Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 1
13 Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun 21, 23 Bændahátíðir og hrútasýningar í algleymingi 19. tölublað 2008  Þriðjudagur 4. nóvember  Blað nr. 292  Upplag 17.000 10 Leiðbeina Íslendingum um skosku hálöndin Sænsk uppfinning tryggir kjötgæði í verslunum Nú á að vera unnt að koma í veg fyrir að kjöt sé selt í verslunum ef kælingu þess er ábótavant. Merkimiði með innbyggðum hitamæli á kjötumbúðunum er nýtt vopn gegn slælegri með- ferð á kjöti í kæliborðinu. Hitamælirinn, sem komið er fyrir í strikamerkinu, eyðir því ef hitastigið er of hátt. Þar með er ekki unnt að skanna það við afgreiðsluborðið og það kemur í veg fyrir að verslunin geti selt gallað kjöt. Uppfinningin hefur verið prófuð í sænskum verslunum í hálft ár og er nú komin á al- mennan markað í Svíþjóð. Að öllu óbreyttu er ætlunin að koma henni á markað erlendis. LandbrugsAvisen Nemendur og kennarar Þelamerkurskóla í Eyjafirði hafa tekið upp þann sið að taka slátur á haustin. Þá verður töluverður handagangur í öskjunni en allir enda með því að verða saddir og sælir. Sjá nánar á bls. Matvælafrumvarp ríkisstjórnar- innar var lagt fram sl. vetur en vegna margra óánægjuradda var afgreiðslu þess frestað og átti að afgreiða það á septem- berþinginu. Það var ekki gert en þess í stað var frumvarpið tekið út úr þinginu og gerðar á því nokkrar breytingar. Síðan á að leggja það aftur fram nú á haust- þinginu. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins eru helstu breyt- ingar sem gerðar verða á frum- varpinu þessar: Í fyrsta lagi að hætt er við að fella niður vaktsvæði dýralækna eins og gert var ráð fyrir í eldra frumvarpinu og dýralæknar undu illa. Þá er sett inn í frumvarpið skýrt ákvæði um skyldu ráðherra til að setja reglugerð sem tryggi heil- brigði afurða. Þá eru menn að horfa til kamfýlóbakter og annarra slíkra sjúkdóma. Þetta ákvæði er ekki sett í lögin en ráðherra gert skylt að setja reglugerð sem tryggi heil- brigði innfluttra matvæla. Þá er ákvæðum um gjaldskrár breytt lítillega vegna þess að sumir túlkuðu þetta ákvæði í eldra frum- varpinu þannig að ganga ætti lengra í gjaldheimtu en ætlunin er í raun. Skýrari ákvæði eru sett um starfsleyfi þar sem ekki er gert ráð fyrir að búgreinar sem þurfa ekki starfsleyfi í dag þurfi starfsleyfi og að hverju búi nægi eitt starfsleyfi. Í fyrra frumvarpinu mátti skilja það svo að sami bóndi þyrfti fleiri en eitt starfsleyfi og þá alveg sér- staklega til fóðurgerðar. Efnislega eru þetta stærstu breytingarnar en síðan eru nokkrar smábreytingar á frumvarpinu sem ekki skipta miklu máli. S.dór ,,Þetta eru vissulega mikil vonbrigði en við munum samt aldrei gefast upp í þessu máli,“ sagði Örn Bergsson, bóndi á Hofi I í Öræfum en máli sem hann átti aðild að gegn íslenska ríkinu vegna þjóðlendu- mála var vísað frá af Mannréttindadómstólnum í Strassburg. Það voru mál eyðijarðanna Breiða- merkur sem tilheyrir Hofi og Fjall sem tilheyrir Kvískerjum sem vísað var frá. Fleiri málshöfðanir bíða úrskurðar Mannréttindadómstólsins í Strass- burg. Þótt þessum tveimur málum hafi verið vísað frá er það ekki fordæmisgefandi. ,,Þessari baráttu er ekki lokið því við munum aldrei viðurkenna að land sem er þinglýst eign og við höfum borgað skatta og skyldur af í yfir 100 sé hægt að taka af mönnum eins og ekkert sé. Það munum við aldrei viðurkenna að sé réttlátur dómur. Þrátt fyrir þessar frávísanir munum við ekki gefast upp í þessu máli en halda baráttunni áfram af fullum þunga,“ sagði Örn Bergsson í samtali við Bændablaðið. Ólafur Björnsson hrl. var einn þeirra sem fóru með mál landeigenda. Í samtali við mbl.is segir hann dóm- inn ekki finna að málsmeðferð Hæstaréttar og ekki gera sérstakar athugasemdir við þjóðlendulögin sem slík. Niðurstaðan er sú að þessar jarðir séu ekki eign í merk- ingu fyrstu greinar 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá skoða þeir ekkert frekar hvort brotin hafi verið jafnræðisregla eða hvort málsmeðferðin hafi að einhverju leyti ekki staðist,“ segir Ólafur. Dómurinn hafi ekki mikið fordæmisgildi. Önnur mál geti fallið öðruvísi, t.d. þegar ríkið hefur selt einkaaðilum land. Fleiri málshöfðanir bíða úrskurðar Mannréttinda- dómstólsins, t.d. hvað varðar Kvísker í Öræfum, Stafa- fell í Lóni, Mörtungu á Síðu og almenning í Þórsmörk. S.dór Máli landeigenda vísað frá í Strassburg Við munum samt aldrei gefast upp – segir Örn Bergsson, bóndi á Hofi I í Öræfum Nokkrar breytingar gerðar á matvælafrumvarpinu Ákveðið hefur verið að ullarverð til bænda hækki um 24% frá því í fyrra. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir bændur nokkuð ánægða með þetta verð. Hækkunin sé allavega meiri en á dilkakjöti og eins og nú ári geta menn ekki annað en verið ánægðir með þetta. Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Ístex, segir í samtali við Bændablaðið að horfurnar í ull- arsölunni séu góðar og sala á lopa með besta móti. Hins vegar séu mörg vandkvæði uppi um þessar mundir, eins og allir vita. Guðjón segir að Ístex fái núna engar greiðslur erlendis frá, þar sem allt virðist vera stíflað. „Það er mikil óvissa hjá okkur eins og öllum öðrum um þessar mundir en það er góð sala á lopa og ullarvörum almennt, betri en verið hefur í allmörg ár og greinilega mikill áhugi fyrir prjóni. Við erum mun bjartsýnni nú en undanfarin ár,“ sagði Guðjón Kristinsson. S.dór Ullarverð til bænda hækkar um 24% Auðhumla sýknuð Hæstiréttur sýknaði fyrir helgi Auðhumlu af kröfum Félagsbúsins á Hálsi í Kjós um að fyrirtækið greiddi eig- endum búsins skaðabætur fyrir hafa gert þeim að inn- leysa eign sína í séreignasjóði Samsölunnar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt fyrirtækið skaðabóta- skylt. Málið snerist um eign bænda í séreignasjóðnum sem þeir á Hálsi fengu greidda árið 2002, en þeir höfðu hætt kúabúskap þremur árum áður. Árið 2004 var ákveðið að færa rúmlega hálfan milljarð af óbundnu fé Sam- sölunnar og tveimur árum síðar hálfan annan milljarð til viðbót- ar inn í sérstakan stofnsjóð sem greiða skyldi út til félagsmanna í hlutfalli við sjóðseign í árslok 2006. Vildu bændur á Hálsi meina að þeir ættu hlut í þeim sjóði og tók Héraðsdómur undir þá kröfu þeirra. Hæstiréttur komst hins veg- ar að annarri niðurstöðu. Í úr- skurði hans segir að í bréfi sem fylgdi útborgun inneignar á sínum tíma hafi ekki farið milli mála að með henni lyki aðild bændanna á Hálsi að sam- vinnufélaginu. Hálsbændur hafi tekið við þeirri greiðslu án þess að gera neinn fyrirvara og ekki gert athugasemdir við hana í fimm ár. Því verði að sýkna Auðhumlu af kröfum þeirra. Málskostnaður á báðum dóm- stigum var felldur niður. –ÞH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.