerst. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit­ arstjóri í Hrunamannahreppi, sagði í samtali við Bændablaðið að sveit­ arfélögin í uppsveitum Árnessýslu hefðu umtalsverðar tekjur af sum­ arbústöðum. Þar væri fyrst og fremst um að ræða fasteignagjöld. En á móti kæmi að sveitarfélögin þjónustuðu bústaðaeigendur með því að leggja til þeirra vatn, hirða sorp og fleira sem auðvitað væri greitt sérstaklega fyrir með þjón­ ustugjöldum. Ísólfur Gylfi var spurður að því hvort sveitarfélag hefði meiri tekjur af til að mynda jörð þar sem eru 60 mjólkandi kýr og jarðnæði sem þarf til að reka slíkt bú eða að búta það niður og byggja sum­ arbústaði. Hann sagði mjög erf­ itt að meta það, til þess þyrfti að skoða ákveðið dæmi ofan í kjöl­ inn. S.dór Nær fimm þúsund sumarbústaðir í uppsveitum Árnessýslu Heilu jörðunum skipt upp í sumarbústaðalönd Aðalfundur NBC, Samtaka nor­ rænna bændasamtaka, árið 2007 var haldinn í Jyväskylä í Mið­Finnlandi dagana 8.­10. ágúst sl. í boði NBC deildarinn­ ar í Finnlandi. Finnska deildin samanstendur af MTK (sam­ tökum finnskumælandi bænda), SLC (samtökum sænskumælandi bænda) og Pellervo (afurðasam­ vinnufélögunum). Dagskrá fundarins var með nokkuð hefðbundnu sniði, erindi voru flutt um valin efni sem eru efst á baugi, umræðuhópar störfuðu og að lokum var formleg dagskrá þar sem kjörinn var ný stjórn NBC til næstu tveggja ára. Á fyrra degi fundarins var rætt um „Norrænan mat“, fyrir hvað hann stendur og möguleika til að auka verðmæti og tekjur bænda á grundvelli sérstöðu norrænna gilda. Frummælandi var Kim Palhus sem er einn af matvælasendiherr­ unum. Fyrir Íslands hönd sögðum við stuttlega frá markaðssetningu íslenskra búvara í Bandaríkjunum. Eftir hádegi var rætt um stöðu samvinnufélaga bænda í hnatt­ væðingunni. Frummælandi var hagfræðiprófessor við háskólann í Uppsala. Á hinum Norðurlöndunum eru samvinnufélög ráðandi afl í úrvinnslu og sölu búvara og eru þau alls staðar nema hér á landi, virkir þátttakandur í samstarfinu á þessum vettvangi. Síðast á dagskrá fyrri dags fund­ arins voru umræðu­ og vinnuhópar. Í þeim var einkum fjallað um mál sem snúa að eflingu hreyfinga bænda og samvinnufélaga þeirra. Íslenski hópurinn stýrði umræðum um stöðu búreksturs og hlutverk hans í byggðaþróun. Umræðan snerist mest um möguleika og leiðir til að efla og styrkja búrekstur og bændur svo fyrirtæki þeirra verði sem öfl­ ugust. Rætt var um þátt bændasam­ taka, stjórnvalda og það sem bændur geta sjálfir gert í þessu skyni. Dagskrá síðari dagsins hófst síðan á að gerð var grein fyrir nið­ urstöðum umræðuhópa. Síðan var farið yfir samstarf á vettvangi Eystrasaltslandanna (BFFE) sem NBC heldur uppi en þó eru það nær eingöngu þau þrjú lönd sem eiga land að Eystrasaltinu sem taka þátt í því starfi og bera uppi til skiptis. Farið var yfir stöðu WTO viðræðn­ anna og Pekka Pesonen, aðalritari COPA­COCEGA fjallaði um stöðu og möguleika norræns landbúnaðar. Á eftir voru pallborðsumræður um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á norrænan landbúnað og möguleika í framleiðslu lífrænna orkugjafa. Næstu fundir á Íslandi Eftir hádegi var síðan formleg dag­ skrá. Ísland tók nú við formennsku í NBC og var Haraldur Benediktsson kjörinn formaður NBC til næstu tveggja ára og Erna Bjarnadóttir, aðalritari. Formennskunni fylgir að bera þungann af undirbúningi funda formanna bændasamtaka á Norðurlöndunum næstu tvö ár. Sá fyrri verður haldinn í Danmörku í byrjun september árið 2008 og sá seinni á Íslandi síðla sumars árið 2009. Gera má ráð fyrir um eða yfir 100 bændum og starfsmönn­ um bændasamtaka á þann fund og alltaf er mikil ásókn í að koma á fundina á Íslandi. Síðast var slíkur fundur haldinn á Akureyri í byrjun ágúst 1999. Að lokum voru veitt menningarverðlaun NBC og féllu þau í skaut finnskrar konu sem hefur unnið ötullega að framgangi finnskrar menningar á landsbyggð­ inni. Föstudaginn 10. ágúst var síðan farið í skoðunarferð um Mið­ Finnland. Heimsótt var fjölskyldubú þar sem búið var með kýr og sem aukagrein var séð um veðhlaupa­ brokkara, fóðrun þeirra og þjálfun og bóndinn sá einnig um að keyra þá til og frá keppni. Verksmiðjur Valtra dráttarvélaframleiðendanna voru skoðaðar og bauðst gestum að taka léttan prufutúr sem marg­ ir notfærðu sér til gamans! Síðast var farið til ferðaþjónustubónda sem hafði byggt upp umfangsmik­ inn rekstur í gistingu, veitingum og afrþreyingu á fáuum árum. Við það hafði hann notfært sér mikla sam­ vinnu við nágranna sem buðu fjöl­ breytta þjónustu á sviði afþreying­ ar. Fram kom að fjárfestingarstyrk­ ir frá ESB við þessa uppbyggingu námu allt að 40% af kostnaði. Aðalfundur NBC 2007 Bændasamtök Íslands taka við formennsku Erna Bjarnadóttir Hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is norrænt samstarf Undanfarið hafa verið áber­ andi í fréttum deilur landeig­ enda og Vegagerðarinnar varð­ andi ágreining um staðsetningu vegaarstæða. Þá hefur einnig verið tekist á um bótaskyldu Vegagerðarinnar vegna einstakra framkvæmda. Nýlega hafa fallið nokkrir héraðsdómar varðandi álitsefnið auk úrskurða mats­ nefndar eignarnámsbóta. Karl Axelsson, hrl. á Lex lög­ mannsstofu, hefur um árabil séð um hagsmunagæslu tengda vegafram­ kvæmdum fyrir fjölmarga landeig­ endur. Karl segir að ástæðuna fyrir auknum fjölda mála af þessu tagi megi rekja til mikilla vegafram­ kvæmda undanfarið um land allt og að einnig hafi hækkandi jarðaverð sitt að segja auk sjónarmiða um að tekið sé tillit til náttúruverndar við allar framkvæmdir. Athyglisverður dómur Mörg áhugaverð álitamál koma upp þegar metin er bótaskylda vegna vegaframkvæmda. Nýlega reyndi á það hvort Vegagerðinni bæri að greiða bætur fyrir nýtanleg jarðefni sem til féllu við borun jarðganga. Tvö mál sem tengd­ ust Fáskrúðsfjarðargöngum og Almannaskarðsgöngum fóru t.a.m. fyrir dóm þar sem Vegagerðin hafnaði að greiða landeigendum bætur fyrir jarðefnin. Niðurstaða héraðsdóms var sú að landeig­ endur ættu rétt á bótum fyrir allt nýtanlegt jarðefni úr göngunum. Vegagerðin hefur áfrýjað dómunum til Hæstaréttar og mun niðurstaðan liggja fyrir í lok þessa árs. Á síðustu árum hefur orðið nokk­ ur breyting á því til hvaða atriða er litið þegar mönnum eru ákvarðaðar bætur vegna eignarnáms í tilefni vegarlagningar. Karl segir að áður fyrr hafi verið tilhneiging til að líta einungis á það land sem beinlínis færi undir viðkomandi vegarstæði. Þróunin hafi hins vegar orðið sú að nú sé horft til þeirrar heildarverð­ rýrnunar sem vegarlagning valdi á nánasta umhverfi, þ.m.t. landbún­ aðarnotum. Áhrifasvæði vega geta þannig náð nokkur hundruð metra frá miðlínu vegarstæðis. Málskostnaður greiddur Karl segir að niðurstaðan í nýleg­ um dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Veiðifélags Skagafjarðar gegn Vegagerðinni auðveldi landeigendum alla hagmunagæslu sína. Í því máli hafði Vegagerðin fallist á að greiða bætur vegna tjóns sem vegarlagning hefði á lífríki Norðurár í Skagafirði. Vegagerðin neitaði hins vegar að greiða veiðifélaginu málskostnað sem til féll vegna hagsmunagæslu fyrir skipulagsyfirvöldum. Veiðifélagið vann málið og var Vegagerðinni gert að greiða allan málskostnað. Af hálfu Veiðifélags Skagafjarð­ ar flutti málið Guðjón Ármannsson, lögmaður hjá Lex lögmannsstofu. Guðjón segir niðurstöðuna í sam­ ræmi við 72. gr. Stjórnarskrár sem tryggi mönnum fullar bætur komi til eignarskerðingar. Ekki sé hægt að tala um fullar bætur ef þeir sem verði fyrir eignarskerðingu þurfi að sitja uppi með málskostnað sem óhjákvæmilega falli til við slíka hagsmunagæslu. Í ljósi þessa dóms ættu landeigendur og aðrir hags­ munaaðilar að leita sér lögmanns­ aðstoðar þegar í upphafi enda sé þeim tryggður allur kostnaður. Hagsmunagæsla fyrir skipulagsyfirvöldum Um þessar mundir rekur Karl mál á hendur Vegagerðinni fyrir land­ eigendur í Nesjum í Hornafirði vegna lagningar hringvegarins um Hornafjarðarfljót. Þar háttar svo til að Vegagerðin hefur gert til­ lögu að þremur mögulegum leiðum sem að mati landeigenda eru allar óviðunandi; þær skerði eignarlönd og rýri möguleika til landnýtingar. Hafa landeigendur sett fram tillög­ ur að tveimur nýjum leiðum sem þeir krefjast að verði teknar til mats á umhverfisáhrifum. Landeigendur eru að vakna til meðvitundar um það að á grund­ velli laga eigi þeir rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þegar fyrirhuguð er vegarlagning um land þeirra. Til skamms tíma hafi vegarlagning átt sér stað án þess að leitað væri eftir sjónarmið­ um landeigenda. Oft fari hagsmun­ ir Vegagerðarinnar og viðkomandi landeigenda saman og þá geti fram­ kvæmdir farið fram í góðri sátt. Séu hins vegar landeigendur óánægðir um tilhögun framkvæmda,t.a.m. staðsetningu vega og fleira, sé mik­ ilvægt að þeir gerist virkir þátt­ takendur strax í upphafi mála hjá skipulagsyfirvöldum. S.dór Vegagerðin dæmd í héraði til að greiða bætur fyrir jarðefni úr jarðgöngum Tjón vegna rafmagns- truflana fæst bætt Á heimasíðu Kjósarhrepps er greint frá því að handvömm hafi orðið í rafspennistöð í Hvalfirði í liðinni viku, með þeim afleið­ ingum að rafmagn fór af stórum hluta landsins og þar á meðal Kjósarhreppi. Rafmagn kom síðan inn á dreifikerfið með alltof hárri spennu með þeim afleiðingum að fjöldi raftækja eyðilagðist á heimilum sem annars staðar. Slíkt tjón bætir orkusalinn og eru notendur því hvattir til að snúa sér til við­ komandi raforkusala.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.