Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 23
23 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Meistaramót Íslands í rúningi fór fram að Skörðum í Miðdölum laugardaginn 25. október. Var keppnin liður í Haustfagnaði Dalamanna sem haldinn var með glæsibrag þessa helgi. Keppni fór þannig fram að keppendur rúðu þrjár kindur á sem skemmstum tíma. Tími á rúningn- um vó 40% af heildarmati en gæði rúnings 60%. Fyrir hverjar 10 sek- úndur sem rúningurinn tók var gefið eitt refsistig auk þess sem breskur dómari keppninnar (frá breska ull- arsambandinu British woolboard) mat gæði rúnings og gaf refsistig ef einhverjir gallar voru á rúningnum. Samanlagður árangur þessara þátta var metinn til heildarárangurs og því var sá sigurvegari sem fékk fæst refsistig. Röðin snérist við í úrslitaeinvíginu Í fyrstu umferð mættust tveir og tveir í einu, en keppendur voru 10 tals- ins. Eftir tvær umferðir var Trausti Hjálmarsson, frá Langsstöðum í Flóahreppi, efstur með 92 stig en Julio Cesar Gutierrez, frá Hávarsstöðum í Svínadal, í öðru með 98 stig. Þeir kepptu svo til úrslita og þar snérist röð þeirra við, Julio fékk 43 stig, þar af 14 refsistig vegna gæða, en Trausti fékk 48 stig, þar af 24 refsistig vegna gæða. Trausti átti aftur á móti besta tíma keppninnar 3 mínútur og 20 sek. Röð fimm efstu manna var eft- irfarandi: Í fyrsta sæti var Julio Cesar Gutierrez, frá Hávarsstöðum í Svínadal, í öðru sæti var Trausti Hjálmarsson, frá Langsstöðum í Flóahreppi, í þriðja sæti var Gísli Þórðarson, frá Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, og jafn- ir í fjórða og fimmta sæti voru þeir Helgi Haukur Hauksson, frá Sandlæk í Gnúpverjahreppi, og Arnór Ragnarsson, frá Hofsstöðum í Gufufirði. -smh Meistaramót Íslands í rúningi: Julio Cesar Gutierrez bestur Aftari röð frá vinstri til hægri: Eiríkur Helgason, Stykkishólmi, Ásbjörn K. Pálsson, Haukatungu-Syðri 2, Jón Bjarni Þorvarðarson, Bergi, Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli. Fremri röð: Guðlaug Sigurðardóttir, Hraunhálsi Herdís Leifsdóttir, Mávahlíð, og Anna Dóra Markúsdóttir, Bergi, með verð- launaskjöldinn fyrir besta lambhrútinn á Snæfellsnesi. Þrettánda heimsmeistarakeppn- in í rúningi og ullarmeðhöndlun var haldin dagama 2.-5. október í Bjerkreim í Noregi og var þetta í fyrsta sinn sem heimsmeistara- keppnin var haldin annars stað- ar en í enskumælandi landi. Um 100 þátttakendur frá 28 þjóðum kepptu í vélrúningi, rúningi með skærum og ullarmeðhöndlun. Paul Awery frá Nýja Sjálandi vann einstaklingskeppnina í vélrún- ingnum en hann var aðeins 15 mín- útur og 6 sekúndur með 15 kindur. Zweliwile Hans frá Suður Afríku vann einstaklingskeppnina þar sem notuð voru skæri en hann rúði 10 kindur á 21 mínútu og 20 sekúndum. Sheree Alabaster frá Nýja Sjálandi vann einstaklingskeppnina í ullar- meðhöndlun. Íslendingar eiga fullt erindi Enginn keppandi var frá Íslandi en þeir voru þó a.m.k. tveir á meðal fjölmargra áhorfenda. Það voru þeir Guðmundur Hallgrímsson verk- efnisstjóri hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og umboðsaðili Heiniger á Íslandi og Borgar Páll Bragason ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands. „Það var heilmikil stemmning á keppn- inni og hvatningin mikil sem þátt- takendurnir fengu. Hraðinn skiptir vissulega miklu máli en þó alls ekki öllu. Dómarar fylgjast með rúningnum og gefa refsistig þegar eitthvað fer úrskeiðis, t.d. þegar tvíklippt er í ullarreyfið, eitthvað er skilið eftir eða klippt er í kindina. Það er því ekki fyrr en dómarar eru búnir að yfirfara ærnar eftir rún- inginn sem úrslitin eru endanlega ráðin,“ segir Borgar. Guðmundur og Borgar voru einnig á Meistaramóti Íslands í rúningi í Dölum sem haldin var 24. október og var það mat þeirra að Íslendingar eigi fullt erindi á næstu heimsmeistarakeppni sem haldin verður í Wales árið 2010. Heimsmeistarakeppnin í rúningi Keppni með skærum. mynd | bpb Haustið 2006 var haldin samsýning á bestu lambhrútum vestan varn- argirðingar á Snæfellsnesi. Var sú sýning haldin að frumkvæði fjár- ræktarfélagsins í Helgafellssveit en var mest á höndum Eiríks Helgasonar í Stykkishólmi og Guðlaugar og Jóhannesar á Hraunhálsi. Þótti sýningin heppn- ast svo vel að sagan var endurtek- in haustið 2007. Á þessu hausti var enn ákveð- ið að halda þessu áfram en um leið að stækka sýninguna og gera hana að héraðssýningu fyrir Snæfellsnes með því að koma á samskonar sýningu austan varnargirðingar. Laugardaginn 18. október fór svo sýningin fram. Vestan girðingar var hún að Gaul í Staðarsveit en austan girðingar í Mýrdal í Hnappadal. Á sýningunni vestan girðingar voru sýndir 54 lambhrútar en austan girð- ingar 13 eða samtals 67. Vafalítið á þátttaka í þessu sýningarhaldi eftir að stóraukast austan girðingar á næstu árum nú þegar þeir eru komn- ir á bragðið. Sýningargripunum er skipt í þrjá flokka; mislita hrúta, kollótta hrúta og hyrnda hrúta. Flokkarnir voru nokkuð misstórir, eða 11 kollótt- ir hrútar, 14 mislitir og 42 hyrndir. Verðlaun voru veitt fyrir þrjá efstu lambhrútana í hverjum flokki. Í heild var þetta glæsilegasti hrúta- hópur sem hefur mætt til þessarar sýninga nokkru sinni. Einkum vakti athygli hve gríðarlega mikil breidd var í flokki hyrndu hrútanna en þar var mest smekksatriði hvernig skipa skyldi efstu 10-15 lambhrútunum að undanskildum efsta hrútnum, það jafnglæsilegir voru þessir gripir. Þá var hinn tiltölulega stóri hópur mis- litra hrúta gríðarlega öflugur og má fullyrða að tæpast hafi áður mátt sjá jafnstóran og glæsilegan hóp lamba af þessum litarhætti. Verðlaunahrútarnir Mislitir hrútar. Í fyrsta sæti var lamb 191 frá Mávahlíð, sem var undan heimahrút þar sem Herkúles heitir. Þetta er feikilega glæsilegur ein- staklingur, gríðarvænn, með þykka vöðva, svartarnhosóttur að lit. Í öðru sæti var lamb 40 á Hraunhálsi. Þessi lamhrútur er sonur Úlfs 07-446, en móðurfaðir hans Draupnir 98-437. Þessi lambhrútur sem er svartbotn- óttur að lit hefur gríðarlega þykkan og vel lagaðan bakvöðva og er mjög vel gerður. Þriðja sæti skipar lamb 2675 í Mávahlíð en það er undan Læk 02-031 sem um árabil hefur verið einn öflugasti kynbótahrút- ur á Snæfellsnesi og er m.a. faðir Herkúlesar sem að framan er nefnd- ur sem faðir efsta lambsins í flokkn- um. Þessi lambhrútur sem er fallega svartflekkóttur að lit er ákaflega vel gert lamb að öllu leyti. Kollóttir hrútar. Hér skipaði efsta sætið lamb 16 á Hjarðarfelli, en faðir þess er Örvar 04-983 en móð- urfaðir Dalur 97-838. Þessi hrútur er mjög bollangur, ákaflega vöðva- þykkur og vel gerður og hreinhvítur. Í öðru sæti var lamb 52 á Hraunhálsi en þar er faðir Yggur 07-433 (undan Frakkssyni 03-974 sem stóð efstur í þessum flokki á sýningunni á síðasta ári) og móðurfaðir Spakur 03-976. Þessi hrútur er ákaflega þéttvaxinn og vel gerður og föngulegur á velli. Þriðja sæti skipaði síðan lamb 153 hjá Eiríki Helgasyni í Stykkishólmi. Þessi hrútur er undan Skrauta 07-505 (móflekkóttur hrútur frá Hjarðarfelli sem vakti athygli á sýningunni á síðasta ári) og á móðurföður Dropa 05-507. Hrúturinn er mjög jafnvax- inn, vöðvaþykkur og samanrekinn holdaköggull. Hyrndir hrútar. Efsta sætið skip- aði lamb 99 á Bergi í Grundarfirði. Faðir þessa hrúts er Dropi 06-998, en móðurfaðir Móri 98-651. Þetta er ákaflega bollangur hrútur með bakvöðva með því þykkasta sem mælist og gríðarlega mikil læra- hold og mjög fágaður og glæsileg- ur að allri gerð auk þess sem hann er hreinhvítur að lit. Í öðru sæti var lamb 186 í Haukatungu syðri, en faðir þess er Bogi 07-544 (undan Kveiki 05-965 og var fádæma glæsi- legur lambahópur undan honum í afkvæmarannsókn í haust) og móðurfaðir er Tyson 99-506, sem um árabil var aðal kynbótahrútur í Haukatungu. Þetta er einstaklega fágáð og glæsilegt lamb að allri gerð með mikla vöðvasöfnun. Þriðji í röð var lamb 651 á Hjarðarfelli sem er undan Kubbi 07-741 (undan Ljúfi 05-968) en móðurfaðir þess er Bylur 05-727 (nú kominn á sæðingastöð með nafnið Ylur). Þetta er mjög þroskamikill, vel gerður hrútur með þykka vöðva. Þegar nánar er hugað að uppruna hrútanna sem mættu til sýningar má benda á að af kollóttu hrútunum voru fjórir synir Örvars 04-983. Hjá hyrndu hrútunum voru hins vegar 27 synir fimm stöðvahrúta. Flestir voru synir Papa 04-964 eða níu samtals, Raftur 05-966 átti sjö syni, Dropi 06-998 átti fimm syni og þeir Kroppur 05-993 og Bifur 04-994 áttu þrjá syni hvor. Búnaðarsamtök Vesturlands ákváðu að í haust, um leið og komið er á slíkri héraðssýningu, yrði hinn glæsilegi farandgripur frá héraðs- sýningum fyrri ára settur að nýju í umferð. Þetta er útskorinn skjöldur, listaverk eftir Ríkharð Jónsson og var fyrst veittur á héraðssýningu á Snæfellsnesi fyrir meira en hálfri öld (1954) en síðasta héraðssýning á Snæfellsnesi áður en sú sem hér er greint frá var haustið 1996. Þau hjón á Bergi í Grundarfirði fengu skjöld- inn til varðveislu næsta árið fyrir lamhrút númer 99 sem dæmdur var besti einstaklingur á héraðssýning- unni haustið 2008. Sýninguna sótti fjöldi fólks. Snæfellskir fjárbændur mega vera stoltir af ræktunarárangri sínum. Sýningar eins og þessar eru mjög vel fallnar til að fá yfirlit um stöðu ræktunarinnar og sjá það sem best er á hverjum tíma um leið og menn koma saman og gleðjast yfir árang- ursríku starfi. -jvj Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi haustið 2008 Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu efndi nú fjórða árið í röð til glæsi- legrar héraðssýningar á lamb- hrútum í sýslunni laugardaginn 25. október. Sýningin sem hér verður greint frá í stuttu máli er eins og áður á tveim stöðum vegna skipting- ar sýslunnar í varnarhólf. Í suð- urhólfi var sýningin að Skörðum í Miðdölum þar sem 28 hrútar mættu og í vesturhólfinu var sýn- ingin í Sælingsdalstungu þar sem mættir voru 50 lambhrút- ar. Viðurkenningar voru veittar fyrir fimm efstu gripina í hverj- um flokki og voru það eftirtaldir lambhrútar. Í hópi mislitra hrúta. nr. 6 í Bæ í Miðdölum undan 1. Bifri 06-994, svartur að lit nr. 2 í Lyngbrekku undan Bletti 2. 05-967, svarthosóttur að lit nr. 67 á Spágilsstöðum undan 3. Biskupi 07-799, svartbotnótt- ur að lit nr. 5 á Dunki undan Örvari 4. 04-983, móbíldóttur að lit nr. 566 á Lambeyrum undan 5. hrúti 06-101, svartur að lit. Þetta voru allt prýðilega vel gerð og snotur lömb. Ekki er vafamál að í heild hafa gæði mislitu lambanna batnað mest á allra síðustu árum sem helgast öðru fremur af því að síðustu tvö ár hafa mjög margir öfl- ugir hrútar verið á sæðingastöðv- unum sem eru að gefa mislit lömb. Í hópi kollóttu hrútanna var afrekslistinn þessi. lamb nr. 148 á Lambeyrum, 1. faðir hrútur 05-084 lamb nr. 8021 á Sauðafelli, 2. faðir Svanur 05-984 lamb nr. 1541 á Lambeyrum, 3. faðir hrútur 07-601 lamb nr. 954 á Lambeyrum, 4. faðir hrútur 07-610 lamb nr. 62 á Dunki, faðir 5. Örvar 04-983 Allt voru þetta væn og mjög vel gerð lömb. Mesta athygli vekur samt að allir rekja þeir ættir sínar að Heydalsá á Ströndum og þar af fjórir í fyrsta eða annan ættlið. Topplistinn hjá hyrndu hrút- unum var þessi. lamb nr 831 á Höskuldsstöðum 1. undan Rafti 05-966 lamb nr. 19 á Geirmundar-2. stöðum undan Spotta 05-711 lamb nr. 56 í Stóra-Vatnshorni 3. undan Þræði 06-996 lamb nr. 215 á Kjarláksvöllum 4. undan hrúti 05-253 lamb nr. 56 á Skörðum undan 5. Þræði 06-996. Allt voru þetta mjög öflug og prýði- lega vel gerð lömb með mjög góða vöðvafyllingu. Búnaðarsamtök Vesturlands hafa nú dregið úr pússi sínum gamlan farandgrip frá héraðssýn- ingum hrúta á sjöunda og áttunda áratugnum í Dalasýslu. Þetta er fag- urlega útskorin bók þar sem færðar eru upplýsingar um verðlaunahrút- inn hverju sinni. Listaverkið var unnið af Guðmundi Kristjánssyni á Hörðubóli. Bókina varðveita til næsta hausts Magnús og Erla á Höskuldsstöðum vegna lambsins 831 sem var dæmt besti einstak- lingurinn á sýningunni. Þetta lamb er samanrekinn holdaköggull með mjög þykkan bakvöðva og gríð- arlega öflug lærahold. -jvj Héraðssýning á lambhrútum í Dalasýslu haustið 2008 Lamb nr. 831 frá Höskuldsstöðum. Efst á lista hyrndu hrútanna. F.v. sá fljótasti og í öðru sæti Trausti Hjálmarsson, Julio Cesar Gutierrez, sigurvegari, og Gísli Þórðarson í þriðja sæti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.